Rannsaka afhöfðun hænu

Matvælastofnun rannsakar myndskeiðið.
Matvælastofnun rannsakar myndskeiðið. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sérfræðingar hjá Matvælastofnun rannsaka myndskeið þar sem karlmaður virðist afhöfða hænu með því að berja höfði hennar við kant. 

Þetta kemur fram á Vísi.

Ekki er ljóst hvar eða hvenær myndskeiðið er tekið upp. Það hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum síðasta sólarhring og hafa aðfarir mannsins víða verið harðlega gagnrýndar.

Maðurinn heyrist kalla „hausinn af“ eftir að hann lemur höfði hænunnar við kantinn og af því má telja líklegt að atvikið hafi átt sér stað hér á landi.

Brigitte Brugger, dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun, segir í samtali við Vísi að aðferðin sem maðurinn virðist nota við að afhöfða kjúklinginn sé ólögleg. Samkvæmt reglum MAST skal svipta alifugla meðvitund áður en þeir eru afhöfðaðir.

Hún segir að málið verði rannsakað.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert