Trommusláttur, átök og táragas

Hlutirnir gerðust hratt í lok árs 2008 við fall bankanna þegar fjöldi fólks tapaði stórum hluta eigna sinna og íslenska ríkið var á barmi gjaldþrots. Mikil reiði fólks fékk útrás við banka og opinberar byggingar. Þá var mbl.is byrjað að gera myndskeið og á mikið af myndefni sem lýsa ástandinu vel.

Atburðarásin var sú dramatískasta sem þjóðin hefur upplifað og í myndskeiðinu að ofan er 5 mínútna samantekt á nokkrum stórum fréttaviðburðum, mótmælum og óerðum frá því í byrjun október 2008 og fram í lok janúar 2009 þegar ríkisstjórn Geirs H. Haarde sagði af sér. 

mbl.is

Bloggað um fréttina