Brotum fjölgaði tímabundið

Í aðdraganda og strax í kjölfar bankahrunsins árið 2008 fjölgaði …
Í aðdraganda og strax í kjölfar bankahrunsins árið 2008 fjölgaði innbrotum og þjófnuðum. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Miklar áhyggjur voru um að brotatíðni færi að aukast í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Hins vegar varð aðeins lítil tímabundin fjölgun brota árin 2008 og 2009 og hefur hegningarlagabrotum almennt fækkað árin 2006 til 2016.

Þetta kom m.a. fram í erindi Helga Gunnlaugssonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands, á ráðstefnunni „Hrunið, þið munið“ sem haldin var á laugardag.

Þá sagði Helgi að síðastliðin ár hefðu hegningarlagabrot verið um 15 prósent skráðra brota hér en umferðarlagabrotin væru langflest eða um 75 prósent allra skráðra brota. Í aðdraganda og strax í kjölfar bankahrunsins árið 2008 hefði málum fjölgað, einkum innbrotum og þjófnuðum.

Helgi viðurkennir að hann hafi haft áhyggjur af því að brotum myndi fjölga í kjölfar hrunsins og að við myndum sjá einhverja hrinu auðgunar- og ofbeldisbrota næstu misseri á eftir, en það gerðist ekki.

Fíkniefnabrotum sem tengjast ræktun fjölgaði nokkuð í kjölfar hrunsins og héldu sumir því fram að það tengdist afleiðingum þess, segir Helgi í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert