Breytingar kostuðu 565 milljónir

Þrenging Hofsvallagötunnar árið 2013 var mikið í umræðunni. Sumt af …
Þrenging Hofsvallagötunnar árið 2013 var mikið í umræðunni. Sumt af því sem þá var framkvæmt hefur verið fjarlægt. mbl.is/Rósa Braga

Heildarkostnaður við breytingar á fjórum götum í Reykjavík var um 565 milljónir króna, en allar þessar breytingar voru umdeildar á sínum tíma. Þetta kemur fram í svari umhverfis- og skipulagssviðs við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins.

Í tilefni af svarinu bókaði Vigdís að þrengingar og breytingar á Hofsvallagötu, Birkimel, Borgartúni og Grensásvegi hefðu kostað útsvarsgreiðendur í Reykjavík háar fjárhæðir.

„Í svari umhverfis- og skipulagssviðs kemur fram að kostnaðurinn við Hofsvallagötu hafi verið 25 milljónir, Birkimel 55-60 milljónir og er framkvæmdum ekki lokið þar, Borgartún 280 milljónir og Grensásveg 200 milljónir. Þessi forgangsröðun á fjármagni borgarinnar er óskiljanleg. Þessar þrengingar falla ekki undir lögbundið hlutverk Reykjavíkur og falla ekki undir grunnþjónustu.“ Til að setja kostnaðinn í eitthvert samhengi samsvari upphæðin sem nemur einum nýjum leikskóla, segir í frétt um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert