Búið að yfirheyra meintan dúkkuþjóf

Samskonar kynlífsdúkka og sú sem var stolið. Búið er að …
Samskonar kynlífsdúkka og sú sem var stolið. Búið er að yfirheyra annan hinna meintu innbrotsþjófa. mbl.is/Eggert

Búið er að yfirheyra annan þeirra sem sem grunaður er um innbrot í verslunina Adam og Evu í september. Hann hefur hins vegar ekki enn játað aðild að málinu að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóns hjá Lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu.

Greint var frá því í síðustu viku að búið væri að bera kennsl á annan innbrotsþjófinn og að  lögregla hefði lýst eftir honum. Sá er nú fundinn

„Hann er ekki búinn að játa, en það er búið að yfirheyra hann,“ segir Jóhann Karl.

Ekki hef­ur verið lýst eft­ir öðrum ein­stak­lingi í tengsl­um við málið, en á mynd­skeiði úr ör­yggis­kerfi versl­un­ar­inn­ar sást glöggt að um tvo þjófa var að ræða.

Brot­ist var inn í hjálp­ar­tækja­versl­un­ina Adam og Evu við Klepps­veg aðfaranótt föstu­dags­ins 21. sept­em­ber. Inn­brotsþjóf­arn­ir tveir óku bif­reið á inn­gang versl­un­ar­inn­ar og komust þannig inn og stálu kyn­lífs­dúkk­unni Kittý, sem kost­ar um 350.000 krón­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert