Málfarssjúkdómar ekki banvænir

Málfræðingarnir (f.v.) Ásgrímur Angantýsson, Höskuldur Þráinsson og Einar F. Sigurðsson.
Málfræðingarnir (f.v.) Ásgrímur Angantýsson, Höskuldur Þráinsson og Einar F. Sigurðsson.

Bækurnar „Tilbrigði í setningagerð I-III“ hafa nú allar verið gefnar út í kjölfar rannsóknarverkefnis sem ætlað var að kortleggja útbreiðslu tilbrigða eða málfarslegra „sjúkdóma“. Verkefnisstjóri verkefnisins var Höskuldur Þráinsson prófessor og hlaut verkefnið styrk frá Rannsóknarsjóði.

Höskuldur segir niðurstöður rannsóknarinnar sýna að útbreiðsla þágufallssýki sé meiri hjá körlum en konum. Ekki var marktækur munur á útbreiðslu annarra málfarslegra sjúkdóma milli karla og kvenna, bætir hann við.

Höskuldur segir Ólafsfjarðareignarfallið það eina sem rannsakendur vissu að væri eitthvert landshlutabundið tilbrigði, en í því felst að segja til að mynda „tölvan mömmu“ eða „hesturinn stráksins“. Þetta tilbrigði er kennt við Ólafsfjörð en er einnig þekkt á Siglufirði og að einhverju leyti í Skagafirði, að sögn Höskuldar. Hins vegar er þetta tilbrigði einnig að finna á Patreksfirði og er algengast á Kirkjubæjarklaustri. „Ég veit ekki hvernig stendur á því. Það eru ekki sérstök tengsl á milli Patreksfjarðar og Siglufjarðar,“ segir hann í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert