„Stóri skúrkurinn var krónan“

Björgólfur segist hafa búist við því að fleiri myndu biðjast ...
Björgólfur segist hafa búist við því að fleiri myndu biðjast afsökunar á þeirra þætti í hruninu. mbl.is/RAX

Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður segir stóra skúrkinn í hruninu hafa verið íslensku krónuna. Hann hafi sjálfur litið í eigin barm, gagnrýnt sjálfan sig og beðist afsökunar á sínum hlut. Aðrir hafi hins vegar ekki leikið það eftir. Í dag séu hættumerki á lofti en lærdómurinn sé lítill. Þetta kemur fram í nýjum pistli sem hann birtir á heimasíðu sinni í dag.

„Í þeirri miklu þenslu, sem átti sér stað á örfáum árum fram að hruni, var ýmislegt sem leiddi til þess að bankarnir stækkuðu fram úr hófi og voru orðnir óviðráðanlegir fyrir lítið hagkerfi þegar að þrengdi haustið 2008. Allt blasir það við núna. Bankarnir höfðu nær ótakmarkað aðgengi að ódýru fé. Minnsti gjaldmiðill heims gat ekki staðið undir þeirri vaxtamunarstefnu, sem rekin var á Íslandi,“ segir Björgólfur meðal annars um krónuna.

„Það er dramatískt að leita að aðalleikurum í hruninu í hópi banka- og viðskiptamanna, en stóri skúrkurinn var krónan. Þar hafa menn ekkert lært, með núverandi hávaxtastefnu og verðtryggingu, sem sligar almenning.“

„Þetta var erfitt ferðalag“

Hann segist hafa litið í eigin barm í kjölfar hrunsins og horft gagnrýninn á athafnir sínar. Hans leið til að takast á við baráttuna hafi verið að skrifa bók þar sem hann fór yfir sögu sína í viðskiptum; baslið, ævintýralegan uppgang, ofurgróða, mistökin sem hann gerði, hrunið sjálft og hvernig honum tókst að vinna úr hremmingunum. „Þetta var erfitt ferðalag, en ég tel það hafa styrkt mig og hjálpað mér að takast á við reiðina og biturleikann, sem ég fann fyrir í kjölfar hrunsins.“

Björgólfur segir einnig mikilvægt að skoða hvað gerðist eftir hrun. Þar sé hann stoltastur af skuldauppgjöri við alla sína lánardrottna, en hann hafi verið í gríðarmiklum persónulegum ábyrgðum þegar hrunið skall á. „Þannig borgaði ég yfir 100 milljarða króna til íslenskra banka í beinhörðum peningum, meira að segja í erlendri mynt. Margfalt hærri upphæðir voru greiddar til erlendra banka.“

Hélt að fleiri myndu biðjast afsökunar

Hann segist löngu hafa verið búinn að átta sig á mistökum sínum þegar skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út árið 2010. Hann hafi því birt afsökunarbeiðni til Íslendinga í Fréttblaðinu þar sem hann baðst afsökunar á sínum þætti í eigna- og skuldabólunni og andvaraleysi gagnvart hættumerkjum sem hrönnuðust upp. „Mér auðnaðist ekki að fylgja hugboði mínu þegar ég þó kom auga á hættuna.“

Segist hann hafa búist við því að aðrir fylgdu í kjölfarið og bæðust afsökunar á sínum hlut í aðdraganda hrunsins. Hann hafi hins vegar orðið gáttaður þegar enginn brást við. „Ekki bissnissmenn, ekki bankamenn, ekki embættismenn, ekki eftirlitsaðilar, ekki fjölmiðlamenn, ekki þingmenn, ekki ráðherrar, ekki fyrrverandi stjórnendur Seðlabankans. Það var enginn annar sem baðst afsökunar! Þannig urðu aldrei til nein drög að sáttum þegar samfélagið þurfti mest á því að halda.“

Björgólfur vísar til þess að braskið hafi byrjað áður en gömlu ríkisbankarnir voru ríkisvæddir. Upphaf og endir í sögu bankanna í uppgangi og hruni markist af óútskýrðu braski Kaupþingsmanna sem keyptu Búnaðarbankann með því að segja ósatt um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser. Þeir hafi líka sagt ósátt um aðkomu Al-Thani sem varð til þess að Kaupþing virtist sterkari banki en hann var.

Lærdómurinn ekki skilað sér

Hann segir braskið vera allt í kringum okkur í dag og lærdómurinn virðist lítill sem enginn. „Kvótagreifar setja nýtt met í arðgreiðslum og gefa almenningi fingurinn, á meðan margir þingmenn streitast við að finna leið sem tryggir að útgerðin greiði sem allra minnst fyrir aðgang sinn að þjóðareign. Af hverju rennur arðurinn af auðlindinni ekki í sameiginlegan sjóð þjóðarinnar, eins og arður Norðmanna af olíuvinnslu? Enginn lærdómur þar.“

Nýjustu dæmin af útgerðarbraski sýni að enn og aftur séu menn að kaupa fyrirtæki og selja þau aftur fyrirtækjum sem skráð eru á markaði og innleysa þannig gríðarmikinn hagnað á stuttum tíma.

Hann segist velta fyrir sér hvað þeim gangi til sem sjái hættumerkin en stingi höfðinu í sandinn og láti sem ekkert sé. „Sama krónustefnan er rekin áfram, með himinháum vöxtum fyrir almenning, af fólki sem á að vita betur. Þar hefur lærdómurinn ekki skilað sér.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Innleiðing þjónustustefnu samþykkt

18:57 Rafvædd, bætt og einfölduð þjónusta er markmið nýrrar þjónustustefnu sem borgarstjórn samþykkti að innleiða á fundi sínum í dag. Meira »

Velferðarráðuneytinu verði skipt upp

18:47 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að velferðarráðuneytinu verði skipt upp í heilbrigðisráðuneyti annars vegar og félagsmálaráðuneyti hins vegar. Meira »

Sigli aftur út á sundin árið 2020

18:18 „Það gekk brösuglega í fyrstu,“ segir Guðmundur Hallvarðsson, formaður Hollvinasamtaka Óðins, sem tekinn var í slipp í Reykjavíkurhöfn í gær. Það gekk ekki vandræðalaust, eins og Guðmundur segir frá. Meira »

Dóra Björt: „Tölvan segir nei“

17:22 Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórar og oddviti Pírata, brá á leik á borgarstjórnarfundi í dag og lék þýtt og staðfært atriði úr bresku gamanþáttunum vinsælu Little Britain. Meira »

Birkir Blær hlaut barnabókaverðlaunin

17:01 Birkir Blær Ingólfsson hlaut í dag Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bók sína Stormsker. Í umsögn dómnefndar um verðlaunahandritið segir: „Stormsker – Fólkið sem fangaði vindinn er spennandi frásögn af hugrökkum krökkum í heimi sem er bæði óþægilega kunnuglegur og furðulega framandi.“ Meira »

Tillagan okkar eða tillagan ykkar?

16:46 Tvær keimlíkar tillögur voru á dagskrá borgarstjórnar í dag, um að bæta stöðu barna með annað móðurmál en íslensku í skólakerfi borgarinnar. Olli það nokkru argaþrasi á meðal borgarfulltrúa. Sjálfstæðismenn sögðu að meirihlutinn vildi eigna sér málið. Meira »

Fjórum milljörðum dýrari leið

16:29 Hin svokallaða R-leið um Reykjanes og utanverðan Þorskafjörð er töluvert dýrari en Þ-H-leiðin sem Vegagerðin mælir með. Þetta er niðurstaða skýrslu Vegagerðarinnar. Meira »

Tilkynnt um mun færri kynferðisbrot

16:15 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust sjö tilkynningar um kynferðisbrot í september og hafa þær ekki verið færri á einum mánuði síðan í febrúar 2014. Tilkynningarnar voru einnig 70% færri en meðaltalið síðustu 12 mánuði. Meira »

Aldrei verið sótt um leyfi fyrir stækkun

15:55 Ekki er til staðar byggingarleyfi og enn hefur ekki verið sótt um slíkt leyfi fyrir byggingaframkvæmdum vegna stækkunar City Park Hótel við Ármúla 5 í Reykjavík. Þrátt fyrir það hefur vinna staðið yfir við stækkunina um tíma, en verið er að bæta við 27 herbergjum. Fyrir voru herbergin 57. Meira »

Hjúkrunarfræðingar ávísi getnaðarvörnum

15:47 Ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum verður heimilað að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum, verði frumvarp til breytinga á lyfjalögum og lögum um landlækni og lýðheilsu að lögum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leggja frumvarpið fram á Alþingi og kynnti hún efni þess á ríkisstjórnarfundi á dag. Meira »

Skútuþjófurinn yfirheyrður í gær

15:44 Rannsókn lögreglunnar á Vestfjörðum á skútuþjófnaði á Ísafirði aðfaranótt sunnudags miðar vel samkvæmt Hlyni Hafberg Snorrasyni, yfirlögregluþjóni. Maður var handtekinn um borð í skútunni á Rifi á Snæfellsnesi á sunnudag og úrskurðaður í farbann í gær. Meira »

Óforsvaranlegt að samþykkja frumvarpið

15:41 Nýtt frumvarp um veiðigjöld ýtir enn frekar undir tvöfalda verðmyndun í sjávarútvegi, mismunar fyrirtækjum og hefur neikvæð áhrif á samkeppni í greininni. Þetta segir í umsögn Félags atvinnurekenda og Samtaka fiskframleiðenda og -útflytjenda um frumvarpið. Meira »

Spyr um þýðingarstefnu ráðuneytanna

15:30 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur sent öllum ráðuneytunum níu fyrirspurn þess efnis hvort íslensk lög og reglugerðir á vegum ráðuneytanna og undirstofnana þeirra hafi verið þýdd á önnur tungumál. Meira »

Netþrjótar náðu til 2.500 Íslendinga

15:13 Öryggisbrestur sem varð hjá Facebook í síðasta mánuði hafði áhrif á tæplega 2.500 notendur samfélagsmiðilsins á Íslandi. Persónuvernd tekur þátt í rannsókninni ásamt persónuverndarstofnunum annarra EES-ríkja. Meira »

Mál gegn hjónum þingfest í næstu viku

15:08 Mál gegn hjónum sem grunuð eru um gróf kynferðisbrot gegn dótt­ur sinni og stjúp­dótt­ur verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á fimmtudaginn í næstu viku. Verður þinghald lokað eins og vaninn er í kynferðisbrotamálum. Meira »

„Hættum að plástra kerfið“

14:24 „Það er þyngra en tárum tekur að fylgjast með manneskjum sem vilja fá hjálp og vilja hætta að neyta eiturlyfja en rekast á veggi í kerfinu aftur og aftur og aftur,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, á Alþingi í dag. Meira »

Segja innri endurskoðun störfum hlaðna

13:46 Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að fela eigi utanaðkomandi aðila að gera heildarúttekt á bragganum við Nauthólsveg og að falla skuli frá því að láta innri endurskoðun Reykjavíkurborgar annast úttektina, þar sem hún sé önnum kafin við úttekt á Orkuveitunni. Meira »

Telur að lögbannskröfu verði hafnað

13:43 „Ég tel ljóst að henni verði hafnað,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður tekna.is, við fyrirspurn mbl.is vegna lögbannskröfu á hendur vefsíðunni tekjur.is. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sagði að ákvörðun um lögbann yrði ekki tekin í dag. Meira »

Óboðinn gestur hreiðraði um sig í sófa

13:32 Óboðinn ölvaður gestur heimsótti heimili í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gærkvöld og hreiðraði um sig í sófa í stofunni. Húsráðandi var á efri hæð að horfa á sjónvarp þegar hann heyrði umgang á neðri hæðinni. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. titaniumpör á fínu verði. Sérsmíði, framleiðsla og...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...