„Staddur í hálfgerðum fáránleika“

Umboðssvika­mál tengt fé­lag­inu Hreiðar Már Sig­urðsson ehf. í Héraðsdómi Reykja­vík­ur.
Umboðssvika­mál tengt fé­lag­inu Hreiðar Már Sig­urðsson ehf. í Héraðsdómi Reykja­vík­ur. mbl.is/Hari

Bæði ákærðu í innherja- og umboðssvikamáli tengt félaginu Hreiðari Má Sigurðssyni ehf., þau Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings, mættu við upphaf aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur nú í morgun. Málið er síðasta hrunmálið sem tekið er fyrir í héraðsdómi af þeim 23 sem sérstakur saksóknari og síðar héraðssaksóknari ákærði í.

Fyrst var tekin skýrsla af Hreiðari Má. Dómari bauð honum að tjá sig áður en skýrsla væri gefin, en Hreiðar hefur í fyrri málum meðal annars nýtt það til að fara yfir afstöðu sína til þess mál sem tekið er fyrir og gagnrýnt saksóknara fyrir rannsókn og framsetningu málsins. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig fyrirfram í þetta skiptið.

Hluti af starfskjörum Hreiðars Más var kaupréttur á bréfum í bankanum. Samkvæmt samþykkt stjórnar frá 2005 og ráðningasamningi bar bankanum að lána fyrir þessari upphæð. Árið 2006 ákvað Hreiðar að framselja félaginu Hreiðari Má Sigurðssyni ehf. bréfin og sagði það vera hreinna fyrirkomulag. Hann hafi þó velt þessu mikið fyrir sér, enda skipti þetta talsverðu máli skattalega séð. Þannig þurfti hann meðal annars að greiða 336 milljónir árið eftir í skatta vegna þessa.

Hreiðar sagði engan rekstur hafa verið í þessu félagi fyrir utan að halda utan um hlutabréfin. Hann hafi ekki tekið út laun eða arðgreiðslu úr félaginu og þá átti hann ekki von á því að félagið hafi átt handbært eða laust fé sem neinu máli skipti.

Grundvallaratriði í málinu tengist þeim mismun sem verður á kaupverði Hreiðars sjálfs vegna kaupréttarins og svo þess markaðsverðs sem hann framselur félaginu nokkrum klukkustundum síðar. Munar þar um 320 milljónum króna.

Guðný Arna Sveinsdóttir ásamt lögmanni sínum í dómsal í morgun.
Guðný Arna Sveinsdóttir ásamt lögmanni sínum í dómsal í morgun. mbl.is/Hari

„Runnu þessir peningar til mín eða eitthvað annað?“

Hreiðar Már brást illa við nokkrum spurningum saksóknara þegar kom að því að spyrja um þennan mismun og sagði hann saksóknara í raun ekki skilja um hvað málið snerist. „Gerir þú þér grein fyrir hvert peningarnir fóru?“ spurði hann saksóknara. Sagði Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari að fjármunirnir hefðu að hluta til verið notaðir til að greiða skattskuld við ríkissjóð. Greip Hreiðar þá fram í fyrir honum og sagði „hver einasta króna“ og spurði saksóknara að nýju: „Runnu þessir peningar til mín eða eitthvað annað?“

Vísaði hann til þess að samkvæmt ákvörðun stjórnar nokkrum árum áður og samkvæmt ráðningasamningi ætti bankinn bæði að lána fyrir kaupunum á kaupréttargengi sem og fyrir skatti ef bréfin væru færð í sérstakt félag. Þannig hefði það meðal annars verið árin áður.

Vissi það sama og Hreiðar Már Sigurðsson ehf.

Þá sagði Hreiðar einkennilegt að vera ákærður fyrir innherjasvik í þessu máli þar sem bréf væru seld frá sér til félags í sinni eigu. „Framkvæmdastjóri, stjórnarformaður og eini eigandi Hreiðars Más Sigurðssonar ehf. vissi nákvæmlega það sama og Hreiðar Már Sigurðsson,“ sagði hann og bætti við að hann teldi þetta sögulegt mál á heimsmælikvarða þar sem hann vissi ekki um neitt mál þar sem innherjabrot gæti átt við viðskipti milli sama aðila. „Þessir tveir aðilar bjuggu yfir nákvæmlega sömu upplýsingunum,“ sagði Hreiðar og féllust honum hendur yfir stöðunni. „Mér finnst ég staddur í hálfgerðum fáránleika,“ sagði hann.

Deildu saksóknari og Hreiðar í framhaldinu um eðlismun á því að selja og framselja hlutabréf og sagði Hreiðar að í raun væri það alltaf sala þótt það væri framsal.

„Langar ykkur að ég hafi gefið þessi fyrirmæli?“

Gögnin sem saksóknari bar undir Hreiðar ná til 6. ágúst 2008, þótt lánveiting og uppgjör viðskiptanna sé síðar í mánuðinum. Í málinu er Hreiðar ákærður fyrir að hafa beitt starfsfólk þrýstingi vegna lánveitingarinnar til félagsins. Hreiðar spurði saksóknara að í ljósi þess að engin skrifleg gögn eða vitnisburður benti til þess að hann hafi beitt starfsfólki þrýsting hvernig stæði á því að hann væri ákærður. „Langar ykkur að ég hafi gefið þessi fyrirmæli?“ spurði hann og bætti við „Þú veist að það er ekkert skjal.“ Staðfesti hann að hafa ekki átt nein samskipti við starfsmenn eftir 6. ágúst út af lánveitingunni.

Þegar komið var að verjanda Hreiðars að spyrja hann var meðal annars farið yfir að nýting kaupréttar og lánveitingar hafi verið samkvæmt fyrra samþykki stjórnar og ráðningasamningi og að lánveitingin vegna skattauppgjörsins hafi ekki verið ósvipuð því sem gert var árið áður. Ítrekaði Hreiðar aftur að lán bankans hefði meira að segja verið lægra en sem nam skattaskuldbindingu hans. Þá gagnrýndi hann að við yfirheyrslur hafi aldrei verið minnst á við vitni að lánið hafi verið til greiðslu skatta, heldur hafi það verið látið líta út fyrir að hann hafi fengið þetta í sinn vasa, „til að fá önnur svör og önnur hughrif.“

mbl.is

Innlent »

Köttur heimsfrægur starfsmaður

18:41 Kötturinn Pál er í fullu starfi sem músavörður á Fosshóteli á Hellnum á Snæfellsnesi. Köttur þessi er afar félagslyndur og talar mörg tungumál og dregur að gesti frá öllum heimshornum. Meira »

Markmiðið er 40/60 kynjaskipting

18:40 Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar verður haldin þann 31. október næstkomandi en markmiðið er að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Meira »

Miða út frá hópnum sem vill vita

18:32 „Þetta snýst um svarið við spurningunni: hvað gerirðu ef þú veist að manneskja er í lífshættu? Svarið ætti alltaf að vera: ég geri allt sem ég get til að bjarga henni. Út frá þeim punkti vinnum við þetta frumvarp“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Meira »

Lögbannskröfu á Tekjur.is hafnað

18:30 Lögbannskröfu Ingvars Smára Birgissonar á vefinn Tekjur.is var hafnað af sýslumanni. Í synjunarbréfi sýslumanns, sem mbl.is hefur undir höndum, er fallist á að brotið sé gegn lögvörðum rétti gerðarbeiðanda. Meira »

Lögregla hafi beitt ólögmætum aðferðum

18:28 Verjendur tveggja manna sem eru ákærðir í gagnaversmálinu krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi vegna þess að réttindi ákærða hafi ekki verið virt og að rannsakendur hafi beitt ólögmætum aðferðum til að afla sér upplýsinga við rannsóknina. Meira »

Hagsmunir tryggðir óháð þjóðerni

17:40 Ráðherra ferðamála telur ekki þörf á að setja upp sérstakar hindranir varðandi eignarhald í ferðaþjónustu, en segir að tryggja verði almenningi ákveðið endurgjald vegna starfsemi fyrirtækja á landi í almannaeigu og nýtingar á auðlindum. Meira »

Björgunaræfing við krefjandi aðstæður

17:19 Samhliða æfingu Atlantshafsbandalagsins, Trident Juncture 2018, ákvað Landhelgisgæslan og danski heraflinn að efna til sameiginlegrar leitar- og björgunaræfingar á Faxaflóa í dag. Meira »

Fjölmennt herlið æfði í Keflavík

17:14 „Fyrsta verk landgönguliðanna er að setja upp öryggissvæði. Þegar því er lokið er hægt að flytja inn meira herlið, ef nauðsyn krefur, en á þessari æfingu er markmiðið að æfa flutning á hermönnum frá hafi og tryggja í kjölfarið lendingarsvæðið,“ segir Misca T. Geter, undirofursti hjá landgönguliði Bandaríkjahers, í samtali við mbl.is. Meira »

Neitaði að draga ummæli sín til baka

16:56 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór fram á það í ræðu sinni um störf þingsins á Alþingi í dag að Ásmundur Friðriksson gæfi skýringar á og drægi til baka ummæli sín þess efnis að Píratar hefðu bendlað hann við SS-sveitir þýskra nasista og kallað hann SS-mann. Meira »

Kóprabjalla og lirfur finnast  í hundafóðri

15:58 Kóprabjalla og lirfur hafa fundist í innfluttu hundafóðri og vekur Matvælastofnun athygli á þessi á vef sínum. Um er að ræða kóprabjöllur (Necrobia rufibes) og lirfur þeirra, sem fundist hafa í tveimur lotum af Hill's gæludýrafóðrinu Prescription Diet, Canine Z/D. Meira »

Taki aðstöðu nemenda til endurskoðunar

15:57 Fræðsluráð Hafnafjarðar vill að stjórnendur Áslandsskóla taki til endurskoðunar aðstöðu nemenda í matarhléum. Þetta kemur fram í svari fræðslustjóra Hafnafjarðarbæjar, sem segir erindi umboðsmanns barna um mataraðstöðu barna í skólanum verða tekið fyrir á næsta fundi skólaráðs Áslandsskóla. Meira »

Minna álag með styttri vinnuviku

14:58 Stytting vinnuvikunnar hefur almennt haft jákvæð áhrif á starfsfólk Reykjavíkurborgar og ríkisins, en viðmælendur í skýrslu sem unnin var fyrir BSRB fundu almennt fyrir jákvæðum áhrifum á líkamlega og andlega líðan. Þá gerði stytting vinnuviku starf á vinnustöðum markvissara og dró úr veikindum. Meira »

Fái upplýsingar um lífshættulegt ástand

14:41 Ef nýtt frumvarp um breytingar á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, nær fram að ganga, verður hægt að nálgast einstaklinga að fyrra bragði og veita þeim upplýsingar um lífshættulegt ástand þeirra sem kemur í ljós við vísindarannsóknir eða við framkvæmd gagnarannsókna. Meira »

Dæmdur fyrir að hóta lögreglu ítrekað

14:13 Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hóta ítrekað lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra lífláti. Þá var hann einnig fundinn sekur um að hafa ekið bifreið undir áhrifum vímuefna, en hann mældist með amfetamín, MDMA og slævandi lyf í blóði sínu. Meira »

Harmar alvarlegar ásakanir

14:03 Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar alvarlegar ásakanir sem hún segir hafa komið í garð félagsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin hefur sent fjölmiðlum en þar segir hún Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, sem boðað hefur framboð í komandi formannskosningum félagsins, hafa farið fram með órökstuddum staðhæfingum um að félagið hafi brotið gegn félagsmönnum. Meira »

Ætla að bæta stöðu barna innflytjenda

13:58 Tillaga um að bæta stöðu barna með annað móðurmál en íslensku í skólakerfinu var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. Tvær keimlíkar tillögur um þetta efni voru á dagskrá borgarstjórnar í gær, ein frá Sjálfstæðisflokki og önnur frá meirihluta borgarstjórnar. Að lokum náðist sátt um eina. Meira »

Stöldrum við á hamstrahjólinu

12:30 Félagslegur stöðugleiki er gríðarlega mikilvægur og jafnmikilvægur og efnahagslegur stöðugleiki. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á 45. þingi BSRB á Hilton hótel Nordica í morgun. Meira »

„Eðalsíld sem er þarna á ferðinni“

12:11 „Við fengum aflann í fjórum holum á einum sólarhring. Tvo hol gáfu 450 tonn, eitt 350 og eitt um 250. Aflinn fékkst norðaustast í færeysku lögsögunni og það er eðalsíld sem er þarna á ferðinni,“ segir Óli Hans Gestsson, stýrimaður á Berki NK, en von er á skipinu til Neskaupstaðar með 1.500 tonn af síld núna í hádeginu, eftir að hafa lagt af stað af síldarmiðunum í gærmorgun. Meira »

„Svei þér Eyþór Arnalds“

11:51 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það geri hana hrygga og hissa, en líka alveg „ótrúlega brjálaða“ að hlusta á Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, „hamast“ á Degi B. Eggertssyni borgarstjóra vegna braggamálsins svokallaða á meðan hann er í veikindaleyfi. Meira »
Reglusöm miðaldra hjón
Reglusöm miðaldra hjón óska eftir 2ja-3ja herbergja íbúð eða stúdíói í Reykjavík...
Sumarhús - gestahús - breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Múrverk
Múrverk...
Hauststemning í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í okt/nóv. Hlý og kósí hús með heitum potti.. Besti vinur...