Rukka fyrir aðgang að salernum hjá N1

Þjónustustöð í þjóðbraut í Borgarnesi þar sem margir létta á …
Þjónustustöð í þjóðbraut í Borgarnesi þar sem margir létta á sér. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Byrjað verður á næstu dögum að innheimta gjald af fólki sem nýtir sér salernisaðstöðuna í þjónustustöð N1 í Borgarnesi. Sett verður upp gjaldhlið við innganginn þar og þarf að greiða 100 krónur fyrir hvert skipti.

Kaupi fólk hins vegar eitthvað í versluninni gengur hundraðkallinn þar upp í, með framvísun útprentaðs miða. Þá þurfa handhafar viðskiptakorts N1 ekkert að greiða, enda leggja þeir kortið að skynjara við hliðið sem þá opnast þeim endurgjaldslaust.

„Með þessu erum við einfaldlega að hafa upp í kostnað sem við höfum haft af salernunum við kaup á hreinlætisvörum, pappír og öðru. Þetta eru 8-10 milljónir króna á ári en við áætlum að um 400 þúsund manns nýti sér þessa aðstöðu á ári hverju. Það er sjálfsagt að eiginlegir viðskiptavinir okkar þurfi ekki að greiða, en að þeir sem ekkert kaupi þurfi að borga,“ segir Páll Örn Líndal, rekstrarstjóri þjónustustöðva hjá N1, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert