Aðför að mannorði fjármálastjórans

Gunnar Smári Egilsson. Lára segir skrif Gunnars full af „tilhæfulausum ...
Gunnar Smári Egilsson. Lára segir skrif Gunnars full af „tilhæfulausum ásökunum og ávirðingum sem eru til þess eins gerðar að koma af stað óhróðri“ um Kristjönu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ummæli Gunnars Smára Egilssonar um Kristjönu Valgeirsdóttur, fjármálastjóra Eflingar, eru ærumeiðandi og ásakanir hans tilhæfulausar og ekki til annars gerðar en að sverta mannorð Kristjönu. Þetta segir Lára Júlíusdóttir, lögmaður Kristjönu, í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í dag, en fjölmiðlar hafa í vikunni fjallað um ólgu meðal starfsmanna á skrifstofu Eflingar.

Í skrifum Gunnars Smára á Eyjunni, segir hann Kristjönu sverta nafn Öldu Lóu Leifsdóttur, eiginkonu sinnar, í von um að koma höggi á yfirmenn sína. Lára segir Kristjönu „kannast ekki við að hafa tjáð sig um viðskipti félagsins við einstaka aðila, hvorki Öldu Lóu né annarra [sic] og vísar til þess að við afgreiðslu þess máls innan félagsins hafi verið farið eftir þeim verklagsreglum sem viðhafðar hafa verið á skrifstofu Eflingar“.

Í frétt Morgunblaðsins um málið sagði að Kristjana hefði neitaði að greiða háan reikning Öldu Lóu, nema hann væri fyrst samþykkt­ur af stjórn Efl­ing­ar.

Lára segir nafn Öldu Lóu Leifsdóttur hvergi koma fram á reikningum eða gögnum sem um ræðir og Kristjana hafi hvorki hitt hana né þekki. „Ásökunin telst því algerlega tilhæfulaus enda vandséð hvaða ástæðu umbjóðandi minn hefur til að sverta nafn persónu sem hvergi kemur fram í viðkomandi skjölum og umbjóðandi minn þekkir ekki og sér fyrst nafnið í umfjöllun Gunnars Smára Egilssonar,“ segir í yfirlýsingunni.  

Illskiljanlegt sé enn fremur hvernig Gunnar Smári komist að þeirri niðurstöðu að Kristjana sé „augljóslega ómerkileg manneskja og illgörn“.  Hún kannist ekki við Gunnar Smára nema úr fjölmiðlum, né minnist hún þess að hafa hitt hann eða átt við hann samskipti.

Framkvæmdi ákvarðanir formanns og stjórnar

Ekki sé heldur ljóst hvaðan Gunnar Smári hafi þær upplýsingar að Kristjana hafi verið „rándýr á fóðrum“ innan Eflingar. Kristjana kannist ekki við annað en að hafa unnið félaginu af heilindum og fyrir það hafi hún þegið laun sem hún ætli að séu sambærileg launum annarra í svipaðri stöðu.  

Hvað umfjöllun Gunnar Smára um tilfærslur Kristjönu á fjármunum félagsins til Gamma varðar, segir í yfirlýsingunni að „allar meiri háttar fjárfestingar Eflingar“ eigi sér stoð í fjárfestingarstefnu félagsins sem byggð sé á lögum þess og samþykktar séu í hvert og eitt skipti af stjórn félagsins.

„Ábyrgð umbjóðanda míns á einstökum fjármálagerningum felst í því að framkvæma ákvarðanir sem stjórnin eða formenn Eflingar hafa tekið með heimild stjórnar og innan ramma ávöxtunarstefnu félagsins.“

Hvað varði ásakanir um að Kristjana hafi beitt sér fyrir því að beina viðskiptum Eflingar að veitingarekstri sambýlismanns síns, Marks Brink, sé hins vegar nauðsynlegt að taka fram að viðskipti eldri félaga og síðan Eflingar við hann hafi hafist í stjórnartíð Guðmundar J. Guðmundssonar og síðan flust yfir til Halldórs Björnssonar og það hafi verið löngu fyrir kynni þeirra Kristjönu og Marks.

„Umbjóðandi minn tengdist aldrei pöntunum veitinga vegna funda. Slíkt var á hendi formanna félagsins eða skrifstofustjóra í umboði þeirra. Rétt er að nefna að viðskipti Eflingar á veitingum og fundarsölum beindust að mun fleiri aðilum í gegnum árin. Engin forsenda er því fyrir þessum ásökunum og auðvelt mál að sanna það með beinum vitnum um málið,“ segir í yfirlýsingunni.

Nægt tilefni til meiðyrðamáls

Skrif Gunnars séu full af „tilhæfulausum ásökunum og ávirðingum sem eru til þess eins gerðar að koma af stað óhróðri“ um Kristjönu og tilgangurinn sýnilega ekki annar en að sverta mannorð hennar og leitast við að draga úr trúverðugleika hennar.

Það hljóti að teljast ómaklegt að ráðast með þessum hætti gegn starfsmanni í ábyrgðarstarfi á skrifstofu stéttarfélags og lítillækka „með tilhæfulausum ásökunum“ starfsmann sem nú sé óvinnufær sökum veikinda. Myndbirting af Kristjönu sé sömuleiðis ámælisverð og hluti af árás á persónu hennar sem ekki sé hægt að sitja undir.

Segir Lára Kristjönu hafa kosið að tjá sig ekki opinberlega um veikindi sín né störf sín hjá Eflingu að undanförnu, en hún vilji þó taka fram að frétt Morgunblaðsins um helgina sé ekki frá sér komin. Hún ræði „ekki einstök störf eða verkefni á skrifstofu Eflingar á opinberum vettvangi,“ enda telji hún sig bundna trúnaði.

„Öllum ásökunum, ávirðingum og alhæfingum svo sem þeirri að fjármálastjóri Eflingar „beri ábyrgð á vondri stöðu verkalýðshreyfingarinnar og hafi valdið verkafólki fjárhagslegu tjóni“" er hins vísað á bug, enda engin rök eða sannanir fyrir því að nokkur fótur sé fyrir þeim.

Umfjöllun Gunnars Smára sé hins vegar alvarleg aðför að mannorði Kristjönu og meira en nægt tilefni til meiðyrðamáls og kröfu miskabóta á hendur honum.

mbl.is

Innlent »

Mun efla ferðaþjónustu

05:30 Mikil lækkun olíuverðs eykur líkur á að ferðaþjónustan muni vaxa í takt við spár. Það gæti reynst þungvægt. Greining Analytica fyrir samgönguráðuneytið bendir þannig til að flugfargjöld hafi mikil áhrif á fjölda skiptifarþega og ferðamanna. Meira »

Umræðu lokið um veiðigjöld

05:30 Þriðju umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld lauk á Alþingi í gærkvöldi en atkvæðagreiðslu var frestað.   Meira »

Fallið verði frá dómsmáli

05:30 Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) lýsir yfir miklum vonbrigðum með afstöðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem hún segir krefjast þess að SSS afturkalli skaðabótamál gegn ríkinu. Meira »

Nær ómögulegt að tryggja fulla dekkun

05:30 Nær ómögulegt er að ná fram fullri dekkun farsímaþjónustu hér á landi með hefðbundinni uppbyggingu farsímakerfisins á landi. Meira »

Grænt ljós á tillögu um strandeldi

05:30 Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu Landeldis ehf. að matsáætlun vegna fyrirhugaðrar strandeldisstöðvar fyrirtækisins á Laxabraut 1 við Þorlákshöfn, sem verður með allt að 5.000 tonna ársframleiðslu á laxfisksafurðum. Meira »

Vatnsleki á Landspítala

00:00 Kalla þurfti til slökkvilið vegna vatnsleka á Landspítalanum við Hringbraut á ellefta tímanum í kvöld. Um var að ræða lítið rör við vask sem hafði farið í sundur. Einn og hálfan tíma tók að ná vatninu burt. Meira »

Íslenska jólabjórnum vel tekið í Færeyjum

Í gær, 23:13 „Þetta var frábær helgi og við þurftum meira að segja að bæta við aukaviðburði,“ segir Sunneva Háberg Eysturstein, veitingakona í Þórshöfn í Færeyjum. Sunneva er framkvæmdastjóri Bjórkovans og Sirkuss og á fyrrnefnda staðnum var haldin kynning á jólabjórum frá íslenska brugghúsinu Borg á dögunum. Meira »

Biðu í á fjórðu klukkustund

Í gær, 22:35 Allir landgangar á Keflavíkurflugvelli, nema einn, voru teknir í notkun rétt eftir kl. 21 í kvöld og var þegar hafist handa við að koma fólki frá borði. Farþegar í nokkrum flugvélum höfðu setið fastir, en landgöngubrýr voru teknar úr notkun vegna hvassviðris. Meira »

Vilja auka virkni á hlutabréfamarkaði

Í gær, 22:00 Meðal tillagna, sem er að finna í hvítbók um fjármálakerfið sem kynnt var í dag, er að finna hugmyndir um hertar reglur um fjárfestingastarfsemi banka og aukið frjálsræði í fjárfestingum á hlutabréfamarkaði í þeim tilgangi að stuðla að aukinni virkni markaðarins. Meira »

Nokkur útköll vegna vonskuveðurs

Í gær, 21:15 Björgunarsveitir á Suðvesturlandi hafa verið kallaðar út í nokkur minni verkefni síðdegis og í kvöld vegna veðurs á Kjalarnesi, Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum. Meira »

Gátu ekki sest á þing vegna anna

Í gær, 21:09 Tveir varamenn voru á undan Ellert B. Schram í röðinni eftir að ljóst var að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, væri farinn í tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum. Hvorugur varamannanna sá sér fært að taka sæti á þingi fyrir jól. Meira »

„Ábyrgðarleysi“ gagnvart Parísarsamningnum

Í gær, 20:55 „Þetta ber vott um ákveðið ábyrgðarleysi og það veldur mér vonbrigðum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, um viðhorf nokkurra ríkja gagnvart skýrslu vísindanefndar Loftslagssamningsins um áhrif 1,5 gráðu hlýnunar andrúmslofts. Meira »

Sitja fastir í flugvélum vegna veðurs

Í gær, 20:18 Farþegar sitja fastir í sex flugvélum á Keflavíkurflugvelli en ekki er hægt að hleypa þeim inn í flugstöðvarbygginguna vegna ofsaveðurs. Auk þess situr áhöfn föst í sjöundu vélinni. Meira »

„Stórt alþjóðlegt vandamál“

Í gær, 20:10 „Þarna var dregin upp raunsæ mynd af því að plastmengunin er stórt alþjóðlegt vandamál,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra eftir að hafa tekið þátt í pallborðsumræðum um plast, samhliða loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Sendi erindi til Persónuverndar

Í gær, 19:51 Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins sem hljóðritaðir voru á Klaustri Bar 20. nóvember sendi Persónuvernd erindi í síðustu viku þar sem þess var krafist að rannsakað yrði hver tók þingmennina upp. Meira »

Leggja til að veggjöld verði tekin upp

Í gær, 19:21 Meirihluti samgöngunefndar Alþingis mun leggja til að veggjöld verði tekin upp um allt landið til að fjármagna vegagerð. Þar með taldar eru allar stofnbrautir inn og út úr höfuðborginni. Meira »

Foster endurgerir Kona fer í stríð

Í gær, 19:18 Jodie Foster mun leikstýra, framleiða og leika í bandarískri endurgerð íslensku kvikmyndarinnar Kona fer í stríð.  Meira »

Traust ekki endurheimt á einum degi

Í gær, 18:50 Lítið traust almennings til bankakerfisins á Íslandi kemur Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra ekki á óvart. Hann segir að þrátt fyrir þá tortryggni sem sé lýsandi fyrir almenna viðhorfið sé hvetjandi að sjá að traustið hafi vaxið ár frá ári. Meira »

Vonaði að þeir væru í tjaldinu

Í gær, 18:25 Skoskur fjallgöngumaður, sem var með þeim Kristni Rúnarssyni og Þorsteini Guðjónssyni í för þegar þeir hugðust ganga á Pumori í Nepal, en þurfti frá að hverfa vegna veikinda, segist hafa fengið sálarró þegar lík íslensku félaganna fundust í síðasta mánuði. Meira »
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
Canon EOS námskeið fyrir byrjendur.
Flott námskeið fyrir þá sem vilja læra á myndavélina og ná enn betri myndum. 3j...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Til leigu 150-190 m2 nýtt - góð lofthæð
Glænýtt endabil við Lambhagaveg við Bauhaus, með góðri lofthæð, stórri innkeyrsl...