Hver er ég og hvar á ég heima?

JJ Bola er ljóðskáld og rithöfundur. Hann er fæddur í ...
JJ Bola er ljóðskáld og rithöfundur. Hann er fæddur í Austur-Kongó en flúði til Bretlands ásamt fjölskyldu sinni er hann var sjö ára gamall. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Hver er ég og hvar á ég heima?“ er meðal spurninga sem ljóðskáldið og rithöfundurinn JJ Bola velti upp í fyrirlestri á friðarráðstefnu Alþjóðamálastofnunar og Höfða í morgun. Er ég Lundúnabúi? Breti? Englendingur eða Austur-Kongómaður?

Sjálfsmynd er oft á reiki því eins og JJ Bola bendir á þá er hann fæddur í Austur-Kongó en flúði ásamt fjölskyldu sinni þegar hann var á sjöunda aldursári til Bretlands. Hann hefur búið í London síðan þá og það er borgin hans. En þegar hann heimsótti Austur-Kongó sem fullorðinn maður í fyrsta skipti frá því fjölskyldan flúði hitti hann fullt af fólki sem var eins og foreldrar hans, fólk sem hann þekkti ekki en var ættingjar hans.

Þrátt fyrir að vera Lundúnabúi á hann rætur í borginni Kinshasa í Austur-Kongó. Líkt og svo margir aðrir sem hafa þurft að flýja heimili sitt verður alltaf hluti af þér eftir og aðstæður þínar eru aldrei nákvæmlega þær sömu og annarra í kringum þig. Til að mynda átti hann ekki fæðingarvottorð sem gerði það að verkum að hann gat ekki farið úr landi og óttinn við að vera sendur úr landi blundar í bakgarði fjölskyldunnar á meðan hann var að alast upp. 

Hann var 21 árs þegar hann fór að tjá sig með ljóðum þrátt fyrir að ljóðið hafi blundað í honum miklu lengur. Eða eins og hann segir – það er kannski ekki eitthvað sem þú talar hátt um þegar þú ert unglingur. Enda þegar hann kom út úr ljóðaskápnum taldi mamma hans fullvíst að hann væri að semja rapp.

Ljóð hans Refuge hefur farið víða. Það hefur verið lesið fyrir þingheim í breska þinghúsinu og á viðskiptaþinginu í Davos. Þar tekst hann meðal annars á við aðlögun og samsvörun líkt og mjög er fjallað um þegar kemur að fólki á flótta og innflytjendur. 

Hann lýsir þeim aðstæðum sem fólk flýr, skrímslum sem koma, eyðileggja og drepa. Sundra fjölskyldum og reka þær af heimilum sínum. Senda fólk á flótta.

Hann lýsir í ljóðinu hvernig þau komu til að leita skjóls og voru kölluð flóttafólk. Því reyndu þau að aðlagast í gegnum tungumálið þangað til þau hljómuðu eins. Sama átti við um klæðnað. Þau hafi breytt sér til þess að falla í hópinn. 

Að sögn JJ Bola hefur geisað stríð í Austur-Kongó í rúma tvo áratugi og liggja um sex milljónir í valnum. Áður var þar einvaldur við stjórn og þar áður var landið nýlenda. Þetta sé veruleiki sem börn í Austur-Kongó alast upp við. Friður er ekki ofarlega í huga þessara barna, er ekki annað en hugarástand. 

Ímyndunaraflið rót alls

„Í mínum huga er ímyndunaraflið tákn friðar. Við verðum að geta ímyndað okkur frið til þess að upplifa frið,“ segir JJ Bola. Máli sínu til stuðnings tók hann dæmi af stól. Fyrirbæri sem okkur þykir sjálfsagður í dag en varð ekki til fyrr en einhver fékk nóg af því að sitja á jörðinni og ímyndaði sér eitthvað að sitja á. Stóllinn varð ekki til nema með því að beita ímyndunaraflinu. Ekkert verður til án þess og sama eigi við um frið.

„Ég sé fyrir mér frið og það er mín ímyndun – aðrir segja mér að ég verði að vera raunsær en af hverju er ég ekki raunsær? Því það er ekki endilega allt sem við gerum sem er hefðbundið,“ sagði JJ Bola við gesti friðarráðstefnunnar The Imagine Forum: Youth on the Move í Veröld í morgun. 

Fjölmennt var á friðarráðstefnu Alþjóðamálastofnunar og Höfða í Veröld í ...
Fjölmennt var á friðarráðstefnu Alþjóðamálastofnunar og Höfða í Veröld í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Að hans sögn er fólk sem er á flótta á leið til betra lífs – í von um að eignast framtíð fyrir sig og börn sín. Oft sé æðsti draumurinn að koma börnum til mennta þannig að þau eigi möguleika á framtíð. Hann segir að svo hafi verið um foreldra hans og þau hafi alltaf lagt á það mikla áherslu að hann og systkini hans gengju menntaveginn. 

JJ Bola kom inn á popúlisma og hatursorðræðu í erindi sínu og segir að það sé alltaf til fólk sem sé fullt hatri, meðal annars í garð innflytjenda og flóttafólks. Því hatrið er yfirleitt háværari en ástin og jákvæðni. Þetta hafi sýnt sig á síðum ákveðinna fjölmiðla undanfarin ár. 

JJ Bola hefur eins og áður sagði búið í London frá því hann var sjö ára gamall og þegar hann bendir fólki, sem vill reka flóttafólk úr landi, á að það vilji þar að leiðandi reka hann úr landi vegna uppruna síns verður það mjög undrandi. Því það gerir einfaldlega ráð fyrir því að hann sé einn af þeim. Hann tali lýtalausa ensku og hans menningarheimur er London. Stundum telji fólk að þetta eigi aldrei eftir að koma fyrir það – að verða landflótta – en það sé eitthvað sem enginn geti fullyrt í þeim heimi sem við búum í. 

Ímyndunaraflið (Imagine) er eina landið án landamæra. Þar er hvorki krafist vegabréfs eða annars af fólki. Þegar okkur tekst að færa okkur frá hugsuninni um landamæri og inn á nýjar lendur er friður orðinn raunhæfur möguleiki, segir ljóðskáldið JJ Bola sem er meðal annars talsmaður Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR).

Frekar verður fjallað um friðarráðstefnuna hér á mbl.is.

mbl.is

Innlent »

Báturinn fundinn og skipstjórinn handtekinn

00:11 Báturinn sem leitað var að á norðanverðum Vestfjörðum fyrr í kvöld er fundinn og kominn til hafnar. Ekkert amaði að þeim sem voru um borð, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni, sem aðstoðaði við leitina. Meira »

Tvær tilkynningar eld nánast samtímis

Í gær, 23:48 Um hálftólfleytið bárust slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu tvær tilkynningar um eld, annars vegar á Álfhólsvegi í Kópavogi og hinsvegar í Veghúsum í Grafarvogi. Meira »

Leitað að báti á Vestfjörðum

Í gær, 22:44 Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar a norðanverðum Vestfjörðum hafa verið kallaðar út til leitar að báti.  Meira »

Einn sannleikur gildir ekki fyrir alla

Í gær, 21:41 Nú gerir fólk meiri kröfur en áður um að náið samband veiti ákveðna hamingju og dýpt á tilfinningasviðinu. Því getur verið gott að fræðast sem mest um málið. Í nýútkominni bók, Það sem karlar vilja vita, geta karlar og konur fræðst um leyndarmál um samskipti kynjanna, sem bandarísku höfundarnir hafa kynnst á áratuga langri reynslu sinni sem sálfræðingar. Meira »

„Er bara svona snúningur á öllu“

Í gær, 21:06 Ökumaðurinn trylltur á vettvangi og réðist á þann sem hann ók á og sakaði hann um að vera að þvælast fyrir. Þetta er eitt þeirra verkefna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í tísti um í kvöld. „Þetta er alveg eitthvað sem við höfum séð áður en þetta er ekki daglegt brauð,“ segir lögreglufulltrúi. Meira »

Brjálaðist við vegabréfaskoðun

Í gær, 20:26 Ölvaður karlmaður var handtekinn á Keflavíkurflugvelli fyrr í kvöld en hann hafði brjálast við vegabréfaskoðun. Hann veitti mótspyrnu þegar lögregla hafði afskipti af honum og var því handtekinn og færður á varðstofu. Meira »

Náði að kæla bílinn með snjó

Í gær, 20:10 Tilkynnt var um eld í bifreið fyrir utan verslun á Akureyri fyrir skömmu og fóru bæði lögregla og slökkvilið á staðinn. Búið var að slökkva eldinn þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang en ökumaður bílsins hafði orðið var við reyk í bílnum og náði að kæla niður með snjó áður en verr fór. Meira »

Syngjandi heimilislæknir

Í gær, 19:37 Jólatónleikar Kammerkórs Reykjavíkur, „Kátt er um jólin“, verða í Laugarneskirkju á sunnudag og verður Anna Kristín Þórhallsdóttir, sópran og sérfræðingur í heimilislækningum, gestasöngvari. Meira »

Vilja fá að veiða hvali við Noreg

Í gær, 18:56 Samtök útgerðarmanna í Norður-Noregi hafa farið þess á leit við stjórnvöld að leyfðar verði takmarkaðar vísindaveiðar á stórhvelum. Meira »

„Átti mínar erfiðu stundir“

Í gær, 18:37 Guðrún Ögmundsdóttir segir að það hafi reynt mikið á sig að starfa sem tengiliður vistheimila síðastliðin átta ár en lokaskýrsla um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn var birt í dag. Meira »

Káfaði á kynfærum ungrar dóttur sinnar

Í gær, 18:34 Landsréttur mildaði í dag dóm yfir karlmanni sem héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt í 12 mánaða fangelsi fyrir að káfa á kynfærum barnungrar dóttur sinnar. Stytti Landsréttur dóminn úr 12 mánuðum í níu, en en fullnustu sex mánaða refsingar er frestað haldi maðurinn skilorð í þrjú ár. Meira »

Eyða 38 þúsund á sólarhring í borginni

Í gær, 18:34 Hver erlendur ferðamaður í Reykjavík eyðir nærri fimm sinnum hærri upphæð á hverjum sólarhring en ferðamaður á Hvammstanga. Þetta er meðal niðurstaðna sem kynntar voru í dag úr ferðavenjukönnun sem gerð var á átta stöðum á landinu síðastliðið sumar. Meira »

Ók á gangandi vegfaranda og trylltist

Í gær, 18:08 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var send í verslunarmiðstöð fyrir skömmu, þar sem bíl hafði verið ekið á gangandi vegfaranda. Ökumaðurinn var trylltur á vettvangi, sagður hafa ráðist á þann sem hann ók á og ásakað hann fyrir að hafa verið að þvælast fyrir. Meira »

Fyrstu íbúðir fyrir fólk undir tekjumörkum

Í gær, 17:33 Byggingarverktakinn Mikael ehf. afhenti Íbúðafélagi Hornafjarðar fyrstu leiguíbúðirnar sem byggðar eru samkvæmt nýjum lögum um almennar íbúðir, en þau miða að því að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum. Meira »

„Þessi hópur á verðskuldað sólskin“

Í gær, 17:28 Fram kom í máli Guðrúnar Ögmundsdóttur, tengiliðs vistheimila, og Halldórs Þormars Halldórssonar, umsjónarmanns sanngirnisbóta hjá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, á blaðamannfundi í dómsmálaráðuneytinu að þau hafi mætt verkefninu að auðmýkt og virðingu fyrir fólkinu sem sótti um bæturnar. Meira »

Geti sinnt störfum án ofbeldis og áreitni

Í gær, 16:56 Stjórn Samtaka íþróttafréttamanna sendi frá sér yfirlýsingu nú fyrir stundu vegna atviks sem kom upp á HM karla í fótbolta í Rússlandi í sumar, en þá kvartaði Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, undan Hirti Hjartarsyni, þáverandi íþróttafréttamanni á Stöð 2, til öryggisnefndar KSÍ. Meira »

Þingmenn komnir í jólafrí

Í gær, 16:44 „Þingið hefur skilað góðu verki í þingstörfum síðustu vikur. 44 mál hafa hlotið afgreiðslu úr nefndum og eru orðin að lögum eða ályktunum Alþingis,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, við lok síðasta þingfundar á þessu ári. Meira »

Segir Helgu hafa verið boðaða á alla fundi

Í gær, 16:44 Öllum nefndarmönnum í tilnefningarnefnd VÍS var gefinn kostur á að koma sínum athugasemdum og tillögum að við vinnslu lokaskýrslu nefndarinnar. Hins vegar eru engar heimildir fyrir því að nefndarmenn skili sératkvæði. Þetta segir Sandra Hlíf Ocares, formaður tilnefningarnefndar VÍS í tilkynningu. Meira »

Stuðningur við bækur á íslensku festur í lög

Í gær, 16:39 Frumvarp um stuðning við útgáfu bóka á íslensku var samþykkt á Alþingi í dag. Með því verður komið á fót stuðningskerfi sem heimilar endurgreiðslu 25% beins kostnaðar vegna útgáfu bóka á íslensku. Meira »
Togbekkur fyrir bakið á 44.000 .
Togbekkur sem kemur bakinu þínu í lag Togbekkur fyrir hryggjaliðina og bakverki...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
3 manna Infrarauður Saunaklefi www.egat.is/infraredsauna.html
Verð: 289.000 Tilboð til 1 des 259.000 - hiti 30-75 C (því 60 - 75 er það sem...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...