Engar upplýsingar fengið frá lögreglu

Lögregla kvaðst ekki geta gert grein fyrir einstökum þáttum málsins …
Lögregla kvaðst ekki geta gert grein fyrir einstökum þáttum málsins þegar mbl.is leitaði þess. mbl.is/​Hari

Starfmannaleiguþjónustan Manngildi hefur engar upplýsingar fengið frá lögreglu vegna starfsmannanna níu sem grunaðir eru um skjalafals. Þegar lögfræðingur Ingimars Skúla Sævarssonar, eiganda og framkvæmdastjóra Manngildis, óskaði eftir upplýsingum um mennina frá lögreglu til að hægt væri að gera ráðstafanir innan fyrirtækisins fékk hann þær ekki.

Tryggvi Agnarsson lögmaður segir að í ljós hafi komið um hverja var að ræða þegar þeim var sleppt eftir skýrslutökur, en að ótækt væri að vinnuveitandi fengi upplýsingar um það úr fjölmiðlum að starfsfólk hans þurfi að melda sig reglulega á lögreglustöð. „Hvað á vinnuveitandinn að gera? Á hann að reka mennina úr vinnu og segjast hafa heyrt það í fjölmiðlum að þeir séu ólöglegir í landinu?“

Þá segir Tryggvi að málið horfi þannig við þeim að lögregla hafi vitað af því að mennirnir hefðu framvísað ólögmætum skilríkjum hjá Þjóðskrá áður en þeir voru ráðnir til starfa hjá Manngildi í september, og hafi þannig leitt menn í gildru.

Lögregla kvaðst ekki geta gert grein fyrir einstökum þáttum málsins þegar mbl.is leitaði þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert