Breytt þjóðfélag

Óánægja. Bál logar á Austurvelli.
Óánægja. Bál logar á Austurvelli. mbl.is/Ómar Óskarsson

Með bankahruninu, samdráttarskeiðinu og efnahagsbatanum sem fylgdi í kjölfarið hafa orðið einhverjar mestu þjóðfélagsbreytingar síðan í síðari heimsstyrjöld.

Íbúum landsins hefur fjölgað um 34 þúsund síðan í ársbyrjun 2009. Sú fjölgun er mikið til komin vegna mikils aðflutnings erlendra ríkisborgara. Ferðamönnum hefur fjölgað gífurlega og samsetning þjóðarframleiðslunnar breyst.

Samhliða grundvallarbreytingum í efnahagsmálum hafði hrunið mikil áhrif í stjórnmálum. Fjöldi framboða bauð fram í alþingis- og sveitarstjórnarkosningum. Þau eru nær öll horfin af sjónarsviðinu. Ný framboð eru enn að koma fram, að því er fram kemur í ítarlegri umfjölun um hrunið og afleiðingar þess í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert