Niðurrif togara ekki í umhverfismat

Rússneski togarinn Orlik við bryggju í Njarðvíkurhöfn.
Rússneski togarinn Orlik við bryggju í Njarðvíkurhöfn. mbl.is/Hilmar Bragi Bárðarson

Niðurrif rússneska togarans Orlik í Helguvík í Reykjanesbæ er ekki háð mati á umhverfisáhrifum, samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar. Ákvörðunina má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur til 5. nóvember næstkomandi.

Orlik hefur legið í Njarðvíkurhöfn frá haustinu 2014. Ítrekað hefur staðið til að flytja skipið til niðurrifs erlendis en engin þeirra áforma gengið eftir. Hringrás hf. hefur nú sótt um leyfi til að rífa skipið hér á landi og er stefnt að því að gera það í Helguvíkurhöfn.

Togarinn var smíðaður árið 1983. Hann er rúmlega 63 metra langur, tæplega 14 metra breiður og nettóþyngd hans tæp 700 tonn. Gert er ráð fyrir að það taki 2-3 mánuði að rífa skipið, að því er kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert