28 milljóna sekt fyrir skattabrot

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. mbl.is/Ófeigur

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu rúmlega 28 milljóna króna sektar fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum.

Fyrir dómi játaði maðurinn sök.

Héraðssaksóknari ákærði manninn 12. apríl síðastliðinn og var málið dómtekið 19. september. Maðurinn var framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins Final, sem nú er gjaldþrota, þegar brotin áttu sér stað.

Hann var ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum félagsins á lögmæltum tíma, samtals að upphæð 5.995.932 króna, og fyrir að hafa ekki staðið skil á skilagreinum félagsins vegna staðgreiðslu opinberra gjalda á lögmæltum tíma, samtals að upphæð 8.154.467 krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert