Alls ekkert „rip-off“

Þorgils Þorgilsson og Sindri Þór Stefánsson við þingfestingu í málinu.
Þorgils Þorgilsson og Sindri Þór Stefánsson við þingfestingu í málinu. mbl.is/Eggert

„Þetta er látið líta út eins og eitthvert „rip-off“ en það er alls ekki þannig,“ segir Þorgils Þorgilsson, lögmaður Sindra Þórs Stefánssonar. Sindri greiddi 2,5 milljónir króna í tryggingarfé til þessa að losa sig undan farbanni og er staddur á Spáni með fjölskyldu sinni.

Sindri er ákærður, ásamt sex öðrum, fyr­ir þjófnað á 600 tölv­um úr gagna­ver­um á Reykja­nesi í des­em­ber og janú­ar sl. og hafði hann verið úr­sk­urðaður í far­bann til 25. októ­ber næst­kom­andi vegna máls­ins.

Þorgils segir að það sé ekki svo að fólk geti bara borgað sig úr farbanni. Hann tekur dæmi úr kvikmyndaheiminum og segir að þetta sé eins og algengt er í glæpamyndum þegar fólk er „out on bail“ eða laust gegn tryggingu.

Þorgils segir að meðal þvingunarráðstafana sem lögregla getur krafist er gæsluvarðhald, farbann og svo að einstaklingur þurfi að reiða fram tryggingu til að tryggja viðveru hans. Í þessu tilviki krafðist ákæruvaldið  þess að Sindri sæti farbanni. Sú krafa var samþykkt en lögmaður Sindra krafðist þess að farbanni yrði aflétt. Til þess að tryggja, þrátt fyrir afléttingu á farbanni, að aðili mæti fyrir dómi eða þá að þola refsingu er sett kvöð um tryggingu.

Mæti aðilinn ekki, í þessu tilviki Sindri, yrði sú fjárhæð sem tryggingin er að andvirði í eigu ríkisinins. Ákvörðun um afléttingu á farbanni og þá í stað að aðili þurfi að reiða fram tryggingu verður að vera úrskurðað um af dómara, líkt og í þessu tilviki.

Ekki geti hver sem er reitt fram tryggingu þegar hann hafi verið úrskurðaður í farbann. Það er skilyrði fyrir tryggingu að farbanni sé aflétt og fjárhæð sem dómari kveður á um í úrskurði lögð fram til lögreglu.

„Þú tryggir komu þína og þeir fjármunir sem þú leggur fram eru fjármunir til að standa undir kostnaði við það ef það þarf að sækja þig,“ segir Þorgils og bætir við að með þessu sé tryggt að Sindri komi aftur og verði viðstaddur aðalmeðferð í málinu.

Sindri reiddi fram tryggingafé í stað þess að sitja í ...
Sindri reiddi fram tryggingafé í stað þess að sitja í farbanni. mbl.is/Eggert

Spurður hvers vegna Sindri hafi ákveðið að fara þessa leið, tveimur vikum áður en farbannið hefði runnið út, segir Þorgils að skjólstæðingur hans hafi viljað aðeins víðara frelsi. Mögulega hefði Sindri verið úrskurðaður í lengra farbann 25. október, þótt ómögulegt sé að segja til um það.

Er að senda yfirlýsingu

„Hann er í raun og veru að senda yfirlýsingu um að hann komi aftur og að hann ætli að koma í dóminn og nýta rétt sinn til að fá málið útkljáð fyrir dómstólum.“

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagðist í gær ekki getað svarað því hvort hann teldi hættu á því að Sindri sneri ekki aftur til landsins. „ Við verðum að athuga að maðurinn neitar sök í málinu. Hann hefur rétt á því að málið verði útkljáð fyrir dómstólum. Hann neitar sök og hefur rétt á því að leggja þetta fyrir hlutlausan dómstól.“

Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar.
Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar.

Ekki algengt en hefur gerst áður

Þorgils segir að það sé ekki algengt hér á landi að fólk greiði tryggingafé til að losa sig undan farbanni en það hafi þó gerst áður. „Þetta er ekki þannig að hann geti labbað inn og sagt „hér er fullt af peningum, ég má væntanlega fara.“ Þetta virkar ekki þannig. Í raun og veru er hann að reiða fram tryggingu fyrir því að hann komi til baka. Í því felst yfirlýsing um að hann ætli ekki að flýja réttvísina.“

Hann segir að í hverju máli fyrir sig fari fram ákveðið hagsmunamat. Ekki geti allir lagt fram tryggingu fyrir farbanni. Í þessu tilviki sé hagsmunmatið það að Sindri muni ekki flýja réttvísina; það sé mat ákæruvalds og dómstóla. „Þess vegna fær hann að leggja fram þessa tryggingu til að tryggja að hann komi til baka, af því að ákæruvald og dómstólar telja ólíklegt að hann ætli að flýja réttvísina,“ segir Þorgils.

Hann gerir ráð fyrir því að aðalmeðferð í málinu hefjist í byrjun nóvember.

mbl.is

Innlent »

Vatnsleki á Landspítala

00:00 Kalla þurfti til slökkvilið vegna vatnsleka á Landspítalanum við Hringbraut á ellefta tímanum í kvöld. Um var að ræða lítið rör við vask sem hafði farið í sundur. Einn og hálfan tíma tók að ná vatninu burt. Meira »

Íslenska jólabjórnum vel tekið í Færeyjum

Í gær, 23:13 „Þetta var frábær helgi og við þurftum meira að segja að bæta við aukaviðburði,“ segir Sunneva Háberg Eysturstein, veitingakona í Þórshöfn í Færeyjum. Sunneva er framkvæmdastjóri Bjórkovans og Sirkuss og á fyrrnefnda staðnum var haldin kynning á jólabjórum frá íslenska brugghúsinu Borg á dögunum. Meira »

Biðu í á fjórðu klukkustund

Í gær, 22:35 Allir landgangar á Keflavíkurflugvelli, nema einn, voru teknir í notkun rétt eftir kl. 21 í kvöld og var þegar hafist handa við að koma fólki frá borði. Farþegar í nokkrum flugvélum höfðu setið fastir, en landgöngubrýr voru teknar úr notkun vegna hvassviðris. Meira »

Vilja auka virkni á hlutabréfamarkaði

Í gær, 22:00 Meðal tillagna sem er að finna í hvítbók um fjármálakerfið sem kynnt var í dag, er að finna hugmyndir um hertar reglur um fjárfestingastarfsemi banka og aukið frjálsræði í fjárfestingum á hlutabréfamarkaði í þeim tilgangi að stuðla að aukinni virkni markaðarins. Meira »

Nokkur útköll vegna vonskuveðurs

Í gær, 21:15 Björgunarsveitir á Suðvesturlandi hafa verið kallaðar út í nokkur minni verkefni síðdegis og í kvöld vegna veðurs á Kjalarnesi, Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum. Meira »

Gátu ekki sest á þing vegna anna

Í gær, 21:09 Tveir varamenn voru á undan Ellert B. Schram í röðinni eftir að ljóst var að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, væri farinn í tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum. Hvorugur varamannanna sá sér fært að taka sæti á þingi fyrir jól. Meira »

„Ábyrgðarleysi“ gagnvart Parísarsamningnum

Í gær, 20:55 „Þetta ber vott um ákveðið ábyrgðarleysi og það veldur mér vonbrigðum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, um viðhorf nokkurra ríkja gagnvart skýrslu vísindanefndar Loftslagssamningsins um áhrif 1,5 gráðu hlýnunar andrúmslofts. Meira »

Sitja fastir í flugvélum vegna veðurs

Í gær, 20:18 Farþegar sitja fastir í sex flugvélum á Keflavíkurflugvelli en ekki er hægt að hleypa þeim inn í flugstöðvarbygginguna vegna ofsaveðurs. Auk þess situr áhöfn föst í sjöundu vélinni. Meira »

„Stórt alþjóðlegt vandamál“

Í gær, 20:10 „Þarna var dregin upp raunsæ mynd af því að plastmengunin er stórt alþjóðlegt vandamál,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra eftir að hafa tekið þátt í pallborðsumræðum um plast, samhliða loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Sendi erindi til Persónuverndar

Í gær, 19:51 Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins sem hljóðritaðir voru á Klaustri Bar 20. nóvember sendi Persónuvernd erindi í síðustu viku þar sem þess var krafist að rannsakað yrði hver tók þingmennina upp. Meira »

Leggja til að veggjöld verði tekin upp

Í gær, 19:21 Meirihluti samgöngunefndar Alþingis mun leggja til að veggjöld verði tekin upp um allt landið til að fjármagna vegagerð. Þar með taldar eru allar stofnbrautir inn og út úr höfuðborginni. Meira »

Foster endurgerir Kona fer í stríð

Í gær, 19:18 Jodie Foster mun leikstýra, framleiða og leika í bandarískri endurgerð íslensku kvikmyndarinnar Kona fer í stríð.  Meira »

Traust ekki endurheimt á einum degi

Í gær, 18:50 Lítið traust almennings til bankakerfisins á Íslandi kemur Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra ekki á óvart. Hann segir að þrátt fyrir þá tortryggni sem sé lýsandi fyrir almenna viðhorfið sé hvetjandi að sjá að traustið hafi vaxið ár frá ári. Meira »

Vonaði að þeir væru í tjaldinu

Í gær, 18:25 Skoskur fjallgöngumaður, sem var með þeim Kristni Rúnarssyni og Þorsteini Guðjónssyni í för þegar þeir hugðust ganga á Pumori í Nepal, en þurfti frá að hverfa vegna veikinda, segist hafa fengið sálarró þegar lík íslensku félaganna fundust í síðasta mánuði. Meira »

Græðgi, spilling, okur og hrun

Í gær, 17:58 Fjármálakerfið er samfélagslega mikilvægt, en það er útbreitt vandamál hversu mikið vantraust ríkir í garð kerfisins, að því er kom fram í kynningu hvítbókar um fjármálakerfið í dag. Einnig kom fram að yfir helmingur veit ekki hvert á að leita til þess að leysa úr ágreiningi eða kvarta vegna banka. Meira »

„Fer mér ekki að vera í felum“

Í gær, 17:55 Bára Hall­dórs­dótt­ir, sem tók upp sam­ræður sex þing­manna á barn­um Klaustri í miðbæ Reykja­vík­ur í síðasta mánuði, segist hafa fundið fyrir miklum létti eftir að hún steig fram sem uppljóstrarinn Marvin. „Það fer mér ekki að vera í felum,“ segir Bára í samtali við mbl.is. Meira »

Spurði ráðherra um hæfi vegna tengsla

Í gær, 17:31 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður og varaformaður Viðreisnar, spurði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvort hann teldi viðeigandi að meta hæfi sitt við athugun á gildandi lögum og reglugerðum í kjölfar dóma Hæstaréttar sem féllu á fimmtudag í málum sem vörðuðu úthlutanir aflaheimilda í makríl. Meira »

Ný stjórnarskrá mikilvæg meirihlutanum

Í gær, 17:30 Meirihluta landsmanna, eða 52%, þykir mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Hlutfall þeirra sem kváðu nýja stjórnarskrá mikilvæga lækkaði um fjögur prósentustig frá könnun MMR sem framkvæmd var í september 2017. Meira »

TR skili búsetuskerðingum

Í gær, 17:05 Velferðarráðuneytið þrýstir á Tryggingastofnun ríkisins að skila búsetuskerðingum og tekur þar með undir álit umboðsmanns Alþingis. Þetta kemur fram í minnisblaði frá velferðarráðuneytinu. Meira »