„Myndi aldrei taka þátt í neinu svona“

mbl.is/Eggert

Aðgerðir lögreglu sem snúa að meintu skjalafalsi, þar sem tíu menn voru handteknir í morgun, snúa að starfsmannaþjónustunni Manngildi. Eigandi fyrirtækisins var handtekinn í aðgerðunum, sem fóru fram samtímis í Reykjavík og Kópavogi. Hann neitar sök og segir að hann myndi aldrei taka þátt í slíku.

Ingimar Skúli Sævarsson, sem er eigandi og framkvæmdastjóri Manngildis, vildi ekki koma í viðtal þegar mbl.is leitaði eftir því, en hann vísaði á lögmann sinn, Tryggva Agnarsson.

„Þeir eru að leita að fólki sem þeir telja að hafi komið ólöglega inn í landið,“ segir Tryggvi í samtali við mbl.is. Farið var samtímis inn á skrifstofur fyrirtækisins í Kópavogi og íbúðarhúsnæði á vegum þess í Reykjavík.

„Þeir handtaka þar íbúa og handtaka framkvæmdastjóra félagsins og taka af honum skýrslu,“ segir Tryggvi og bætir við að Ingimar Skúli hafi verið spurður að því hvernig þetta fólk hafi komið til landsins. Það sé grunur um að menn hafi komið til landsins á fölsuðum skilríkjum. 

Grunur um að vegbréfin væru bæði fölsuð og stolin

Fram kom í tilkynningu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér fyrr í dag, að mennirnir séu grunaðir um að hafa fengið skrán­ing­ar á kenni­töl­um í gegn­um Þjóðskrá með svik­söm­um hætti. Þeir hafi fengið út­hlutað ker­fis­kenni­tölu á utang­arðsskrá, en þegar þeir sóttu um ný­skrán­ingu, svo­kallaða fulla skrán­ingu, vöknuðu grun­semd­ir um að fram­lögð vega­bréf þeirra væru bæði fölsuð og stol­in.

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðspurður segir Tryggvi að Ingimar Skúli hafi tjáð lögreglunni að honum væri ekki kunnugt um neitt slíkt. Hann hafi enga hagsmuni af því og myndi ekki taka þátt í slíku. 

Tryggvi segir að Ingimar Skúli hafi ekki verið upplýstur um það hvenær þetta átti að hafa gerst. Í upphaflegri fréttatilkynningu lögreglu var ranglega sagt að mennirnir hefðu fengu úthlutað kerfiskennitölu á utangarðsskrá um mitt síðasta ár. Hið rétta sé að þeir hafi fengið úthlutað kerfiskennitölu á utangarðsskrá á þessu ári.

Viti ekki hvað menn séu að tala um

Tryggvi segist aðspurður ekki hafa fengið upplýsingar um það frá lögreglu hvaða starfsmenn þetta eru sem lögreglan handtók í aðgerðunum í morgun. 

„Umbjóðandi minn er yfirheyrður og hann lýsir þessu [þannig] að hann viti ekki hvað menn eru að tala um og myndi aldrei taka þátt í neinu svona, enda hefði hann enga hagsmuni af því,“ segir lögmaðurinn og bætir við að Ingimari Skúla hafi verið sleppt fljótlega eftir skýrslutöku lögreglu.

Ekki hefur náðst í lögreglu vegna málsins.  

mbl.is

Innlent »

Farþegar biðu um borð í 13 vélum

12:14 Allir landgangar á Keflavíkurflugvelli eru nú komnir í notkun. Þetta segir upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via. Farþegar biðu í 13 flugvélum á Keflavíkurflugvelli er mest var í morgun og höfðu þá átta vélar komið inn til lendingar, auk fimm véla sem hluti farþegar var komin um borð í áður en veður versnaði. Meira »

Veggjöld ekki til umræðu

12:09 Veggjöld verða ekki tekin upp á næstunni og liggur ekki fyrir Alþingi tillaga þess efnis, segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Hins vegar sé takmarkað hvaða fjármögnunarleiðir verði skoðaðar í sambandi við væntanlegt frumvarp. Meira »

Ágúst stóð einn að sinni yfirlýsingu

12:07 „Það er blæbrigðamunur á þeim,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann er spurður um muninn á yfirlýsingu Ágústs Ólafs Ágústssonar og svari Báru Huldar Beck, þar sem hún segir Ágúst Ólaf gera minna úr atvikinu en hann hafi áður gengist við. Meira »

Reyndi ítrekað að kyssa hana

11:12 „Ágúst Ólafur reyndi ekki að kyssa mig tví­vegis heldur ítrek­að. Hann reyndi það aftur og aftur þrátt fyrir að ég hefði neitað honum og sett skýr mörk. Í hvert sinn sem ég neit­aði honum þá nið­ur­lægði hann mig með ýmsum hætti.“ Meira »

Öll vinna stöðvuð vegna asbests

11:02 Við heimsókn Vinnueftirlitsins í kjallarabyggingu Húsfélags alþýðu, sem hýsir aflagða olíukatla og miðlunartanka undir húsum við Hofsvallagötu, kom í ljós að búnaðurinn er klæddur með einangrun sem inniheldur asbest. Öll vinna í kjallarabyggingunni var því bönnuð. Meira »

