Alls ekkert „rip-off“

Þorgils Þorgilsson og Sindri Þór Stefánsson við þingfestingu í málinu.
Þorgils Þorgilsson og Sindri Þór Stefánsson við þingfestingu í málinu. mbl.is/Eggert

„Þetta er látið líta út eins og eitthvert „rip-off“ en það er alls ekki þannig,“ segir Þorgils Þorgilsson, lögmaður Sindra Þórs Stefánssonar. Sindri greiddi 2,5 milljónir króna í tryggingarfé til þessa að losa sig undan farbanni og er staddur á Spáni með fjölskyldu sinni.

Sindri er ákærður, ásamt sex öðrum, fyr­ir þjófnað á 600 tölv­um úr gagna­ver­um á Reykja­nesi í des­em­ber og janú­ar sl. og hafði hann verið úr­sk­urðaður í far­bann til 25. októ­ber næst­kom­andi vegna máls­ins.

Þorgils segir að það sé ekki svo að fólk geti bara borgað sig úr farbanni. Hann tekur dæmi úr kvikmyndaheiminum og segir að þetta sé eins og algengt er í glæpamyndum þegar fólk er „out on bail“ eða laust gegn tryggingu.

Þorgils segir að meðal þvingunarráðstafana sem lögregla getur krafist er gæsluvarðhald, farbann og svo að einstaklingur þurfi að reiða fram tryggingu til að tryggja viðveru hans. Í þessu tilviki krafðist ákæruvaldið  þess að Sindri sæti farbanni. Sú krafa var samþykkt en lögmaður Sindra krafðist þess að farbanni yrði aflétt. Til þess að tryggja, þrátt fyrir afléttingu á farbanni, að aðili mæti fyrir dómi eða þá að þola refsingu er sett kvöð um tryggingu.

Mæti aðilinn ekki, í þessu tilviki Sindri, yrði sú fjárhæð sem tryggingin er að andvirði í eigu ríkisinins. Ákvörðun um afléttingu á farbanni og þá í stað að aðili þurfi að reiða fram tryggingu verður að vera úrskurðað um af dómara, líkt og í þessu tilviki.

Ekki geti hver sem er reitt fram tryggingu þegar hann hafi verið úrskurðaður í farbann. Það er skilyrði fyrir tryggingu að farbanni sé aflétt og fjárhæð sem dómari kveður á um í úrskurði lögð fram til lögreglu.

„Þú tryggir komu þína og þeir fjármunir sem þú leggur fram eru fjármunir til að standa undir kostnaði við það ef það þarf að sækja þig,“ segir Þorgils og bætir við að með þessu sé tryggt að Sindri komi aftur og verði viðstaddur aðalmeðferð í málinu.

Sindri reiddi fram tryggingafé í stað þess að sitja í ...
Sindri reiddi fram tryggingafé í stað þess að sitja í farbanni. mbl.is/Eggert

Spurður hvers vegna Sindri hafi ákveðið að fara þessa leið, tveimur vikum áður en farbannið hefði runnið út, segir Þorgils að skjólstæðingur hans hafi viljað aðeins víðara frelsi. Mögulega hefði Sindri verið úrskurðaður í lengra farbann 25. október, þótt ómögulegt sé að segja til um það.

Er að senda yfirlýsingu

„Hann er í raun og veru að senda yfirlýsingu um að hann komi aftur og að hann ætli að koma í dóminn og nýta rétt sinn til að fá málið útkljáð fyrir dómstólum.“

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagðist í gær ekki getað svarað því hvort hann teldi hættu á því að Sindri sneri ekki aftur til landsins. „ Við verðum að athuga að maðurinn neitar sök í málinu. Hann hefur rétt á því að málið verði útkljáð fyrir dómstólum. Hann neitar sök og hefur rétt á því að leggja þetta fyrir hlutlausan dómstól.“

Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar.
Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar.

Ekki algengt en hefur gerst áður

Þorgils segir að það sé ekki algengt hér á landi að fólk greiði tryggingafé til að losa sig undan farbanni en það hafi þó gerst áður. „Þetta er ekki þannig að hann geti labbað inn og sagt „hér er fullt af peningum, ég má væntanlega fara.“ Þetta virkar ekki þannig. Í raun og veru er hann að reiða fram tryggingu fyrir því að hann komi til baka. Í því felst yfirlýsing um að hann ætli ekki að flýja réttvísina.“

Hann segir að í hverju máli fyrir sig fari fram ákveðið hagsmunamat. Ekki geti allir lagt fram tryggingu fyrir farbanni. Í þessu tilviki sé hagsmunmatið það að Sindri muni ekki flýja réttvísina; það sé mat ákæruvalds og dómstóla. „Þess vegna fær hann að leggja fram þessa tryggingu til að tryggja að hann komi til baka, af því að ákæruvald og dómstólar telja ólíklegt að hann ætli að flýja réttvísina,“ segir Þorgils.

Hann gerir ráð fyrir því að aðalmeðferð í málinu hefjist í byrjun nóvember.

mbl.is

Innlent »

Áhrif gjaldþrotsins ekki komin fram

20:18 Mjög erfitt er að spá fyrir um það hvernig sumarvertíðin verður hjá ferðaþjónustufyrirtækjum landsins. Afleiðingarnar af gjaldþroti WOW air komi ef til vill ekki að fullu fram fyrr en í haust. Þá er ekki hægt að segja að greinin hafi náð jafnvægi eftir þá dýfu sem fylgdi brotthvarfi flugfélagsins. Meira »

Alvarlegt vinnuslys í álveri Fjarðaáls

19:47 Alvarlegt vinnuslys varð í álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði um klukkan tvö í dag þegar karlmaður féll fjóra metra á merktri gönguleið í skautsmiðju álversins. Meira »

Sjávarútvegur gæti gert enn betur

19:12 Orkuskipti og notkun umhverfisvænni kælimiðla gætu hjálpað til að draga enn frekar úr losun íslensks sjávarútvegs á gróðurhúsalofttegundum. Meira »

Hækkanir ógn við hagsmuni neytenda

18:46 Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. Neytendur muni ekki sætta sig við óábyrgar verðhækkanir. Meira »

Norðmaður og Dani duttu í lukkupottinn

18:14 Eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Vík­ingalottó­inu í kvöld en í pott­in­um voru rúm­ir 406 milljónir króna. Tveir hlutu ann­an vinn­ing og fengu í sinn hlut 30,9 milljónir króna. Vinningsmiðarnir voru keyptir í Danmörku og Noregi. Meira »

„Þetta er risastór dagur“

18:09 Í dag hefst Lenovo-deildin í rafíþróttum, fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi. Mikil spenna er á meðal áhugafólks um tölvuleiki en hægt verður að fylgjast með keppni í beinni útsendingu. „Þetta er risastór dagur,“ segir formaður Rafíþróttasambandsins um tilefnið en mbl.is kom við í stúdíóinu. Meira »

Andlát: Jensína Andrésdóttir

17:53 Jensína Andrésdóttir, sem var elst allra Íslendinga, lést á skírdag, 18. apríl síðastliðinn, 109 ára og 159 daga gömul. Í janúar á þessu ári náði hún þeim áfanga að verða elst allra Íslend­inga sem hafa búið hér á landi. Meira »

Dæmdur fyrir alvarlega líkamsárás

17:38 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í síðustu viku karlmann á fertugsaldri í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið annan mann með glasi í höfuðið á skemmtistað. Meira »

Bergrún hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur

17:35 Bergrún Íris Sævarsdóttir hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, sem afhent voru í fyrsta sinn í dag í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO. Verðlaunin eru veitt fyrir frumsamið handrit að barna- eða ungmennabók og voru veitt samhliða Barnabókaverðlauna Reykjavíkur í Höfða í dag. Meira »

Hildur, Guðni og Rán verðlaunuð

17:25 Hildur Knútsdóttir, Guðni Kolbeinsson og Rán Flygering hlutu Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar sem afhent voru af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Meira »

„Fólk kemur til að hlusta“

16:17 „Það er mjög skemmtilegt að spila í svona nánu umhverfi, fólk er nálægt og það myndast persónuleg stemning. Fólk kemur líka til að hlusta en ekki til að drekka bjór eða tala í símann,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt undir listmannsnafninu Cell7, sem kemur fram á tónlistarhátíðinni Heima í Hafnarfirði í kvöld. Meira »

Reiknar ekki með frekari breytingum

16:16 Ekki er von á frekari breytingum hjá Airport Associates, sem veit­ir flugaf­greiðsluþjón­ustu á Kefla­vík­ur­flug­velli og m.a. þjón­ustaði WOW air. Meira »

Unnið að nýrri Plánetu-þáttaröð

16:10 Dvöl Sir David Attenborough hér á landi tengist upptökum á nýrri þáttaröð sem mun bera heitið One Planet, Seven Worlds, samkvæmt svari almannatengsladeildar breska ríkisútvarpsins við fyrirspurn mbl.is. Þættirnir verða teknir til sýninga á BBC One og verða sjö talsins. Meira »

Tók myndir af konu í sturtu

15:58 29 ára gamall karlmaður var í gær dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða, fyrir að taka tvær ljósmyndir af konu sem var í sturtu og særa með því blygðunarsemi hennar. Meira »

Fleirum sagt upp í Fríhöfninni

15:54 Gripið verður til frekari uppsagna hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, en það má rekja til þeirra sviptinga sem átt hafa sér stað í flugrekstri hér á landi síðustu vikur. Meira »

Svana nýr formaður Verkfræðingafélagsins

15:31 Svana Helen Björnsdóttir rafmagnsverkfræðingur og framkvæmdastjóri Stika hefur verið kjörin nýr formaður Verkfræðingafélags Íslands. Niðurstöður kosninga til stjórna félagsins voru kynntar á aðalfundi 11. apríl síðastliðinn. Svana Helen tekur við formannsembættinu af Páli Gíslasyni sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Meira »

Kjósendur ánægðastir með Lilju

15:25 Flestir Íslendingar eru ánægðir með frammistöðu Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, eða 67,7% en fæstir eru ánægðir með Sigríði Á. Andersen, 13,8%. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun Maskínu um ánægju Íslendinga með ráðherra. Meira »

Tvö hitamet í hættu fyrir tilviljun

14:35 Ef veðurspár ganga eftir er möguleiki á því að tvö hitamet verði slegin á höfuðborgarsvæðinu á morgun, sumardaginn fyrsta.  Meira »

Dæmd fyrir brot gegn dætrum sínum

14:00 Hjón á Suðurnesjum voru í dag sakfelld fyrir gróf kynferðisbrot gegn dóttur konunnar og dóttur sinni í Héraðsdómi Reykjaness. Maðurinn var dæmdur í 6 ára fangelsi og konan var dæmd í 5 ára fangelsi, samkvæmt Kolbrúnu Benediktsdóttur saksóknara. Meira »
JEMA Bílalyftur í bílskúrinn
Frábærar skæralyftur sem henta í bílskúrinn,lyfta 1,2 m og 2,8T, glussadrifnar...
Hreinsa þakrennur
Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manni...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...