Makríll áfram til umræðu

Makríl sturtað úr poka niðuir í lest.
Makríl sturtað úr poka niðuir í lest. mbl.is/Árni Sæberg

Fundi strandríkja um stjórnun makrílveiða næsta árs lauk í London í gær án niðurstöðu. Í ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES, er lagður til um 40% samdráttur á afla á næsta ári, en gagnrýni hefur komið fram á stofnlíkanið sem liggur til grundvallar ráðgjöfinni.

ICES hefur ákveðið að fara í saumana á líkaninu og hugsanlega endurmeta stærð stofnsins í framhaldi af því. Gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki í mars á næsta ári, en óljóst er hvort hún hefur áhrif á kvóta næsta árs.

Fundað verður á ný um makrílveiðarnar í lok mánaðarins og þar er m.a. gert ráð fyrir að heildarafli næsta árs verði ákveðinn, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert