15% hækkun skili sér ekki til foreldra

Formaður félgags dagforeldra í Reykjavík telur að hækkun á niðurgreiðslu ...
Formaður félgags dagforeldra í Reykjavík telur að hækkun á niðurgreiðslu til dagforeldra muni ekki skila sér til foreldra. Mynd úr safni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Halldóra Björk Þórarinsdóttir, formaður Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík, segir að þær aðgerðir til að efla dagforeldraþjónustu í borginni sem samþykktar voru í skóla- og frístundaráði á þriðjudag komi ekki nægjanlega til móts við þær tillögur sem starfshópur um þessi málefni setti fram í sumar.  

Í tillögunum sem ráðið samþykkti á þriðjudag kemur meðal annars fram að niðurgreiðslur til allra  dag­for­eldra munu hækka um 15% frá og með næstu ára­mót­um og að borgin muni út­vega húsnæði þeim dag­for­eldr­um sem vinna tveir og tveir sam­an.

Halldóra segir að dagforeldrar sem hafa starfað lengi í faginu gleymist og að of mikil áhersla sé lögð á nýja dagforeldra. „Það má ekki gleyma þessum dagforeldrum sem hafa unnið alla vinnuna. Þörfin er ekki á nýjum dagforeldrum akkúrat núna, þörfin er frekar um áramót. Nýir dagforeldrar fá ekki ný börn inn í haust. Það er ekki hægt að lofa þeim fastri vinnu.“

Hjón sem starfa saman fá ekki húsnæði frá borginni

Skúli Þór Helga­son, formaður skóla- og frí­stundaráðs, sagði í samtali við mbl.is á þriðjudag að með því að vilji borgarinnar til framtíðar sé að dagforeldrar vinni tveir og tveir saman.

„Það væri frábært ef við mættum velja þann sem vinnur með okkur. Ég og maðurinn myndum alveg vilja húsnæði en við fáum það ekki þar sem við þekkjumst og höfum bæði starfað í einhvern tíma. Þetta á við um einn nýjan og einn eldri,“ segir Halldóra, sem er ekki sátt með fyrirkomulagið. Þá segir hún að margir foreldrar kjósi að vera með börnin sín í minni hópum.

Fóru fram á 25% hækkun á niðurgreiðslu

Varðandi hækkun á niðurgreiðslu til dagforeldra segir Halldóra að hún sé hrædd um að 15% hækkun muni ekki skila sér til foreldra. „Við fórum fram á lágmark 25% af því að hækkunin hefur verið það lítil undan farin ár þannig að við höfum staðið í stað í launahækkunum miðað við alla aðra hópa þannig að við getum ekki lofað því að þetta skili sér til foreldra, því miður.“

Halldóra átti sæti í starfshópnum sem vann tillögur sínar í vor og segir hún að vinnan hafi byrjað mjög vel í hópnum. „Þetta lofaði rosalega góðu en mér finnst svolítið eins og núna hafi verið komið aftan að okkur.“ Starfshópurinn mun funda með skóla- og frístundaráði þar sem farið verður yfir þær aðgerðir sem voru samþykktar.

mbl.is

Innlent »

„Mjög alvarleg orð frá Hæstarétti“

12:23 Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, segir mikilvægt að halda því til haga að Hæstiréttur hafi gert alvarlegar athugasemdir við embættisfærslur Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, í málum tveggja lögreglumanna. Meira »

Voru að atast í fé eiganda síns

11:58 Tvö mál dýrbíta hafa komið inn á borð lögreglunnar á Suðurlandi undanfarna daga, en mbl.is greindi frá því um helgina að hund­ur hafi gengið laus í Ölfusi fyr­ir um viku og drepið þar hóp fjár. Meira »

Unnur fulltrúi stjórnvalda í loftslagsmálum

11:56 Unni Brá Konráðsdóttur, aðstoðarmanni ríkisstjórnarinnar, verður falið að tryggja samhæfingu loftslagsmála fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Þetta var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun að tillögu forsætisráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra. Meira »

Tekist á um bótagreiðslu Wow air

11:51 Héraðsdómur Reykjavíkur tekur fyrir mál 71 farþega gegn flugfélaginu Wow air í hádeginu, en að sögn lögmanns farþeganna snýst málið um 400 evra greiðslu sem félagið neitaði að greiða fólkinu þrátt fyrir að 19 klukkustunda seinkun hafi orðið á flugi Wow air frá Varsjá til Íslands í apríl 2016. Meira »

Vill að fatlaðir megi aka á göngugötum

11:43 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, leggur til á fundi borgarstjórnar á eftir að handhöfum stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða verði heimilt að aka um göngugötur í miðborg Reykjavíkur og að leggja bílum sínum í bílastæði á göngugötum. Meira »

Meirihlutinn til útlanda í sumarfríinu

11:22 Tæplega 62% landsmanna ferðuðust til útlanda í sumarfríinu í ár, samkvæmt nýrri könnun Gallup. Er spurningin var fyrst lögð fram fyrir átta árum hafði aðeins þriðjungur Íslendinga ferðast til útlanda um sumarið. Meira »

Ákvörðun um lögbann ekki tekin í dag

10:59 Ákvörðun um hvort lögbann verði sett á vefsíðuna tekjur.is verður ekki tekin í dag. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir að fara þurfi yfir mikinn bunka af skjölum í málinu og að engin ákvörðun liggi fyrir. Meira »

Skemmdu dýptarmæli og hugsanlega vélina

10:34 Lögreglunni á Suðurnesjum barst í gær tilkynning um að skemmdarverk hefðu verið unnin á báti sem stóð á landi í Vogum. Reyndist vera búið að skemma kompás, dýptarmæli og hugsanlega vél bátsins, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Meira »

Teknir með mikið magn fíkniefna

09:28 Tveir ökumenn, sem lögreglan tók úr umferð í gær og fyrradag vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna, reyndust vera með fíkniefni í fórum sínum. Annar þeirra var með á annan tug gramma af kannabisefnum í bílnum en hinn nokkru minna af sömu efnum. Meira »

Eitt á ekki að útiloka annað

09:01 Fjölskylduráðgjafi segir að það skipti miklu máli hvernig staðið sé að forvörnum og stuðningi við foreldra sem eiga börn í neyslu. Aukin sálfræðiþjónusta og fleiri úrræði á vegum hins opinbera sé af hinu góða en nauðsynlegt sé að þriðji geirinn komi áfram að geðheilbrigðis- og fíkniúrræðum. Meira »

Dómstóla að skera úr um brot á sæmdarrétti

08:38 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, telur ekki við hæfi að hún tjái sig efnislega um afdrif lágmyndar Sigurjóns Ólafssonar á húsinu við Síðumúla 20. Vísar ráðherra á höfundarréttarnefnd og telur að það sé dómstóla að skera úr um hvort sæmdarréttur hafi verið brotinn. Meira »

Gæslan auglýsir olíu til sölu

07:57 Landhelgisgæsla Íslands hefur á vef Ríkiskaupa auglýst til sölu olíu. Um er að ræða um 300.000 lítra af flugvélaeldsneyti (steinolíu) og er hún geymd í austur olíubirgðastöð Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Keflavíkurflugvelli. Meira »

Lægðirnar bíða í röðum

06:38 Umhleypingasamir dagar fram undan enda liggja lægðirnar í röðum eftir því að komast til okkar en þetta er ansi algeng staða á haustin að lægðagangur sé mikill, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Hauwa Liman var drepin í nótt

06:24 Vígamenn úr sveitum Boko Haram drápu Hauwa Liman sem starfaði fyrir Rauða krossinn í Nígeríu í nótt. Yves Daccord, framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins, fjallaði um mál starfssystur sinnar í erindi í Háskóla Íslands í gær. Hún var 24 ára gömul þegar hún var drepin. Meira »

Þriðjungur utan þjóðkirkju

05:51 Alls voru 65,6% landsmanna sem búsettir eru hér á landi skráðir í Þjóðkirkjuna 1. október síðastliðinn eða 233.062. Frá 1. desember 2017 hefur þeim fækkað um 2.029 manns eða 0,9%. Meira »

Samfylkingin missir fylgi

05:47 Samfylkingin tapar mestu fylgi allra borgarstjórnarflokkanna samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Meirihlutinn myndi halda velli ef kosið yrði að nýju en VG og Píratar bæta við sig fylgi. Meira »

800 milljóna framúrkeyrsla

05:30 Mikil framúrkeyrsla Félagsbústaða við viðhald á fjölbýlishúsinu Írabakka 2-16 er þriðja málið af því tagi sem upp kemur á stuttum tíma hjá Reykjavíkurborg. Hin eru mikill kostnaður við breytingar á biðstöð Strætó á Hlemmi í Mathöll og endurbætur á bragganum í Nauthólsvík. Meira »

Segir svæðið mettað

05:30 Reykjanesbær hefur hafnað beiðni Útlendingastofnunar um að veita fleiri hælisleitendum þjónustu og þar með að stækka núgildandi samning bæjarins við stofnunina. Meira »

Veiking krónu gæti leitt til fleiri starfa

05:30 Gera má ráð fyrir að veiking krónu muni leiða til breytinga á neyslumynstri erlendra ferðamanna. Sú breyting mun þó taka tíma. Meira »
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Honda Jass 2013
Til sölu Honda Jass árgerð 2013 ekinn 70.000 sjálfsk Góður og vel með farinn bil...
Bókhaldsþjónusta
Langar þig að losna við bókhaldið? Tek að mér bókhald, reikningagerð, launabókha...