Deilt um 300 milljónir sem fóru til skattsins

Hreiðar Már Sig­urðsson og Guðný Arna Sveinsdóttir ásamt verjendum sínum ...
Hreiðar Már Sig­urðsson og Guðný Arna Sveinsdóttir ásamt verjendum sínum í héraðsdómi í dag. mbl.is/Hari

Við aðalmeðferð í innherja- og umboðssvikamáli sem tengist félaginu Hreiðar Már Sigurðsson ehf. sem fram hefur farið í dag var meðal annars deilt um það hvernig 574 milljóna króna lán var samþykkt. Var það veitt fyrrnefndu félagi í tengslum við að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, nýtti kaupréttarákvæði í samningi sínum við Kaupþing.

Kauprétturinn var þó ekki upp á nema 246 milljónir, en verjandi Hreiðars Más hefur vísað til þess að afgangurinn, upp á rúmlega 320 milljónir, hafi verið til að mæta skattaskuldbindingum sem komu til í tengslum við nýtingu kaupréttarins. Saksóknari virðist þó vilja meina að það hafi ekki verið hugmyndin með lánveitingunni upphaflega, þó að upphæðin hafi verið greidd til skattsins.

Nokkur vitni komu fyrir dóminn í dag, meðal annars fyrrverandi yfirlögfræðingur bankans, fyrrverandi varaformaður stjórnarinnar og fyrrverandi stjórnarformaður. Sögðu þeir allir að stjórn hefði árið 2005 samþykkt að lán væru veitt fyrir kaupum stjórnenda sem hefðu kauprétt. Þá væri einnig veitt aukalega lán vegna skattaskuldbindinga sem kæmu til þegar bréf væru áframseld í einkahlutafélög í eigu viðkomandi starfsmanna.

Í þessu tilfelli sem deilt er um virðist lánið þó ekki hafa nægt að fullu til að mæta þessari skattaskuld og hefur Hreiðar meðal annars notað það í vörn sinni á þann hátt að það bendi til þess að öll upphæðin hafi farið til að greiða skattaskuldbindinguna, en ekkert hafi farið til hans sjálfs.

Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari í málinu.
Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari í málinu. mbl.is/Hari

Þá hefur vörnin meðal annars bent á að formaður starfskjaranefndar stjórnar bankans, Ásgeir Thoroddsen, hafi skrifað undir lánið til handa Hreiðari Má og sýni það að um ákvörðun stjórnar hafi verið að ræða að veita lánið. Í málinu er Hreiðar hins vegar ákærður fyrir umboðssvik með því að hafa látið bankann lána sér upphæðina.

Ásgeir var meðal þeirra sem mættu og báru vitni í dómsal í dag. Hann sagðist hins vegar ekkert muna eftir að hafa undirritað lánið til handa félaginu Hreiðari Má Sigurðssyni ehf., þó að hann hafi kannast við undirskrift sína. Sagði hann klárt að stjórnin hefði samþykkt að bankinn fjármagnaði bæði kaupréttina og skattagreiðslurnar, en að hann hafi ekki komið nálægt því.

Fyrrnefndir stjórnarmenn og yfirlögfræðingur sögðu hins vegar að það væri óeðlilegt ef Ásgeir hefði ekki skrifað undir lánið.

Skýrslutökum lauk í málinu í dag og fer málflutningur saksóknara og verjenda fram á morgun. Hreiðar Már Sigurðsson hefur þegar hlotið dóma sem fylla hámark refsiramma fyrir brot af þessu tagi, eða sex ár, til viðbótar við að hann fékk eins árs dóm í Marple-málinu, en með því var nýtt heimild í lögum til að bæta við allt að 50% refsingu ofan á refsihámark ef um er að ræða ítrekuð brot. Hefur hann því samtals hlotið 7 ára dóm.

Guðný Arna Sveinsdóttir, sem einnig er ákærð í málinu, fyrir hlutdeild í umboðssvikum, hefur hins vegar ekki hlotið dóm, en hún var þó einnig ákærð í Marple-málinu en var sýknuð í héraðsdómi.

mbl.is

Innlent »

Þorskurinn fullur af loðnu

05:30 Þorskur sem Akurey AK, togari HB Granda, veiddi í Víkurálnum var stór og góður og fullur af loðnu, að sögn Eiríks Jónssonar skipstjóra. Það þótti honum vita á gott, að því er fram kom í frétt útgerðarinnar. Meira »

Ræktun lyfjahamps fær dræmar viðtökur

05:30 Þingsályktunartillaga Pírata um notkun og ræktun lyfjahamps hefur hlotið neikvæð viðbrögð allra sem sent hafa Alþingi umsögn um hana. Meira »

Vindur fyrir tvo milljarða

05:30 Íslenska sjávarútvegstæknifyrirtækið Naust Marine hefur gengið frá samningi um framleiðslu vindubúnaðar fyrir sex nýja rússneska togara. Um er að ræða langstærsta verkefni fyrirtækisins til þessa og hljóðar samningurinn upp á um tvo milljarða króna. Meira »

Fylgjast með fótspori ferðamannsins

Í gær, 22:00 Í ágúst árið 2010 voru um 30.000 ferðamenn staddir á Íslandi samstundis. Á sama tíma árið 2017 voru þeir orðnir 90.000. Út er komin ný skýrsla um vísa til þess að meta fótspor ferðamanna hér á landi. Meira »

Sara Nassim tilnefnd til Grammy-verðlauna

Í gær, 21:45 Þrítug íslensk kona, Sara Nassim Valadbeygi, er tilnefnd til Grammy-verðlaunanna sem framleiðandi tónlistarmyndbands söngkonunnar Tierra Whack, Mumbo Jumbo. Fjögur önnur myndbönd eru tilnefnd í sama flokki og Mumbo Jumbo. Grammy-verðlaunin verða afhent í Los Angeles 10. febrúar. Meira »

7 tilnefndir til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Í gær, 21:33 Sex þýðingar og sjö þýðendur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna þetta árið. Verðlaunin, sem eru veitt fyrir vandaða þýðingu á fagurbókmenntaverki, hafa verið veitt árlega frá 2005 en til þeirra var stofnað til að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskra bókmennta. Meira »

Kaupendur vændis virðast ansi víða

Í gær, 21:23 „Þetta er ekki einstakt mál, það er mikilvægt að það komi fram,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, um mál fatlaðrar konu sem talið er að um 50 karlmenn hafi keypt vændi af. Meira »

Brotist inn í hús í Borgarnesi

Í gær, 20:34 Lögreglan á Vesturlandi biður fólk að vera á varðbergi gagnvart mannaferðum eftir að brotist var inn í íbúðarhús í Borgarnesinu á áttunda tímanum í kvöld og m.a. stolið þaðan skartgripum. Meira »

Enginn forgangur fyrir Árneshrepp

Í gær, 20:30 Að fresta vegaframkvæmdum um Veiðileysuháls enn einu sinni yrði ákvörðun um að leggja Árneshrepp í eyði, segir í umsögn um tillögu að samgönguáætlun. Þingmenn kjördæmisins segjast tala máli hreppsins en hafi engan sérstakan forgang fengið. Meira »

Stærsta hlutverk Íslendings

Í gær, 20:20 Leikkonan Hera Hilmarsdóttir fer með aðalhlutverk í nýrri stórmynd Peter Jackson, Mortal Engines. Í gær var haldin sérstök Nexus-forsýning þar sem Hera mætti og tók við fyrirspurnum í lok sýningarinnar. Ragnar Eyþórsson, kvikmynda- og sjónvarpsrýnir síðdegisþáttar K100, var á staðnum. Meira »

Ísland færist ofar á lista yfir veiðar

Í gær, 20:00 Ísland er í 17. sæti á meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims, með um 1,3% hlutdeild þess aflamagns sem veitt er á heimsvísu, og sú þriðja stærsta þegar litið er til ríkja Evrópu. Meira »

„Þetta gæti verið svo miklu verra“

Í gær, 19:42 „Við höfum ekki ástæðu til að ætla að samdráttur í ferðamennsku verði eitthvað í líkingu við það sem samdrátturinn hjá WOW verður á næsta ári. Að þetta muni þýða færri sæti fyrir ferðamenn á leið til Íslands. Auðvitað getur það verið en það er ekkert sem segir að þannig verði það.“ Meira »

Leggst gegn sölu Lækningaminjasafns

Í gær, 19:20 Samfylkingin á Seltjarnarnesi leggst gegn því að Lækningaminjasafnið verði selt til þriðja aðila. „Húsið hefur alla burði til þess að verða stolt og prýði bæjarins,“ segir í bókun flokksins um húsið, sem bærinn auglýsti til sölu í síðustu viku. Meira »

Skógarmítill, kvef og kynlíf

Í gær, 18:30 Vefurinn heilsuvera.is er samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embættis landlæknis. Vefnum er ætlað að koma á framfæri til almennings áreiðanlegum upplýsingum um heilsu, þroska og áhrifaþætti heilbrigðis, ásamt því að opna aðgengi einstaklinga inn á eigin sjúkraskrá. Meira »

Vill snúa vörn í sókn fyrir íslenskuna

Í gær, 18:13 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur mælt fyrir þingsályktunartillögu um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi. Í tillögunni er lagt til að Alþingi álykti „um mikilvægi íslenskrar tungu og nauðsyn þess að tryggja að tungumálið verði áfram notað á öllum sviðum íslensks samfélags“. Meira »

Embættisskylda að senda málið áfram

Í gær, 18:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri segist hafa rætt við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, í síma sumarið 2012 og þá hafi talið borist að því að svokallað Samherjamál yrði sett í sáttaferli. Það hefði þá falið í sér einhverjar breytingar á fyrirkomulagi og verklagi hjá Samherja. Meira »

Siðareglurnar nái varla yfir mál Ágústs

Í gær, 17:40 „Þessi mál eru að mörgu leyti ólík þó að bæði séu alvarleg. Ég held að siðareglur þingsins nái varla yfir hans mál,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, aðspurður hvort hann telji mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þess eðlis að siðanefnd Alþingis ætti að taka það fyrir. Meira »

Hlaut 18 mánaða dóm fyrir nauðgun

Í gær, 17:21 Karlmaður var dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag fyrir nauðgun sem átti sér stað í maí í fyrra, er hann var 17 ára gamall. Stúlkan sem hann braut gegn var þá ólögráða og hafði farið með frænku sinni, kærasta hennar og ákærða í skemmtiferð austur í sveitir. Meira »

Flokksskírteini í stað hæfni stjórnenda

Í gær, 16:06 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði í sérstakri umræðu á Alþingi um Íslandspóst að flestum hefði verið komið í opna skjöldu með hversu alvarleg staða fyrirtækisins væri orðin, sem sé sérstaklega alvarlegt vegna þess að það er í eigu ríkisins. Meira »
Heimili í borginni ...Eyjasol ehf.
3ja herb. íbúðir í austurborginni. Gisting fyrir 4-6. Lausir dagar. Góð gisting ...
Skápur til sölu.
Furuskápur hæð,2.m breidd 0,71meter. 6000.kr. uppl.8691204....
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Múrverk
Múrverk...