Enginn verið handtekinn vegna brunans

Eldurinn komst und­ir klæðningu Laugalækjaskóla og upp í þak, sem …
Eldurinn komst und­ir klæðningu Laugalækjaskóla og upp í þak, sem tor­veldaði slökkvistörf. mbl.is/Hallur Már

Enginn hefur enn verið handtekinn vegna eldsvoðans í Laugalækjaskóla í síðustu viku. Þetta segir Jó­hann Karl Þóris­son­ aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is.  Rann­sókn stend­ur þó enn yfir, en á ör­ygg­is­mynda­vél­um sást til þriggja ung­linga við skól­ann.

Engir hafa heldur verið yfirheyrðir vegna málsins, en lögreglu hafa þó borist ábendingar sem verið er að skoða.

„Við erum að elta ábendingu en hún hefur ekki skilað sér ennþá,“ segir Jóhann Karl.

Mbl.is hafði eftir honum í síðustu viku að gerendurnir væru öll­um lík­ind­um und­ir 18 ára aldri og að af þeim sök­um þyrfti að kalla til bæði for­eldra og barna­vernd­ar­yf­ir­völd vegna máls­ins.

Allt til­tækt slökkvilið höfuðborg­ar­svæðis­ins var kallað að Laugalækjaskóla aðfaranótt síðasta þriðjudags vegna eldsins. Þrjár klukku­stund­ir tók að slökkva eld­inn, en hann komst und­ir klæðningu húss­ins og upp í þak, sem tor­veldaði slökkvistörf.

mbl.is