Alls ekkert „rip-off“

Þorgils Þorgilsson og Sindri Þór Stefánsson við þingfestingu í málinu.
Þorgils Þorgilsson og Sindri Þór Stefánsson við þingfestingu í málinu. mbl.is/Eggert

„Þetta er látið líta út eins og eitthvert „rip-off“ en það er alls ekki þannig,“ segir Þorgils Þorgilsson, lögmaður Sindra Þórs Stefánssonar. Sindri greiddi 2,5 milljónir króna í tryggingarfé til þessa að losa sig undan farbanni og er staddur á Spáni með fjölskyldu sinni.

Sindri er ákærður, ásamt sex öðrum, fyr­ir þjófnað á 600 tölv­um úr gagna­ver­um á Reykja­nesi í des­em­ber og janú­ar sl. og hafði hann verið úr­sk­urðaður í far­bann til 25. októ­ber næst­kom­andi vegna máls­ins.

Þorgils segir að það sé ekki svo að fólk geti bara borgað sig úr farbanni. Hann tekur dæmi úr kvikmyndaheiminum og segir að þetta sé eins og algengt er í glæpamyndum þegar fólk er „out on bail“ eða laust gegn tryggingu.

Þorgils segir að meðal þvingunarráðstafana sem lögregla getur krafist er gæsluvarðhald, farbann og svo að einstaklingur þurfi að reiða fram tryggingu til að tryggja viðveru hans. Í þessu tilviki krafðist ákæruvaldið  þess að Sindri sæti farbanni. Sú krafa var samþykkt en lögmaður Sindra krafðist þess að farbanni yrði aflétt. Til þess að tryggja, þrátt fyrir afléttingu á farbanni, að aðili mæti fyrir dómi eða þá að þola refsingu er sett kvöð um tryggingu.

Mæti aðilinn ekki, í þessu tilviki Sindri, yrði sú fjárhæð sem tryggingin er að andvirði í eigu ríkisinins. Ákvörðun um afléttingu á farbanni og þá í stað að aðili þurfi að reiða fram tryggingu verður að vera úrskurðað um af dómara, líkt og í þessu tilviki.

Ekki geti hver sem er reitt fram tryggingu þegar hann hafi verið úrskurðaður í farbann. Það er skilyrði fyrir tryggingu að farbanni sé aflétt og fjárhæð sem dómari kveður á um í úrskurði lögð fram til lögreglu.

„Þú tryggir komu þína og þeir fjármunir sem þú leggur fram eru fjármunir til að standa undir kostnaði við það ef það þarf að sækja þig,“ segir Þorgils og bætir við að með þessu sé tryggt að Sindri komi aftur og verði viðstaddur aðalmeðferð í málinu.

Sindri reiddi fram tryggingafé í stað þess að sitja í ...
Sindri reiddi fram tryggingafé í stað þess að sitja í farbanni. mbl.is/Eggert

Spurður hvers vegna Sindri hafi ákveðið að fara þessa leið, tveimur vikum áður en farbannið hefði runnið út, segir Þorgils að skjólstæðingur hans hafi viljað aðeins víðara frelsi. Mögulega hefði Sindri verið úrskurðaður í lengra farbann 25. október, þótt ómögulegt sé að segja til um það.

Er að senda yfirlýsingu

„Hann er í raun og veru að senda yfirlýsingu um að hann komi aftur og að hann ætli að koma í dóminn og nýta rétt sinn til að fá málið útkljáð fyrir dómstólum.“

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagðist í gær ekki getað svarað því hvort hann teldi hættu á því að Sindri sneri ekki aftur til landsins. „ Við verðum að athuga að maðurinn neitar sök í málinu. Hann hefur rétt á því að málið verði útkljáð fyrir dómstólum. Hann neitar sök og hefur rétt á því að leggja þetta fyrir hlutlausan dómstól.“

Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar.
Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar.

Ekki algengt en hefur gerst áður

Þorgils segir að það sé ekki algengt hér á landi að fólk greiði tryggingafé til að losa sig undan farbanni en það hafi þó gerst áður. „Þetta er ekki þannig að hann geti labbað inn og sagt „hér er fullt af peningum, ég má væntanlega fara.“ Þetta virkar ekki þannig. Í raun og veru er hann að reiða fram tryggingu fyrir því að hann komi til baka. Í því felst yfirlýsing um að hann ætli ekki að flýja réttvísina.“

Hann segir að í hverju máli fyrir sig fari fram ákveðið hagsmunamat. Ekki geti allir lagt fram tryggingu fyrir farbanni. Í þessu tilviki sé hagsmunmatið það að Sindri muni ekki flýja réttvísina; það sé mat ákæruvalds og dómstóla. „Þess vegna fær hann að leggja fram þessa tryggingu til að tryggja að hann komi til baka, af því að ákæruvald og dómstólar telja ólíklegt að hann ætli að flýja réttvísina,“ segir Þorgils.

Hann gerir ráð fyrir því að aðalmeðferð í málinu hefjist í byrjun nóvember.

mbl.is

Innlent »

Úttektin tók 210 klukkustundir

Í gær, 23:37 Það tók innri endurskoðun Reykjavíkurborgar 210 klukkustundir að gera úttekt á verkefni Félagsbústaða við Írabakka, eða tæplega einn og hálfan mánuð. Þetta sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, á borgarstjórnarfundi í kvöld. Meira »

Hyggst láta af störfum formanns

Í gær, 22:22 Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, hyggst láta af störfum að loknu yfirstandandi kjörtímabili. Þetta upplýsir hann í ljósi þess að honum og félögum hans í verkalýðsfélaginu hafi verið lýst sem „samansúrruðum valdagráðugum smákóngum“, sem geri allt til að halda völdum, og að ólíklegt hafi verið talið að hann myndi láta af formennsku „þegjandi og hljóðalaust“. Meira »

Alltof hægt gengið að friðlýsa

Í gær, 22:17 Umhverfis- og auðlindaráðherra er ánægður með umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um friðlýsingar í kvöld og segir að alltof hægt hafi gengið að friðlýsa á undanförnum árum. Þrjú svæði hafi verið send út til kynningar vegna friðlýsingar og fleiri munu fara út á næstu dögum. Meira »

Að lifa og byggja í sátt við náttúru

Í gær, 21:49 Að skera torf í þrjár vikur segir hún hafa verið eins og hugleiðslu fyrir sig. Hún hefur í tvígang komið til Íslands í pílagrímsferð til að læra íslenska torfhúsagerð. Maria Jesus May vill að við lítum til baka og lærum af fortíðinni. Meira »

Hækkunartaktur ekki lægri í 7 ár

Í gær, 21:39 Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,6% á milli mánaða og hægir því enn á 12 mánaða hækkunartakti vísitölunnar, sem er nú 3,9% og hefur ekki verið lægri síðan í maí 2011. Meira »

Tækninotendur aldrei alveg öruggir

Í gær, 21:09 „Það er ástæða fyrir því að fólki er ráðlagt að vera með mismunandi lykilorð og mismunandi aðganga. Það er ekkert öruggt þegar kemur að þessari tækni þó eitthvað sé betur tryggt en annað,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Meira »

Tillaga um lækkun fasteignaskatta felld

Í gær, 21:09 Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði úr 1,65% í 1,60% var felld á borgarstjórnarfundi í kvöld. Meira »

Löng bið í París vegna vélarbilunar

Í gær, 19:59 Farþegar WOW air hafa þurft að bíða í um þrjár og hálfa klukkustund á Charles de Gaulle-flugvellinum í París eftir að vélarbilun kom upp í vél flugfélagsins. Meira »

