„Ekki valkostur að bregðast ekki við“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir íslensk stjórnvöld taka ...
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir íslensk stjórnvöld taka skýrslu IPCC alvarlega. mbl.is/Hari

„Það er alveg ljóst að við tökum þessa skýrslu mjög alvarlega  eins og aðrar skýrslur alþjóðasamfélagsins sem komið hafa fram og nýtum okkur þær í okkar stefnumótun og aðgerðum,“ segir Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son um­hverf­is­ráðherra í samtali við mbl.is.

Greint var í morgun frá því að í nýrri skýrslu loftslagsráðs Sameinuðu þjóðanna, IPCC, að stefni í 3° hlýnun jarðar miðað við núverandi þróun. Skýrslan sé lokaviðvörun vísindamanna. Eigi að takast að halda hlýnun jarðar undir 1,5° sé þörf á „hröðum, víðtækum og fordæmislausum breytingum á öllum hliðum þjóðfélagsins.“ Slíkar aðgerðir verði verulega kostnaðarsamar, en dýrkeyptara verði að gera ekki neitt.

Guðmundur Ingi segir skýrsluna, líkt og fjölda annarra skýrslna sem gefnar hafa verið út á síðustu árum, staðfesta að loftslagsmálin eru stærsta verkefni mannkyns á 21. öldinni.

„Íslensk stjórnvöld munu að sjálfsögðu líta til þessarar skýrslu eins og annarra gagna í sinni vinnu,“ segir hann.

Íslenskir vísindamenn framarlega í bindingu koltvísýrings

Kynnt var í síðasta mánuði aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda, þar sem gert er ráð fyrir að 6,8 milljörðum verði varið til sérstakra aðgerða í loftslagsmálum á næstu fimm árum.

Guðmundur Ingi  er ekki kominn með skýrslu IPCC í hendur, en segist vera búinn að kynna sér megindrætti hennar. Hann segir athyglisvert að margar þeirra aðgerða sem IPCC leggi til séu þær sömu og íslensk stjórnvöld hafi þegar kynnt í aðgerðaáætlun sinni.

„Þar vil ég sérstaklega nefna orkukerfin,“ segir Guðmundur Ingi. „Við erum með metnaðarfull markmið um að breyta úr notkun mengandi innflutts jarðefnaeldsneytis yfir í innlenda orku. Það rímar mjög vel við áherslurnar sem þarna eru settar. Síðan má líka nefna kolefnisbindingu.“

Í aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda sé m.a. fjallað sérstaklega um skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. „Þetta er allt í góðu samræmi við það sem þarna er lagt til að þurfi að gera.  Eins líka lagt til í skýrslunni að koltvísýringur sé dreginn beint úr andrúmsloftinu með tæknilegum aðferðum, öðrum en að binda hann með gróðri og jarðvegi. Það er áhugavert að íslenskir vísindamenn hafa verið framarlega í slíkum aðgerðum, eins og uppi á Hellisheiði.“

Hellisheiðarvirkjun. Lagt er til í skýrslunni að koltvísýringur sé dreginn ...
Hellisheiðarvirkjun. Lagt er til í skýrslunni að koltvísýringur sé dreginn beint úr andrúmsloftinu með tæknilegum aðferðum og dælt niður í jörðina. Íslenskir vísindamenn hafa gert tilraunir með þetta á Hellisheiði. mbl.is/Golli

Þá stefni íslensk stjórnvöld að kolefnislausu Íslandi árið 2040, tíu árum fyrr en skýrsluhöfundar telji nauðsynlegt, eigi markmiðið um að hlýnun jarðar fari ekki yfir 1,5° að nást.

2,5% af vergri hnattrænni framleiðslu næstu tvo áratugina

Í skýrslu IPCC segir að verulegra fjárfestinga sé þörf eigi takast að halda hlýnun jarðar undir 1,5°. Kostnaðurinn jafngildi um 2,5% af vergri hnattrænni framleiðslu næstu tvo áratugina. Jafnvel með þeirri fjárfestingu þurfi einnig við véla, trjáa og gróðurs til að binda koltvísýring úr andrúmsloftinu svo hægt sé að fanga hann og vista neðanjarðar það sem eftir er.

Spurður hvort íslensk stjórnvöld séu að gera nóg svarar Guðmundur Ingi: „Eins og fram kemur hjá skýrsluhöfundum þá munu aðgerðir í þessa veru kosta bæði fjármagn og tíma, en það mun kosta enn þá meira að bregðast ekki við. Meginskilaboð skýrslunnar eru að það er ekki valkostur að bregðast ekki við þessu.“

Íslensk stjórnvöld hafi í fjármálaáætlun sinni til næstu fimm ára eyrnamerkt tæpa 7 milljarða í loftslagsmálin. „Við höfum aldrei séð jafnmikla fjármuni fara þangað inn,“ segir Guðmundur Ingi.

Eins beri að nefna að ýmsar aðgerðir í loftslagsmálum hafi líka efnahagslegan ávinning í för með sér. Þannig sé það til að mynda með rafbílavæðinguna. Þeir séu ódýrari í rekstri fyrir hinn almenna neytanda. „Þannig hefur rafbílavæðing skýran efnahagslegan ávinning í för með sér. Við verðum líka minna háð innflutningi á eldsneyti, sem líka ætti að gera viðskiptajöfnuðinn okkur hagfelldari. Það er því ekki svo að allar aðgerðir í loftslagsmálum komi út í fjárhagslegum mínus heldur er líka hreinn ábati af þeim í sumum tilfellum.“

Gerir ráð fyrir að loftslagsráð líti til skýrslunnar

Guðmundur Ingi segir sumar þeirra aðgerða sem fjallað er um í aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda þegar vera komnar í gang. „Í öðrum er verið að vinna og svo eru einhverjar sem eru alveg á byrjunarreit.“

Við endurskoðun áætlunarinnar, sem verður í gangi fram til ársins 2019, verður að hans sögn horft til skýrslu IPCC, sem og annarra gagna. „Ég vil líka nefna að við settum loftslagsráð á fót í júní og því er ætlað að rýna aðgerðir og aðgerðaáætlun stjórnvalda og ég geri ráð fyrir að þau líti líka til þessarar skýrslu. Það er alveg ljóst að við tökum þessa skýrslu mjög alvarlega eins og aðrar skýrslur alþjóðasamfélagsins sem komið hafa fram og nýtum okkur það í okkar stefnumótun og aðgerðum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sækist eftir embætti 2. varaforseta ASÍ

09:14 Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, gefur kost á sér í embætti 2. varaforseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í næstu viku. Meira »

Landsmenn stefna í 436 þúsund

09:07 Ætla má að íbúar landsins verði 436 þúsund árið 2067 samkvæmt miðspá Hagstofunnar um þróun mannfjöldans. Til samanburðar var mannfjöldinn 348 þúsund 1. janúar 2018. Meira »

Ráðgjafanefnd um blóðabankaþjónustu

08:57 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað ráðgjafanefnd um fagleg málefni blóðbankaþjónustu.  Meira »

Bjarg óskar eftir samstarfi við sveitarfélög

08:50 Bjarg íbúðafélag hefur óskað eftir viðræðum við Garðabæ, Mosfellsbæ, Kópavog og Seltjarnarnes um lóðir og stofnframlag vegna byggingar almennra íbúða í bæjarfélögunum. Bjarg er húsnæðissjálfseignastofnun, stofnuð af ASÍ og BSRB. Meira »

Níða Jón Steinar á lokuðu vefsvæði

08:35 „Þetta er fólk sem greinilega kýs að taka enga ábyrgð á skoðunum sínum og tjáningu jafnvel þó að einhverjar þúsundir manna hlusti á,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar fer hann yfir ummæli sem hafa fallið á lokuðu vefsvæði á Facebook um hann. Meira »

Herskip NATO áberandi í höfnum

08:18 Herskip á vegum Atlantshafsbandalagsins, NATO, eru um þessar mundir áberandi í höfnum á höfuðborgarsvæðinu. Eru skipin hingað komin vegna Trident Juncture, umfangsmestu heræfingar Atlantshafsbandalagsins frá árinu 2015, sem haldin verður á Norður-Atlantshafi og í Noregi á næstunni. Meira »

Óraunhæfar launakröfur hafi veikt gengið

07:57 Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir tilkynningar frá áhyggjufullum félagsmönnum streyma inn út af veikingu krónu. Meira »

Lægra þorskverð en krafa um hærri laun

07:37 „Stórsókn er hafin af hálfu verkalýðshreyfingarinnar í baráttu fyrir hækkun lágmarkslauna,“ sagði Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, í ræðu á aðalfundi í gær. Meira »

Engin skotfæri leyfð á æfingunni

07:19 Lögreglan á Suðurlandi segir að í dag og á morgun muni hópar bandarískra hermanna vera með gönguæfingar í Þjórsárdal. Hermenn þessir verða klæddir í hermannafatnað og bera vopn, óhlaðin, en engin skotfæri eru leyfð á þessari æfingu. Meira »

Spá allt að 40 m/s

06:58 Varað er við miklu hvassviðri í nótt og á morgun. Útlit er fyrir suðvestan 15-23 metra á sekúndu en vindhviður til fjalla, einkum á Vestfjörðum, Tröllaskaga og á Austfjörðum, geta náð allt að 40 m/s seint annað kvöld. Meira »

34% keyptu kókaín

05:30 Verð á sterkum verkjalyfjum „á götunni“ hefur lækkað undanfarna mánuði. Þetta kemur fram í mánaðarlegri könnun SÁÁ á verðlagi á ólöglegum vímuefnum. Meira »

Hættir að þjónusta göng um Húsavíkurhöfða

05:30 Vegagerðin hefur tilkynnt sveitarstjórn Norðurþings að hún muni hætta að þjónusta göngin um Húsavíkurhöfða um næstu mánaðamót. Verður því væntanlega slökkt á lýsingu í göngunum og enginn snjór mokaður í vetur. Meira »

Yfir 5.000 farþegar frá Bretlandi

05:30 Breska ferðaskrifstofan Super Break mun meira en tvöfalda flugframboð sitt frá Bretlandi til Akureyrar í vetur. Hún fjölgar ferðum þannig að ferðatímabilið verður lengra og notar einnig heldur stærri flugvélar. Meira »

Brunatrygging lausafjár gegn náttúruhamförum

05:30 Mikilvægt er að fólk sé með lausafé brunatryggt vilji það fá bætt tjón á innbúi og lausafé vegna náttúruhamfara.  Meira »

Geiteyri eignast Haffjarðará

05:30 Einkahlutafélagið Geiteyri hefur eignast eina þekktustu laxveiðiá landsins, Haffjarðará á Snæfellsnesi, að fullu.   Meira »

Tvær þyrlur á nýju ári

05:30 Landhelgisgæsla Íslands tekur á móti tveimur nýlegum leiguþyrlum á næsta ári. Þyrlurnar koma frá Noregi og eru af gerðinni Airbus H225 Super Puma, en þær munu koma í staðinn fyrir TF-GNA og TF-SYN. Meira »

Icelandair taldi gengið ósjálfbært

05:30 „Við höfum gert ráð fyrir að staða krónunnar undanfarin ár væri ósjálfbær. Við höfum átt von á einhverri veikingu. Hún er að koma fram núna,“ segir Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group. Meira »

„Dónaskapur“ að fresta framkvæmdum

Í gær, 22:02 Bæjarráð Kópavogs hefur lýst yfir vonbrigðum með nýja samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2033 og segir frestun á framkvæmdum við Arnarnesveg til ársins 2024 vera dónaskap. Meira »

„Algjörlega óboðleg vinnubrögð“

Í gær, 21:39 „Ég átta mig ekki á því hvort þetta sé einskært þekkingarleysi, eða hvort þeim finnist einfaldlega í lagi að breyta lögunum að eigin vild. Þetta eru náttúrulega algjörlega óboðleg vinnubrögð, í félagi sem fer með hagsmunagæslu okkar og á að starfa í umboði okkar, að það sé ekki meira gegnsæi til staðar.“ Meira »
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Nudd - Rafbekkkur 193.000 Tilboð:179.000 út okt
Egat Standard. Nudd Rafbekkur Verð 193.000 Tilboð:179.000 út okt Lyftir 204 kg...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...
Skrifstofuhúsnæði til leigu
Tvær 12 fm. skrifstofur til leigu í nágrenni við Hlemm. Geta leigst saman. Aðgan...