Fór fram á aukna refsingu yfir Hreiðari

Hreiðar Már Sigurðsson ásamt verjanda sínum í héraðsdómi.
Hreiðar Már Sigurðsson ásamt verjanda sínum í héraðsdómi. mbl.is/Hari

Saksóknari fór í dag fram á að Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, yrði gerð aukin refsing við þau sjö ár sem hann hefur þegar hlotið í þremur öðrum sakamálum. Fór saksóknari fram á að Hreiðar yrði dæmdur í 12-15 mánaða fangelsi í innherja- og umboðsvikamáli sem tengist einkahlutafélaginu Hreiðari Má Sigurðssyni ehf. Þá fór saksóknari fram á að Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings, yrði dæmd í 6-9 mánaða fangelsi vegna hlutdeildar í brotum Hreiðars, en að til greina komi að skilorðsbinda dóminn.

Saksóknari sagði að meint brot Hreiðars væru annars eðlis en í þeim málum sem hann hefur verið sakfelldur hingað til. Í þessu máli væri um persónulega auðgun hans að ræða og það ætti að meta honum til refsiþyngingar. Á móti til mildunar væri langt um liðið síðan brotin væru framin.

Refsihámark fyrir brot af þessu tagi eru 6 ár og því hefur Hreiðar þegar farið upp fyrir refsihámarkið með dómi héraðsdóms í Marple-málinu svokallaða. Áður hafði hann hlotið 5,5 ára dóm í al Thani-málinu og 6 mánaða dóm í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings.

Í málflutningi sínum sagði saksóknari að Hreiðar hefði misnotað aðstöðu sína sem bankastjóri með því að hafa gefið fyrirmæli um viðskipti til handa félaginu Hreiðar Már Sigurðsson ehf. (HMS), sem var í hans eigu og endanlegur eigandi þeirra bréfa sem Hreiðar nýtti sér kauprétt að. Viðskiptin leiddu svo til þess að hann fékk lánað frá bankanum fyrir kaupunum.

Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari vill þyngri refsingu yfir Hreiðar.
Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari vill þyngri refsingu yfir Hreiðar. mbl.is/Hari

Ólíkt því sem áður hafði verið gert, þegar bankinn lánaði fyrir bréfunum á kaupréttargengi, sagði saksóknari að árið 2008, tveimur mánuðum fyrir hrun bankans, hafi Hreiðar selt bréfin til HMS á markaðsvirði, sem var um 320 milljón krónum meira en kaupréttargengið. Samhliða hafi hann fengið lánað frá bankanum vegna markaðsverðs, án þess að stjórn bankans hafi samþykkt lánveitinguna.

Segir saksóknari að með því hafi Hreiðar í raun innleyst hagnað af bréfunum miðað við markaðsverð þeirra þennan dag. Var upphæðin notuð til að greiða skattaskuldbindingar Hreiðars og sagði saksóknari að ekki skipti máli í hvað hagnaðurinn væri notaður. Hafi hann auk þess sem forstjóri bankans vitað að gengi bankans væri of hátt skráð á markaði og nýtt sér það til að innleysa hagnaðinn. Vísaði saksóknari meðal annars í fyrri dóma sem Hreiðar hefur hlotið varðandi markaðsmisnotkun og sagði að Hreiðar hefði haft frekari upplýsingar en aðrir fjárfestar á markaði. Því hefði hann í raun með viðskiptunum nýtt sér innherjaupplýsingar þegar hann ákvað að selja félaginu bréfin og þar með taka út hagnað upp á 320 milljónir. Hefði hann því selt bréfin til HMS og innleyst hagnað á sama tíma og hann vissi að gengi bréfa Kaupþings væri hærra en það ætti að vera.

Við skýrslutöku í gær vísaði vörnin meðal annars til þess að stjórn hafi árið 2005 samþykkt veitingu lána til starfsmanna vegna nýtingu kauprétta þeirra. Þetta hafi í raun verið ígildi samþykktar á framtíðar lánveitingum og því hafi stjórn ekki þurft að staðfesta sérstaklega lánveitinguna til Hreiðars þegar hann óskaði eftir að nýta kaupréttinn árið 2008.

Saksóknari fór fram á 6-9 mánaða dóm yfir Guðnýju Örnu ...
Saksóknari fór fram á 6-9 mánaða dóm yfir Guðnýju Örnu Sveinsdóttur. mbl.is/Þorsteinn

Saksóknari sagði þetta hins vegar ekki standast skoðun. Sagði hann að stjórnin hafi árið 2005 aðeins samþykkt stefnu um kauprétti, meðal annars að starfsmenn eigi að fjármagna kaupin hjá bankanum en ekki þriðja aðila. Sagði saksóknari að árin 2005-2007 hefði stjórn samþykkt sérstaklega lánveitingar til Hreiðars og Sigurðar Einarssonar stjórnarformanns þegar þeir nýttu kauprétti sína og að árið 2008 hefði stjórnin einnig átt að samþykkja lánveitingu.

Saksóknari gerði lítið úr skýrslugjöf fjögurra vitna sem mættu fyrir dóminn í gær. Meðal annars var eitt vitnið núverandi héraðsdómari. Sagði saksóknari að dómarinn hafi sem yfirlögfræðingur Kaupþings verið náinn samstarfsmaður Hreiðars um margra ára skeið. Þá véfengdi hann skýrslugjöf fyrrverandi formanns starfskjaranefndar stjórnar bankans sem hann sagði hafa verið með stöðu sakbornings í upphafi málsins og að framburður hans hafi litast af því.

Saksóknari sagði að meint brot Guðnýjar væru alvarlegs eðlis í trúnaðarstarfi og að hún hafi stutt að „verulegu og nauðsynlegu leyti við brot Hreiðars.“  Sagði saksóknari að henni hafi ekki getað dulist að um væri að ræða lánveitingu sem væri annars eðlis en hingað til hefði verið veitt í tengslum við kauprétti. Þá gat henni ekki dulist að tryggingar vegna lánveitingarinnar voru ófullnægjandi og ekki í tengslum við reglur bankans. Þá hafi samskipti hennar í tengslum við afgreiðslu málsins gefið „henni tilefni sem fjármálastjóri til að staldra við.“

Saksóknari tók fram að ekkert hafi komið fram um að brot hennar gætu falið í sér persónulega auðgun. Þá mætti meta ásetningsstig hennar lágt, en að hann teldi hæfilega refsingu engu að síður vera 6-9 mánuðir. Tók hann jafnframt fram að hann teldi koma til greina að skilorðsbinda refsingu hennar.

mbl.is

Innlent »

Andlát: Snædís Gunnlaugsdóttir

05:30 Snædís Gunnlaugsdóttir, lögfræðingur á Kaldbak við Húsavík, lést í fyrradag, 66 ára að aldri. Snædís vann mikið að umhverfismálum, sérstaklega skógrækt og landgræðslu. Meira »

Áhættan í kerfinu hófleg

05:30 Nýtt álagspróf Seðlabankans sýnir að efnahagur viðskiptabankanna þriggja er traustur og þeir gætu hæglega staðið af sér víðtæk áföll í hagkerfinu. Bendir nýr aðstoðarseðlabankastjóri á að áhætta í fjármálakerfinu sé enn hófleg, þótt hún hafi aukist. Meira »

Áfram um 3,6 mínútur á ári

05:30 Konur eru hvattar til að leggja niður störf klukkan 14:55 í dag, á kvennafrídeginum. Þá hafa þær unnið fyrir launum sínum, sem samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu eru 74% af meðaldagvinnutekjum karla. Meira »

Tímamótaþing ASÍ í dag

05:30 Tímamótaþing Alþýðusambands Íslands (ASÍ) hefst í dag. Fyrir liggur að um 300 þingfulltrúar úr 48 stéttarfélögum munu kjósa nýja forystumenn ASÍ á föstudag. Þingið mun m.a. ræða tekjuskiptingu og jöfnuð, jafnvægi atvinnuþátttöku og einkalífs, tækniþróun og skipulag vinnunnar. Meira »

Þurftu að snúa aftur til hafnar

05:30 Bandarísku herskipin USS New York og USS Gunston Hall þurftu að snúa aftur til hafnar í gær eftir að hafa fengið á sig brotsjó. Lögðust þau að bryggju við Skarfabakka. Meira »

256 tonna samdráttur í sölu

05:30 Sala á kindakjöti dróst verulega saman í sumar. Síðustu þrjá mánuði var salan 7,3% minni en sömu mánuði á síðasta ári. Mestur var samdrátturinn í ágúst, 18,5%, og 3,7% í júlí. Hins vegar var salan í september 0,4% meiri en í fyrra. Meira »

Drangajökull verði að þjóðlendu

05:30 Ríkið gerir kröfu um að sá hluti Drangajökuls sem tilheyrir Strandasýslu verði þjóðlenda. Ekki eru gerðar aðrar kröfur á svæði 10A sem nær yfir Strandasýslu og fyrrverandi Bæjarhrepp í Hrútafirði. Þess ber að geta að meginhluti jökulsins tilheyrir öðru kröfusvæði, 10B (Ísafjarðarsýslur). Meira »

Halda 24 stunda loftslagsmaraþon

Í gær, 22:00 Loftslagsmaraþonið (Climathon) verður haldið í annað sinn hér á landi á föstudaginn kemur, 26. október, og fram á laugardagsmorgun. Justine Vanhalst, sérfræðingur hjá Matís og verkefnastjóri Climathon 2018 fyrir Reykjavíkurborg, segir skráningu ljúka á fimmtudag og því enn tækifæri til að taka þátt. Meira »

Gögn og gróður jarðar

Í gær, 21:10 Fólk verður að geta bjargað sér í harðindum. Íslendingar verða að geta nýtt sér náttúruna, svo sem gróðurinn. Grasnytjar úr flóru Íslands eru umfjöllunarefni Guðrúnar Bjarnadóttur náttúrufræðings í Hespuhúsinu á Hvanneyri. Meira »

Mörk leyfilegs áfengismagns verði lækkuð

Í gær, 20:48 Meðal nýmæla í frumvarpi að nýjum umferðarlögum, sem Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mælti fyrir á Alþingi í dag, er að lögbinda hjálmaskyldu barna en í dag er einungis kveðið á um hana í reglugerð. Hjólreiðakafli núgildandi laga hefur verið tekinn til heildarendurskoðunar og reglur um hjólreiðar skýrðar betur. Meira »

„Mesti rógburður og óhróður“ sögunnar

Í gær, 20:39 Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, segir ásakanir Heiðveigar Maríu Einarsdóttur, sem hyggst bjóða sig fram til að gegna formannsembættinu, vera rógburð og óhróður af óþekktri stærðargráðu í íslenskri verkalýðssögu. Meira »

Jón leiðir hóp um félagsleg undirboð

Í gær, 18:58 Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri, er formaður nýs samstarfshóps sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað til að sporna gegn félagslegum undirboðum á innlendum vinnumarkaði. Meira »

Tillagan væri gríðarlegt bakslag

Í gær, 18:23 „Enn eina ferðina vegur voldugt þjóðríki að réttindum hinsegin fólks um leið og það hreykir sér af vernd frelsis og mannréttinda,“ segir í yfirlýsingu fjögurra samtaka vegna þeirra frétta sem borist hafa frá Bandaríkjunum um að til standi að endurskilgreina kyn í bandarískum lögum. Meira »

Túnfiskverkun að japönskum sið

Í gær, 18:10 Bláuggatúnfiskur, sem þykir vera eitt besta hráefni sem hægt er að fá í matargerð, er ekki oft á boðstólum hér á landi. Í dag var myndarlegur 172 kg fiskur skorinn af japönskum Haítaí-meistara á veitingastaðnum Sushi-Social í tilefni af túnfiskhátíð staðarins. mbl.is fylgdist með handbragðinu. Meira »

Vill gera breytingar og hreinsa til

Í gær, 18:09 „Ég hef verið talsmaður þess að gera verulegar breytingar á hreyfingunni og hreinsa til, eins og ég kalla það,“ segir Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík. Þing ASÍ hefst á morgun en Aðalsteinn vill ekki gefa út hvern hann styður til forseta sambandsins. Meira »

Dæmdur fyrir að skalla mann

Í gær, 17:34 Karlmaður var í dag dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás á bifreiðastæði utan við lager Skagans hf. á Akranesi í janúar 2016. Var maðurinn ákærður fyrir að hafa veist að öðrum karlmanni þegar hann steig út úr bifreið sinni og skallað hann í andlitið með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut nefbrot, bólgur og mar í andliti. Meira »

Seðlabankinn greip inn í markaðinn

Í gær, 17:30 Seðlabanki Íslands greip inn í veikingu krónunnar með kaupum á krónum á gjaldeyrismarkaði laust eftir kl. 15 í dag. Þetta staðfestir Stefán Jóhann Stefánsson upplýsingafulltrúi Seðlabankans í samtali við mbl.is. Meira »

Grunaður um að koma ekki til aðstoðar

Í gær, 16:20 Maðurinn sem var handtekinn vegna andláts ungrar konu á heimili sínu á Akureyri á sunnudagsmorgun er grunaður um að hafa ekki komið henni til aðstoðar. Meira »

Brotist inn í apótek og lyfjum stolið

Í gær, 15:41 Í gær var brotist inn í Apótek Suðurnesja og þaðan stolið miklu magni lyfja. Aðallega var um að ræða ýmsar tegundir verkjalyfja og og annarra ávanabindandi lyfja og og er andvirði þess sem stolið var áætlað á fjórða hundrað þúsund krónur. Meira »
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEIT OLIA OG STEINAR- RÓAR HUGANN OG GEFUR BÆTTA LÍÐAN. tÍMAPANTANIR SIMI 8...