„Nú fer ég að kippa hlutunum í lag“

Í gær, 19:27 Eigandi City Park Hótel segir að ekki hafi verið búið að skila inn öllum gögnum til byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar til þess að fá byggingarleyfi og viðurkennir að ekki hafi verið rétt staðið að framkvæmdum við stækkun hótelsins við Ármúla 5. Meira »

Leitin að höfundum Íslendingasagnanna

Í gær, 19:22 Dr. Haukur Þorgeirsson málfræðingur mun í kvöld kl. 20:30 halda fyrirlestur í Snorrastofu í Reykholti og ræða meðal annars um leitina að höfundum Íslendingasagnanna. Meira »

Fagnar því að bæjarstjórn vandi sig

Í gær, 19:14 Félagið Stakkberg ehf. fagnar því að bæjarstjórn Reykjanesbæjar vandi skoðun sína á erindi Verkís fyrir hönd félagsins um að skipulags- og matlýsing vegna umbóta á verksmiðju félagsins í Helguvík, verði tekin til meðferðar samkvæmt 43. grein skipulagslaga. Meira »

Innleiðing þjónustustefnu samþykkt

Í gær, 18:57 Rafvædd, bætt og einfölduð þjónusta er markmið nýrrar þjónustustefnu sem borgarstjórn samþykkti að innleiða á fundi sínum í dag. Meira »

Velferðarráðuneytinu verði skipt upp

Í gær, 18:47 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að velferðarráðuneytinu verði skipt upp í heilbrigðisráðuneyti annars vegar og félagsmálaráðuneyti hins vegar. Meira »

Sigli aftur út á sundin árið 2020

Í gær, 18:18 „Það gekk brösuglega í fyrstu,“ segir Guðmundur Hallvarðsson, formaður Hollvinasamtaka Óðins, sem tekinn var í slipp í Reykjavíkurhöfn í gær. Það gekk ekki vandræðalaust, eins og Guðmundur segir frá. Meira »

Dóra Björt: „Tölvan segir nei“

Í gær, 17:22 Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórar og oddviti Pírata, brá á leik á borgarstjórnarfundi í dag og lék þýtt og staðfært atriði úr bresku gamanþáttunum vinsælu Little Britain. Meira »

Birkir Blær hlaut barnabókaverðlaunin

Í gær, 17:01 Birkir Blær Ingólfsson hlaut í dag Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bók sína Stormsker. Í umsögn dómnefndar um verðlaunahandritið segir: „Stormsker – Fólkið sem fangaði vindinn er spennandi frásögn af hugrökkum krökkum í heimi sem er bæði óþægilega kunnuglegur og furðulega framandi.“ Meira »

Tillagan okkar eða tillagan ykkar?

Í gær, 16:46 Tvær keimlíkar tillögur voru á dagskrá borgarstjórnar í dag, um að bæta stöðu barna með annað móðurmál en íslensku í skólakerfi borgarinnar. Olli það nokkru argaþrasi á meðal borgarfulltrúa. Sjálfstæðismenn sögðu að meirihlutinn vildi eigna sér málið. Meira »

Fjórum milljörðum dýrari leið

Í gær, 16:29 Hin svokallaða R-leið um Reykjanes og utanverðan Þorskafjörð er töluvert dýrari en Þ-H-leiðin sem Vegagerðin mælir með. Þetta er niðurstaða skýrslu Vegagerðarinnar. Meira »

Tilkynnt um mun færri kynferðisbrot

Í gær, 16:15 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust sjö tilkynningar um kynferðisbrot í september og hafa þær ekki verið færri á einum mánuði síðan í febrúar 2014. Tilkynningarnar voru einnig 70% færri en meðaltalið síðustu 12 mánuði. Meira »
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...
Hauststemning í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í okt/nóv. Hlý og kósí hús með heitum potti.. Besti vinur...
Reglusöm miðaldra hjón
Reglusöm miðaldra hjón óska eftir 2ja-3ja herbergja íbúð eða stúdíói í Reykjavík...