Fór fram á aukna refsingu yfir Hreiðari

Hreiðar Már Sigurðsson ásamt verjanda sínum í héraðsdómi.
Hreiðar Már Sigurðsson ásamt verjanda sínum í héraðsdómi. mbl.is/Hari

Saksóknari fór í dag fram á að Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, yrði gerð aukin refsing við þau sjö ár sem hann hefur þegar hlotið í þremur öðrum sakamálum. Fór saksóknari fram á að Hreiðar yrði dæmdur í 12-15 mánaða fangelsi í innherja- og umboðsvikamáli sem tengist einkahlutafélaginu Hreiðari Má Sigurðssyni ehf. Þá fór saksóknari fram á að Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings, yrði dæmd í 6-9 mánaða fangelsi vegna hlutdeildar í brotum Hreiðars, en að til greina komi að skilorðsbinda dóminn.

Saksóknari sagði að meint brot Hreiðars væru annars eðlis en í þeim málum sem hann hefur verið sakfelldur hingað til. Í þessu máli væri um persónulega auðgun hans að ræða og það ætti að meta honum til refsiþyngingar. Á móti til mildunar væri langt um liðið síðan brotin væru framin.

Refsihámark fyrir brot af þessu tagi eru 6 ár og því hefur Hreiðar þegar farið upp fyrir refsihámarkið með dómi héraðsdóms í Marple-málinu svokallaða. Áður hafði hann hlotið 5,5 ára dóm í al Thani-málinu og 6 mánaða dóm í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings.

Í málflutningi sínum sagði saksóknari að Hreiðar hefði misnotað aðstöðu sína sem bankastjóri með því að hafa gefið fyrirmæli um viðskipti til handa félaginu Hreiðar Már Sigurðsson ehf. (HMS), sem var í hans eigu og endanlegur eigandi þeirra bréfa sem Hreiðar nýtti sér kauprétt að. Viðskiptin leiddu svo til þess að hann fékk lánað frá bankanum fyrir kaupunum.

Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari vill þyngri refsingu yfir Hreiðar.
Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari vill þyngri refsingu yfir Hreiðar. mbl.is/Hari

Ólíkt því sem áður hafði verið gert, þegar bankinn lánaði fyrir bréfunum á kaupréttargengi, sagði saksóknari að árið 2008, tveimur mánuðum fyrir hrun bankans, hafi Hreiðar selt bréfin til HMS á markaðsvirði, sem var um 320 milljón krónum meira en kaupréttargengið. Samhliða hafi hann fengið lánað frá bankanum vegna markaðsverðs, án þess að stjórn bankans hafi samþykkt lánveitinguna.

Segir saksóknari að með því hafi Hreiðar í raun innleyst hagnað af bréfunum miðað við markaðsverð þeirra þennan dag. Var upphæðin notuð til að greiða skattaskuldbindingar Hreiðars og sagði saksóknari að ekki skipti máli í hvað hagnaðurinn væri notaður. Hafi hann auk þess sem forstjóri bankans vitað að gengi bankans væri of hátt skráð á markaði og nýtt sér það til að innleysa hagnaðinn. Vísaði saksóknari meðal annars í fyrri dóma sem Hreiðar hefur hlotið varðandi markaðsmisnotkun og sagði að Hreiðar hefði haft frekari upplýsingar en aðrir fjárfestar á markaði. Því hefði hann í raun með viðskiptunum nýtt sér innherjaupplýsingar þegar hann ákvað að selja félaginu bréfin og þar með taka út hagnað upp á 320 milljónir. Hefði hann því selt bréfin til HMS og innleyst hagnað á sama tíma og hann vissi að gengi bréfa Kaupþings væri hærra en það ætti að vera.

Við skýrslutöku í gær vísaði vörnin meðal annars til þess að stjórn hafi árið 2005 samþykkt veitingu lána til starfsmanna vegna nýtingu kauprétta þeirra. Þetta hafi í raun verið ígildi samþykktar á framtíðar lánveitingum og því hafi stjórn ekki þurft að staðfesta sérstaklega lánveitinguna til Hreiðars þegar hann óskaði eftir að nýta kaupréttinn árið 2008.

Saksóknari fór fram á 6-9 mánaða dóm yfir Guðnýju Örnu ...
Saksóknari fór fram á 6-9 mánaða dóm yfir Guðnýju Örnu Sveinsdóttur. mbl.is/Þorsteinn

Saksóknari sagði þetta hins vegar ekki standast skoðun. Sagði hann að stjórnin hafi árið 2005 aðeins samþykkt stefnu um kauprétti, meðal annars að starfsmenn eigi að fjármagna kaupin hjá bankanum en ekki þriðja aðila. Sagði saksóknari að árin 2005-2007 hefði stjórn samþykkt sérstaklega lánveitingar til Hreiðars og Sigurðar Einarssonar stjórnarformanns þegar þeir nýttu kauprétti sína og að árið 2008 hefði stjórnin einnig átt að samþykkja lánveitingu.

