„Staddur í hálfgerðum fáránleika“

Umboðssvika­mál tengt fé­lag­inu Hreiðar Már Sig­urðsson ehf. í Héraðsdómi Reykja­vík­ur.
Umboðssvika­mál tengt fé­lag­inu Hreiðar Már Sig­urðsson ehf. í Héraðsdómi Reykja­vík­ur. mbl.is/Hari

Bæði ákærðu í innherja- og umboðssvikamáli tengt félaginu Hreiðari Má Sigurðssyni ehf., þau Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings, mættu við upphaf aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur nú í morgun. Málið er síðasta hrunmálið sem tekið er fyrir í héraðsdómi af þeim 23 sem sérstakur saksóknari og síðar héraðssaksóknari ákærði í.

Fyrst var tekin skýrsla af Hreiðari Má. Dómari bauð honum að tjá sig áður en skýrsla væri gefin, en Hreiðar hefur í fyrri málum meðal annars nýtt það til að fara yfir afstöðu sína til þess mál sem tekið er fyrir og gagnrýnt saksóknara fyrir rannsókn og framsetningu málsins. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig fyrirfram í þetta skiptið.

Hluti af starfskjörum Hreiðars Más var kaupréttur á bréfum í bankanum. Samkvæmt samþykkt stjórnar frá 2005 og ráðningasamningi bar bankanum að lána fyrir þessari upphæð. Árið 2006 ákvað Hreiðar að framselja félaginu Hreiðari Má Sigurðssyni ehf. bréfin og sagði það vera hreinna fyrirkomulag. Hann hafi þó velt þessu mikið fyrir sér, enda skipti þetta talsverðu máli skattalega séð. Þannig þurfti hann meðal annars að greiða 336 milljónir árið eftir í skatta vegna þessa.

Hreiðar sagði engan rekstur hafa verið í þessu félagi fyrir utan að halda utan um hlutabréfin. Hann hafi ekki tekið út laun eða arðgreiðslu úr félaginu og þá átti hann ekki von á því að félagið hafi átt handbært eða laust fé sem neinu máli skipti.

Grundvallaratriði í málinu tengist þeim mismun sem verður á kaupverði Hreiðars sjálfs vegna kaupréttarins og svo þess markaðsverðs sem hann framselur félaginu nokkrum klukkustundum síðar. Munar þar um 320 milljónum króna.

Guðný Arna Sveinsdóttir ásamt lögmanni sínum í dómsal í morgun.
Guðný Arna Sveinsdóttir ásamt lögmanni sínum í dómsal í morgun. mbl.is/Hari

„Runnu þessir peningar til mín eða eitthvað annað?“

Hreiðar Már brást illa við nokkrum spurningum saksóknara þegar kom að því að spyrja um þennan mismun og sagði hann saksóknara í raun ekki skilja um hvað málið snerist. „Gerir þú þér grein fyrir hvert peningarnir fóru?“ spurði hann saksóknara. Sagði Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari að fjármunirnir hefðu að hluta til verið notaðir til að greiða skattskuld við ríkissjóð. Greip Hreiðar þá fram í fyrir honum og sagði „hver einasta króna“ og spurði saksóknara að nýju: „Runnu þessir peningar til mín eða eitthvað annað?“

Vísaði hann til þess að samkvæmt ákvörðun stjórnar nokkrum árum áður og samkvæmt ráðningasamningi ætti bankinn bæði að lána fyrir kaupunum á kaupréttargengi sem og fyrir skatti ef bréfin væru færð í sérstakt félag. Þannig hefði það meðal annars verið árin áður.

Vissi það sama og Hreiðar Már Sigurðsson ehf.

Þá sagði Hreiðar einkennilegt að vera ákærður fyrir innherjasvik í þessu máli þar sem bréf væru seld frá sér til félags í sinni eigu. „Framkvæmdastjóri, stjórnarformaður og eini eigandi Hreiðars Más Sigurðssonar ehf. vissi nákvæmlega það sama og Hreiðar Már Sigurðsson,“ sagði hann og bætti við að hann teldi þetta sögulegt mál á heimsmælikvarða þar sem hann vissi ekki um neitt mál þar sem innherjabrot gæti átt við viðskipti milli sama aðila. „Þessir tveir aðilar bjuggu yfir nákvæmlega sömu upplýsingunum,“ sagði Hreiðar og féllust honum hendur yfir stöðunni. „Mér finnst ég staddur í hálfgerðum fáránleika,“ sagði hann.

Deildu saksóknari og Hreiðar í framhaldinu um eðlismun á því að selja og framselja hlutabréf og sagði Hreiðar að í raun væri það alltaf sala þótt það væri framsal.

„Langar ykkur að ég hafi gefið þessi fyrirmæli?“

Gögnin sem saksóknari bar undir Hreiðar ná til 6. ágúst 2008, þótt lánveiting og uppgjör viðskiptanna sé síðar í mánuðinum. Í málinu er Hreiðar ákærður fyrir að hafa beitt starfsfólk þrýstingi vegna lánveitingarinnar til félagsins. Hreiðar spurði saksóknara að í ljósi þess að engin skrifleg gögn eða vitnisburður benti til þess að hann hafi beitt starfsfólki þrýsting hvernig stæði á því að hann væri ákærður. „Langar ykkur að ég hafi gefið þessi fyrirmæli?“ spurði hann og bætti við „Þú veist að það er ekkert skjal.“ Staðfesti hann að hafa ekki átt nein samskipti við starfsmenn eftir 6. ágúst út af lánveitingunni.

Þegar komið var að verjanda Hreiðars að spyrja hann var meðal annars farið yfir að nýting kaupréttar og lánveitingar hafi verið samkvæmt fyrra samþykki stjórnar og ráðningasamningi og að lánveitingin vegna skattauppgjörsins hafi ekki verið ósvipuð því sem gert var árið áður. Ítrekaði Hreiðar aftur að lán bankans hefði meira að segja verið lægra en sem nam skattaskuldbindingu hans. Þá gagnrýndi hann að við yfirheyrslur hafi aldrei verið minnst á við vitni að lánið hafi verið til greiðslu skatta, heldur hafi það verið látið líta út fyrir að hann hafi fengið þetta í sinn vasa, „til að fá önnur svör og önnur hughrif.“

mbl.is

Innlent »

Geti sinnt störfum án ofbeldis og áreitni

16:56 Stjórn Samtaka íþróttafréttamanna sendi frá sér yfirlýsingu nú fyrir stundu vegna atviks sem kom upp á HM karla í fótbolta í Rússlandi í sumar, en þá kvartaði Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, undan Hirti Hjartarsyni, þáverandi íþróttafréttamanni á Stöð 2, til öryggisnefndar KSÍ. Meira »

Þingmenn komnir í jólafrí

16:44 „Þingið hefur skilað góðu verki í þingstörfum síðustu vikur. 44 mál hafa hlotið afgreiðslu úr nefndum og eru orðin að lögum eða ályktunum Alþingis,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, við lok síðasta þingfundar á þessu ári. Meira »

Segir Helgu hafa verið boðaða á alla fundi

16:44 Öllum nefndarmönnum í tilnefningarnefnd VÍS var gefinn kostur á að koma sínum athugasemdum og tillögum að við vinnslu lokaskýrslu nefndarinnar. Hins vegar eru engar heimildir fyrir því að nefndarmenn skili sératkvæði. Þetta segir Sandra Hlíf Ocares, formaður tilnefningarnefndar VÍS í tilkynningu. Meira »

Stuðningur við bækur á íslensku festur í lög

16:39 Frumvarp um stuðning við útgáfu bóka á íslensku var samþykkt á Alþingi í dag. Með því verður komið á fót stuðningskerfi sem heimilar endurgreiðslu 25% beins kostnaðar vegna útgáfu bóka á íslensku. Meira »

Vika er langur tími í pólitík

16:20 Vika er liðin frá því að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, birti á Facebook-síðu sinni yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði áreitt konu kynferðislega síðasta sumar. Mbl.is rekur hér atburðarás málsins til þessa. Meira »

Dreymdi vinningstölurnar

16:19 Konu af Norðurlandi dreymdi vinningstölurnar í Víkingalottói og voru hún og eiginmaður hennar lukkuleg þegar þau komu með vinningsmiðann frá 28. nóvember á skrifstofu Íslenskrar getspár. Unnu þau rúmar þrjár milljónir í þriðja vinning. Meira »

