Aðför að mannorði fjármálastjórans

Gunnar Smári Egilsson. Lára segir skrif Gunnars full af „tilhæfulausum ...
Gunnar Smári Egilsson. Lára segir skrif Gunnars full af „tilhæfulausum ásökunum og ávirðingum sem eru til þess eins gerðar að koma af stað óhróðri“ um Kristjönu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ummæli Gunnars Smára Egilssonar um Kristjönu Valgeirsdóttur, fjármálastjóra Eflingar, eru ærumeiðandi og ásakanir hans tilhæfulausar og ekki til annars gerðar en að sverta mannorð Kristjönu. Þetta segir Lára Júlíusdóttir, lögmaður Kristjönu, í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í dag, en fjölmiðlar hafa í vikunni fjallað um ólgu meðal starfsmanna á skrifstofu Eflingar.

Í skrifum Gunnars Smára á Eyjunni, segir hann Kristjönu sverta nafn Öldu Lóu Leifsdóttur, eiginkonu sinnar, í von um að koma höggi á yfirmenn sína. Lára segir Kristjönu „kannast ekki við að hafa tjáð sig um viðskipti félagsins við einstaka aðila, hvorki Öldu Lóu né annarra [sic] og vísar til þess að við afgreiðslu þess máls innan félagsins hafi verið farið eftir þeim verklagsreglum sem viðhafðar hafa verið á skrifstofu Eflingar“.

Í frétt Morgunblaðsins um málið sagði að Kristjana hefði neitaði að greiða háan reikning Öldu Lóu, nema hann væri fyrst samþykkt­ur af stjórn Efl­ing­ar.

Lára segir nafn Öldu Lóu Leifsdóttur hvergi koma fram á reikningum eða gögnum sem um ræðir og Kristjana hafi hvorki hitt hana né þekki. „Ásökunin telst því algerlega tilhæfulaus enda vandséð hvaða ástæðu umbjóðandi minn hefur til að sverta nafn persónu sem hvergi kemur fram í viðkomandi skjölum og umbjóðandi minn þekkir ekki og sér fyrst nafnið í umfjöllun Gunnars Smára Egilssonar,“ segir í yfirlýsingunni.  

Illskiljanlegt sé enn fremur hvernig Gunnar Smári komist að þeirri niðurstöðu að Kristjana sé „augljóslega ómerkileg manneskja og illgörn“.  Hún kannist ekki við Gunnar Smára nema úr fjölmiðlum, né minnist hún þess að hafa hitt hann eða átt við hann samskipti.

Framkvæmdi ákvarðanir formanns og stjórnar

Ekki sé heldur ljóst hvaðan Gunnar Smári hafi þær upplýsingar að Kristjana hafi verið „rándýr á fóðrum“ innan Eflingar. Kristjana kannist ekki við annað en að hafa unnið félaginu af heilindum og fyrir það hafi hún þegið laun sem hún ætli að séu sambærileg launum annarra í svipaðri stöðu.  

Hvað umfjöllun Gunnar Smára um tilfærslur Kristjönu á fjármunum félagsins til Gamma varðar, segir í yfirlýsingunni að „allar meiri háttar fjárfestingar Eflingar“ eigi sér stoð í fjárfestingarstefnu félagsins sem byggð sé á lögum þess og samþykktar séu í hvert og eitt skipti af stjórn félagsins.

„Ábyrgð umbjóðanda míns á einstökum fjármálagerningum felst í því að framkvæma ákvarðanir sem stjórnin eða formenn Eflingar hafa tekið með heimild stjórnar og innan ramma ávöxtunarstefnu félagsins.“

Hvað varði ásakanir um að Kristjana hafi beitt sér fyrir því að beina viðskiptum Eflingar að veitingarekstri sambýlismanns síns, Marks Brink, sé hins vegar nauðsynlegt að taka fram að viðskipti eldri félaga og síðan Eflingar við hann hafi hafist í stjórnartíð Guðmundar J. Guðmundssonar og síðan flust yfir til Halldórs Björnssonar og það hafi verið löngu fyrir kynni þeirra Kristjönu og Marks.

„Umbjóðandi minn tengdist aldrei pöntunum veitinga vegna funda. Slíkt var á hendi formanna félagsins eða skrifstofustjóra í umboði þeirra. Rétt er að nefna að viðskipti Eflingar á veitingum og fundarsölum beindust að mun fleiri aðilum í gegnum árin. Engin forsenda er því fyrir þessum ásökunum og auðvelt mál að sanna það með beinum vitnum um málið,“ segir í yfirlýsingunni.

Nægt tilefni til meiðyrðamáls

Skrif Gunnars séu full af „tilhæfulausum ásökunum og ávirðingum sem eru til þess eins gerðar að koma af stað óhróðri“ um Kristjönu og tilgangurinn sýnilega ekki annar en að sverta mannorð hennar og leitast við að draga úr trúverðugleika hennar.

Það hljóti að teljast ómaklegt að ráðast með þessum hætti gegn starfsmanni í ábyrgðarstarfi á skrifstofu stéttarfélags og lítillækka „með tilhæfulausum ásökunum“ starfsmann sem nú sé óvinnufær sökum veikinda. Myndbirting af Kristjönu sé sömuleiðis ámælisverð og hluti af árás á persónu hennar sem ekki sé hægt að sitja undir.

Segir Lára Kristjönu hafa kosið að tjá sig ekki opinberlega um veikindi sín né störf sín hjá Eflingu að undanförnu, en hún vilji þó taka fram að frétt Morgunblaðsins um helgina sé ekki frá sér komin. Hún ræði „ekki einstök störf eða verkefni á skrifstofu Eflingar á opinberum vettvangi,“ enda telji hún sig bundna trúnaði.

„Öllum ásökunum, ávirðingum og alhæfingum svo sem þeirri að fjármálastjóri Eflingar „beri ábyrgð á vondri stöðu verkalýðshreyfingarinnar og hafi valdið verkafólki fjárhagslegu tjóni“" er hins vísað á bug, enda engin rök eða sannanir fyrir því að nokkur fótur sé fyrir þeim.

Umfjöllun Gunnars Smára sé hins vegar alvarleg aðför að mannorði Kristjönu og meira en nægt tilefni til meiðyrðamáls og kröfu miskabóta á hendur honum.

mbl.is

Innlent »

Smíða nýja göngubrú eftir hrun

20:00 Vegagerðin stefnir á að ljúka við smíði nýrrar göngubrúar yfir Jökulsá í Lóni við Kollumúla í júní. Gert er ráð fyrir því að verkið kosti nokkuð yfir tuttugu milljónir króna. Meira »

Konum í iðngreinum þarf að fjölga

19:45 „Við þurfum fleira fólk í iðngreinarnar, þar sem duglegu og hæfileikaríku fólki bjóðast mörg frábær tækifæri til náms og starfa. Vissulega er iðnnemum að fjölga en slíkt mun ekki gerast að neinu marki fyrr en konur koma þarna inn til jafns við karlana,“ segir Þóra Björk Samúelsdóttir, formaður Félags fagkvenna. Meira »

Grásleppuvertíðin hafin

19:30 Hugur er í smábátasjómönnum við upphaf grásleppuvertíðar, sem byrjaði klukkan sjö í morgun. Það verð sem gefið hefur verið út er hærra en það sem sást á sama tíma í fyrra að sögn Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Meira »

Sýrlenskri flóttakonu vísað úr landi

19:20 Leikskólinn Vinagarður varð í síðustu viku einum starfsmanni fátækari. Sá var sýrlensk kona á flótta sem hefur nú verið vísað frá Íslandi og til Grikklands. Á flóttanum og í Grikklandi hafði hún lent í miklum hremmingum og verið hótað lífláti. Meira »

Von á orkupakkanum innan 10 daga

18:50 „Það er auðvitað markmiðið að fara með þau mál og þeim tengd fyrir þann frest,“ svarar Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, þegar mbl.is spyr hvort ríkisstjórnin hyggist leggja fram frumvarp um þriðja orkupakka Evrópusambandsins áður en frestur til slíks rennur út 30. mars. Meira »

„Fimm verkefni upp á milljarð“

18:30 „Eigum við eitthvað að ræða skýrslu innri endurskoðanda sem var birt í borgarráði síðastliðinn fimmtudag þar sem fjögur verkefni voru framúr sem nemur heilum bragga. Fimm verkefni upp á milljarð,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, í borgarstjórn í gærkvöldi. Meira »

Vekja athygli á nýrri gerð netglæpa

18:08 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vekur á Facebook-síðu sinni athygli á því að henni hafi undanfarið borist tilkynningar um nýja gerð netglæpa. Að þessu sinni er í póstinum látið líta út fyrir að viðtakandi póstsins tengist rannsókn CIA á barnaklámi „og er pósturinn að því leiti frekar ógeðfelldur,“ segir í færslunni. Meira »

Sund eða svefn?

17:50 Ungt íslenskt sundfólk, á aldrinum 10 til 24 ára, sefur að meðaltali í sex og hálfa klukkustund á sólarhring, nokkuð minna en minna en jafnaldrar þeirra. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á svefnvenjum ungra íslenskra sundmanna. Meira »

Segja málflutning Ásmundar villandi

17:30 Málflutningur Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag var bæði rangur og villandi, segir í yfirlýsingu Öryrkjabandalags Íslands sem segir sorglegt að hlýða á fullyrðingar um að ÖBÍ leggist gegn afnámi krónu-á-móti krónu skerðingarinnar. Meira »

Hvatti þingmenn til að líta í eigin barm

16:58 „Ég hef velt því fyrir mér þar sem ég hef fylgst með umræðunni hvort sumum þeirra sem hafa haft hvað hæst um þann meinta sóðaskap og fleira í þá veru og talað um virðingu í því samhengi sé meira annt um virðingu líflausrar styttu en lifandi fólks.“ Meira »

Stjórnvöld leysi úr réttaróvissu

16:56 Stjórn Lögmannafélags Íslands vill að stjórnvöld leysi úr þeirri réttaróvissu sem er uppi vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu varðandi skipan dómara í Landsrétt. Meira »

Skaðabótaábyrgð ráðherra ekki útilokuð

16:35 Ekki er lögfræðilega útilokað að Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, beri einhverja fjárhagslega skaðabótaábyrgð á skipunum sínum í embætti dómara við Landsrétt. Meira »

Siðferðisgáttin og sálfræðistofa í samstarf

16:34 Hagvangur mun hér eftir vísa þeim málum sem koma í gegnum Siðferðisgáttina til sálfræðistofunnar Lífs og sálar ehf., séu málin þess eðlis að það þurfi að fara fram formleg athugun á einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundnu ofbeldi eða annarskonar ofbeldi, óski viðkomandi fyrirtæki með Siðferðisgátt starfrækta eftir tilvísun. Meira »

Ætla sér að slá í gegn

16:30 Dömurnar í The Post Performance Blues Band ætla að gefa sér eitt ár til að slá í gegn. Ekki aðeins á Íslandi heldur á heimsvísu. Fyrst er meiningin að koma sér á kortið í London. „Ef fyrirætlunin gengur ekki eftir leggjum við árar í bát og hættum,“ segir Álfrún Helga Örnólfsdóttir. Meira »

Gætu verið byrjuð að afnema skerðinguna

16:28 „Ég vek athygli á því að á sama tíma og Öryrkjabandalagið ætlar að fara í mál við ríkið vegna þessara ömurlegu skerðinga þá hafnaði Öryrkjabandalagið og þingmaðurinn þessari tillögu,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag í umræðum um störf þingsins. Meira »

Segja verkföll bara ná til félagsmanna

16:19 Verkfall Eflingar nær einungis til félagsmanna verkalýðsfélagsins. Þetta segja Samtök atvinnulífsins á vef sínum og ítreka að boðuð verkföll nái einungis til þeirra starfsmanna sem eiga aðild að þeim stéttarfélögum sem hafa boðað verkföll. Meira »

Hljóðsjár hafa mikil áhrif á andarnefjur

16:15 Hljóðbylgjur frá hljóðsjám, sem meðal annars eru notaðar í sjóhernaði, hafa mikil áhrif á hegðun andarnefja á afskekktum svæðum á norðurslóðum, jafnvel þótt bylgjurnar séu sendar út í tuga kílómetra fjarlægð frá dýrunum. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar. Meira »

Grindvíkingar hamingjusamastir

16:06 Grindavík er hamingjusamasta sveitarfélag landsins samkvæmt nýrri könnun Embættis landlæknis á hamingju Íslendinga. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Embætti landlæknis, kynnti niðurstöðurnar í dag, á alþjóðlega hamingjudeginum. Meira »

Stofnað sé til átaka um náttúru Íslands

16:00 Formannafundur Landssambands veiðifélaga og Landssambands stangaveiðifélaga átelur harðlega það samráðsleysi sem sagt er hafa verið viðhaft við undirbúning framlagðs frumvarps til breytinga á lögum um fiskeldi. Meira »