„Langt á eftir með að fanga kolefnin“

CarbFix hefur á Hellisheiði þróað aðferð við að dæla koltvíoxíði ...
CarbFix hefur á Hellisheiði þróað aðferð við að dæla koltvíoxíði ofan í jörðina. mbl.is/RAX

Við erum langt á eftir með að fanga kolefni ekki hvað síst það koltvíoxíð sem berst frá stóriðju, segir Sigurður Reynir Gíslason, rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands. Hann er svartsýnn á að það takist að draga nægjanlega mikið úr útblæstri koltvíoxíðs svo unnt verði að halda hlýnun jarðar við 1,5°, líkt og hvatt er til í nýrri skýrslu loftslagsráðs Sameinuðu þjóðanna (IPCC) sem kynnt var í fyrradag.

Vísindamennirnir sem unnu skýrsluna segja hana vera lokaviðvörun og að miðað við nú­ver­andi þróun stefn­i í 3° hlýn­un innan nokkurra áratuga. Eigi hins vegar að tak­ast að halda hlýn­un jarðar und­ir 1,5° sé þörf á „hröðum, víðtæk­um og for­dæm­is­laus­um breyt­ing­um á öll­um hliðum þjóðfé­lags­ins“ sem einnig muni reynast verulega kostnaðarsamar. Tæki­færi til þess að spyrna við fót­um sé þó enn til staðar.

„Mér sýnist á öllu að það sem þjóðirnar lofuðu í lok Parísarráðstefnunnar sé bara allt of lítið,“ segir Sigurður Reynir. Sé litið til þróunarinnar og magns losunar hjá þeim ríkjum sem losa mest, Kína, Bandaríkjanna, Evrópu og Indlands, sé ekkert eftir fyrir afganginn af veröldinni. „Það er meira að segja allt búið, ef við ætlum að ná 2° markmiðinu, hvað þá 1,5°. Þannig að það er alveg ljóst að við þurfum meira til.“

Þörf á lausnum til að binda koltvíoxíð

Samkvæmt skýrslu IPCC þarf útblástur koltvíoxíðs árið 2030 að vera orðinn 45% af því sem hann var 2010 og jörðin þarf að vera orðin kolefnishlutlaus árið 2050.

„Stóra myndin er sú að við þurfum að minnka notkun lífrænna orkugjafa, bæta orkunýtingu, auka notkun á endurnýjanlegri orku og jafnvel kjarnorku,“ segir Sigurður Reynir. Sá valkostur sé vissulega í stöðunni að hætta að nýta lífræna orkugjafa og skilja þá einfaldlega eftir í jörðunni, en erfitt sé að ímynda sér ríki á borð við Sádi-Arabíu samþykkja slíkt.

„Hinn möguleikinn er sá að þeir sem eru að selja þessa lífrænu orkugjafa þurfi þá líka að bjóða upp á einhverjar lausnir við að binda koltvíoxíð.“

„Stóra myndin er sú að við þurfum að minnka notkun ...
„Stóra myndin er sú að við þurfum að minnka notkun lífrænna orkugjafa, auka notkun á endurnýjanlegri orku og þá jafnvel kjarnorku,“ segir Sigurður Reynir Gíslason, rannsóknarprófessor við HÍ. Ljósmynd/Aðsend

Sigurður Reynir segir raunar þörf á tækni sem bindur koltvíoxíð jafnvel þótt notkun jarðefnaeldsneytis væri hætt, þar sem vinnsla á sementi, áli, járni og öðrum málmum losi líka mikið koltvíoxíð. „Þannig að við verðum alltaf að hafa lausnir til að binda kolefni,“ útskýrir hann.

Sigurður Reynir hefur frá upphafi verið einn stjórnarmanna CarbFix, sem hefur frá 2006 unnið að því að þróa aðferð við að dæla koltvíoxíði ofan í jörðina. Verkefnið hófst með samstarfi Háskóla Íslands, Orkuveitunnar, franska rannsóknaráðsins og Columbia-háskólans í New York og byggir á því að koltvíoxíð er tekið beint frá hverflum jarðhitavirkjunarinnar uppi á Hellisheiði. Gastegundirnar eru því næst settar í eins konar sturtu þar sem brennisteinsvetni og koltvíoxíð er skilið frá öðrum jarðhitagastegundum. Koltvíoxíðið og brennisteinsvetnið er síðan leyst upp í vatni og því dælt niður í jörðina og búnar til úr því steindir. „Þetta er flott aðferð sem við höfum kallað á íslensku að steinrenna,“ segir Sigurður Reynir og vísar þar til samlíkingar við tröll sem steinrenna í sólarljósinu.

Skiptir máli að byrja sem fyrst

„Þetta hefur tekist ótrúlega vel, en það hefur tekið tíma að þróa þetta. Við viljum meina að þessari aðferð megi til að mynda beita við málbræðslurnar á Íslandi eins og t.d álverin,“ segir hann. Það taki hins vegar langan tíma að þróa aðferðina fyrir hvern og einn iðnað og því skipti máli að byrja sem fyrst. „Ég hef gefið þeim [álverunum] undir fótinn með þetta og það var m.a. skrifaður rannsóknarsamningur í tengslum við í samningana fyrir álverið í Helguvík, en svo var honum sagt upp af þeirra hálfu.“ Sagan af uppbyggingu þess álvers hefur verið þyrnum stráð. Það er enn ekki nema hálfbyggt og óvíst að uppbyggingu ljúki nokkurn tímann.

Síðastliðin þrjú ár hefur losun kolefna frá lífrænum orkugjöfum og iðnaði á heimsvísu verið í kringum 10 gígatonn, sem jafngildir um 37 gígatonnum af koltvíoxíði. Tæpur helmingur alls koltvíoxíðs sem losað er út í andrúmsloftið kemur frá orkuverum eða stóriðju á borð við sementsverkmiðjur, stál- og álver.

„Það er hægt að grípa inn í og binda koltvíoxíðið, en það er dýrt og það hefur verið ástæðan fyrir því hvað þetta hefur þróast hægt,“ segir Sigurður Reynir og kveður kostnaðinn hafa verið á bilinu 30-120 dollarar á tonnið af bundnu koltvíoxíði. Norðmenn hafa frá árinu 1996 bundið koltvíoxíð á botni Norðursjávar, sem er tekið úr jarðgasi sem er selt til Evrópu.

Verð kolefniskvótans verið skammarlega lágt

Allur útblástur frá stóriðjuverum á Íslandi fer í gegnum svonefndan ETS-viðskiptamarkað Evrópusambandsins (Emission Trading Scheme) og hefur verðið á kolefniskvótanum verið skammarlega lágt undanfarin ár, að sögn Sigurðar Reynis, en verðið hefur verið í kringum 5-10 evrur tonnið undanfarin ár. „Þá er enginn hvati fyrir iðnaðinn að gera neitt,“ segir hann.

Í upphafi þessa árs tók ESB hins vegar að kaupa kvóta af markaði í því skyni að hækka verðið. „Síðast þegar ég skoðaði það fyrir um 10 dögum var það komið í 22 evrur tonnið.“

Það gerir CarbFix-aðferðina vel samkeppnishæfa, en kostnaður við koltvíoxíðsbindingu CarbFix er um um 25 dollarar tonnið. „Á gengi dagsins í dag er það svipað verð og er á Evrópumarkaði,“ segir Sigurður Reynir.

Þarf mögulega að grípa til neikvæðrar losunar

Gerlegt er, en vissulega dýrt, að binda koltvíoxíð í þeim tilfellum þar sem mikil staðbundin losun á sér stað, en öllu flóknara er að binda koltvíoxíð frá skipum, flugvélum eða bílum. „Bílaflotann er vissulega hægt að gera rafmagnaðan, en það er erfiðara með bátana og flugvélarnar,“ segir hann.

Því  sé einnig þörf á að gera losunina neikvæða og tilraunir með slíkt hafa einnig verið í gangi á Hellisheiðinni, í svonefndu CarbFix2-verkefni. Þar er svissneska fyrirtækið ClimeWorks í samstarfi við CarbFix-hópinum. „Þeir eru með eina viftu í gangi sem sogar í sig andrúmsloft og nota svo ásogsefni til að ná koltvíoxíðinu beint úr andrúmsloftinu. Það fer síðan inn í CarbFix-straum Orkuveitunnar við Hellisheiðarvirkjun og er dælt niður í jörðina þar sem búnar eru til steindir. Þar með er losunin orðin neikvæð,“ útskýrir hann. Þetta er í fyrsta skipti sem verið er að beita neikvæðri koltvíoxíðslosun þar sem koltvíoxíð er steinrennt,“ segir hann. Verkefnið er búið að vera í vinnslu í um ár og nær að fanga um 50 tonn af koltvíoxíði á ári.

 „Þetta er á tilraunastigi og kostar enn þá mikinn pening. Það getur hins vegar vel verið að við þurfum að grípa til svona aðgerða þar sem að minna en helmingur af því koltvíoxíði sem losað er er tilkominn með staðbundinni losun.“

Sigurður Reynir segir hóp á vegum Bill Gates vera með tilraunir í gangi með neikvæða losun og eins sé ClimeWorks með stærri tilraun í gangi við sorpeyðingarstöð skammt frá Zurich í Sviss. Þar er koltvíoxíðið flutt með röri yfir í gróðurhús í um 1 km fjarlægð. „Styrkur koltvíoxíðsins er síðan notaður til að hraða á vexti plantna í gróðurhúsinu“.

Að fanga um 50 tonn af koltvíoxíði á ári er ekki mikið magn þegar horft er til þeirra 37 gígatonna koltvíoxíðs sem eru losaðar árlega. „Það þarf hins vegar alltaf að byrja smátt og stækka svo,“ segir Sigurður Reynir. „Við erum langt á eftir í því að fanga kolefni,“ bætir hann við og kveður bindingu koltvíoxíðs því þurfa að ganga sem hraðast fyrir sig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Flestir mæla með Fjarðarkaupum

19:04 Viðskiptavinir Fjarðarkaupa eru líklegri til þess að mæla með þjónustu Fjarðarkaupa en viðskiptavinir annarra fyrirtækja á Íslandi samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunnar MMR á meðmælavísitölu 85 þjónustufyrirtækja á einstaklingsmarkaði. Meira »

Ósamræmi í umferð hernaðartækja

18:56 Stjórn Flugmálafélags Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem talað er um ósamræmi Reykjavíkurborgar gagnvart umferð hernaðartækja um sveitarfélagið. Meira »

Köttur heimsfrægur starfsmaður

18:41 Kötturinn Pál er í fullu starfi sem músavörður á Fosshóteli á Hellnum á Snæfellsnesi. Köttur þessi er afar félagslyndur og talar mörg tungumál og dregur að gesti frá öllum heimshornum. Meira »

Markmiðið er 40/60 kynjaskipting

18:40 Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar verður haldin þann 31. október næstkomandi en markmiðið er að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Meira »

Miða út frá hópnum sem vill vita

18:32 „Þetta snýst um svarið við spurningunni: hvað gerirðu ef þú veist að manneskja er í lífshættu? Svarið ætti alltaf að vera: ég geri allt sem ég get til að bjarga henni. Út frá þeim punkti vinnum við þetta frumvarp“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Meira »

Lögbannskröfu á Tekjur.is hafnað

18:30 Lögbannskröfu Ingvars Smára Birgissonar á vefinn Tekjur.is var hafnað af sýslumanni. Í synjunarbréfi sýslumanns, sem mbl.is hefur undir höndum, er fallist á að brotið sé gegn lögvörðum rétti gerðarbeiðanda. Ingvar Smári hyggst leita réttar síns fyrir dómstólum. Meira »

Lögregla hafi beitt ólögmætum aðferðum

18:28 Verjendur tveggja manna sem eru ákærðir í gagnaversmálinu krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi vegna þess að réttindi ákærða hafi ekki verið virt og að rannsakendur hafi beitt ólögmætum aðferðum til að afla sér upplýsinga við rannsóknina. Meira »

Hagsmunir tryggðir óháð þjóðerni

17:40 Ráðherra ferðamála telur ekki þörf á að setja upp sérstakar hindranir varðandi eignarhald í ferðaþjónustu, en segir að tryggja verði almenningi ákveðið endurgjald vegna starfsemi fyrirtækja á landi í almannaeigu og nýtingar á auðlindum. Meira »

Björgunaræfing við krefjandi aðstæður

17:19 Samhliða æfingu Atlantshafsbandalagsins, Trident Juncture 2018, ákvað Landhelgisgæslan og danski heraflinn að efna til sameiginlegrar leitar- og björgunaræfingar á Faxaflóa í dag. Meira »

Fjölmennt herlið æfði í Keflavík

17:14 „Fyrsta verk landgönguliðanna er að setja upp öryggissvæði. Þegar því er lokið er hægt að flytja inn meira herlið, ef nauðsyn krefur, en á þessari æfingu er markmiðið að æfa flutning á hermönnum frá hafi og tryggja í kjölfarið lendingarsvæðið,“ segir Misca T. Geter, undirofursti hjá landgönguliði Bandaríkjahers, í samtali við mbl.is. Meira »

Neitaði að draga ummæli sín til baka

16:56 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór fram á það í ræðu sinni um störf þingsins á Alþingi í dag að Ásmundur Friðriksson gæfi skýringar á og drægi til baka ummæli sín þess efnis að Píratar hefðu bendlað hann við SS-sveitir þýskra nasista og kallað hann SS-mann. Meira »

Kóprabjalla og lirfur finnast  í hundafóðri

15:58 Kóprabjalla og lirfur hafa fundist í innfluttu hundafóðri og vekur Matvælastofnun athygli á þessi á vef sínum. Um er að ræða kóprabjöllur (Necrobia rufibes) og lirfur þeirra, sem fundist hafa í tveimur lotum af Hill's gæludýrafóðrinu Prescription Diet, Canine Z/D. Meira »

Taki aðstöðu nemenda til endurskoðunar

15:57 Fræðsluráð Hafnafjarðar vill að stjórnendur Áslandsskóla taki til endurskoðunar aðstöðu nemenda í matarhléum. Þetta kemur fram í svari fræðslustjóra Hafnafjarðarbæjar, sem segir erindi umboðsmanns barna um mataraðstöðu barna í skólanum verða tekið fyrir á næsta fundi skólaráðs Áslandsskóla. Meira »

Minna álag með styttri vinnuviku

14:58 Stytting vinnuvikunnar hefur almennt haft jákvæð áhrif á starfsfólk Reykjavíkurborgar og ríkisins, en viðmælendur í skýrslu sem unnin var fyrir BSRB fundu almennt fyrir jákvæðum áhrifum á líkamlega og andlega líðan. Þá gerði stytting vinnuviku starf á vinnustöðum markvissara og dró úr veikindum. Meira »

Fái upplýsingar um lífshættulegt ástand

14:41 Ef nýtt frumvarp um breytingar á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, nær fram að ganga, verður hægt að nálgast einstaklinga að fyrra bragði og veita þeim upplýsingar um lífshættulegt ástand þeirra sem kemur í ljós við vísindarannsóknir eða við framkvæmd gagnarannsókna. Meira »

Dæmdur fyrir að hóta lögreglu ítrekað

14:13 Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hóta ítrekað lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra lífláti. Þá var hann einnig fundinn sekur um að hafa ekið bifreið undir áhrifum vímuefna, en hann mældist með amfetamín, MDMA og slævandi lyf í blóði sínu. Meira »

Harmar alvarlegar ásakanir

14:03 Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar alvarlegar ásakanir sem hún segir hafa komið í garð félagsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin hefur sent fjölmiðlum en þar segir hún Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, sem boðað hefur framboð í komandi formannskosningum félagsins, hafa farið fram með órökstuddum staðhæfingum um að félagið hafi brotið gegn félagsmönnum. Meira »

Ætla að bæta stöðu barna innflytjenda

13:58 Tillaga um að bæta stöðu barna með annað móðurmál en íslensku í skólakerfinu var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. Tvær keimlíkar tillögur um þetta efni voru á dagskrá borgarstjórnar í gær, ein frá Sjálfstæðisflokki og önnur frá meirihluta borgarstjórnar. Að lokum náðist sátt um eina. Meira »

Stöldrum við á hamstrahjólinu

12:30 Félagslegur stöðugleiki er gríðarlega mikilvægur og jafnmikilvægur og efnahagslegur stöðugleiki. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á 45. þingi BSRB á Hilton hótel Nordica í morgun. Meira »
íbúð með sérinngang eða sérbýli óskast.
Vönduð vel menntuð hjón með tvær dætur óska eftir húsnæði í Reykjavik eða Kóp. S...
EAE Bilalyftur
Bílalyftur allar gerðir, eigum á lager 4 tonna 2 pósta og 3 t í gólf og 1 metra ...
NUDD- LÁTTU ÞER LIÐA VEL.
Slakaðu á og láttu þer líða vel.Nudd er fyrir likamlega og andlega vellíðan. ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...