Tillaga um alvöru átak í vegamálum

Jón Gunnarsson og Vilhjálmur Árnason kynntu tillögurnar ásamt Ólafi Guðmundssyni. …
Jón Gunnarsson og Vilhjálmur Árnason kynntu tillögurnar ásamt Ólafi Guðmundssyni. Jón hyggst kynna þær á fundum um allt land. mbl.is/Árni Sæberg

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, vill leggja í mikið samgönguátak næstu sex árin. Í það verði lagðir 65 milljarðar.

Verkefnið verði fjármagnað með lánum sem greidd verði til baka á 20-25 árum með hóflegum veggjöldum. Jón kynnti hugmyndirnar sem nokkrir þingmenn flokksins hafa unnið að undir heitinu Það er til önnur leið, á fundi sem umhverfis- og samgöngunefnd Sjálfstæðisflokksins efndi til.

Jón segir að búið sé að bæta umtalsvert við fjármagni í tíð núverandi og síðustu ríkisstjórna. Samt sem áður séu vonbrigði um allt land. „Það er því gott að við tökum umræðuna um það hvort við getum stigið stærri og betri skref, farið í alvöru átak á næstu sex árum sem mun gjörbreyta landslaginu í samgöngumálum,“ segir Jón.

Hann vill að þrem meginstofnæðum út frá Reykjavík verði komið í varanlegt horf á næstu sex árum. Á hann þar við Suðurlandsveg austur fyrir Selfoss með nokkrum mislægum gatnamótum og nýja brú á Ölfusá, Reykjanesbraut frá Kaplakrika að Flugstöð og Vesturlandsveg í Borgarnes. Fjöldi annarra verkefna er nefndur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert