Heiðrún svarar Björgólfi

Heiðrún segir það rétt að halda því til haga að ...
Heiðrún segir það rétt að halda því til haga að yfir 95% þess kvóta sem upphaflega var úthlutað, hafi skipt um hendur í hefðbundnum viðskiptum. Fáir í sjávarútvegi geti því borið titil svokallaðra greifa, sem almennt komist í álnir fyrir ættir einar. mbl.is/Árni Sæberg

Alhæfingar Björgólfs Thors Björgólfssonar um meint brask í sjávarútvegi, þar sem kvótagreifar setji nýtt met í arðgreiðslum og gefi almenningi fingurinn, eru ómálefnalegar. Þetta segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Í grein, sem Heiðrún ritar á vef samtakanna, vísar hún til skrifa sem birtust á heimasíðu Björgólfs á dögunum.

„Leit hann þar um öxl nú þegar 10 ár eru liðin frá hruninu og vék meðal annars að eigin ábyrgð, auk þess að gagnrýna annað sem miður fór,“ segir Heiðrún og bætir við að taka megi undir með Björgólfi, um að margt hefði betur mátt fara í aðdraganda hrunsins.

Orðfæri Björgólfs valdi vonbrigðum

„Hvað sem því líður, þá er sú sem þetta ritar þeirrar skoðunar að íslenska bankakerfið sogaðist inn í alþjóðlegan efnahagslegan hvirfilbyl og fékk þar engri viðspyrnu við komið. Þó að sannanlega sé misjafn sauður í mörgu fé, þá er ósanngjarnt – og raunar rangt – að alhæfa að íslensku bankakerfi hafi verið stýrt af glæpamönnum eða bröskurum. Svo var alls ekki,“ segir hún.

„Meðal annars af þessum sökum leyfi ég mér að gagnrýna ómálefnalegar alhæfingar Björgólfs um meint brask í sjávarútvegi, þar sem kvótagreifar setji nýtt met í arðgreiðslum og gefi almenningi fingurinn, á meðan leiðir séu fundnar til að tryggja að útgerðin greiði sem allra minnst fyrir aðgang að sjávarauðlindinni. Orðfærið veldur vonbrigðum og efnistökin koma nokkuð á óvart, sér í lagi þegar litið er til mikillar reynslu Björgólfs af viðskiptum,“ segir Heiðrún og bætir við að rétt sé að fara yfir nokkur atriði.

Veiðigjald felur í sér að um þriðjungur af afkomu útgerða ...
Veiðigjald felur í sér að um þriðjungur af afkomu útgerða rennur í ríkissjóð, segir Heiðrún. mbl.is/Árni Sæberg

Arðgreiðslur þriðjungi lægri

„Á tímabilinu 2010-2016 voru arðgreiðslur í sjávarútvegi um 21% af hagnaði. Til samanburðar voru arðgreiðslur í viðskiptahagkerfinu öllu á sama tímabili um 31% af hagnaði. Þannig voru arðgreiðslur í sjávarútvegi um þriðjungi lægri en í viðskiptahagkerfinu á tímabili sem telur ein bestu ár í sögu sjávarútvegs og líklega ein verstu ár í innlendum atvinnurekstri. Hér er auðvitað um meðaltal að ræða, en til eru fyrirtæki sem greiða meira á meðan önnur greiða minna, eins og gengur og gerist. Arðgreiðslur fjarskiptafyrirtækisins Nova til hluthafa sinna voru til að mynda um 45% af hagnaði á tímabilinu 2010-2016.

Sjávarútvegur er að mörgu leyti frábrugðinn annars konar rekstri fyrirtækja. Því fer fjarri, eins og margir virðast halda, að hægt sé að sigla út á hvaða kopp sem er og dæla fjármunum af hafsbotni. Fiskur í sjónum er í sjálfu sér einskis virði ef hann syndir bara um sæll í sínu. Það þarf að hafa dýr tæki og tækni, og umfram allt kunnáttu og reynslu, til að hafa uppi á honum. Því næst þarf að gera úr honum eins mikil verðmæti og hægt er. Það hefst með vel tækjum búinni fiskvinnslu og skipulagðri markaðssetningu á erlendum markaði, en 98% af íslenskum fiski eru flutt út.“

Hvikulir stjórnmálamenn með misgáfulegar hugmyndir

Heiðrún bendir á að rekstri í sjávarútvegi fylgi einnig töluverð áhætta.

„Náttúran er stór áhættuþáttur, sem bæði gefur og tekur. Fiskistofnarnir eru villtir og lúta ekki boðvaldi mannanna. Síldin kom og síldin fór. Rækjan er svo gott sem horfin og humarinn virðist vera á sömu leið. Þorskstofninn fór niður úr öllu valdi, en hefur blessunarlega verið að rétta úr kútnum. Loðnan er svo sérkapítuli; á hana er ekki hægt að stóla og alltaf happdrætti hversu mikið má veiða á hverri vertíð.

Þá ber að nefna hina manngerðu áhættu, sem eru hvikulir stjórnmálamenn. Svo virðist sem sumir þeirra hafi af því sérstaka ánægju að níða skóinn af sjávarútvegsfyrirtækjum og misgáfulegar hugmyndir spretta upp með reglulegu millibili. Flestar þessara hugmynda eru því marki brenndar að þær miða að því að setja atvinnugreinina í hauslás og skrúfa fyrir súrefnið sem nauðsynlegt er atvinnugreininni í hinu alþjóðlega umhverfi sem hún starfar í.“

Björgólfur Thor talaði um kvótagreifa í nýjustu grein sinni.
Björgólfur Thor talaði um kvótagreifa í nýjustu grein sinni. mbl.is/RAX

Niðurstaðan yrði æði snautleg

Heiðrún segir ástæðu þess, að hún fari í greininni yfir þær áhættur sem fylgi rekstri í sjávarútvegi, kannski fyrst og síðast þá, að benda á að með aukinni áhættu verði ávöxtunarkröfur fjárfesta meiri.

„Þrátt fyrir þessa sérstöku áhættuþætti, sem aðrar atvinnugreinar búa ekki við, og að teknu tilliti til ávöxtunarkröfu og fjárbindingar, hefur arðsemi í sjávarútvegi ekki verið óeðlilega há, þvert á móti. Hið meinta brask er nú ekki meira en svo.

Þá spyr Björgólfur einnig af hverju arðurinn af auðlindinni renni ekki í sjóð landsmanna eins og arðurinn af olíuvinnslu Norðmanna. Auðlindinni, skrifar hann með ákveðnum greini, en þær eru fleiri en ein, þótt sjávarútvegurinn sé eina atvinnugreinin sem greiðir auðlindagjald. Náttúran, orkan og jafnvel fjarskiptatíðnisvið hafa verið skilgreind sem náttúrulegar auðlindir landsins, en ekkert hefur þó gjaldið verið frá fyrirtækjum sem slíkar auðlindir yrkja. Látum það liggja á milli hluta,“ segir hún og heldur áfram:

„Veiðigjald felur í sér að um þriðjungur af afkomu útgerða rennur í ríkissjóð. Það hefði verið upplýsandi fyrir málefnalega umræðu að heyra hvert þetta gjald ætti að vera að mati Björgólfs og hvernig hið hækkaða gjald kæmi við samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs á alþjóðlegum markaði. Það vekur raunar undrun að Björgólfur skuli í annars fátæklegum rökstuðningi bera saman olíuna og fiskinn í sjónum, enda er þar um að ræða samanburð á eplum og appelsínum. 

Rétt hefði verið að bera saman þann arð sem sjávarútvegur í Noregi greiðir, við þann sem sá íslenski greiðir. Eru þá bornar saman sambærilegar atvinnugreinar á milli landa, sem eiga jafnframt í harðri samkeppni sín á milli. Því er þá til að svara að sjávarútvegur í Noregi greiðir ekkert auðlindagjald. Ef Björgólfur vill að Íslendingar greiði af sjávarauðlindinni það sama og Norðmenn, þá verður niðurstaðan æði snautleg. Sem betur fer er íslenskur sjávarútvegur burðugari en svo.“

Ósmekkleg orðnotkun

„Að lokum er rétt í ljósi ósmekklegrar orðnotkunar um kvótagreifa að halda því til haga að yfir 95% þess kvóta sem upphaflega var úthlutað, hefur skipt um hendur í hefðbundnum viðskiptum. Fáir í sjávarútvegi geta því borið titil svokallaðra greifa, sem almennt komast í álnir fyrir ættir einar.

Björgólfur hefur að líkindum sjálfur fengið ofgnótt umræðu um eigin viðskipti. Undan henni er ekki hægt að kveinka sér, en þá kröfu hlýtur hann sjálfur að gera að umræðan sé upplýsandi og málefnaleg. Í gagnrýni hans á sjávarútveg hlýtur að mega gera sömu lágmarkskröfu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Leiðakerfi WOW stækkað um 15%

20:14 Flugfélagið WOW air ætlar að stækka leiðarkerfi sitt um 15% á næsta ári. Auka á tíðni flugferða til stærstu áfangastaða félagsins í Bandaríkjunum vegna eftirspurnar Indverja þegar WOW hefur flug til Delí á Indlandi. Meira »

Stór hópur mun græða fleiri ár

20:01 „Mér líst mjög vel á þetta,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi um breytingar á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Nái frumvarpið fram að ganga verður hægt að veita einstaklingum upplýsingar um lífshættulegt ástand þeirra Meira »

Auðnutittlingur frá Akureyri til Skagen

19:44 Auðnutittlingur, sem Sverrir Thorstensen merkti á Akureyri 2. janúar síðastliðinn, endurheimtist í Skagen á norðurodda Jótlands á sunnudag. Meira »

Léttlestir og rafvagnar til umræðu

19:33 Fulltrúi frá franska samgöngulausnafyrirtækinu Alstom ræddi á fundi um Borgarlínu í dag. Fyrirtækið hannar kerfi bæði fyrir rafdrifna strætisvagna og léttlestir en það var fransk íslenska viðskiptaráðið sem stóð fyrir fundinum og hann sóttu m.a. fulltrúar frá sveitastjórnum á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Kallaði fram í fyrir ráðherra: „Þvæla!“

19:29 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sem áður gegndi sama embætti, tókust á um stöðu yfirmanns fiskeldissviðs Hafrannsóknastofnunar í fyrirspurnatíma á Alþingi. Meira »

Repja knýi allan flotann

19:28 Skinney – Þinganes fékk verðlaun á Umhverfisdegi atvinnulífsins í dag fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin og veitti Gunnar Ásgeirsson stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess þeim viðtöku. Meira »

Líf kviknar í kvöld

19:22 Í kvöld hefst ný þáttasería í Sjónvarpi Símans, nýjir þættir sem unnir eru út frá bókinni Kviknar eftir Andreu Eyland. Þættirnir fjalla um alla þætti fæðinga. Andrea mætti í Magasínið ásamt Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur leikstjóra þáttanna, sem verða sex samtals. Meira »

Flestir mæla með Fjarðarkaupum

19:04 Viðskiptavinir Fjarðarkaupa eru líklegri til þess að mæla með þjónustu Fjarðarkaupa en viðskiptavinir annarra fyrirtækja á Íslandi samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunnar MMR á meðmælavísitölu 85 þjónustufyrirtækja á einstaklingsmarkaði. Meira »

Ósamræmi í umferð hernaðartækja

18:56 Stjórn Flugmálafélags Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem talað er um ósamræmi Reykjavíkurborgar gagnvart umferð hernaðartækja um sveitarfélagið. Meira »

Köttur heimsfrægur starfsmaður

18:41 Kötturinn Pál er í fullu starfi sem músavörður á Fosshóteli á Hellnum á Snæfellsnesi. Köttur þessi er afar félagslyndur og talar mörg tungumál og dregur að gesti frá öllum heimshornum. Meira »

Markmiðið er 40/60 kynjaskipting

18:40 Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar verður haldin þann 31. október næstkomandi en markmiðið er að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Meira »

Miða út frá hópnum sem vill vita

18:32 „Þetta snýst um svarið við spurningunni: hvað gerirðu ef þú veist að manneskja er í lífshættu? Svarið ætti alltaf að vera: ég geri allt sem ég get til að bjarga henni. Út frá þeim punkti vinnum við þetta frumvarp“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Meira »

Lögbannskröfu á Tekjur.is hafnað

18:30 Lögbannskröfu Ingvars Smára Birgissonar á vefinn Tekjur.is var hafnað af sýslumanni. Í synjunarbréfi sýslumanns, sem mbl.is hefur undir höndum, er fallist á að brotið sé gegn lögvörðum rétti gerðarbeiðanda. Ingvar Smári hyggst leita réttar síns fyrir dómstólum. Meira »

Lögregla hafi beitt ólögmætum aðferðum

18:28 Verjendur tveggja manna sem eru ákærðir í gagnaversmálinu krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi vegna þess að réttindi ákærða hafi ekki verið virt og að rannsakendur hafi beitt ólögmætum aðferðum til að afla sér upplýsinga við rannsóknina. Meira »

Hagsmunir tryggðir óháð þjóðerni

17:40 Ráðherra ferðamála telur ekki þörf á að setja upp sérstakar hindranir varðandi eignarhald í ferðaþjónustu, en segir að tryggja verði almenningi ákveðið endurgjald vegna starfsemi fyrirtækja á landi í almannaeigu og nýtingar á auðlindum. Meira »

Björgunaræfing við krefjandi aðstæður

17:19 Samhliða æfingu Atlantshafsbandalagsins, Trident Juncture 2018, ákvað Landhelgisgæslan og danski heraflinn að efna til sameiginlegrar leitar- og björgunaræfingar á Faxaflóa í dag. Meira »

Fjölmennt herlið æfði í Keflavík

17:14 „Fyrsta verk landgönguliðanna er að setja upp öryggissvæði. Þegar því er lokið er hægt að flytja inn meira herlið, ef nauðsyn krefur, en á þessari æfingu er markmiðið að æfa flutning á hermönnum frá hafi og tryggja í kjölfarið lendingarsvæðið,“ segir Misca T. Geter, undirofursti hjá landgönguliði Bandaríkjahers, í samtali við mbl.is. Meira »

Neitaði að draga ummæli sín til baka

16:56 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór fram á það í ræðu sinni um störf þingsins á Alþingi í dag að Ásmundur Friðriksson gæfi skýringar á og drægi til baka ummæli sín þess efnis að Píratar hefðu bendlað hann við SS-sveitir þýskra nasista og kallað hann SS-mann. Meira »

Kóprabjalla og lirfur finnast  í hundafóðri

15:58 Kóprabjalla og lirfur hafa fundist í innfluttu hundafóðri og vekur Matvælastofnun athygli á þessi á vef sínum. Um er að ræða kóprabjöllur (Necrobia rufibes) og lirfur þeirra, sem fundist hafa í tveimur lotum af Hill's gæludýrafóðrinu Prescription Diet, Canine Z/D. Meira »
EAE Bilalyftur
Bílalyftur allar gerðir, eigum á lager 4 tonna 2 pósta og 3 t í gólf og 1 metra ...
Honda Jass 2013
Til sölu Honda Jass árgerð 2013 ekinn 70.000 sjálfsk Góður og vel með farinn bil...
Til leigu
Falleg tveggja til þriggja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýlishúsi í Hlíðun...