Kristinn biður konur afsökunar

Kristni var boðið að segja upp sjálfur, eða láta skólann ...
Kristni var boðið að segja upp sjálfur, eða láta skólann segja honum upp. mbl.is/Árni Sæberg

Kristinn Sigurjónsson, lektor við tækni- og verkfræðibraut Háskólans í Reykjavík (HR), biðst afsökunar á ummælum sínum sem leiddu til þess að honum var sagt upp stöðu sinni við HR. „Ég þarf að biðja heiðarlegar konur afsökunar á því að hafa misboðið þeim með þessu orðfæri,“ segir Kristinn í samtali við mbl.is.

Málið á rætur að rekja til ummæla Kristins á lokaðri Facebook-síðu sem nefnist Karlmennskuspjallið, en þar sagði hann m.a. konur troða sér inn á vinnustaði þar sem karlmenn vinna. Þá sagði hann að konur eyðileggðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. 

DV greindi fyrst frá.

Segist ekki vera illa við konur

Í samtali við mbl.is segir hann að ummælin hafi hann birt í tengslum við stærri umræðu á síðunni. Hann segir að nú á tímum séu karlmenn ótt og títt ásakaðir fyrir ofbeldi og áreiti og oft sé „verið að draga upp áragömul, jafnvel fimmtíu ára gömul dæmi, og menn dregnir fyrir dómstól götunnar“.

„Með viðhorfin eins og þau eru í dag, þá vil ég síður vinna með konum eða hafa þær nærri mér,“ er meðal þess sem Kristinn segir í ummælum við mynd sem annar aðili deildi á síðunni.

Hann segir að ekki eigi að túlka ummælin hans sem að honum sé illa við konur. „Ég á dóttur og ég á konu, og ég var rétt áðan að tala við mína fyrrverandi konu. Það er allt mjög gott á milli okkar allra.“

Á fimmtudag var Kristinn boðaður á fund með mannauðsstjóra HR þar sem honum voru boðnir tveir valkostir; að segja upp sjálfur eða láta skólann segja honum upp. Hann segist ekki hafa ákveðið hvorn valkostinn hann muni taka en segist vera að hugsa málið út frá praktískum sjónarmiðum, eins og hvernig reglur um atvinnuleysisbætur horfi við muninum á formi uppsagnar.

Óánægður með viðbrögð skólans

Aðspurður hvað honum þyki um viðbrögð stjórnenda HR segir Kristinn, sem á 64 ára afmæli í dag: „Ég á ekkert mikla möguleika. Það er vitað mál að þegar fólk er komið yfir fimmtugt þá á það ekkert mjög auðvelt með að fá vinnu. Að gefa mér ekki möguleika til að lýsa mínum sjónarmiðum eða gefa mér áminningu finnst mér ekki bjóðandi háskóla sem á ekki bara að virða, heldur dýrka tjáningarfrelsi og hugsunarfrelsi.“

Eiríkur Sigurðsson, upplýsingafulltrúi HR, staðfesti að Kristinn hefði sagt upp störfum hjá skólanum en vildi ekki tjá sig efnislega um málið.

Búast má við að til skamms tíma verði eitthvert rask á kennslu í þeim áföngum sem Kristinn hafði áður umsjón með.

mbl.is

Innlent »

Lét greipar sópa í fríhöfninni

11:58 Erlendur karlmaður var á föstudaginn staðinn að því að stela fjórtán kartonum af sígarettum úr fríhafnarverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hann hafði keypt sér flugmiða til London en fór aldrei út úr flugstöðinni heldur lét greipar sópa í fríhöfninni og ætlaði síðan að yfirgefa hana. Meira »

Segir vellíðan ekki nást með valdboði

11:52 Fjölskylduábyrgð hefur tekið miklum breytingum síðustu ár og áratugi. Staðan er breytt frá því þegar karlmenn voru fyrirvinnur, sá tími er sem betur fer liðinn, en nú leitar fólk að jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Meira »

Leggja til friðlýsingu tveggja vatnasviða

11:41 Umhverfisstofnun hefur lagt fram til kynningar tillögur að friðlýsingu vatnasviða Jökulsár á Fjöllum í Þingeyjarsýslu og Markarfljóts í Rangárvallasýslu á grundvelli flokkunar svæðanna í verndarflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar. Meira »

Vara við svikastarfsemi á Seltjarnarnesi

11:41 Lögreglan varar íbúa á Seltjarnarnesi við því að kaupa þjónustu manna sem hafa farið á milli húsa þar, og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu, og boðist til að spúla innkeyrslur, glugga eða þök gegn gjaldi. Meira »

Stærri skjálftinn reyndist 4,6 stig

10:58 Stærri skjálftinn sem varð í Bárðarbungu í nótt reyndist 4,6 stig að stærð en ekki 3,3 stig eins og áður hafði komið fram. Hinn skjálftinn sem var yfir þremur stigum og mældist 3,5 stig var hins vegar rétt mældur. Meira »

Slökkviliðið æfir í reykfylltu húsi

10:56 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið við æfingar í húsi sem stendur til að rífa við Lækjarfit í Garðabæ.  Meira »

17 ára á 161 km hraða

10:12 Lögreglan á Suðurnesjum hefur á síðustu dögum kært ellefu ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var sautján ára piltur og mældist bifreið hans á 161 km/klst. hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Meira »

Íslendingar alltaf að hugsa um vinnuna

09:16 Það skiptir miklu máli að við sköpum samfélag með jafnvægi milli heimilis og vinnustaðar, þar sem fólk getur lifað af launum sínum, sinnt fjölskyldu sinni og haft sín áhugamál. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á ráðstefnu um vellíðan á vinnustað á vegum Hagvangs í dag. Meira »

Á að byggja á mati fjölmiðlamanna

08:22 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að almennt sé afstaða félagsins sú að það eigi að vera mat fjölmiðlamanna hvað varði almenning. Meira »

Þrýstingur á vegabætur

08:18 Það dró úr meðalfjölda ferða fólks út fyrir búsetusvæði á liðnu sumri, miðað við fyrri kannanir. Þetta átti sérstaklega við um höfuðborgarsvæðið og er spurning hvort rigningin hafði þessi áhrif. Meira »

Banaslysum barna hefur fjölgað

07:57 Tíu einstaklingar á aldrinum 0-16 ára létust í umferðinni á tímabilinu 2013-2017, samanborið við aðeins tvo á árunum 2008-2011. Meira »

Góða veðrið nýtt til hins ýtrasta í malbikuninni

07:37 Malbikunarhópur greip tækifærið sem gafst með þurra veðrinu í gær og malbikaði þennan vegspotta í Breiðholtinu.   Meira »

Malbikað á Vesturlandsvegi

07:32 Stefnt er að því að malbika hægri akrein á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ, á milli hringtorga við Álafossveg og Reykjaveg.  Meira »

Kveikt í strætóskýli

06:55 Kveikt var í strætóskýli við Ártúnsbrekku í gærkvöldi en greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Mjög mikið hefur verið um sjúkraflutninga. Meira »

Vélarvana norður af Húnaflóa

06:44 Björgunarbátur er á leiðinni til þess að aðstoða áhöfn vélarvana báts norður af Húnaflóa. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er engin hætta á ferðum. Meira »

Hangir þurr víða

06:28 Útlit er fyrir hægan vind á landinu í dag. Það ætti að verða þurrt nokkuð víða en þó ber að nefna að úrkomusvæði lónar yfir syðsta hluta landsins og gefur einhverja rigningu eða slyddu með köflum á þeim slóðum. Meira »

Stórir skjálftar við Bárðarbungu

05:50 Rétt eftir miðnætti mældust tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu af stærð 3,3 og 3,5. Engin merki eru um gosóróa að sögn sérfræðings á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

53% aukning í ráðgjöf um síldarafla

05:30 Gert er ráð fyrir tæplega 53% aukningu afla úr norsk-íslenska síldarstofninum á næsta ári í ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES. Meira »

Vertíðinni lauk í gærkvöldi

05:30 Síðasta skemmtiferðaskip ársins kom til hafnar í Reykjavík snemma í gærmorgun. Er um að ræða skipið Ocean Dream, sem er 35.265 brúttótonn, og lagðist það að Skarfabakka, en skipið lét úr höfn í gærkvöldi. Skemmtiferðaskip þetta tekur nokkuð yfir 1.000 farþega og eru í áhöfn rúmlega 500 manns. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...