Saksóknari gerði lítið úr skýrslugjöf fjögurra vitna sem mættu fyrir dóminn í gær. Meðal annars var eitt vitnið núverandi héraðsdómari. Sagði saksóknari að dómarinn hafi sem yfirlögfræðingur Kaupþings verið náinn samstarfsmaður Hreiðars um margra ára skeið. Þá véfengdi hann skýrslugjöf fyrrverandi formanns starfskjaranefndar stjórnar bankans sem hann sagði hafa verið með stöðu sakbornings í upphafi málsins og að framburður hans hafi litast af því.

Saksóknari sagði að meint brot Guðnýjar væru alvarlegs eðlis í trúnaðarstarfi og að hún hafi stutt að „verulegu og nauðsynlegu leyti við brot Hreiðars.“  Sagði saksóknari að henni hafi ekki getað dulist að um væri að ræða lánveitingu sem væri annars eðlis en hingað til hefði verið veitt í tengslum við kauprétti. Þá gat henni ekki dulist að tryggingar vegna lánveitingarinnar voru ófullnægjandi og ekki í tengslum við reglur bankans. Þá hafi samskipti hennar í tengslum við afgreiðslu málsins gefið „henni tilefni sem fjármálastjóri til að staldra við.“

Saksóknari tók fram að ekkert hafi komið fram um að brot hennar gætu falið í sér persónulega auðgun. Þá mætti meta ásetningsstig hennar lágt, en að hann teldi hæfilega refsingu engu að síður vera 6-9 mánuðir. Tók hann jafnframt fram að hann teldi koma til greina að skilorðsbinda refsingu hennar.

mbl.is

Innlent »

Báturinn fundinn og skipstjórinn handtekinn

00:11 Báturinn sem leitað var að á norðanverðum Vestfjörðum fyrr í kvöld er fundinn og kominn til hafnar. Ekkert amaði að þeim sem voru um borð, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni, sem aðstoðaði við leitina. Meira »

Tvær tilkynningar eld nánast samtímis

Í gær, 23:48 Um hálftólfleytið bárust slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu tvær tilkynningar um eld, annars vegar á Álfhólsvegi í Kópavogi og hinsvegar í Veghúsum í Grafarvogi. Meira »

Leitað að báti á Vestfjörðum

Í gær, 22:44 Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar a norðanverðum Vestfjörðum hafa verið kallaðar út til leitar að báti.  Meira »

Einn sannleikur gildir ekki fyrir alla

Í gær, 21:41 Nú gerir fólk meiri kröfur en áður um að náið samband veiti ákveðna hamingju og dýpt á tilfinningasviðinu. Því getur verið gott að fræðast sem mest um málið. Í nýútkominni bók, Það sem karlar vilja vita, geta karlar og konur fræðst um leyndarmál um samskipti kynjanna, sem bandarísku höfundarnir hafa kynnst á áratuga langri reynslu sinni sem sálfræðingar. Meira »

„Er bara svona snúningur á öllu“

Í gær, 21:06 Ökumaðurinn trylltur á vettvangi og réðist á þann sem hann ók á og sakaði hann um að vera að þvælast fyrir. Þetta er eitt þeirra verkefna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í tísti um í kvöld. „Þetta er alveg eitthvað sem við höfum séð áður en þetta er ekki daglegt brauð,“ segir lögreglufulltrúi. Meira »

Brjálaðist við vegabréfaskoðun

Í gær, 20:26 Ölvaður karlmaður var handtekinn á Keflavíkurflugvelli fyrr í kvöld en hann hafði brjálast við vegabréfaskoðun. Hann veitti mótspyrnu þegar lögregla hafði afskipti af honum og var því handtekinn og færður á varðstofu. Meira »

Náði að kæla bílinn með snjó

Í gær, 20:10 Tilkynnt var um eld í bifreið fyrir utan verslun á Akureyri fyrir skömmu og fóru bæði lögregla og slökkvilið á staðinn. Búið var að slökkva eldinn þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang en ökumaður bílsins hafði orðið var við reyk í bílnum og náði að kæla niður með snjó áður en verr fór. Meira »

Syngjandi heimilislæknir

Í gær, 19:37 Jólatónleikar Kammerkórs Reykjavíkur, „Kátt er um jólin“, verða í Laugarneskirkju á sunnudag og verður Anna Kristín Þórhallsdóttir, sópran og sérfræðingur í heimilislækningum, gestasöngvari. Meira »

Vilja fá að veiða hvali við Noreg

Í gær, 18:56 Samtök útgerðarmanna í Norður-Noregi hafa farið þess á leit við stjórnvöld að leyfðar verði takmarkaðar vísindaveiðar á stórhvelum. Meira »

„Átti mínar erfiðu stundir“

Í gær, 18:37 Guðrún Ögmundsdóttir segir að það hafi reynt mikið á sig að starfa sem tengiliður vistheimila síðastliðin átta ár en lokaskýrsla um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn var birt í dag. Meira »

Káfaði á kynfærum ungrar dóttur sinnar

Í gær, 18:34 Landsréttur mildaði í dag dóm yfir karlmanni sem héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt í 12 mánaða fangelsi fyrir að káfa á kynfærum barnungrar dóttur sinnar. Stytti Landsréttur dóminn úr 12 mánuðum í níu, en en fullnustu sex mánaða refsingar er frestað haldi maðurinn skilorð í þrjú ár. Meira »

Eyða 38 þúsund á sólarhring í borginni

Í gær, 18:34 Hver erlendur ferðamaður í Reykjavík eyðir nærri fimm sinnum hærri upphæð á hverjum sólarhring en ferðamaður á Hvammstanga. Þetta er meðal niðurstaðna sem kynntar voru í dag úr ferðavenjukönnun sem gerð var á átta stöðum á landinu síðastliðið sumar. Meira »

Ók á gangandi vegfaranda og trylltist

Í gær, 18:08 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var send í verslunarmiðstöð fyrir skömmu, þar sem bíl hafði verið ekið á gangandi vegfaranda. Ökumaðurinn var trylltur á vettvangi, sagður hafa ráðist á þann sem hann ók á og ásakað hann fyrir að hafa verið að þvælast fyrir. Meira »

Fyrstu íbúðir fyrir fólk undir tekjumörkum

Í gær, 17:33 Byggingarverktakinn Mikael ehf. afhenti Íbúðafélagi Hornafjarðar fyrstu leiguíbúðirnar sem byggðar eru samkvæmt nýjum lögum um almennar íbúðir, en þau miða að því að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum. Meira »

„Þessi hópur á verðskuldað sólskin“

Í gær, 17:28 Fram kom í máli Guðrúnar Ögmundsdóttur, tengiliðs vistheimila, og Halldórs Þormars Halldórssonar, umsjónarmanns sanngirnisbóta hjá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, á blaðamannfundi í dómsmálaráðuneytinu að þau hafi mætt verkefninu að auðmýkt og virðingu fyrir fólkinu sem sótti um bæturnar. Meira »

Geti sinnt störfum án ofbeldis og áreitni

Í gær, 16:56 Stjórn Samtaka íþróttafréttamanna sendi frá sér yfirlýsingu nú fyrir stundu vegna atviks sem kom upp á HM karla í fótbolta í Rússlandi í sumar, en þá kvartaði Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, undan Hirti Hjartarsyni, þáverandi íþróttafréttamanni á Stöð 2, til öryggisnefndar KSÍ. Meira »

Þingmenn komnir í jólafrí

Í gær, 16:44 „Þingið hefur skilað góðu verki í þingstörfum síðustu vikur. 44 mál hafa hlotið afgreiðslu úr nefndum og eru orðin að lögum eða ályktunum Alþingis,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, við lok síðasta þingfundar á þessu ári. Meira »

Segir Helgu hafa verið boðaða á alla fundi

Í gær, 16:44 Öllum nefndarmönnum í tilnefningarnefnd VÍS var gefinn kostur á að koma sínum athugasemdum og tillögum að við vinnslu lokaskýrslu nefndarinnar. Hins vegar eru engar heimildir fyrir því að nefndarmenn skili sératkvæði. Þetta segir Sandra Hlíf Ocares, formaður tilnefningarnefndar VÍS í tilkynningu. Meira »

Stuðningur við bækur á íslensku festur í lög

Í gær, 16:39 Frumvarp um stuðning við útgáfu bóka á íslensku var samþykkt á Alþingi í dag. Með því verður komið á fót stuðningskerfi sem heimilar endurgreiðslu 25% beins kostnaðar vegna útgáfu bóka á íslensku. Meira »
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Faglærður húsasmiður .
B.Bollason ehf. Byggingaverktaki. Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og f...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Bækurnar að vestan slá í gegn!
Hvaða nýju bækur skyldu þetta nú vera? Brautryðjendur fyrir vestan, Að fortíð s...