Allt að 12 stiga hiti í Reykjavík

Það verður ekki kalt í höfuðborginni á morgun.
Það verður ekki kalt í höfuðborginni á morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veðurspár gera ráð fyrir nokkuð mildu veðri á morgun með tveggja stafa hitatölum á höfuðborgarsvæðinu. Hlýindunum fylgir þó einhver vindur og úrkoma á austurhluta landsins.

Gert er ráð fyrir austan 13-20 metrum á sekúndu og víða rigningu á morgun en slyddu eða snjókomu til fjalla fram að hádegi. 

Það lægir eða dregur úr úrkomu annað kvöld en það gæti rignt talsvert á Suðuaustur- og Austurlandi fram eftir degi á morgun.

Hlýjast verður á höfuðborgarsvæðinu en hitinn fer í allt að 12 stig þar um miðjan daginn. 

mbl.is