Ónotaðir afsláttarmiðar í göngin voru 135 þúsund

Ónotuðu afsláttarmiðarnir enda í pappírstætara Spalar.
Ónotuðu afsláttarmiðarnir enda í pappírstætara Spalar.

Þegar innheimtu veggjalda í Hvalfjarðargöngin var hætt um mánaðamótin voru ónotaðir afsláttarmiðar úti í þjóðfélaginu um 135.000 talsins. Andvirði þeirra er 85,7 milljónir króna.

Sem kunnugt er mun Spölur endurgreiða miðana og er nú þegar búið að skila 9.500 miðum til fyrirtækisins, að sögn Gylfa Þórðarsonar framkvæmdastjóra. Ef allir miðarnir skila sér munu þeir vega 120 kíló. Miðarnir enda síðan í pappírstætara Spalar. Þegar mest var, árið 2016, voru útistandandi 180.000 miðar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Olíudreifing ehf. að Hólmaslóð 8-10 í Reykjavík tekur við afsláttarmiðum og skrifstofa Spalar á Akranesi sömuleiðis. Afsláttarmiðum má svo skila í umslagi og senda í pósti til Spalar. Með þurfa að fylgja upplýsingar um nafn sendanda, kennitölu, símanúmer og bankaupplýsingar. Ekki dugir að senda ljósrit, en borið hefur á því.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert