Sá ókunni í vikulangt gæsluvarðhald

Hinum útlendingunum var sleppt að loknum yfirheyrslum en sæta nú …
Hinum útlendingunum var sleppt að loknum yfirheyrslum en sæta nú tilkynningarskyldu til lögreglu. mbl.is/Eggert

Einn mannanna sem handtekinn var í aðgerðum lögreglu í gærmorgun í tengslum við rannsókn á skjalafalsi hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Þetta staðfestir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn. Tíu voru handteknir í aðgerðum lögreglu sem snúa að starfsmannaþjónustunni Manngildi, einn Íslendingur og níu útlendingar. Sá sem nú sætir gæsluvarðhaldi gat ekki gert grein fyrir sér. Hinum útlendingunum var sleppt að loknum yfirheyrslum en sæta nú tilkynningarskyldu til lögreglu.

Íslendingurinn sem handtekinn var er eigandi og framkvæmdastjóri Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson. Honum var einnig sleppt að loknum yfirheyrslum og samkvæmt lögmanni hans, Tryggva Agnarssyni, neitar hann alfarið sök.

Fram kom í til­kynn­ingu sem lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu sendi frá sér í gær vegna málsins að menn­irn­ir séu grunaðir um að hafa fengið skrán­ing­ar á kenni­töl­um í gegn­um Þjóðskrá með svik­söm­um hætti. Þeir hafi fengið út­hlutað ker­fis­kenni­tölu á utang­arðsskrá, en þegar þeir sóttu um ný­skrán­ingu, svo­kallaða fulla skrán­ingu, vöknuðu grun­semd­ir um að fram­lögð vega­bréf þeirra væru bæði fölsuð og stol­in.

Ásgeir Þór staðfestir að málið sé alls ótengt máli þriggja manna sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald að beiðni lögreglunnar á Suðurnesjum síðustu helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert