Barn í geðrofi vistað í fangaklefa

Stúlkan var sögð of veik til þess að leggjast inn ...
Stúlkan var sögð of veik til þess að leggjast inn á bæði geðdeild og barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri og var því vistuð í fangaklefa. Mynd úr safni. mbl.is/Hari

Síðustu helgina í september var 17 ára gamalli stúlku í geðrofi vísað frá Sjúkrahúsinu á Akureyri og hún vistuð í fangaklefa næturlangt, þar sem hún var sögð of veik til þess að leggjast inn, bæði á geðsvið og barnadeild sjúkrahússins.

Foreldrum tókst að fá það samþykkt að hún yrði flutt á neyðarvistun Stuðla, en þriggja vika bið er fyrir stúlkuna inn á meðferðargang Stuðla. Sama stúlka varð fyrir kynferðisbroti inni á Vogi fyrr á árinu.

Þetta kom fram í erindi Örnu Sifjar Jónsdóttur og Berglindar Hólm Harðardóttur, starfsmanna Olnbogabarna, á fundi Náum áttum, samstarfshóps um fræðslu- og forvarnarmál, á Grand hóteli í morgun.

Arna Sif sagðist hafa fengið þessa reynslusögu stúlkunnar frá foreldrum hennar í upphafi vikunnar, en Olnbogabörn eru samtök foreldra sem berjast fyrir bættum úrræðum fyrir börn með fjölþættan vanda.

„Því miður eru sögur sem þessar algengar,“ segir Arna Sif í samtali við mbl.is. „Við fáum að heyra svona sögur og höfum alveg átt svona sögur sjálfar, þess vegna erum við að þessu,“ segir Arna Sif en sonur hennar átti sjálfur við alvarlegan vanda að stríða.

„Bara það að sjúkrahús geti neitað að taka við barninu, það er ekki eðlilegt. En það er ekki aðstaða þarna á Akureyri – og reyndar hérna í bænum færi krakkinn örugglega líka í fangaklefa, því það er bara fullorðinsgeðdeild, sem getur tekið við svona,“ segir Arna Sif.

Leitarbeiðnum fjölgar á milli ára

Í erindi þeirra Örnu Sifjar og Berglindar í morgun kom fram að leitarbeiðnir til lögreglu vegna týndra barna undir 18 ára aldri voru orðnar 229 talsins 1. október síðastliðinn, en þær voru 200 talsins á öllu síðasta ári.

Lögregla hefur verið beðin um að leita að 80 mismunandi börnum, en í fyrra var leitað að 79 börnum. 42 einstaklinga hefur verið leitað á árinu, sem ekki hefur verið leitað að áður. Hluti þessa hóps á við alvarlegan fíknivanda að stríða, segja þær Arna Sif og Berglind, en benda á að þetta sé einungis sá hópur barna sem einhver lýsir eftir. Sum börn hafi ekki það bakland.

Á fundinum í morgun var fjallað um lyfjanotkun ungmenna, en auk þeirra Örnu Sifjar og Berglindar héldu þeir Ólafur B. Einarsson verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis og Víðir Sigrúnarson geðlæknir hjá SÁÁ erindi fyrir fundargesti.

Undanfarið hefur Guðrún Hálfdánardóttir blaðamaður mbl.is fjallað ítarlega um stöðu barna og ungmenna með fjölþættan vanda og þau takmörkuðu úrræði sem þeim standa til boða, nú síðast í greinaflokknum Gætt að geðheilbrigðiÞá umfjöllun má finna hér.

mbl.is

Innlent »

Hagsýni er kvenfélagskonum í blóð borin

20:05 „Kvenfélög hafa nú sem endranær mikilvægu hlutverki að gegna. Í ýmsum líknar- og velferðarmálum úti um allt land hefur mjög munað um framlag kvenfélaganna, enda er starfsemi félaganna öflug mjög víða, og áherslumál að styðja góð málefni í nærsamfélaginu. Á árabilinu 2007 til 2017 var þetta samanlagt stuðningur upp á einn milljarð króna,“ segir Guðrún Þórðardóttir, formaður Kvenfélagasambands Íslands. Meira »

„Ég var ekki aðalhönnuður verksins“

19:30 Arkitekt hjá Arkibúllunni segir reikninga fyrirtækisins vegna braggans við Nauthólsveg ekki óvenjuháa og að tímarnir séu ekki óvenjulega margir í ljósi þess hve verkefnið dróst á langinn. Meira »

Kvartað yfir aðstæðum í skólamötuneyti

19:11 Umboðsmaður barna sendi síðasta vor bréf til Hafnarfjarðarbæjar eftir að embættinu hafði borist ábending vegna aðstæðna í skólamötuneyti í Áslandsskóla í Hafnarfirði. Meira »

Styttri vinnuvika hjá Hugsmiðjunni

18:57 Minni vinna og allir vinna segir Margeir Ingólfsson, stjórnarformaður Hugsmiðjunnar sem hefur gengið mjög langt í vegferð jafnréttis með því að stytta vinnuviku starfsfólks fyrirtækisins úr átta í sex. Mælingar sýna meiri framleiðni, færri veikindadaga og aukna starfsánægju starfsfólksins. Meira »

Músarrindill, glókollur og rjúpa

18:43 Fuglalífið í Hrísey hefur sjaldan verið blómlegra en nú. Þegar sumrin eru góð og áfallalaus verður viðkoma fuglanna góð og lífið dafnar. Alls verpa um 40 tegundir fugla í eynni og mér finnst alltaf ævintýrið eitt að fylgjast með lífi þeirra,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, fuglaáhugamaður á Akureyri. Hann á sínar rætur í Hrísey og hefur síðan í æsku fylgst vel með fuglalífinu þar. Meira »

„Innri endurskoðun hlífir engum“

18:41 „Það var gott að það var farið fram á að innri endurskoðun tæki út þessar framkvæmdir og viðhald við Írabakka,“ segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, um úttekt sem gerð var vegna um­fram­kostnaðar við end­ur­bæt­ur á íbúðum Fé­lags­bú­staða við Írabakka í Reykja­vík. Meira »

Öðruvísi staðið að framkvæmdum núna

17:55 „Ég fagna því að það hafi verið ráðist í þessa úttekt,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn um út­tekt sem gerð var vegna um­fram­kostnaðar við end­ur­bæt­ur á íbúðum Fé­lags­bú­staða við Írabakka í Reykja­vík. Meira »

Nauðganir öflugt vopn í stríði

17:55 Kynferðislegt ofbeldi á ekkert sammerkt með kynlífi heldur er það glæpur og er notað sem valdatæki segir Yves Daccord, framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins. Nauðganir eru öflugt vopn á átakasvæðum og rödd Íslands skiptir máli þegar kemur að mannréttindum segir hann. Meira »

Hljóp á brott frá lögreglunni

17:52 Ökumaður sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði stöðvað í Grafarvogi vegna gruns um ölvunarakstur hljóp úr bíl sínum á brott frá lögreglunni um fimmleytið í dag. Meira »

Fiskeldi í Reyðarfirði fyrir dóm

17:50 Mál málsóknarfélagsins Náttúruverndar 2 á hendur Matvælastofnun og Löxum fiskeldi ehf. verður flutt fyrir Héraðsdómi Reykjaness 15. nóvember. Meira »

Krefjast farbanns yfir skútuþjófnum

17:24 Lögreglan á Vestfjörðum hefur yfirheyrt manninn sem handtekinn var um borð í skútu á Rifi á Snæfellsnesi í gær.   Meira »

Sigurvissir Svisslendingar

17:20 Þeir voru sigurvissir stuðningsmenn svissneska landsliðsins sem voru í miðbænum í dag og biðu eftir landsleiknum við Ísland á Laugardalsvelli í kvöld. Minnugir stórsigursins í síðasta leik spá þeir sínum mönnum öruggum sigri. Meira »

EES-samningurinn ekki til endurskoðunar

17:01 Ekki kemur til greina að endurskoða EES-samning Íslands vegna úrskurða EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar þess efnis að ólögmætt sé að takmarka innflutning á fersku kjöti. „Það hvarflar ekki einu sinni að mér,“ sagði Kristján Þór Júlíusson. Meira »

2.000 klukkutímar vegna braggans

16:52 Yfir tvö þúsund klukkutímar fóru í verkefni tengd hönnun braggans í Nauthólsvík, samkvæmt reikningum sem Arkibúllan sendi eignasjóði Reykjavíkurborgar vegna hönnunarinnar. Þetta kemur fram í frétt DV. Meira »

Þetta ber Félagsbústöðum að bæta

16:50 Í samantekt á skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar vegna úttektar á viðhaldsverkefni Félagsbústaða við Írabakka 2 – 16 kemur fram að ráðast þurfi í gagngerar endurbætur á starfsemi og innra eftirliti Félagsbústaða. Meira »

Bað um afsögn stjórnarformanns

16:23 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, óskaði eftir afsögn Haraldar Flosa Tryggvasonar, stjórnarformanns Félagsbústaða, á fundi minnihlutans og stjórnarformannsins sem var haldinn í hádeginu í dag. Þetta kemur fram í samtali Kolbrúnar við blaðamann. Meira »

Stærsta veiðiferðin á Íslandsmiðum

16:20 Stærsta túr frystitogarans Blængs NK á Íslandsmiðum er nú lokið eftir 40 daga veiðiferð, en afli togarans var 900 tonn upp úr sjó, að verðmæti 225 milljóna króna. Blængur kom til hafnar í Neskaupstað í gær og var uppistaða aflans ufsi og karfi, en togarinn millilandaði á Akureyri 27. september. Meira »

Krefst svara um mál geðsjúkra fanga

16:03 Skortur á skýrum svörum bæði dómsmála- og heilbrigðisráðuneytis um hvað gera eigi til að tryggja mannréttindi geðsjúkra fanga með fullnægjandi hætti, hefur leitt til þess að umboðmaður Alþingis kynnti forsætisráðherra málið til að samhæfa stefnu og aðgerðir ráðherra. Meira »

Vilja rýmka tjáningarfrelsið

15:42 „Aðalmálið í öllum frumvörpunum er rýmkun tjáningarfrelsis,“ segir Eiríkur Jónsson, prófessor og formaður nefndar um umbætur á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis, við mbl.is. Nefndin kynnti tillögur að umbótum á þessum sviðum í Þjóðminjasafninu í dag. Meira »