Þakplötur og trampólín fjúka í lægðinni

11:00 Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akranesi hafa verið kallaðar út í morgun vegna lægðarinnar sem nú gengur yfir suðvesturhorn landsins. Sinnir björgunarsveitafólk nú útköllum vegna foks á lausamunum, þakplötum af húsum og svo trampólínum. Meira »

Á fjórða hundrað á biðlista

10:43 Fjöldi þeirra sem bíður eftir hjúkrunarrými hefur aukist úr 226 í 362 eða um 60% á landsvísu frá janúar 2014 til janúar 2018. Á sama tíma fjölgaði þeim sem bíða þurftu umfram 90 daga eftir hjúkrunarrými um 35%. Á landsvísu var meðallengd biðar eftir úthlutun hjúkrunarrýmis 116 dagar á þriðja ársfjórðungi 2018. Meira »

Amber komin að bryggju á Höfn

10:27 Hol­lenska flutn­inga­skipið Am­ber, sem strandaði á sandrifi í inn­sigl­ingu Horna­fjarðar­hafn­ar, er nú komið að bryggju á Höfn í Hornafirði. Þetta staðfesti Vign­ir Júlí­us­son, for­stöðumaður Horna­fjarðar­hafn­ar, í sam­tali við mbl.is og segir Amber hafa losnað á há­flóðinu nú í morg­un. Meira »

Bílvelta á Reykjanesbraut

10:26 Flutningabíll valt við Kúagerði á Reykjanesbraut rétt fyrir klukkan tíu í morgun en bálhvasst er á Suðurnesjum. Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja er bílstjórinn ekki talinn alvarlega slasaður. Meira »

Skútuþjófurinn ekki áfram í farbanni

10:04 Farbann yfir Þjóðverjanum sem ákærður hefur verið fyrir að stela skútu úr höfninni á Ísafirði í október hefur ekki verið framlengt, en það rann út í gær. Málið var flutt fimmtudag í síðustu viku og hefur ekki verið talin ástæða til þess að framlengja farbannið, upplýsir lögreglan á Vestfjörðum. Meira »

Garnaveiki greindist í Austfjarðahólfi

09:42 Garnaveiki hefur greinst í sauðfé á búinu Þrándarstöðum á Fljótsdalshéraði. Þrándarstaðir eru í Austfjarðahólfi, en í hólfinu var garnaveiki á árum áður en ekki hefur verið staðfest garnaveiki þar í rúm 30 ár. Síðasta staðfesta tilvikið var á Ásgeirsstöðum á Fljótsdalshéraði árið 1986. Meira »

Mikil röskun á flugi innanlands og utan

09:27 Innanlandsflug hefur legið niðri í morgun vegna veðurs og tafir hafa einnig verið á flugi frá Keflavíkurflugvelli. Farþegar bíða nú í sjö vélum á flugvellinum. þá er búið að aflýsa öllu flugi til Ísafjarðar í dag og athuga á með flug til Egilsstaða og Akureyrar klukkan 12.30. Meira »

Skiptir „noise cancelling“ máli?

09:20 Heyrnartól sem útiloka umhverfishljóð eru orðin gríðarlega vinsæl og miklar líkur á að slík tæki rati í einhverja jólapakka í ár. En haldast gæði og verð í hendur? Árni Matthíasson, blaðamaður og umsjónamaður „Græjuhornsins“ í síðdegisþættinum á K100, fór yfir þau atriði sem honum finnst skipta máli. Meira »

Leggja til að nýtt torg heiti Boðatorg

08:30 Verktakar vinna nú að því að útbúa nýtt torg á mótum Tryggvagötu og Geirsgötu, fyrir framan hið nýja 106 herbergja Exeter-hótel. Meira »

Enginn verið eldri en Ellert

08:25 „Að vera kallaður inn á Alþingi nú var óvænt, en ánægjulegt. Ég tel mig eiga hingað fullt erindi til þess að tala máli eldri borgara, en það er sorglegt hvernig þeir hafa dregist aftur úr í kjörum og lítið verið gert til úrbóta þrátt fyrir fögur orð,“ segir Ellert B. Schram, sem í gær tók sæti á Alþingi í leyfi Ágústs Ólafs Ágústssonar. Meira »

Fljúgandi hálka á Akureyri

08:05 Fljúgandi hálka og mikil hláka er nú á Akureyri að sögn lögreglu sem varar ökumenn og gangandi vegfarendur við. „Það er alveg glærasvell,“ sagði vaktstjóri lögreglunnar í samtali við mbl.is. Hefur hálkan þegar valdið því að flutningabíll með gám aftan í fór út af veginum í Kræklingahlíð. Meira »

Ákærður fyrir nauðgun

08:04 Embætti héraðssaksóknara hefur ákært karlmann fyrir nauðgun í september í fyrra. Maðurinn er samkvæmt ákæru sagður hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konuna án hennar samþykkis. Meira »

Bóndadagurinn verður 25. janúar

08:00 Sums staðar á netinu og í einhverjum prentuðum dagbókum er að finna rangar upplýsingar um það hvenær bóndadagur er á næsta ári. Bóndadagur verður samkvæmt traustustu heimildinni, Almanaki Háskólans, 25. janúar 2018. Meira »

Heimaey VE til vöktunar á loðnu

07:57 Ráðgert var að Heimaey VE 1, skip Ísfélagsins, héldi í gærkvöldi frá Eskifirði til loðnuleitar, en rúmur áratugur er síðan farið var í leit að loðnu í desember. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...