Mikil átök á skrifstofu Eflingar

Í vor var kosið á milli tveggja lista í Eflingu. …
Í vor var kosið á milli tveggja lista í Eflingu. Listi Sólveigar Önnu vann. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samkvæmt lýsingum núverandi og fyrrverandi starfsmanna Eflingar stéttarfélags hafa þau Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri gjörbreytt vinnustaðnum og vinnuandanum til hins verra.

Þau eru sögð stjórna með ofríki og hótunum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Fjármálastjóri Eflingar í áratugi er kominn í veikindaleyfi eftir átök við Sólveigu Önnu og Viðar. Ástæðan mun vera sú að hún neitaði að greiða Öldu Lóu Leifsdóttur, eiginkonu Gunnars Smára Egilssonar, formanns Sósíalistaflokksins, háan reikning, nema hann væri fyrst samþykktur af stjórn Eflingar. Áður hafði Alda Lóa fengið greiddar um fjórar milljónir króna og hafði sú greiðsla verið samþykkt af stjórn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert