Slóvakískunám mögulega styrkt

Árni Páll Árnason
Árni Páll Árnason mbl.is/Styrmir Kári

Árni Páll Árnason, varaframkvæmdastjóri uppbyggingarsjóðs EES í Brussel, segir að verkefni tengd kennslu í slóvakísku í íslenskum framhaldsskólum gætu mögulega verið styrkhæf hjá sjóðnum.

Tilefnið er samtal við Runólf Oddsson, ræðismann Slóvakíu, í Morgunblaðinu í gær. Var þar haft eftir Runólfi að fulltrúar Comenius-háskóla, helsta háskóla Slóvakíu, hefðu áhuga á að styðja við nám í slóvakísku á Íslandi. Tilefnið er ásókn íslenskra námsmanna í skóla ytra.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Árni Páll hlutverk uppbyggingarsjóðs EES tvíþætt. Annars vegar að draga úr félagslegu og efnahagslegu misvægi í Evrópu. Hins vegar að styrkja tvíhliða tengsl framlagsríkjanna þriggja við viðtökuríkið. Viðtökuríkin séu 15 tekjulægstu aðildarríki innan ESB.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert