15% hækkun skili sér ekki til foreldra

Formaður félgags dagforeldra í Reykjavík telur að hækkun á niðurgreiðslu ...
Formaður félgags dagforeldra í Reykjavík telur að hækkun á niðurgreiðslu til dagforeldra muni ekki skila sér til foreldra. Mynd úr safni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Halldóra Björk Þórarinsdóttir, formaður Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík, segir að þær aðgerðir til að efla dagforeldraþjónustu í borginni sem samþykktar voru í skóla- og frístundaráði á þriðjudag komi ekki nægjanlega til móts við þær tillögur sem starfshópur um þessi málefni setti fram í sumar.  

Í tillögunum sem ráðið samþykkti á þriðjudag kemur meðal annars fram að niðurgreiðslur til allra  dag­for­eldra munu hækka um 15% frá og með næstu ára­mót­um og að borgin muni út­vega húsnæði þeim dag­for­eldr­um sem vinna tveir og tveir sam­an.

Halldóra segir að dagforeldrar sem hafa starfað lengi í faginu gleymist og að of mikil áhersla sé lögð á nýja dagforeldra. „Það má ekki gleyma þessum dagforeldrum sem hafa unnið alla vinnuna. Þörfin er ekki á nýjum dagforeldrum akkúrat núna, þörfin er frekar um áramót. Nýir dagforeldrar fá ekki ný börn inn í haust. Það er ekki hægt að lofa þeim fastri vinnu.“

Hjón sem starfa saman fá ekki húsnæði frá borginni

Skúli Þór Helga­son, formaður skóla- og frí­stundaráðs, sagði í samtali við mbl.is á þriðjudag að með því að vilji borgarinnar til framtíðar sé að dagforeldrar vinni tveir og tveir saman.

„Það væri frábært ef við mættum velja þann sem vinnur með okkur. Ég og maðurinn myndum alveg vilja húsnæði en við fáum það ekki þar sem við þekkjumst og höfum bæði starfað í einhvern tíma. Þetta á við um einn nýjan og einn eldri,“ segir Halldóra, sem er ekki sátt með fyrirkomulagið. Þá segir hún að margir foreldrar kjósi að vera með börnin sín í minni hópum.

Fóru fram á 25% hækkun á niðurgreiðslu

Varðandi hækkun á niðurgreiðslu til dagforeldra segir Halldóra að hún sé hrædd um að 15% hækkun muni ekki skila sér til foreldra. „Við fórum fram á lágmark 25% af því að hækkunin hefur verið það lítil undan farin ár þannig að við höfum staðið í stað í launahækkunum miðað við alla aðra hópa þannig að við getum ekki lofað því að þetta skili sér til foreldra, því miður.“

Halldóra átti sæti í starfshópnum sem vann tillögur sínar í vor og segir hún að vinnan hafi byrjað mjög vel í hópnum. „Þetta lofaði rosalega góðu en mér finnst svolítið eins og núna hafi verið komið aftan að okkur.“ Starfshópurinn mun funda með skóla- og frístundaráði þar sem farið verður yfir þær aðgerðir sem voru samþykktar.

mbl.is

Innlent »

Mikil röskun á flugi innanlands og utan

09:27 Innanlandsflug hefur legið niðri í morgun vegna veðurs og tafir hafa einnig verið á flugi frá Keflavíkurflugvelli að því er fram kemur á vef Isavia. Þegar er búið að aflýsa öllu flugi til Ísafjarðar í dag og athuga á með flug til Egilstaða og Akureyrar klukkan 12.30. Meira »

Skiptir „noise cancelling“ máli?

09:20 Heyrnartól sem útiloka umhverfishljóð eru orðin gríðarlega vinsæl og miklar líkur á að slík tæki rati í einhverja jólapakka í ár. En haldast gæði og verð í hendur? Árni Matthíasson, blaðamaður og umsjónamaður „Græjuhornsins“ í síðdegisþættinum á K100, fór yfir þau atriði sem honum finnst skipta máli. Meira »

Leggja til að nýtt torg heiti Boðatorg

08:30 Verktakar vinna nú að því að útbúa nýtt torg á mótum Tryggvagötu og Geirsgötu, fyrir framan hið nýja 106 herbergja Exeter-hótel. Meira »

Enginn verið eldri en Ellert

08:25 „Að vera kallaður inn á Alþingi nú var óvænt, en ánægjulegt. Ég tel mig eiga hingað fullt erindi til þess að tala máli eldri borgara, en það er sorglegt hvernig þeir hafa dregist aftur úr í kjörum og lítið verið gert til úrbóta þrátt fyrir fögur orð,“ segir Ellert B. Schram, sem í gær tók sæti á Alþingi í leyfi Ágústs Ólafs Ágústssonar. Meira »

Fljúgandi hálka á Akureyri

08:05 Fljúgandi hálka og mikil hláka er nú á Akureyri að sögn lögreglu sem varar ökumenn og gangandi vegfarendur við. „Það er alveg glærasvell,“ sagði vaktstjóri lögreglunnar í samtali við mbl.is. Hefur hálkan þegar valdið því að flutningabíll með gám aftan í fór út af veginum í Kræklingahlíð. Meira »

Ákærður fyrir nauðgun

08:04 Embætti héraðssaksóknara hefur ákært karlmann fyrir nauðgun í september í fyrra. Maðurinn er samkvæmt ákæru sagður hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konuna án hennar samþykkis. Meira »

Bóndadagurinn verður 25. janúar

08:00 Sums staðar á netinu og í einhverjum prentuðum dagbókum er að finna rangar upplýsingar um það hvenær bóndadagur er á næsta ári. Bóndadagur verður samkvæmt traustustu heimildinni, Almanaki Háskólans, 25. janúar 2018. Meira »

Heimaey VE til vöktunar á loðnu

07:57 Ráðgert var að Heimaey VE 1, skip Ísfélagsins, héldi í gærkvöldi frá Eskifirði til loðnuleitar, en rúmur áratugur er síðan farið var í leit að loðnu í desember. Meira »

Stormur er menn halda í vinnu

07:50 Tekið er að hvessa af suðaustri og verður kominn stormur með rigningu eða súld víða sunnan- og vestanlands er menn halda í vinnu og skóla. Eru ökumenn „því beðnir að fara varlega, einkum nærri fjöllum á Suður- og Vesturlandi þar sem öflugir vindstrengir með tilheyrandi vindhviðum geta myndast.“ Meira »

Tilkynntu um eld í atvinnuhúsnæði

06:38 Lið frá öllum slökkvistöðvum höfuðborgarsvæðisins var sent í Hálsahverfið í Reykjavík eftir að tilkynning barst um eld í atvinnuhúsnæði þar um fimmleytið í morgun. Voru það öryggisverðir sem höfðu samband við slökkvilið og tilkynntu að eldur hefði sést í glugga hússins. Meira »

Umræðu lokið um veiðigjöld

05:30 Þriðju umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld lauk á Alþingi í gærkvöldi en atkvæðagreiðslu var frestað.   Meira »

Nær ómögulegt að tryggja fulla dekkun

05:30 Nær ómögulegt er að ná fram fullri dekkun farsímaþjónustu hér á landi með hefðbundinni uppbyggingu farsímakerfisins á landi. Meira »

Grænt ljós á tillögu um strandeldi

05:30 Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu Landeldis ehf. að matsáætlun vegna fyrirhugaðrar strandeldisstöðvar fyrirtækisins á Laxabraut 1 við Þorlákshöfn, sem verður með allt að 5.000 tonna ársframleiðslu á laxfisksafurðum. Meira »

Amber situr kyrrt á sandbotni

05:30 Ekki tókst að ná hollenska saltflutningaskipinu Amber á flot í gærmorgun og ekki var talið raunhæft að reyna að draga það á flóðinu í gærkvöldi. Skipið strandaði á sandrifi í innsiglingunni til Hornafjarðarhafnar að morgni sunnudags og situr þar fast. Meira »

Notkun ljósabekkja minnkar jafnt og þétt

05:30 Notkun Íslendinga á ljósabekkjum minnkaði jafnt og þétt síðustu ár og hefur hríðfallið ef miðað er við hversu oft landsmenn fóru í ljósabekki fyrir tíu til fimmtán árum. Meira »

Mun efla ferðaþjónustu

05:30 Mikil lækkun olíuverðs eykur líkur á að ferðaþjónustan muni vaxa í takt við spár. Það gæti reynst þungvægt. Greining Analytica fyrir samgönguráðuneytið bendir þannig til að flugfargjöld hafi mikil áhrif á fjölda skiptifarþega og ferðamanna. Meira »

Fallið verði frá dómsmáli

05:30 Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) lýsir yfir miklum vonbrigðum með afstöðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem hún segir krefjast þess að SSS afturkalli skaðabótamál gegn ríkinu. Meira »

Vatnsleki á Landspítala

00:00 Kalla þurfti til slökkvilið vegna vatnsleka á Landspítalanum við Hringbraut á ellefta tímanum í kvöld. Um var að ræða lítið rör við vask sem hafði farið í sundur. Einn og hálfan tíma tók að ná vatninu burt. Meira »

Íslenska jólabjórnum vel tekið í Færeyjum

Í gær, 23:13 „Þetta var frábær helgi og við þurftum meira að segja að bæta við aukaviðburði,“ segir Sunneva Háberg Eysturstein, veitingakona í Þórshöfn í Færeyjum. Sunneva er framkvæmdastjóri Bjórkovans og Sirkuss og á fyrrnefnda staðnum var haldin kynning á jólabjórum frá íslenska brugghúsinu Borg á dögunum. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Til sölu Musso Sport pallbíll árg.2004
Tilboð óskast í bílinn - gangfær en óskoðaður. Upplýsingar: 5531049 Ólafur Heið...
Leiga, herb. hús, við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, hlýleg og kósí, 5 mínútur frá Gey...