Dómari mætti sem vitni

Frá Héraðsdómi Reykjavíkur.
Frá Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Þorsteinn Ásgrímsson

Héraðsdómarinn, hæstaréttarlögmaðurinn og fyrrverandi yfirlögfræðingur Kaupþings, Helgi Sigurðsson, var einn þeirra sem bar vitni í dómsmáli gegn Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans. Aðalmeðferð málsins fer fram í dag og heldur áfram á morgun.

Á þeim tíma sem meint brot sem ákært er fyrir áttu sér stað var Helgi yfirlögfræðingur bankans. Eftir hrun fjármálakerfisins starfaði Helgi sem lögmaður og var í byrjun þessa árs skipaður héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, en þar er einmitt málið tekið fyrir í dag.

Grínast var með það þegar Helgi átti að mæta í salinn að ekki væri langt að sækja hann. Fór Símon Sigvaldason, dómari í málinu, baka til til að athuga hvort Helgi væri á skrifstofu dómstólsins, en alla jafna bíða vitni fyrir utan dómsalinn eftir að komi að þeim.

Helgi er ekki með öllu ókunnugur hrunmálum, en hann var meðal annars verjandi í Marple-málinu og markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans.

Helgi Sigurðsson, núverandi héraðsdómari, er hér í hlutverki verjanda í …
Helgi Sigurðsson, núverandi héraðsdómari, er hér í hlutverki verjanda í Aurum-málinu fyrir tveimur árum. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert