Hver er ég og hvar á ég heima?

JJ Bola er ljóðskáld og rithöfundur. Hann er fæddur í ...
JJ Bola er ljóðskáld og rithöfundur. Hann er fæddur í Austur-Kongó en flúði til Bretlands ásamt fjölskyldu sinni er hann var sjö ára gamall. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Hver er ég og hvar á ég heima?“ er meðal spurninga sem ljóðskáldið og rithöfundurinn JJ Bola velti upp í fyrirlestri á friðarráðstefnu Alþjóðamálastofnunar og Höfða í morgun. Er ég Lundúnabúi? Breti? Englendingur eða Austur-Kongómaður?

Sjálfsmynd er oft á reiki því eins og JJ Bola bendir á þá er hann fæddur í Austur-Kongó en flúði ásamt fjölskyldu sinni þegar hann var á sjöunda aldursári til Bretlands. Hann hefur búið í London síðan þá og það er borgin hans. En þegar hann heimsótti Austur-Kongó sem fullorðinn maður í fyrsta skipti frá því fjölskyldan flúði hitti hann fullt af fólki sem var eins og foreldrar hans, fólk sem hann þekkti ekki en var ættingjar hans.

Þrátt fyrir að vera Lundúnabúi á hann rætur í borginni Kinshasa í Austur-Kongó. Líkt og svo margir aðrir sem hafa þurft að flýja heimili sitt verður alltaf hluti af þér eftir og aðstæður þínar eru aldrei nákvæmlega þær sömu og annarra í kringum þig. Til að mynda átti hann ekki fæðingarvottorð sem gerði það að verkum að hann gat ekki farið úr landi og óttinn við að vera sendur úr landi blundar í bakgarði fjölskyldunnar á meðan hann var að alast upp. 

Hann var 21 árs þegar hann fór að tjá sig með ljóðum þrátt fyrir að ljóðið hafi blundað í honum miklu lengur. Eða eins og hann segir – það er kannski ekki eitthvað sem þú talar hátt um þegar þú ert unglingur. Enda þegar hann kom út úr ljóðaskápnum taldi mamma hans fullvíst að hann væri að semja rapp.

Ljóð hans Refuge hefur farið víða. Það hefur verið lesið fyrir þingheim í breska þinghúsinu og á viðskiptaþinginu í Davos. Þar tekst hann meðal annars á við aðlögun og samsvörun líkt og mjög er fjallað um þegar kemur að fólki á flótta og innflytjendur. 

Hann lýsir þeim aðstæðum sem fólk flýr, skrímslum sem koma, eyðileggja og drepa. Sundra fjölskyldum og reka þær af heimilum sínum. Senda fólk á flótta.

Hann lýsir í ljóðinu hvernig þau komu til að leita skjóls og voru kölluð flóttafólk. Því reyndu þau að aðlagast í gegnum tungumálið þangað til þau hljómuðu eins. Sama átti við um klæðnað. Þau hafi breytt sér til þess að falla í hópinn. 

Að sögn JJ Bola hefur geisað stríð í Austur-Kongó í rúma tvo áratugi og liggja um sex milljónir í valnum. Áður var þar einvaldur við stjórn og þar áður var landið nýlenda. Þetta sé veruleiki sem börn í Austur-Kongó alast upp við. Friður er ekki ofarlega í huga þessara barna, er ekki annað en hugarástand. 

Ímyndunaraflið rót alls

„Í mínum huga er ímyndunaraflið tákn friðar. Við verðum að geta ímyndað okkur frið til þess að upplifa frið,“ segir JJ Bola. Máli sínu til stuðnings tók hann dæmi af stól. Fyrirbæri sem okkur þykir sjálfsagður í dag en varð ekki til fyrr en einhver fékk nóg af því að sitja á jörðinni og ímyndaði sér eitthvað að sitja á. Stóllinn varð ekki til nema með því að beita ímyndunaraflinu. Ekkert verður til án þess og sama eigi við um frið.

„Ég sé fyrir mér frið og það er mín ímyndun – aðrir segja mér að ég verði að vera raunsær en af hverju er ég ekki raunsær? Því það er ekki endilega allt sem við gerum sem er hefðbundið,“ sagði JJ Bola við gesti friðarráðstefnunnar The Imagine Forum: Youth on the Move í Veröld í morgun. 

Fjölmennt var á friðarráðstefnu Alþjóðamálastofnunar og Höfða í Veröld í ...
Fjölmennt var á friðarráðstefnu Alþjóðamálastofnunar og Höfða í Veröld í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Að hans sögn er fólk sem er á flótta á leið til betra lífs – í von um að eignast framtíð fyrir sig og börn sín. Oft sé æðsti draumurinn að koma börnum til mennta þannig að þau eigi möguleika á framtíð. Hann segir að svo hafi verið um foreldra hans og þau hafi alltaf lagt á það mikla áherslu að hann og systkini hans gengju menntaveginn. 

JJ Bola kom inn á popúlisma og hatursorðræðu í erindi sínu og segir að það sé alltaf til fólk sem sé fullt hatri, meðal annars í garð innflytjenda og flóttafólks. Því hatrið er yfirleitt háværari en ástin og jákvæðni. Þetta hafi sýnt sig á síðum ákveðinna fjölmiðla undanfarin ár. 

JJ Bola hefur eins og áður sagði búið í London frá því hann var sjö ára gamall og þegar hann bendir fólki, sem vill reka flóttafólk úr landi, á að það vilji þar að leiðandi reka hann úr landi vegna uppruna síns verður það mjög undrandi. Því það gerir einfaldlega ráð fyrir því að hann sé einn af þeim. Hann tali lýtalausa ensku og hans menningarheimur er London. Stundum telji fólk að þetta eigi aldrei eftir að koma fyrir það – að verða landflótta – en það sé eitthvað sem enginn geti fullyrt í þeim heimi sem við búum í. 

Ímyndunaraflið (Imagine) er eina landið án landamæra. Þar er hvorki krafist vegabréfs eða annars af fólki. Þegar okkur tekst að færa okkur frá hugsuninni um landamæri og inn á nýjar lendur er friður orðinn raunhæfur möguleiki, segir ljóðskáldið JJ Bola sem er meðal annars talsmaður Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR).

Frekar verður fjallað um friðarráðstefnuna hér á mbl.is.

mbl.is

Innlent »

Telja eftirliti með skutulbyssum ábótavant

09:30 Samtökin Jarðarvinir telja að eftirliti með skutulbyssum Hvals hf. sem notaðar eru við hvalveiðar virðist vera verulega ábótavant og hafa sent lögreglunni á Vesturlandi erindi þess efnis. Meira »

Vatnstjón í Valsheimilinu

09:16 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Hlíðarenda rétt fyrir sjö í morgun vegna mikils vatnsleka. Unnið er að því að þurrka upp og bera út muni en einhver söguleg verðmæti voru geymd í kjallara Valsheimilisins. Meira »

Dregur framboð til baka

09:01 Jakob S. Jónsson hefur ákveðið að draga framboð sitt til formanns Neytendasamtakanna til baka af persónulegum ástæðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann hefur sent frá sér. Meira »

Snjallsímar breyttu stöðunni

08:38 Með langa reynslu af olíumarkaðnum í farteskinu hefur Margrét Guðmundsdóttir farið fyrir stjórn N1 síðustu árin. Nýlega samþykkti Samkeppniseftirlitið kaup þess á Festi og með því er orðinn til smásölurisi sem teygir sig yfir mörg svið, allt frá eldsneytisverslun til raftækja og matvöru. Meira »

Sea Shepherd stofna Íslandsdeild

08:33 Sérstök Íslandsdeild hefur verið stofnuð innan umhverfisverndarsamtakanna Sea Shepherd. Stofnfundurinn var haldinn á skemmtistaðnum Gauknum og var Alex Cornelissen, forstjóri samtakanna á heimsvísu, viðstaddur fundinn. Meira »

Lætur krabbameinið ekki stöðva sig

08:30 Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, Sirrý, er 44 ára. Hún segir lífið núna enda talar hún af reynslu. Hún greindist með leghálskrabbamein 2010 og aftur 2015 og þá voru henni gefin eitt til þrjú ár. Á næstu dögum nær hún í grunnbúðir Everest. Meira »

Sprengja úr Dýrafjarðarstafni

08:18 Útlit er fyrir það að öll vötn falli til Dýrafjarðar í apríl ef gangagröfturinn gengur jafn vel og til þessa. Eru um það bil 25 vikur þangað til gangamenn slá í gegn, þangað sem vinnu lauk Arnarfjarðarmegin. Meira »

Hrun í bílasölu eftir að krónan gaf eftir

07:57 Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, áætlar að sala nýrra fólksbíla hafi dregist saman um 30% síðustu 3-4 vikur. Samdrátturinn hafi hafist eftir að gengi krónu fór að gefa eftir í sumarlok. Sala til bílaleiga er meðtalin en hlutur hennar í heildarsölunni hefur farið minnkandi. Meira »

Fyrir þá sem vilja vakna brosandi

07:37 K100 er fyrsta útvarpsstöðin sem hefur dagskrá klukkan sex að morgni og munu Jón Axel Ólafsson, Ágeir Páll Ásgeirsson og Kristín Sif Björgvinsdóttir stýra þættinum Ísland vaknar. Segja þau í samtali við blaðamann að þátturinn sé fyrir þá sem vilja vakna brosandi. Meira »

Einmana og félagslega einangruð

06:59 „Við sjáum félagslega einangrun og einmanaleika í stórauknu mæli í samfélaginu öllu – frá barnæsku til efri ára. Við sjáum dæmi þess að félagslegt misrétti og félagsleg einangrun erfist milli kynslóða,“ segir Árni Páll Árnason í nýrri skýrslu um norræna velferðarkerfið. Meira »

„Sunnudagur lítur betur út“

06:38 Alldjúp lægð er nú langt suðvestur af landinu en skilin frá henni ganga yfir í dag. Næsta lægð er væntanleg aðfaranótt laugardags og útlit fyrir storm og mikla rigningu. En huggun harmi gegn þá lítur sunnudagur betur út. Meira »

Sérstök þjónusta fyrir konur

06:32 Velferðarráðuneytið hefur falið Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar að útfæra tilraunaverkefni um móttöku innan heilsugæslunnar þar sem konur gætu sótt ráðgjöf og ýmsa þjónustu vegna sértækra heilsufarsvandamála sem eru bundin við konur. Meira »

Heimilisofbeldi og eftirför

05:51 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um heimilisofbeldi í Hafnarfirði í nótt en ofbeldismaðurinn hafði yfirgefið heimilið áður en lögreglan kom þangað. Meira »

Miklar brotalamir í samráðskerfum

05:30 Lýðræðisgáttir Reykjavíkurborgar á netinu eru í lamasessi. Gjörbreyta þarf verkefnum sem borgin hefur hrundið af stað á undanförnum árum til að auka samráð og þátttöku borgaranna. Meira »

Rýfur 500 þúsund eintaka múrinn

05:30 „Á meðan mér finnst ég hafa eitthvað fram að færa sem rithöfundur og fæ hugmyndir til þess að vinna úr held ég áfram,“ segir Arnaldur Indriðason rithöfundur. Meira »

Segist ekki hafa skálað við Kjærsgaard

05:30 „Nei, ég skálaði ekki við hana, ég hitti hana ekki einu sinni,“ segir Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, um ummæli Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem féllu undir liðnum störf þingsins við upphaf þingfundar í gær. Meira »

Þarf að huga að auðlindagjaldi

05:30 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, telur miklar líkur á að fjárfestingar erlendra aðila í ferðaþjónustu muni aukast á næstu árum, þar sem áhugi fjárfesta á ferðaþjónustu hafi aukist verulega og líklegt sé að sá áhugi muni ná í auknum mæli til erlendra aðila. Meira »

Ekkert bólar á kostnaðarmatinu

05:30 Hvorki stéttarfélögin í Starfsgreinasambandi Íslands og VR né Samtök atvinnulífsins hafa enn birt mat á kostnaði við kjarakröfur félaganna vegna endurnýjunar kjarasamninga. Meira »

Lítið mældist bæði af eldri og yngri loðnu

05:30 Heildarmagn loðnu í leiðangri Hafrannsóknastofnunar í september mældist 337 þúsund tonn og þar af var metin stærð veiðistofns vertíðarinnar 2018/2019 um 238 þúsund tonn. Meira »
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
Heimili í borginni ...Eyjasol ehf.
3ja herb. íbúðir í austurborginni. Gisting fyrir 4-6. Lausir dagar. Góð gisting ...