Vill funda um njósnir

Páll Magnússon
Páll Magnússon mbl.is/RAX

„Það er út af fyrir sig athyglisvert að þetta skuli vera með þessum hætti,“ segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, um það mat greiningardeildar Ríkislögreglustjóra að erlend ríki stundi njósnir hér á landi með svipuðum hætti og í öðrum löndum.

Í Morgunblaðinu í dag segir hann nauðsynlegt að nefndin fái ríkislögreglustjóra á fund sinn.

„Mér finnst þetta gefa tilefni til þess að ríkislögreglustjóri komi fyrir nefndina við tækifæri og geri grein fyrir því hvernig þessum málum er háttað. Hvað við vitum, hvað við vitum ekki og hvað þarf til þess að við séum með þessi mál í því horfi sem við vildum og hvort þar vanti eitthvað upp á,“ segir Páll.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert