Barn í geðrofi vistað í fangaklefa

Stúlkan var sögð of veik til þess að leggjast inn ...
Stúlkan var sögð of veik til þess að leggjast inn á bæði geðdeild og barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri og var því vistuð í fangaklefa. Mynd úr safni. mbl.is/Hari

Síðustu helgina í september var 17 ára gamalli stúlku í geðrofi vísað frá Sjúkrahúsinu á Akureyri og hún vistuð í fangaklefa næturlangt, þar sem hún var sögð of veik til þess að leggjast inn, bæði á geðsvið og barnadeild sjúkrahússins.

Foreldrum tókst að fá það samþykkt að hún yrði flutt á neyðarvistun Stuðla, en þriggja vika bið er fyrir stúlkuna inn á meðferðargang Stuðla. Sama stúlka varð fyrir kynferðisbroti inni á Vogi fyrr á árinu.

Þetta kom fram í erindi Örnu Sifjar Jónsdóttur og Berglindar Hólm Harðardóttur, starfsmanna Olnbogabarna, á fundi Náum áttum, samstarfshóps um fræðslu- og forvarnarmál, á Grand hóteli í morgun.

Arna Sif sagðist hafa fengið þessa reynslusögu stúlkunnar frá foreldrum hennar í upphafi vikunnar, en Olnbogabörn eru samtök foreldra sem berjast fyrir bættum úrræðum fyrir börn með fjölþættan vanda.

„Því miður eru sögur sem þessar algengar,“ segir Arna Sif í samtali við mbl.is. „Við fáum að heyra svona sögur og höfum alveg átt svona sögur sjálfar, þess vegna erum við að þessu,“ segir Arna Sif en sonur hennar átti sjálfur við alvarlegan vanda að stríða.

„Bara það að sjúkrahús geti neitað að taka við barninu, það er ekki eðlilegt. En það er ekki aðstaða þarna á Akureyri – og reyndar hérna í bænum færi krakkinn örugglega líka í fangaklefa, því það er bara fullorðinsgeðdeild, sem getur tekið við svona,“ segir Arna Sif.

Leitarbeiðnum fjölgar á milli ára

Í erindi þeirra Örnu Sifjar og Berglindar í morgun kom fram að leitarbeiðnir til lögreglu vegna týndra barna undir 18 ára aldri voru orðnar 229 talsins 1. október síðastliðinn, en þær voru 200 talsins á öllu síðasta ári.

Lögregla hefur verið beðin um að leita að 80 mismunandi börnum, en í fyrra var leitað að 79 börnum. 42 einstaklinga hefur verið leitað á árinu, sem ekki hefur verið leitað að áður. Hluti þessa hóps á við alvarlegan fíknivanda að stríða, segja þær Arna Sif og Berglind, en benda á að þetta sé einungis sá hópur barna sem einhver lýsir eftir. Sum börn hafi ekki það bakland.

Á fundinum í morgun var fjallað um lyfjanotkun ungmenna, en auk þeirra Örnu Sifjar og Berglindar héldu þeir Ólafur B. Einarsson verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis og Víðir Sigrúnarson geðlæknir hjá SÁÁ erindi fyrir fundargesti.

Undanfarið hefur Guðrún Hálfdánardóttir blaðamaður mbl.is fjallað ítarlega um stöðu barna og ungmenna með fjölþættan vanda og þau takmörkuðu úrræði sem þeim standa til boða, nú síðast í greinaflokknum Gætt að geðheilbrigðiÞá umfjöllun má finna hér.

mbl.is

Innlent »

Góð stemning á Heima í Hafnarfirði

Í gær, 23:39 Góð og skemmtileg stemning myndaðist á tónlistarhátíðinni Heima en hún markar upphaf bæjarhátíðarinnar Bjartra daga í Hafnarfirði. Fjölskyldur opnuðu heimili sín í miðbæ Hafnarfjarðar en auk þess opnuðu Fríkirkjan og Bæjarbíó dyr sínar. Meira »

Með hníf á lofti og lét sig hverfa

Í gær, 23:28 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að heimili í Árbæ á áttunda tímanum í kvöld. Að sögn lögreglu var ósætti meðal heimilisfólks og eiginmaðurinn með hníf á lofti. Meira »

Bongóblíða á sumardaginn fyrsta

Í gær, 22:23 Rjómablíða verður um mest allt landið á morgun, sumardaginn fyrsta, ef spár ganga eftir. Samkvæmt þeim fer hitinn hæst í 17 gráður, á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. Meira »

Stafræn Sturlungaöld

Í gær, 21:48 „Sturlungaöldin á Íslandi er sveipuð ævintýraljóma þó að hún hafi auðvitað einkennst af miklum átökum, ofbeldi og mannvígum,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri 1238 – Baráttan um Ísland. Meira »

Efling varar við nýrri starfsmannaleigu

Í gær, 21:24 Efling varar við nýstofnaðri starfsmannaleigu, Seiglu, og hvetur fólk til að eiga ekki viðskipti við hana. Þetta kemur fram í færslu á vef Eflingar þar sem fullyrt er að leigan sé á vegum starfsmannaleigunnar Manna í vinnu. Meira »

Sjávarútvegur gæti gert enn betur

Í gær, 20:30 Orkuskipti og notkun umhverfisvænni kælimiðla gætu hjálpað til að draga enn frekar úr losun íslensks sjávarútvegs á gróðurhúsalofttegundum. Meira »

Áhrif gjaldþrotsins ekki komin fram

Í gær, 20:18 Mjög erfitt er að spá fyrir um það hvernig sumarvertíðin verður hjá ferðaþjónustufyrirtækjum landsins. Afleiðingarnar af gjaldþroti WOW air komi ef til vill ekki að fullu fram fyrr en í haust. Þá er ekki hægt að segja að greinin hafi náð jafnvægi eftir þá dýfu sem fylgdi brotthvarfi flugfélagsins. Meira »

Alvarlegt vinnuslys í álveri Fjarðaáls

Í gær, 19:47 Alvarlegt vinnuslys varð í álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði um klukkan tvö í dag þegar karlmaður féll fjóra metra á merktri gönguleið í skautsmiðju álversins. Meira »

Hækkanir ógn við hagsmuni neytenda

Í gær, 18:46 Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. Neytendur muni ekki sætta sig við óábyrgar verðhækkanir. Meira »

Norðmaður og Dani duttu í lukkupottinn

Í gær, 18:14 Eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Vík­ingalottó­inu í kvöld en í pott­in­um voru rúm­ir 406 milljónir króna. Tveir hlutu ann­an vinn­ing og fengu í sinn hlut 30,9 milljónir króna. Vinningsmiðarnir voru keyptir í Danmörku og Noregi. Meira »

„Þetta er risastór dagur“

Í gær, 18:09 Í dag hefst Lenovo-deildin í rafíþróttum, fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi. Mikil spenna er á meðal áhugafólks um tölvuleiki en hægt verður að fylgjast með keppni í beinni útsendingu. „Þetta er risastór dagur,“ segir formaður Rafíþróttasambandsins um tilefnið en mbl.is kom við í stúdíóinu. Meira »

Andlát: Jensína Andrésdóttir

Í gær, 17:53 Jensína Andrésdóttir, sem var elst allra Íslendinga, lést á skírdag, 18. apríl síðastliðinn, 109 ára og 159 daga gömul. Í janúar á þessu ári náði hún þeim áfanga að verða elst allra Íslend­inga sem hafa búið hér á landi. Meira »

Dæmdur fyrir alvarlega líkamsárás

Í gær, 17:38 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í síðustu viku karlmann á fertugsaldri í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið annan mann með glasi í höfuðið á skemmtistað. Meira »

Bergrún hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur

Í gær, 17:35 Bergrún Íris Sævarsdóttir hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, sem afhent voru í fyrsta sinn í dag í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO. Verðlaunin eru veitt fyrir frumsamið handrit að barna- eða ungmennabók og voru veitt samhliða Barnabókaverðlauna Reykjavíkur í Höfða í dag. Meira »

Hildur, Guðni og Rán verðlaunuð

Í gær, 17:25 Hildur Knútsdóttir, Guðni Kolbeinsson og Rán Flygering hlutu Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar sem afhent voru af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Meira »

„Fólk kemur til að hlusta“

Í gær, 16:17 „Það er mjög skemmtilegt að spila í svona nánu umhverfi, fólk er nálægt og það myndast persónuleg stemning. Fólk kemur líka til að hlusta en ekki til að drekka bjór eða tala í símann,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt undir listmannsnafninu Cell7, sem kemur fram á tónlistarhátíðinni Heima í Hafnarfirði í kvöld. Meira »

Reiknar ekki með frekari breytingum

Í gær, 16:16 Ekki er von á frekari breytingum hjá Airport Associates, sem veit­ir flugaf­greiðsluþjón­ustu á Kefla­vík­ur­flug­velli og m.a. þjón­ustaði WOW air. Meira »

Unnið að nýrri Plánetu-þáttaröð

Í gær, 16:10 Dvöl Sir David Attenborough hér á landi tengist upptökum á nýrri þáttaröð sem mun bera heitið One Planet, Seven Worlds, samkvæmt svari almannatengsladeildar breska ríkisútvarpsins við fyrirspurn mbl.is. Þættirnir verða teknir til sýninga á BBC One og verða sjö talsins. Meira »

Tók myndir af konu í sturtu

Í gær, 15:58 29 ára gamall karlmaður var í gær dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða, fyrir að taka tvær ljósmyndir af konu sem var í sturtu og særa með því blygðunarsemi hennar. Meira »
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Íbúð til leigu.
4ra herb með bílskúr og sér bílastæði til leigu að Arahólum., 111 Rvík. Laus 1...
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...