Sólheimajökull hopaði um 110 metra í ár

Skiltið var fyrst sett upp árið 2010 og hefur undanfarin ...
Skiltið var fyrst sett upp árið 2010 og hefur undanfarin ár verið viðkomustaður leiðsögumanna sem skýra fyrir ferðamönnum síbreytileika náttúrunnar. Ljósmynd/Gísli Jóhannesson - Gíslitheguide

Á hverju ári síðustu átta ár hafa nemendur í sjöunda bekk í Hvolsskóla farið upp að Sólheimajökli og mælt hversu mikið jökullinn hefur hopað. Síðasta árið hefur jökullinn hopað um 110 metra, sem er það mesta hingað til, en frá því mælingar hófust hefur hann hopað um samtals 379 metra.

Jón Stefánsson, kennari við skólann og verkefnastjóri fyrir umhverfisfræðslu, segir að þegar fyrsta mælingin hafi verið gerð árið 2010 hafi ekkert lón verið fyrir framan jökulinn. Síðustu ár hafi þau hins vegar einnig mælt dýptina og er hún í dag líklegast meira en 60 metrar. „Fyrstu árin var hægt að labba beint upp á jökulinn af sandinum, en í dag er þetta gjörbreytt landslag,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Hann segir mælinguna hafa gengið vel, en þau hafa notið liðsinnis björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hvolsvelli. Árið 2010 var sett upp skilti og var það staðsett 318 metra frá jökulröndinni. Á næstu árum sýndu mælingar að jökullinn hafði hopað 8-79 metra á ári. Mælingin í ár sýnir hins vegar að hann hefur hopað um 110 metra, en það er met á þessu tímabili.

Upphaflega voru aðeins 318 metrar frá skiltinu að jöklinum, en ...
Upphaflega voru aðeins 318 metrar frá skiltinu að jöklinum, en í dag eru þeir 697. Ljósmynd/Jón Stefánsson

Jón segir ástæðuna að öllum líkindum vera að stórir ísklumpar hafi hrunið úr honum. Vegna þess var stál jökulsins mjög hátt uppi frá lóninu með tilheyrandi hættu á hruni og var því ekki hætt á nákvæma dýptamælingu alveg undir stálinu eins og áður. Jón segir að vegna þessa hruns undanfarið megi gera ráð fyrir að mælingin á næsta ári verði ekki jafnafgerandi, þ.e. að jökullinn muni hopa minna á næsta ári.

Skiltið var sem fyrr sett upp í 318 metra fjarlægð frá jöklinum, en er eins og sjá má á meðfylgjandi mynd nú komið í 697 metra fjarlægð. Þá hefur lónið fyrir framan jökulinn dýpkað mikið, en í fyrstu mælingunni fyrir þremur árum var það mælt 40 metra djúpt. Árið eftir var það 60 metrar og í fyrra var talið að dýptin væri orðin meiri en 60 metrar, en mælingin það árið gekk erfiðlega að sögn Jóns.

Krakkarnir fengu að lokinni mælingu að fara út á lónið ...
Krakkarnir fengu að lokinni mælingu að fara út á lónið með Dagrenningu. Ljósmynd/Jón Stefánsson

Þetta er ekki eina umhverfisverkefni sem nemendur í Hvolsskóla fá á skólagöngu sinni. Nemendur í fimmta bekk taka þátt í samstarfsverkefni Vistheimtar og Landgræðslunnar. Setja þau upp tilraunareiti á berangri á söndum Landeyja og gera tilraunir með að rækta upp landið sjálf með upprunalegum gróðri. Svo í áttunda bekk er framhaldsverkefni þar sem þau fá einn hektara við Búfell í Landssveit til þess að græða upp með sínum aðferðum. Er bæði farin ferð í áttunda bekk og svo aftur í tíunda bekk. Segir Jón að þau notist meðal annars við birkiplöntur og grasfræ og setji niður um 3.000 plöntur þegar þau fari.

Hægt er að lesa nánar um mælingarverkefni Hvolsskóla á vefsíðu Fjallasala, en þar er einnig að finna myndir sem sýna breytinguna síðustu ár.

mbl.is

Innlent »

Græðgi, spilling, okur og hrun

17:58 Fjármálakerfið er samfélagslega mikilvægt, en það er útbreitt vandamál hversu mikið vantraust ríkir í garð kerfisins, að því er kom fram í kynningu hvítbókar um fjármálakerfið í dag. Einnig kom fram að yfir helmingur vita ekki hvert á að leita til þess að leysa úr ágreiningi eða kvarta vegna banka. Meira »

„Fer mér ekki að vera í felum“

17:55 Bára Hall­dórs­dótt­ir, sem tók upp sam­ræður sex þing­manna á barn­um Klaustri í miðbæ Reykja­vík­ur í síðasta mánuði, segist hafa fundið fyrir miklum létti eftir að hún steig fram sem uppljóstrarinn Marvin. „Það fer mér ekki að vera í felum,“ segir Bára í samtali við mbl.is. Meira »

Spurði ráðherra um hæfi vegna tengsla

17:31 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður og varaformaður Viðreisnar, spurði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvort hann teldi viðeigandi að meta hæfi sitt við athugun á gildandi lögum og reglugerðum í kjölfar dóma Hæstaréttar sem féllu á fimmtudag í málum sem vörðuðu úthlutanir aflaheimilda í makríl. Meira »

