Deilt um 300 milljónir sem fóru til skattsins

Hreiðar Már Sig­urðsson og Guðný Arna Sveinsdóttir ásamt verjendum sínum ...
Hreiðar Már Sig­urðsson og Guðný Arna Sveinsdóttir ásamt verjendum sínum í héraðsdómi í dag. mbl.is/Hari

Við aðalmeðferð í innherja- og umboðssvikamáli sem tengist félaginu Hreiðar Már Sigurðsson ehf. sem fram hefur farið í dag var meðal annars deilt um það hvernig 574 milljóna króna lán var samþykkt. Var það veitt fyrrnefndu félagi í tengslum við að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, nýtti kaupréttarákvæði í samningi sínum við Kaupþing.

Kauprétturinn var þó ekki upp á nema 246 milljónir, en verjandi Hreiðars Más hefur vísað til þess að afgangurinn, upp á rúmlega 320 milljónir, hafi verið til að mæta skattaskuldbindingum sem komu til í tengslum við nýtingu kaupréttarins. Saksóknari virðist þó vilja meina að það hafi ekki verið hugmyndin með lánveitingunni upphaflega, þó að upphæðin hafi verið greidd til skattsins.

Nokkur vitni komu fyrir dóminn í dag, meðal annars fyrrverandi yfirlögfræðingur bankans, fyrrverandi varaformaður stjórnarinnar og fyrrverandi stjórnarformaður. Sögðu þeir allir að stjórn hefði árið 2005 samþykkt að lán væru veitt fyrir kaupum stjórnenda sem hefðu kauprétt. Þá væri einnig veitt aukalega lán vegna skattaskuldbindinga sem kæmu til þegar bréf væru áframseld í einkahlutafélög í eigu viðkomandi starfsmanna.

Í þessu tilfelli sem deilt er um virðist lánið þó ekki hafa nægt að fullu til að mæta þessari skattaskuld og hefur Hreiðar meðal annars notað það í vörn sinni á þann hátt að það bendi til þess að öll upphæðin hafi farið til að greiða skattaskuldbindinguna, en ekkert hafi farið til hans sjálfs.

Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari í málinu.
Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari í málinu. mbl.is/Hari

Þá hefur vörnin meðal annars bent á að formaður starfskjaranefndar stjórnar bankans, Ásgeir Thoroddsen, hafi skrifað undir lánið til handa Hreiðari Má og sýni það að um ákvörðun stjórnar hafi verið að ræða að veita lánið. Í málinu er Hreiðar hins vegar ákærður fyrir umboðssvik með því að hafa látið bankann lána sér upphæðina.

Ásgeir var meðal þeirra sem mættu og báru vitni í dómsal í dag. Hann sagðist hins vegar ekkert muna eftir að hafa undirritað lánið til handa félaginu Hreiðari Má Sigurðssyni ehf., þó að hann hafi kannast við undirskrift sína. Sagði hann klárt að stjórnin hefði samþykkt að bankinn fjármagnaði bæði kaupréttina og skattagreiðslurnar, en að hann hafi ekki komið nálægt því.

Fyrrnefndir stjórnarmenn og yfirlögfræðingur sögðu hins vegar að það væri óeðlilegt ef Ásgeir hefði ekki skrifað undir lánið.

Skýrslutökum lauk í málinu í dag og fer málflutningur saksóknara og verjenda fram á morgun. Hreiðar Már Sigurðsson hefur þegar hlotið dóma sem fylla hámark refsiramma fyrir brot af þessu tagi, eða sex ár, til viðbótar við að hann fékk eins árs dóm í Marple-málinu, en með því var nýtt heimild í lögum til að bæta við allt að 50% refsingu ofan á refsihámark ef um er að ræða ítrekuð brot. Hefur hann því samtals hlotið 7 ára dóm.

Guðný Arna Sveinsdóttir, sem einnig er ákærð í málinu, fyrir hlutdeild í umboðssvikum, hefur hins vegar ekki hlotið dóm, en hún var þó einnig ákærð í Marple-málinu en var sýknuð í héraðsdómi.

mbl.is

Innlent »

Markaðurinn er yfirfullur af plasti

19:45 Heimsmarkaðurinn er yfirfullur af plasti og um þessar mundir er lítil eftirspurn eftir plasti til endurvinnslu. Því er stærstur hluti plasts sem safnað er hér á landi sendur erlendis til orkuendurvinnslu, en Sorpa er eina íslenska fyrirtækið sem tekur við plasti öðru en umbúðaplasti til endurvinnslu. Meira »

Þrír unnu 92 milljónir króna

19:25 Fyrsti vinningur í Eurojackpot-lottóinu, upp á tæpa 7 milljarða króna, gekk ekki út í kvöld en þrír heppnir lottóspilarar eru hins vegar rúmum 92 milljónum króna ríkari eftir að hafa unnið annan vinninginn. Meira »

Fer eigin leiðir í veikindunum

18:41 „Ég fann ekki neitt. Ég var í ofsalega fínum gír,“ sagði Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður í knattspyrnu, í viðtali á sjónvarpsstöðunni Hringbraut þar sem hann ræðir veikindi sín en hann greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli. Meira »

„Loftslagsváin er þögul ógn“

16:23 Níunda loftslagsverkfallið var haldið á Austurvelli í dag. Hingað til hafa verkföllin verið mjög kraftmikil en í dag var ákveðið að verkfallið yrði þögult og sitjandi vegna föstudagsins langa. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta, segir að það hafi verið viðeigandi. Meira »

Brýrnar helsti veikleikinn

15:01 Brýrnar eru helsti veikleiki vegakerfisins á Suðurlandi, það blasir við. Þetta segir Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur. Ólafur mun sjá um úttekt á umferðaröryggi á Suðurlandi. Meira »

Forsetinn á meðal píslarvotta

13:19 Píslarganga umhverfis Mývatn er haldin í 25. skipti í dag, föstudaginn langa. Gangan er með nokkuð óhefðbundnu sniði en píslarvottarnir fara yfir með mismunandi hætti, ýmist á tveimur jafnfljótum, á hjólum eða á hjólaskíðum. Meira »

Þyrlan sótti slasaðan mótorhjólamann

12:56 Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaðan mann á Landspítala í nótt, en maðurinn hafði slasast á fæti á ferð sinni um Víðidalstunguheiði á mótorhjóli, eða svokölluðum krossara. Meira »

Ný lyfta skref í átt að bættum eldvörnum

12:18 Ný lyfta er í uppsiglingu í Hallgrímskirkjuturni. Henni verður komið fyrir í sömu lyftugöngum og hin gamla var í en sú var orðin 50 ára gömul. Framkvæmdunum fylgja bættar brunavarnir á alla kanta, að sögn framkvæmdastjóra kirkjunnar. Meðan á þeim stendur verður kirkjuturninn lokaður gestum. Meira »

Skíðafærið á föstudaginn langa

10:07 Það viðrar ágætlega til skíðaiðkunar í dag, föstudaginn langa, fyrir norðan, austan og vestan. Höfuðborgarbúar verða hins vegar að sætta sig við að búið er að að loka Bláfjöll­um og Skála­felli end­an­lega þenn­an vet­ur­inn. Meira »

Allt að 16 stiga hiti á Norðausturlandi

08:35 Föstudagurinn langi verður vætusamur á Suður- og Vesturlandi en útlitið er heldur betra á Norðaustur- og Austurlandi þar sem verður léttskýjað og allt að 16 stiga hiti. Meira »

Fjórum bjargað úr eldsvoða

08:14 Lögreglumenn á Ísafirði björguðu fjórum út úr húsi um klukkan þrjú í nótt eftir að eldur kom upp á sólpalli hússins. Lögreglumennirnir voru í eftirlitsferð þegar þeir sáu reyk stíga upp af húsinu, sem er viðarhús. Meira »

Átta manns í andlegu ójafnvægi

07:13 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti í nótt og gærkvöldi átta útköllum vegna fólks í andlegu ójafnvægi, víðs vegar í borginni og nágrenni hennar. Í dagbók lögreglu kemur fram að í öllum tilfellum fóru lögreglumenn á vettvang og reyndu eftir fremstu getu að aðstoða einstaklingana. Meira »

„Bullandi menning í hverjum firði“

Í gær, 22:15 „Það er frábær stemning í bænum og spennan er í hámarki. Ég er búinn að vera hérna síðustu tvær vikurnar og það er búið að vera stemning í bænum allan þennan tíma,“ segir rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, Kristján Freyr Halldórsson, í samtali við mbl.is. Meira »

Íris í auglýsingu Bernie Sanders

Í gær, 21:52 Ferðalag um Gvatemala leiddi til þess að Íris Gunnarsdóttir kemur fyrir í auglýsingu Bernie Sanders, frambjóðanda í forvali Demókrataflokksins. „Þetta er bara svolítið súrrealískt,“ segir hún um hvernig það er að bregða fyrir í auglýsingunni sem snýr að upplifun kvenna af opinberu heilbrigðiskerfi. Meira »

Búllan skýtur rótum í Noregi

Í gær, 21:00 Hamborgarabúllan við Torggötu er steinsnar frá Dómkirkjunni í Ósló. Innan um plaköt af poppgoðum má þar finna ýmislegt sem minnir á Ísland. „Grundvallaratriði er að gera borgarana eins og Tommi hefur kennt okkur. Við höfum sett sálina aftur í reksturinn,“ segir veitingamaðurinn Christopher Todd. Meira »

Gylfi ekki ákærður fyrir hatursorðræðu

í gær Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur fellt niður mál á hendur tónlistarmanninum Gylfa Ægissyni. Samtökin 78 kærðu Gylfa og nokkra aðra fyrir hatursorðræðu árið 2015. Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV sem segir fram koma í bréfi lögreglustjóra að málið þyki ekki líklegt til sakfellingar. Meira »

Uppselt varð á Tvíhöfða á 65 mínútum

í gær Á 65 mínútum varð uppselt á sýningu Tvíhöfða sem fer fram í kvöld í Ísafjarðarbíói, segir Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, í samtali við mbl.is. „Það verður bara ein sýning, því miður, því síminn stoppar ekki,“ segir hann. Meira »

Þekkingarleysi á skyldum lögreglu

í gær Staðir þar sem fíklar geta nálgast hreinar sprautunálar og aðra þjónustu eru ekki undir sérstöku eftirliti lögreglu, en eru þó „enginn griðastaður“ hvað eftirlit laga og reglna varðar. Nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými, sem er til umsagnar hjá Alþingi fékk harða umsögn lögreglu. Meira »

Blaðamenn búa víða við ótta

í gær Ísland er í fjórtánda sæti á lista yfir fjölmiðlafrelsi í ríkjum heim, samkvæmt nýjum matskvarða Blaðamanna án landamæra, The World Press Freedom Index. Ísland fer niður um eitt sæti á milli ára. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN, DANISH & SWEDISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA, DANSKA, SÆNSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA, SÆNSKA I, II, III, IV, V, VI: Starting dates...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Mikið úrval. Á mynd er silfurpar með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
Greinakurlarar
Eigum til 15 hp greinakurlara með bensínmótor fyrir allt að 100mm greinar. Öflu...