Valgerður í stað Vilborgar í bankaráð

16:05 Valgerður Sveinsdóttir var kjörin varamaður í bankaráð Seðlabanka Íslands á Alþingi í dag. Hún kemur í stað Vilborgar G. Hansen sem sagði sig úr Miðflokknum og bankaráði í kjölfar ummæla þingmanna Miðflokksins á Klaustri 20. nóvember. Meira »

Langur biðtími eftir viðtali við sálfræðing

15:57 Biðtími eftir viðtali við sálfræðing hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru fimm til sjö mánuðir. Biðtíminn er mislangur eftir heilbrigðisstofnunum á landinu en stystur er biðtíminn hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða; fjórar vikur. Meira »

Tengdamóðirin áfram í haldi

15:27 Gæsluvarðhald yfir konu á áttræðisaldri, sem grunuð er um tilraun til manndráps með því að hafa stungið tengdason sinn með hnífi, hefur verið framlengt til 9. janúar. Meira »

Flestir taka ekki afstöðu til Brexit

15:18 Rúmlega þriðjungur landsmanna er andvígur útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR eða 36% en 18% eru henni hlynnt. Stærstur hluti landsmanna hefur hins vegar enga sérstaka skoðun á málinu eða 46%. Meira »

Velferðarstyrkur hækkar um 6%

15:08 Borgarstjórn hefur samþykkt að hækka grunnfjárhæð framfærslustyrks velferðarsviðs um 6% frá næstu áramótum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Meira »

Segir ekkert nema tækifæri fram undan

14:59 „Við þurfum að móta okkur stefnu og gera áætlanir um hvernig við ætlum að mæta þeirri áskorun að vernda náttúru okkar en um leið að nýta hana landsmönnum til heilla,“ sagði Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við umræðu um atvinnustefnu á opinberum ferðamannastöðum. Meira »

„Pakkaflóð á Alþingi“

14:57 „Á meðan þjóðin var upptekin við að greina dónatal á bar fór pakkaflóðið á Alþingi Íslendinga að mestu fyrir ofan garð og neðan en þar kennir ýmissa grasa,“ skrifar Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, í föstudagspistli sínum. Meira »

Lögreglan í beinni frá 16 til 04

14:35 „Tilgangurinn með löggutístinu er að gefa fólki innsýn í störf lögreglu og fá tilfinningu fyrir því hvað við erum að gera, hvernig lögreglan virkar og hvað verkefni okkar eru margvísleg,“ segir Þórir Ingvarsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Formaður VR pantar gul vesti

14:27 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hvetur fólk til að mótmæla stjórnmálaástandinu á Íslandi. Ragnar birti mynd á Facebook í dag af gulu vesti með áletrunum og spyr hvort hann eigi að panta fleiri. Meira »

Óttuðust viðbrögð samfélagsins

13:55 Meðan á verkefni dómsmálaráðuneytisins um greiðslu sanngirnisbóta stóð á árunum 2010 til 2018 fékk tengiliður þess, Guðrún Ögmundsdóttir, um 3.500 símtöl og ríflega 1.500 tölvupósta sem þurfti að svara. Meira »

Hlýtt og blautt veður um helgina

13:23 Áfram verður hlýtt og blautt víðast hvar á landinu um helgina, samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. Útlit er fyrir að kólna muni í veðri fyrir næstu helgi, helgina fyrir jól, og þá gæti snjóað. Meira »

Ákærður fyrir stórfelldar ærumeiðingar

13:23 Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir að brjóta gegn blygðunarsemi fyrrverandi kærustu sinnar, stórfelldar ærumeiðingar í hennar garð og að hafa móðgað hana og smánað með því að hafa skrifað rætin ummæli um hana og birt myndir af henni á vefnum, meðal annars fáklæddri. Meira »

Róa stanslaust í heila viku

13:23 Sjö slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, fjórir karlar og þrjár konur, ætla að róa stanslaust í eina viku í verslun Under Armour í Kringlunni og safna fjármunum fyrir Frú Ragnheiði — skaðaminnkun. Leikar hefjast klukkan 17 í dag. Meira »
BÓKHALD
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
Bolir o.fl.
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Bolir kr. 3.990 Peysa kr. 4.990 Buxur k...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...