Selja úr til styrktar Landsbjörg

Martin Grossenbacher, sölustjóri LUMINOX, á blaðamannafundi í Sæbjörginni í kvöld.
Martin Grossenbacher, sölustjóri LUMINOX, á blaðamannafundi í Sæbjörginni í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrr á árinu gekk Slysavarnafélagið Landsbjörg til samstarfs við svissneska úraframleiðandann LUMINOX til fimm ára. LUMINOX mun framleiða úr sem ber merki slysavarnafélagsins.

Fulltrúar LUMINOX eru staddir á Íslandi en þeir kynntu samstarfið á blaðamannafundi í kvöld. Stór hópur erlendra fjölmiðla er hingað kominn, til að kynnast starfsemi björgunarsveita og til að skoða ráðstefnuna Björgun18 sem hefst á föstudag.

Úrin eru komin í sölu víða um heim.
Úrin eru komin í sölu víða um heim.

Þetta er í fyrsta skipti sem Landsbjörg gerir samstarfssamning af þessu tagi. Úraframleiðandinn skuldbindur sig til að framleiða nýja línu af úrum tengdum Slysavarnafélaginu Landsbjörg á hverju ári næstu fimm árin og koma þeim í sölu á heimsvísu. 

Meginmarkmið samstarfsins er fjáröflun fyrir Landsbjörg en það fær hluta af söluverðmæti seldra úra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert