Hver er ég og hvar á ég heima?

JJ Bola er ljóðskáld og rithöfundur. Hann er fæddur í ...
JJ Bola er ljóðskáld og rithöfundur. Hann er fæddur í Austur-Kongó en flúði til Bretlands ásamt fjölskyldu sinni er hann var sjö ára gamall. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Hver er ég og hvar á ég heima?“ er meðal spurninga sem ljóðskáldið og rithöfundurinn JJ Bola velti upp í fyrirlestri á friðarráðstefnu Alþjóðamálastofnunar og Höfða í morgun. Er ég Lundúnabúi? Breti? Englendingur eða Austur-Kongómaður?

Sjálfsmynd er oft á reiki því eins og JJ Bola bendir á þá er hann fæddur í Austur-Kongó en flúði ásamt fjölskyldu sinni þegar hann var á sjöunda aldursári til Bretlands. Hann hefur búið í London síðan þá og það er borgin hans. En þegar hann heimsótti Austur-Kongó sem fullorðinn maður í fyrsta skipti frá því fjölskyldan flúði hitti hann fullt af fólki sem var eins og foreldrar hans, fólk sem hann þekkti ekki en var ættingjar hans.

Þrátt fyrir að vera Lundúnabúi á hann rætur í borginni Kinshasa í Austur-Kongó. Líkt og svo margir aðrir sem hafa þurft að flýja heimili sitt verður alltaf hluti af þér eftir og aðstæður þínar eru aldrei nákvæmlega þær sömu og annarra í kringum þig. Til að mynda átti hann ekki fæðingarvottorð sem gerði það að verkum að hann gat ekki farið úr landi og óttinn við að vera sendur úr landi blundar í bakgarði fjölskyldunnar á meðan hann var að alast upp. 

Hann var 21 árs þegar hann fór að tjá sig með ljóðum þrátt fyrir að ljóðið hafi blundað í honum miklu lengur. Eða eins og hann segir – það er kannski ekki eitthvað sem þú talar hátt um þegar þú ert unglingur. Enda þegar hann kom út úr ljóðaskápnum taldi mamma hans fullvíst að hann væri að semja rapp.

Ljóð hans Refuge hefur farið víða. Það hefur verið lesið fyrir þingheim í breska þinghúsinu og á viðskiptaþinginu í Davos. Þar tekst hann meðal annars á við aðlögun og samsvörun líkt og mjög er fjallað um þegar kemur að fólki á flótta og innflytjendur. 

Hann lýsir þeim aðstæðum sem fólk flýr, skrímslum sem koma, eyðileggja og drepa. Sundra fjölskyldum og reka þær af heimilum sínum. Senda fólk á flótta.

Hann lýsir í ljóðinu hvernig þau komu til að leita skjóls og voru kölluð flóttafólk. Því reyndu þau að aðlagast í gegnum tungumálið þangað til þau hljómuðu eins. Sama átti við um klæðnað. Þau hafi breytt sér til þess að falla í hópinn. 

Að sögn JJ Bola hefur geisað stríð í Austur-Kongó í rúma tvo áratugi og liggja um sex milljónir í valnum. Áður var þar einvaldur við stjórn og þar áður var landið nýlenda. Þetta sé veruleiki sem börn í Austur-Kongó alast upp við. Friður er ekki ofarlega í huga þessara barna, er ekki annað en hugarástand. 

Ímyndunaraflið rót alls

„Í mínum huga er ímyndunaraflið tákn friðar. Við verðum að geta ímyndað okkur frið til þess að upplifa frið,“ segir JJ Bola. Máli sínu til stuðnings tók hann dæmi af stól. Fyrirbæri sem okkur þykir sjálfsagður í dag en varð ekki til fyrr en einhver fékk nóg af því að sitja á jörðinni og ímyndaði sér eitthvað að sitja á. Stóllinn varð ekki til nema með því að beita ímyndunaraflinu. Ekkert verður til án þess og sama eigi við um frið.

„Ég sé fyrir mér frið og það er mín ímyndun – aðrir segja mér að ég verði að vera raunsær en af hverju er ég ekki raunsær? Því það er ekki endilega allt sem við gerum sem er hefðbundið,“ sagði JJ Bola við gesti friðarráðstefnunnar The Imagine Forum: Youth on the Move í Veröld í morgun. 

Fjölmennt var á friðarráðstefnu Alþjóðamálastofnunar og Höfða í Veröld í ...
Fjölmennt var á friðarráðstefnu Alþjóðamálastofnunar og Höfða í Veröld í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Að hans sögn er fólk sem er á flótta á leið til betra lífs – í von um að eignast framtíð fyrir sig og börn sín. Oft sé æðsti draumurinn að koma börnum til mennta þannig að þau eigi möguleika á framtíð. Hann segir að svo hafi verið um foreldra hans og þau hafi alltaf lagt á það mikla áherslu að hann og systkini hans gengju menntaveginn. 

JJ Bola kom inn á popúlisma og hatursorðræðu í erindi sínu og segir að það sé alltaf til fólk sem sé fullt hatri, meðal annars í garð innflytjenda og flóttafólks. Því hatrið er yfirleitt háværari en ástin og jákvæðni. Þetta hafi sýnt sig á síðum ákveðinna fjölmiðla undanfarin ár. 

JJ Bola hefur eins og áður sagði búið í London frá því hann var sjö ára gamall og þegar hann bendir fólki, sem vill reka flóttafólk úr landi, á að það vilji þar að leiðandi reka hann úr landi vegna uppruna síns verður það mjög undrandi. Því það gerir einfaldlega ráð fyrir því að hann sé einn af þeim. Hann tali lýtalausa ensku og hans menningarheimur er London. Stundum telji fólk að þetta eigi aldrei eftir að koma fyrir það – að verða landflótta – en það sé eitthvað sem enginn geti fullyrt í þeim heimi sem við búum í. 

Ímyndunaraflið (Imagine) er eina landið án landamæra. Þar er hvorki krafist vegabréfs eða annars af fólki. Þegar okkur tekst að færa okkur frá hugsuninni um landamæri og inn á nýjar lendur er friður orðinn raunhæfur möguleiki, segir ljóðskáldið JJ Bola sem er meðal annars talsmaður Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR).

Frekar verður fjallað um friðarráðstefnuna hér á mbl.is.

mbl.is

Innlent »

Gylfi ekki ákærður fyrir hatursorðræðu

20:08 Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur fellt niður mál á hendur tónlistarmanninum Gylfa Ægissyni. Samtökin 78 kærðu Gylfa og nokkra aðra fyrir hatursorðræðu árið 2015. Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV sem segir fram koma í bréfi lögreglustjóra að málið þyki ekki líklegt til sakfellingar. Meira »

Uppselt varð á Tvíhöfða á 65 mínútum

18:21 Á 65 mínútum varð uppselt á sýningu Tvíhöfða sem fer fram í kvöld í Ísafjarðarbíói, segir Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, í samtali við mbl.is. „Það verður bara ein sýning, því miður, því síminn stoppar ekki,“ segir hann. Meira »

Þekkingarleysi á skyldum lögreglu

17:45 Staðir þar sem fíklar geta nálgast hreinar sprautunálar og aðra þjónustu eru ekki undir sérstöku eftirliti lögreglu, en eru þó „enginn griðastaður“ hvað eftirlit laga og reglna varðar. Nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými, sem er til umsagnar hjá Alþingi fékk harða umsögn lögreglu. Meira »

Blaðamenn búa víða við ótta

17:27 Ísland er í fjórtánda sæti á lista yfir fjölmiðlafrelsi í ríkjum heim, samkvæmt nýjum matskvarða Blaðamanna án landamæra, The World Press Freedom Index. Ísland fer niður um eitt sæti á milli ára. Meira »

Í gæsluvarðhald með falskt vegabréf

17:00 Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir manni sem var handtekinn á þriðjudag er hann notaði falsað skilríki í banka. Kom þá í ljós að maðurinn var eftirlýstur og með endurkomubann og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. apríl. Meira »

Aftur lokað að Dettifossi

16:36 Aftur er búið að loka fyrir umferð að Dettifossi og nú vegna asahláku á svæðinu. Greint var frá því í morgun að búið væri að opna fyrir umferð um Detti­foss­veg frá Þjóðvegi 1 og norður að foss­in­um, en lokað hafði verið frá því á mánudag. Meira »

Óánægja með viðtöl Bandaríkjamanna

14:05 Flugfarþegi lýsti í dag óánægju sinni með framgöngu manna í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Mennirnir tveir spurðu fólk spurninga um það hvert það hygðist ferðast. Meira »

Líf og fjör í páskaeggjaleit K100

12:49 Fjölmargir, ungir sem aldnir, litu við í Hádegismóum í dag þar sem fram fór páskaeggjaleit útvarpsstöðvarinnar K100. Líf og fjör var í leitinni og gestirnir nutu útivistarinnar til hins ýtrasta. Boðið var upp á veitingar fyrir alla. Meira »

Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn

12:19 Lítill bátur með utanborðsmótora sem ber nafnið Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn í gær. Unnið er að því að ná honum upp úr höfninni. Meira »

Göngunum lokað vegna mengunar

11:50 Loka þurfti fyrir umferð um Hvalfjarðargöng fyrr í morgun sökum þess að mengun í göngunum fór upp fyrir leyfileg mörk. Búið er að opna göngin aftur, en samkvæmt starfsmanni Vegagerðarinnar sem mbl.is ræddi við má búast við því að þetta gerist af og til um helgina. Meira »

Búið að opna að Dettifossi

10:50 Búið er að opna fyrir umferð um Dettifossveg frá Þjóðvegi 1 og norður að fossinum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Vatnajökulsþjóðgarðs. Aðstæður á gönguleiðum við fossinn eru þó sagðar „vægast sagt fjölbreyttar“. Meira »

Tímaferðalag Ævars á svið

10:00 Ævar Þór Benediktsson hefur samið við Þjoðleikhúsið um að ný gerð af Þínu eigin leikriti verði frumsýnd á næsta leikári í leikstjórn Stefáns Halls Stefánssonar. Nýja leikritið verður byggt á bók Ævars Þitt eigið ævintýri – Tímaferðalag. Meira »

Skíðafærið á skírdag

09:24 Þrátt fyrir að skíðasnjó sé því miður ekki lengur að finna á suðvesturhorni landsins og búið sé að loka Bláfjöllum og Skálafelli endanlega þennan veturinn, er enn eitthvað af skíðasnjó í brekkunum fyrir norðan, austan og vestan. mbl.is tók saman stöðuna. Meira »

Sprett úr skíðaspori á Ísafirði í aðdraganda páskanna

09:07 Gleðin skein úr hverju andliti á Ísafirði í gær þegar sprettskíðaganga Craftsport hófst, en gangan markaði upphaf hinnar árlegu skíðaviku á Ísafirði. Meira »

250 þúsund króna munur vegna aldurs

08:18 Um 250 þúsund króna munur getur verið á ábyrgðartryggingu ökutækis á milli tryggingarfélaga, miðað við tilboð sem ungur ökumaður fékk í ökutækjatryggingu frá tveimur tryggingarfélögum. Meira »

Ekki gerðar tímakröfur á flugmenn

08:13 Þegar Icelandair ræður flugmenn til starfa er ekki gerð grunnkrafa um tiltekinn fjölda flugtíma, heldur hafa þær kröfur með tímanum vikið fyrir öðruvísi kröfum. Meira »

Færri fara á fjöll um páska en áður

07:57 Páskarnir eru tími sem fólk nýtir gjarnan í ferðalög um landið. En hvert liggur straumur Íslendinga í páskafríinu?  Meira »

Eldur kviknaði á hjúkrunarheimili

07:51 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var sent af stað um kl. 7 í morgun vegna tilkynningar um eld í matsal á hjúkrunarheimili í Boðaþingi í Kópavogi. Eldurinn reyndist minniháttar. Meira »

Handalögmál vegna starfa bingóstjóra

07:17 Kona var slegin í andlitið eftir að hún reyndi að koma manni sem stýrði bingóleik á Gullöldinni í Grafarvogi til varnar, en sá hafði verið sakaður um svindl. Að öðru leyti byrjar páskahelgin vel hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »