„Hefur nægur tími liðið?“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flytur ávarp við setningu ráðstefnunnar ...
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flytur ávarp við setningu ráðstefnunnar í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, velti því meðal annars fyrir sér í ávarpi við upphaf ráðstefnunnar „Hrunið þið munið“ í hátíðarsal Háskóla Íslands hvort hugsanlega hefði ekki liðið nógu langur tími frá falli viðskiptabankanna þriggja haustið 2008 og eftirleik þess til þess að leggja nægjanlega gott mat á þessa atburði. Þeir væru kannski of nálægt í tíma.

„Við rannsókn hrunsins, eins og í öðrum verkum sem lúta að liðinni tíð, stöndum við andspænis vanda sem lítur að staðreyndum og atburðarás annars vegar og túlkunum og tíðaranda og sjónarhól hins vegar. Einhver allsherjar afstæðishyggja á aldrei að ráða för. Til eru staðreyndir sem ekki verður deilt um. Hitt er hins vegar rétt að sínum augum lítur hver silfrið og sjónarhorn skiptir máli, tilgangur,“ sagði Guðni og bætti við að tíminn skipti líka máli í því sambandi.

Rannsóknir á sögu bankahrunsins væru frábært dæmi um þau álitamál og áskoranir sem fylgdu því að rýna í umdeilda atburði í nýliðinni tíð. Vísaði forsetinn í kenningar um áföll, sorg og viðbrögð þar sem gjarna kæmi fram að fyrst eftir áfall sé fólk dofið og jafnvel í nokkurs konar afneitun. Kannski mætti heimfæra þetta upp á fyrstu vikurnar og misserin í kjölfar fall bankanna.

„Vissulega hófust mótmæli en engu að síður var samfélagið frekar eins og lamað, í einhvers konar sjokki. Svo kom reiðin, rétt eins og áfallafræðin segja,“ sagði forsetinn ennfremur. Síðan hafi komið eindregin löngun til þess að skilja hvers vegna svona hafi farið. Sumir hafi ásakað sjálfa sig og viðurkennt eigið dómgreindarleysi en um leið hafi leitin að orsökunum hafist.

Markmiðið að draga lærdóm af því sem gerðist

„Ég held að það megi enginn vera undanskilinn í þessu, allir sem á einhvern hátt komu að ákvörðunum, túlkunum, ályktunum. Ég held við getum öll sagt: Við höfðum ekki alltaf rétt fyrir okkur, við tókum ekki alltaf réttu ákvarðanirnar,“ sagði Guðni. Smám saman hafi bæst við upplýsingar um bankahrunið og ekkert lát verið á rannsóknum í þeim efnum.

„Það er freistandi að segja að hafi einhver hagnast á hruninu þá sé það fræðafólk í hug- og félagsvísindum,“ sagði forsetinn. Þannig að rannsóknirnar væru fyrir hendi. Síðasta skrefið samkvæmt áfallafræðunum snerist um ákveðna sátt þegar fólk hefði fengið einhvers konar vitneskju um það hvers vegna hlutirnir hafi farið eins og þeir hafi farið.

„Þegar sagan um sögu hrunsins er skoðuð allt til okkar daga er auðvitað vandséð, það verður að viðurkennast, að við höfum náð samfélagslegri sátt um orsakir hrunsins og hvernig glíma skuli við afleiðingar þess. Og erum við þá ekki bara of nærri hruninu? Hefur nægur tími liðið?“ Dæmin sýndu að nýjar upplýsingar gætu gerbreytt sýn fólks á gang sögunnar.

Hrunið væri að þessu leytinu til að sjálfsögðu of nálægt í tíma. Sagðist Guðni eftirláta áheyrendum að hugsa um það með sér hvort það væri líka svo nálægt í tíma að ómögulegt væri að ná þeirri samfélagslegu sátt sem ávallt næðust eftir áföll í lífi einstaklinga eða samfélaga.

Markmiðið með því að rifja upp það sem gerðist fyrir áratug ætti ekki að byggja á illsku eða úlfúð heldur fyrst og fremst viðleitni til þess að draga lærdóm af þeirri reynslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Landsprent í Stjörnuklúbbi prentsmiðja

08:18 Alþjóðleg samtök blaðaútgefenda, WAN-IFRA, hafa útnefnt Landsprent, prentsmiðju Morgunblaðsins, í svokallaðan Stjörnuklúbb („Star Club“) bestu blaðaprentsmiðja heims. Þar eru fyrir einungis 48 prentsmiðjur víðs vegar um heim. Meira »

Hafa áhyggjur af heróínneyslu hér

07:57 „Það er farið líta á margt sem eðlilegt í tengslum við þessa auknu neyslu og tilefni til að hafa ákveðnar áhyggjur,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn. Meira »

TF-LIF blindflugshæf fyrir jól

07:37 Ein þriggja þyrlna Landhelgisgæslu Íslands, TF-LIF, hefur verið biluð undanfarið og sökum þess ekki mátt sinna verkefnum úti á sjó að nóttu til. Meira »

Snjókoma á Öxnadalsheiði

07:00 Greiðfært er í Húnavatnssýslum en hálka eða hálkublettir eru víða í Skagafirði. Snjóþekja og snjókoma er á Öxnadalsheiði en snjóþekja og éljagangur er í Víkurskarði.  Meira »

Andlát: Erlingur Sigurðarson

06:50 Erlingur Sigurðarson, skáld og fv. kennari, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 12. nóvember sl., sjötugur að aldri.  Meira »

Varað við erfiðum skilyrðum

06:43 Gul viðvörun er í gildi víða á norðan- og austanverðu landinu og eru ferðalangar varaðir við erfiðum akstursskilyrðum og beðnir um að sýna aðgát. Slydda eða snjókoma er á heiðum og fjallvegum norðan- og austanlands. Meira »

Nýkomin frá Nepal

06:00 „Þetta er miklu meira mál heldur en fólk gerir sér grein fyrir, þá aðallega út af hæðinni,“ segir Halldóra Gyða Matthíasdóttir sem lýsir lungnaerfiðleikum, asmaeinkennum, miklu ryki í dalnum og fleiri þáttum sem spila inn í. Meira »

Líkamsárás, rán og fíkniefni

05:46 Lögreglan handtók seint í gærkvöldi tvo menn í Breiðholtinu sem grunaðir eru um líkamsárás, rán og vörslu fíkniefna.  Mennirnir eru vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.  Meira »

Sterkari tilfinning fyrir Kötlugosi

05:30 Mýrdælingar hafa varann á sér gagnvart Kötlu, enda er Kötlugos ekkert gamanmál.   Meira »

Verði miðstöð fyrir N-Atlantshaf

05:30 Gangi áætlanir Isavia eftir munu 14,5 milljónir farþega fara um Keflavíkurflugvöll um miðjan næsta áratug. Það samsvarar 40 þúsund farþegum á dag og er 45% aukning frá áætlaðri flugumferð í ár. Meira »

Pólitískir aðstoðarmenn þingmanna

05:30 Reikna má með að 6-8 aðstoðarmenn alþingismanna taki til starfa frá næstu áramótum, að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis. Aðstoðarmönnunum verður svo fjölgað út kjörtímabilið þar til fjöldi þeirra nær 15-17. Meira »

Niðurstaðan mikil vonbrigði

05:30 „Tillagan veldur íbúum miklum vonbrigðum. Þar er gert ráð fyrir að byggðar verði 32 íbúðir. Af þeim hafi 24 stæði í bílakjallara. Aðrar íbúðir hafa ekki bílastæði,“ segir Lára Áslaug Sverrisdóttir, lögfræðingur og fulltrúi íbúa í Furugerði í Reykjavík. Meira »

Vanskil fyrirtækja minnka enn

05:30 Vanskil fyrirtækja hafa dregist saman samkvæmt gögnum Creditinfo. Það birti í gær lista yfir framúrskarandi fyrirtæki sem gerð eru ítarleg skil í sérútgáfu Morgunblaðsins í dag. Meira »

Taldir eigendur Dekhill Advisors

05:30 Starfsmenn skattrannsóknastjóra telja að Ágúst og Lýður Guðmundssynir, kenndir við Bakkavör, séu eigendur aflandsfélagsins Dekhill Advisors Ltd. Meira »

Mál bankaráðs felld niður

05:30 LBI ehf. hefur fellt niður skaðabótamál sem höfðuð voru á hendur bankaráðsmönnum gamla Landsbankans en heldur áfram málum gegn báðum fyrrverandi bankastjórum gamla Landsbankans og einum fyrrverandi forstöðumanni hjá bankanum. Meira »

Skorar á banka að lækka gjaldskrár

Í gær, 23:39 Stjórn Neytendasamtakanna furðar sig á hækkunum langt umfram verðlag sem koma fram í úttekt ASÍ á þjónustugjöldum bankanna og skorar á Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka að lækka tafarlaust gjaldskrár sínar. Meira »

Dagleg viðvera herliðs síðustu 3 ár

Í gær, 23:35 Á síðustu ellefu árum hefur viðvera erlends herliðs á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli verið mjög breytileg frá ári til árs, allt frá sautján dögum árið 2007 til þess að vera dagleg viðvera síðustu þrjú árin. Meira »

Heildarlaun hækkað um 62%

Í gær, 23:06 Fram kemur í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis vegna fjárlaga fyrir næsta ár að frá árinu 2011 hafa launagjöld og almannatryggingar hækkað hlutfallslega meira en önnur gjöld. Á hinn bóginn hafa fjárfesting og kaup á vörum og þjónustu dregist hlutfallslega saman. Meira »

Fundu kistuleifar í Víkurgarði

Í gær, 22:49 Minjastofnun Íslands hefur ákveðið að stöðva framkvæmdir á byggingarsvæði Lindarvatns ehf. á Landssímareitnum eftir að kistuleifar fundust í Víkurgarði í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem stofnunin stöðvar framkvæmdir á svæðinu síðan þær hófust fyrr á árinu. Meira »
Flygill
Til sölu fallegur og vel með farinn Yamaha flygill. Hljóðfærið er C-týpa, ca. 40...
Sumarhús við gullna hringinn..
- Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi, Flúðum og Gullfossi. Velkomin....
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...