Ný stjórnarskrá mikilvæg meirihlutanum

17:30 Meirihluta landsmanna, eða 52%, þykir mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Hlutfall þeirra sem kváðu nýja stjórnarskrá mikilvæga lækkaði um fjögur prósentustig frá könnun MMR sem framkvæmd var í september 2017. Meira »

TR skili búsetuskerðingum

17:05 Velferðarráðuneytið þrýstir á Tryggingastofnun ríkisins að skila búsetuskerðingum og tekur þar með undir álit umboðsmanns Alþingis. Þetta kemur fram í minnisblaði frá velferðarráðuneytinu. Meira »

Líklega milljarða tjón fyrir þjóðina

17:00 „Íslenska þjóðin situr líklega uppi með milljarða tjón og tilfinning þjóðarinnar getur verið að eignarhald á sjávarauðlindinni sé óljósara en áður.“ Þetta sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Meira »

Lán lífeyrissjóða opin öllum

16:50 Lagt er til í hvítbók um fjármálakerfið að skoðað verði að gera þá kröfu til lífeyrissjóðanna að bein íbúðalán verði opin öllum sem taldir eru lánshæfir óháð því hvort um sé að ræða sjóðsfélaga eða ekki. Meira »

Vandinn leysist ekki í bráð

16:20 Læknaráð Landspítalans segir að því miður séu engin teikn á lofti um að vandi bráðamóttökunnar leysist í bráð. Hinn svokallaði innlagnarvandi sé ekki nýr af nálinni og stafi að stórum hluta af því að skortur sé á úrræðum fyrir eldri borgara sem geti ekki útskrifast beint til síns heima án aðstoðar. Meira »

Leggja til lækkun skatta og sölu banka

16:04 Lækkun skatta á fjármálafyrirtæki, sala Íslandsbanka til erlendra aðila og stofnun gagnagrunns með upplýsingar um skuldir einstaklinga og lögaðila eru meðal helstu tillagna í hvítbók um framtíðarsýn og stefnu fyrir fjármálakerfið. Hvítbókin var kynnt á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag. Meira »

Jöklamyndir RAX í NY Times

15:45 Viðtal við Ragnar Axelsson, RAX, er í New York Times í dag um sýninguna Jökull sem lauk nýverið í Ásmundarsal.   Meira »

Aðeins einn staðfest komu sína

14:41 Til stendur að ummæli um meinta sendiherrastöðu fyrir Gunnar Braga Sveinsson verði rædd á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á miðvikudag. Það veltur þó á því hvort þingmennirnir fjórir staðfesti komu sína á fundinn. Meira »

Foreldrar sæki börn vegna veðurs

14:36 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetja foreldra og forráðamenn yngri barna til að sækja börn i frístunda- og/eða íþróttastarf eftir klukkan 16 í dag sökum veðurs. Meira »

Fundur um ummæli Gunnars verður opinn

13:18 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur samþykkt beiðni Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að fundur, eða fundir, nefndarinnar þar sem ræða á ummæli þingmanna Miðflokksins um meinta sendi­herra­stöðu fyr­ir Gunn­ar Braga Sveinsson, verði opnir. Meira »

Spá stormi á höfuðborgarsvæðinu

12:25 Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Þá hefur Veðurstofan hvatt fólk til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón. Meira »

Ellert B. Schram á þing í stað Ágústs

12:01 Ellert B. Schram tekur sæti á Alþingi í dag sem varamaður fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann Samfylkingarinnar.   Meira »

Bára afhenti Alþingi upptökurnar

11:45 Skrifstofa Alþingis er komin með hljóðupptökurnar af samtali þingmannanna sex á barnum Klaustri 20. nóvember síðastliðinn. Stundin greinir frá því að Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samtal þingmannanna, hafi afhent Alþingi upptökurnar um helgina. Meira »

Ófært víða á landinu

11:44 Ófærð er víða á landinu, einkum á miðhálendinu og á Suðurlandi. Nesjavallaleið er lokuð vegna snjóa og er gul viðvörun í gildi fyrir stóran hluta landsins. Hálka og hálkublettir eru víða um landið, t.a.m. á Hellisheiði og í Þrengslum en snjóþekja á Mosfellsheiði. Meira »

Mannréttindafundur í Iðnó

11:34 Opinn fundur mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar fer fram í dag á alþjóðlegum degi mannréttinda. Hægt var að fylgjast með honum í beinni útsendingu á mbl.is. Meira »

Vegabréfsáritanir stóraukast á Indlandi

11:16 Vegna undirbúnings og uppsetningar á áritunarstöðvum fyrir vegabréfsáritanir og þjónustu tengda þeim í Nýju-Delí á Indlandi og Washington í Bandaríkjunum er lagt til að auka fjárheimildir til utanríkisráðuneytisins um 45 milljónir króna í fjáraukalögum fyrir árið 2018. Meira »
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEIT OLIA OG STEINAR- RÓAR HUGANN OG GEFUR BÆTTA LÍÐAN. tÍMAPANTANIR SIMI 8...
Skúffa / skófla á traktor
Skófla á þrítengi 140cm. Bakhlið fylgir sem gerir hana að fyrirtaks skúffu. Þe...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
LOFTASTIGAR - PASSA Í LÍTIL OG STÓR OP
Tvískiptir eða þrískiptir fyrir allt að 300 cm hæð Mex ehf á Facebook > Mex byg...