Fermetraverðið komið í 538 þúsund í miðborginni

Frakkastígur. Fasteignaverðið hefur hækkað.
Frakkastígur. Fasteignaverðið hefur hækkað. mbl.is/Árni Sæberg

Meðalverð seldra íbúða í 101 Reykjavík var 538 þúsund krónur á fermetrann á þriðja fjórðungi í ár. Það er um 20 þúsund krónum hærra en á fjórða fjórðungi í fyrra.

Fermetraverð seldra íbúða hefur einnig hækkað í Hlíðunum, Vesturbænum og Grafarvogi í ár en staðið í stað í Seljahverfinu. Verð í Breiðholti er nú lægra en í lok árs 2017. Þetta má lesa úr greiningu Þjóðskrár Íslands fyrir Morgunblaðið. Kostar dæmigerð 100 fermetra íbúð í Grafarvogi nú 43 milljónir.

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir tölur Þjóðskrár benda til að miðborgarálagið sé að festa sig í sessi. Álag á eignir miðsvæðis hafi áður verið fremur hóflegt. Hann segir aðspurður að eftir því sem verðið sé hærra, og hvert prósent vegi þyngra, megi ætla að prósentuhækkanir verði minni en síðustu misseri. Jaðarsvæði séu að verða of dýr fyrir tekjulága.

Greiðslugetan breytist minna

„Með því styttist í að verðið fari fram yfir greiðslugetu umtalsverðs hóps kaupenda. Greiðslugetan hefur enda verið að breytast mun hægar.“

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavik Economics, jafnvægi að skapast á íbúðamarkaði eftir miklar hækkanir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert