„Staddur í hálfgerðum fáránleika“

Umboðssvika­mál tengt fé­lag­inu Hreiðar Már Sig­urðsson ehf. í Héraðsdómi Reykja­vík­ur.
Umboðssvika­mál tengt fé­lag­inu Hreiðar Már Sig­urðsson ehf. í Héraðsdómi Reykja­vík­ur. mbl.is/Hari

Bæði ákærðu í innherja- og umboðssvikamáli tengt félaginu Hreiðari Má Sigurðssyni ehf., þau Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings, mættu við upphaf aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur nú í morgun. Málið er síðasta hrunmálið sem tekið er fyrir í héraðsdómi af þeim 23 sem sérstakur saksóknari og síðar héraðssaksóknari ákærði í.

Fyrst var tekin skýrsla af Hreiðari Má. Dómari bauð honum að tjá sig áður en skýrsla væri gefin, en Hreiðar hefur í fyrri málum meðal annars nýtt það til að fara yfir afstöðu sína til þess mál sem tekið er fyrir og gagnrýnt saksóknara fyrir rannsókn og framsetningu málsins. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig fyrirfram í þetta skiptið.

Hluti af starfskjörum Hreiðars Más var kaupréttur á bréfum í bankanum. Samkvæmt samþykkt stjórnar frá 2005 og ráðningasamningi bar bankanum að lána fyrir þessari upphæð. Árið 2006 ákvað Hreiðar að framselja félaginu Hreiðari Má Sigurðssyni ehf. bréfin og sagði það vera hreinna fyrirkomulag. Hann hafi þó velt þessu mikið fyrir sér, enda skipti þetta talsverðu máli skattalega séð. Þannig þurfti hann meðal annars að greiða 336 milljónir árið eftir í skatta vegna þessa.

Hreiðar sagði engan rekstur hafa verið í þessu félagi fyrir utan að halda utan um hlutabréfin. Hann hafi ekki tekið út laun eða arðgreiðslu úr félaginu og þá átti hann ekki von á því að félagið hafi átt handbært eða laust fé sem neinu máli skipti.

Grundvallaratriði í málinu tengist þeim mismun sem verður á kaupverði Hreiðars sjálfs vegna kaupréttarins og svo þess markaðsverðs sem hann framselur félaginu nokkrum klukkustundum síðar. Munar þar um 320 milljónum króna.

Guðný Arna Sveinsdóttir ásamt lögmanni sínum í dómsal í morgun.
Guðný Arna Sveinsdóttir ásamt lögmanni sínum í dómsal í morgun. mbl.is/Hari

„Runnu þessir peningar til mín eða eitthvað annað?“

Hreiðar Már brást illa við nokkrum spurningum saksóknara þegar kom að því að spyrja um þennan mismun og sagði hann saksóknara í raun ekki skilja um hvað málið snerist. „Gerir þú þér grein fyrir hvert peningarnir fóru?“ spurði hann saksóknara. Sagði Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari að fjármunirnir hefðu að hluta til verið notaðir til að greiða skattskuld við ríkissjóð. Greip Hreiðar þá fram í fyrir honum og sagði „hver einasta króna“ og spurði saksóknara að nýju: „Runnu þessir peningar til mín eða eitthvað annað?“

Vísaði hann til þess að samkvæmt ákvörðun stjórnar nokkrum árum áður og samkvæmt ráðningasamningi ætti bankinn bæði að lána fyrir kaupunum á kaupréttargengi sem og fyrir skatti ef bréfin væru færð í sérstakt félag. Þannig hefði það meðal annars verið árin áður.

Vissi það sama og Hreiðar Már Sigurðsson ehf.

Þá sagði Hreiðar einkennilegt að vera ákærður fyrir innherjasvik í þessu máli þar sem bréf væru seld frá sér til félags í sinni eigu. „Framkvæmdastjóri, stjórnarformaður og eini eigandi Hreiðars Más Sigurðssonar ehf. vissi nákvæmlega það sama og Hreiðar Már Sigurðsson,“ sagði hann og bætti við að hann teldi þetta sögulegt mál á heimsmælikvarða þar sem hann vissi ekki um neitt mál þar sem innherjabrot gæti átt við viðskipti milli sama aðila. „Þessir tveir aðilar bjuggu yfir nákvæmlega sömu upplýsingunum,“ sagði Hreiðar og féllust honum hendur yfir stöðunni. „Mér finnst ég staddur í hálfgerðum fáránleika,“ sagði hann.

Deildu saksóknari og Hreiðar í framhaldinu um eðlismun á því að selja og framselja hlutabréf og sagði Hreiðar að í raun væri það alltaf sala þótt það væri framsal.

„Langar ykkur að ég hafi gefið þessi fyrirmæli?“

Gögnin sem saksóknari bar undir Hreiðar ná til 6. ágúst 2008, þótt lánveiting og uppgjör viðskiptanna sé síðar í mánuðinum. Í málinu er Hreiðar ákærður fyrir að hafa beitt starfsfólk þrýstingi vegna lánveitingarinnar til félagsins. Hreiðar spurði saksóknara að í ljósi þess að engin skrifleg gögn eða vitnisburður benti til þess að hann hafi beitt starfsfólki þrýsting hvernig stæði á því að hann væri ákærður. „Langar ykkur að ég hafi gefið þessi fyrirmæli?“ spurði hann og bætti við „Þú veist að það er ekkert skjal.“ Staðfesti hann að hafa ekki átt nein samskipti við starfsmenn eftir 6. ágúst út af lánveitingunni.

Þegar komið var að verjanda Hreiðars að spyrja hann var meðal annars farið yfir að nýting kaupréttar og lánveitingar hafi verið samkvæmt fyrra samþykki stjórnar og ráðningasamningi og að lánveitingin vegna skattauppgjörsins hafi ekki verið ósvipuð því sem gert var árið áður. Ítrekaði Hreiðar aftur að lán bankans hefði meira að segja verið lægra en sem nam skattaskuldbindingu hans. Þá gagnrýndi hann að við yfirheyrslur hafi aldrei verið minnst á við vitni að lánið hafi verið til greiðslu skatta, heldur hafi það verið látið líta út fyrir að hann hafi fengið þetta í sinn vasa, „til að fá önnur svör og önnur hughrif.“

mbl.is

Innlent »

Gylfi ekki ákærður fyrir hatursorðræðu

20:08 Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur fellt niður mál á hendur tónlistarmanninum Gylfa Ægissyni. Samtökin 78 kærðu Gylfa og nokkra aðra fyrir hatursorðræðu árið 2015. Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV sem segir fram koma í bréfi lögreglustjóra að málið þyki ekki líklegt til sakfellingar. Meira »

Uppselt varð á Tvíhöfða á 65 mínútum

18:21 Á 65 mínútum varð uppselt á sýningu Tvíhöfða sem fer fram í kvöld í Ísafjarðarbíói, segir Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, í samtali við mbl.is. „Það verður bara ein sýning, því miður, því síminn stoppar ekki,“ segir hann. Meira »

Þekkingarleysi á skyldum lögreglu

17:45 Staðir þar sem fíklar geta nálgast hreinar sprautunálar og aðra þjónustu eru ekki undir sérstöku eftirliti lögreglu, en eru þó „enginn griðastaður“ hvað eftirlit laga og reglna varðar. Nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými, sem er til umsagnar hjá Alþingi fékk harða umsögn lögreglu. Meira »

Blaðamenn búa víða við ótta

17:27 Ísland er í fjórtánda sæti á lista yfir fjölmiðlafrelsi í ríkjum heim, samkvæmt nýjum matskvarða Blaðamanna án landamæra, The World Press Freedom Index. Ísland fer niður um eitt sæti á milli ára. Meira »

Í gæsluvarðhald með falskt vegabréf

17:00 Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir manni sem var handtekinn á þriðjudag er hann notaði falsað skilríki í banka. Kom þá í ljós að maðurinn var eftirlýstur og með endurkomubann og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. apríl. Meira »

Aftur lokað að Dettifossi

16:36 Aftur er búið að loka fyrir umferð að Dettifossi og nú vegna asahláku á svæðinu. Greint var frá því í morgun að búið væri að opna fyrir umferð um Detti­foss­veg frá Þjóðvegi 1 og norður að foss­in­um, en lokað hafði verið frá því á mánudag. Meira »

Óánægja með viðtöl Bandaríkjamanna

14:05 Flugfarþegi lýsti í dag óánægju sinni með framgöngu manna í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Mennirnir tveir spurðu fólk spurninga um það hvert það hygðist ferðast. Meira »

Líf og fjör í páskaeggjaleit K100

12:49 Fjölmargir, ungir sem aldnir, litu við í Hádegismóum í dag þar sem fram fór páskaeggjaleit útvarpsstöðvarinnar K100. Líf og fjör var í leitinni og gestirnir nutu útivistarinnar til hins ýtrasta. Boðið var upp á veitingar fyrir alla. Meira »

Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn

12:19 Lítill bátur með utanborðsmótora sem ber nafnið Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn í gær. Unnið er að því að ná honum upp úr höfninni. Meira »

Göngunum lokað vegna mengunar

11:50 Loka þurfti fyrir umferð um Hvalfjarðargöng fyrr í morgun sökum þess að mengun í göngunum fór upp fyrir leyfileg mörk. Búið er að opna göngin aftur, en samkvæmt starfsmanni Vegagerðarinnar sem mbl.is ræddi við má búast við því að þetta gerist af og til um helgina. Meira »

Búið að opna að Dettifossi

10:50 Búið er að opna fyrir umferð um Dettifossveg frá Þjóðvegi 1 og norður að fossinum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Vatnajökulsþjóðgarðs. Aðstæður á gönguleiðum við fossinn eru þó sagðar „vægast sagt fjölbreyttar“. Meira »

Tímaferðalag Ævars á svið

10:00 Ævar Þór Benediktsson hefur samið við Þjoðleikhúsið um að ný gerð af Þínu eigin leikriti verði frumsýnd á næsta leikári í leikstjórn Stefáns Halls Stefánssonar. Nýja leikritið verður byggt á bók Ævars Þitt eigið ævintýri – Tímaferðalag. Meira »

Skíðafærið á skírdag

09:24 Þrátt fyrir að skíðasnjó sé því miður ekki lengur að finna á suðvesturhorni landsins og búið sé að loka Bláfjöllum og Skálafelli endanlega þennan veturinn, er enn eitthvað af skíðasnjó í brekkunum fyrir norðan, austan og vestan. mbl.is tók saman stöðuna. Meira »

Sprett úr skíðaspori á Ísafirði í aðdraganda páskanna

09:07 Gleðin skein úr hverju andliti á Ísafirði í gær þegar sprettskíðaganga Craftsport hófst, en gangan markaði upphaf hinnar árlegu skíðaviku á Ísafirði. Meira »

250 þúsund króna munur vegna aldurs

08:18 Um 250 þúsund króna munur getur verið á ábyrgðartryggingu ökutækis á milli tryggingarfélaga, miðað við tilboð sem ungur ökumaður fékk í ökutækjatryggingu frá tveimur tryggingarfélögum. Meira »

Ekki gerðar tímakröfur á flugmenn

08:13 Þegar Icelandair ræður flugmenn til starfa er ekki gerð grunnkrafa um tiltekinn fjölda flugtíma, heldur hafa þær kröfur með tímanum vikið fyrir öðruvísi kröfum. Meira »

Færri fara á fjöll um páska en áður

07:57 Páskarnir eru tími sem fólk nýtir gjarnan í ferðalög um landið. En hvert liggur straumur Íslendinga í páskafríinu?  Meira »

Eldur kviknaði á hjúkrunarheimili

07:51 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var sent af stað um kl. 7 í morgun vegna tilkynningar um eld í matsal á hjúkrunarheimili í Boðaþingi í Kópavogi. Eldurinn reyndist minniháttar. Meira »

Handalögmál vegna starfa bingóstjóra

07:17 Kona var slegin í andlitið eftir að hún reyndi að koma manni sem stýrði bingóleik á Gullöldinni í Grafarvogi til varnar, en sá hafði verið sakaður um svindl. Að öðru leyti byrjar páskahelgin vel hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »
Greinakurlarar
Eigum til 15 hp greinakurlara með bensínmótor fyrir allt að 100mm greinar. Öflu...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Svartar Fjaðrir, 1919, Davíð Stefánsson, frumútg., Det Höje Nord ...
Skurðarskífur
Eigum til góðar skurðarskífur 125mm*1mm, gott verð 120 kr stk með vsk. Uppl 77...
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...