Í samfélaginu er sköpunarkraftur

„Listin er haldreipi,“ segir Ingunn Ósk Sturludóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á ...
„Listin er haldreipi,“ segir Ingunn Ósk Sturludóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á Ísafirði. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

„Tónlistarhefðin hér á Ísafirði er sterk og listin er okkur lífsnauðsynleg; athvarf frá hinu daglega amstri og gefur lífinu gildi,“ segir Ingunn Ósk Sturludóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á Ísafirði. Næstkomandi laugardag verður efnt til afmælishátíðar, en skólinn er sjötugur um þessar mundir. Það var á haustdögum 1948 sem skólastarfið hófst, en þá hafði Jónas Tómasson, formaður Tónlistarfélags Ísafjarðar, ráðið Ragnar H. Ragnar sem fyrsta skólastjóra skólans. Ragnar stjórnaði skólanum í áratugi og var driffjöður í menningarlífinu á Ísafirði.

„Ragnar lagði alltaf mikið upp úr því að nemendur í tónlistarnámi kæmu fram opinberlega. Í því skyni stóð hann meðal annars fyrir samæfingum sem haldnar voru á heimili fjölskyldu hans á sunnudögum. Sigríður, dóttir Ragnars, sem síðar tók við skólastjórninni af föður sínum, lagði sömuleiðis mikið upp úr því að skólinn skipaði sterkan sess í menningarlífi bæjarins og svo er enn. Á Vestfjörðum hefur alltaf verið mikill sköpunarkraftur sem endurspeglast í blómlegu menningarlífi. Hér hefur tónlistarlífið verið ríkt í áratugi og tenging við aðrar listgreinar mikil og sterk. Listin hefur verið haldreipi í mannlífinu hér og listviðburðir alla tíð vel sóttir,“ segir Ingunn Ósk Sturludóttir, sem er menntuð söngkona.

Tónleikar á tólf heimilum

Afmælishátíðin á Ísafirði hefst á því að skólalúðrasveit fer um götur bæjarins og spilar fyrir fólk. Sveitin blæs svo hátíðina inn af svölum skólahússins þegar hátíðin verður sett kl. 12. Þar verður meðal annars frumflutt lag eftir Halldór Smárason við texta Steinþórs B. Kristjánssonar, sem er tileinkað skólanum. Við sama tilefni munu kórar og söngnemendur skólans koma fram og opnuð verður sögusýning um tónlistarstarf í bænum síðustu áratugi.

Síðdegis á laugardaginn, eða klukkan 15, hefst svo dagskrá sem ber yfirskriftina Heimilistónar, en þá verða tónleikar á tólf heimilum á Eyrinni á Ísafirði. Þar mun fólkið sem í húsunum býr telja í og flytja tónlist á stofutónleikum; píanóspil, harmonikkuleik, lúðrablástur, raftónlist og söng svo eitthvað sé nefnt.

300 nemendur

Á næstunni verður bryddað upp á ýmsu fleiru í tengslum við afmælið, til dæmis verður barnaóperan Kalli og sælgætisgerðin eftir Hjálmar H. Ragnarsson sett á svið af nemendum og kennurum skólans, en tónskáldið er sonur Ragnars H. Ragnar, sem fyrr er nefndur. Í framhaldinu og til vors verður svo efnt til ýmissa tónleika við skólann og verður fjölbreytni þar ráðandi.

„Skólastarfið er öflugt. Nemendur eru um 300 talsins, sem lætur nærri að sé 10% af íbúafjölda Ísafjarðarbæjar, en við erum með útibú í öllum þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins. Meðal krakkanna er píanónám alltaf vinsælast en gítar, rytmískt samspil og raftónlist hefur komið sterkt inn síðustu árin,“ útskýrir Ingunn um starf skólans þar sem vinna fjórtán kennarar í rúmlega tólf stöðugildum. Kennararnir hafa fjölbreyttan bakgrunn og eru víða að, svo sem frá Ungverjalandi, Póllandi og Eistlandi, en þess ber að geta að fólk frá löndum Austur-Evrópu er mjög áberandi í tónlistarstarfi á landsbyggðinni.

„Mér finnst vert að halda góðu framlagi þessa fólks til haga. Það á uppruna sinn í annarri menningarhefð en hér á landi og einmitt þess vegna auðgar það íslenskt samfélag og tónlistarlíf svo mikið sem raun ber vitni,“ segir Ingunn.

Söngstund og samfélag

Mikilvægt er að öll börn kynnist tónlist og hafi tækifæri til hljóðfæranáms, segir Ingunn.

„Framtíðardraumur okkar í tónlistarskólanum er að tónlistarnám standi öllum til boða og verði jafn sjálfsagt og allt annað skyldubundið nám. Hér á Ísafirði er elsta deild leikskólans í sama húsi og tónlistarskólinn og við bjóðum börnunum að koma reglulega til okkar í söngstund. Grunnskólinn er nánast í næsta húsi við okkur og talsverð samskipti þar á milli,“ segir Ingunn og bætir við að lokum:

„Við ýmis tækifæri hér í bæjarlífinu koma nemendur tónlistarskólans fram; spila í kirkjunni, á hjúkrunarheimilinu, sjúkrahúsinu og víðar. Með þessu alast börn og ungmenni í tónlistarnámi upp við að taka virkan þátt í samfélaginu, leggja sitt af mörkum og hafa áhrif á bæjarbraginn og menningarlífið á svæðinu. Tónlistarnám er gjöf sem endist allt lífið.“

Innlent »

Vatnsleki á Landspítala

00:00 Kalla þurfti til slökkvilið vegna vatnsleka á Landspítalanum við Hringbraut á ellefta tímanum í kvöld. Um var að ræða lítið rör við vask sem hafði farið í sundur. Einn og hálfan tíma tók að ná vatninu burt. Meira »

Íslenska jólabjórnum vel tekið í Færeyjum

Í gær, 23:13 „Þetta var frábær helgi og við þurftum meira að segja að bæta við aukaviðburði,“ segir Sunneva Háberg Eysturstein, veitingakona í Þórshöfn í Færeyjum. Sunneva er framkvæmdastjóri Bjórkovans og Sirkuss og á fyrrnefnda staðnum var haldin kynning á jólabjórum frá íslenska brugghúsinu Borg á dögunum. Meira »

Biðu í á fjórðu klukkustund

Í gær, 22:35 Allir landgangar á Keflavíkurflugvelli, nema einn, voru teknir í notkun rétt eftir kl. 21 í kvöld og var þegar hafist handa við að koma fólki frá borði. Farþegar í nokkrum flugvélum höfðu setið fastir, en landgöngubrýr voru teknar úr notkun vegna hvassviðris. Meira »

Vilja auka virkni á hlutabréfamarkaði

Í gær, 22:00 Meðal tillagna sem er að finna í hvítbók um fjármálakerfið sem kynnt var í dag, er að finna hugmyndir um hertar reglur um fjárfestingastarfsemi banka og aukið frjálsræði í fjárfestingum á hlutabréfamarkaði í þeim tilgangi að stuðla að aukinni virkni markaðarins. Meira »

Nokkur útköll vegna vonskuveðurs

Í gær, 21:15 Björgunarsveitir á Suðvesturlandi hafa verið kallaðar út í nokkur minni verkefni síðdegis og í kvöld vegna veðurs á Kjalarnesi, Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum. Meira »

Gátu ekki sest á þing vegna anna

Í gær, 21:09 Tveir varamenn voru á undan Ellert B. Schram í röðinni eftir að ljóst var að Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, væri farinn í tveggja mánaða leyfi frá þingstörfum. Hvorugur varamannanna sá sér fært að taka sæti á þingi fyrir jól. Meira »

„Ábyrgðarleysi“ gagnvart Parísarsamningnum

Í gær, 20:55 „Þetta ber vott um ákveðið ábyrgðarleysi og það veldur mér vonbrigðum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, um viðhorf nokkurra ríkja gagnvart skýrslu vísindanefndar Loftslagssamningsins um áhrif 1,5 gráðu hlýnunar andrúmslofts. Meira »

Sitja fastir í flugvélum vegna veðurs

Í gær, 20:18 Farþegar sitja fastir í sex flugvélum á Keflavíkurflugvelli en ekki er hægt að hleypa þeim inn í flugstöðvarbygginguna vegna ofsaveðurs. Auk þess situr áhöfn föst í sjöundu vélinni. Meira »

„Stórt alþjóðlegt vandamál“

Í gær, 20:10 „Þarna var dregin upp raunsæ mynd af því að plastmengunin er stórt alþjóðlegt vandamál,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra eftir að hafa tekið þátt í pallborðsumræðum um plast, samhliða loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Sendi erindi til Persónuverndar

Í gær, 19:51 Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins sem hljóðritaðir voru á Klaustri Bar 20. nóvember sendi Persónuvernd erindi í síðustu viku þar sem þess var krafist að rannsakað yrði hver tók þingmennina upp. Meira »

Leggja til að veggjöld verði tekin upp

Í gær, 19:21 Meirihluti samgöngunefndar Alþingis mun leggja til að veggjöld verði tekin upp um allt landið til að fjármagna vegagerð. Þar með taldar eru allar stofnbrautir inn og út úr höfuðborginni. Meira »

Foster endurgerir Kona fer í stríð

Í gær, 19:18 Jodie Foster mun leikstýra, framleiða og leika í bandarískri endurgerð íslensku kvikmyndarinnar Kona fer í stríð.  Meira »

Traust ekki endurheimt á einum degi

Í gær, 18:50 Lítið traust almennings til bankakerfisins á Íslandi kemur Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra ekki á óvart. Hann segir að þrátt fyrir þá tortryggni sem sé lýsandi fyrir almenna viðhorfið sé hvetjandi að sjá að traustið hafi vaxið ár frá ári. Meira »

Vonaði að þeir væru í tjaldinu

Í gær, 18:25 Skoskur fjallgöngumaður, sem var með þeim Kristni Rúnarssyni og Þorsteini Guðjónssyni í för þegar þeir hugðust ganga á Pumori í Nepal, en þurfti frá að hverfa vegna veikinda, segist hafa fengið sálarró þegar lík íslensku félaganna fundust í síðasta mánuði. Meira »

Græðgi, spilling, okur og hrun

Í gær, 17:58 Fjármálakerfið er samfélagslega mikilvægt, en það er útbreitt vandamál hversu mikið vantraust ríkir í garð kerfisins, að því er kom fram í kynningu hvítbókar um fjármálakerfið í dag. Einnig kom fram að yfir helmingur veit ekki hvert á að leita til þess að leysa úr ágreiningi eða kvarta vegna banka. Meira »

„Fer mér ekki að vera í felum“

Í gær, 17:55 Bára Hall­dórs­dótt­ir, sem tók upp sam­ræður sex þing­manna á barn­um Klaustri í miðbæ Reykja­vík­ur í síðasta mánuði, segist hafa fundið fyrir miklum létti eftir að hún steig fram sem uppljóstrarinn Marvin. „Það fer mér ekki að vera í felum,“ segir Bára í samtali við mbl.is. Meira »

Spurði ráðherra um hæfi vegna tengsla

Í gær, 17:31 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður og varaformaður Viðreisnar, spurði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvort hann teldi viðeigandi að meta hæfi sitt við athugun á gildandi lögum og reglugerðum í kjölfar dóma Hæstaréttar sem féllu á fimmtudag í málum sem vörðuðu úthlutanir aflaheimilda í makríl. Meira »

Ný stjórnarskrá mikilvæg meirihlutanum

Í gær, 17:30 Meirihluta landsmanna, eða 52%, þykir mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Hlutfall þeirra sem kváðu nýja stjórnarskrá mikilvæga lækkaði um fjögur prósentustig frá könnun MMR sem framkvæmd var í september 2017. Meira »

TR skili búsetuskerðingum

Í gær, 17:05 Velferðarráðuneytið þrýstir á Tryggingastofnun ríkisins að skila búsetuskerðingum og tekur þar með undir álit umboðsmanns Alþingis. Þetta kemur fram í minnisblaði frá velferðarráðuneytinu. Meira »
Spennandi ljósmyndanámskeið
Flott námskeið fyrir þá sem vilja læra á myndavélina og ná enn betri myndum. ...
EAE Bilalyftur
Bílalyftur allar gerðir, eigum á lager 4 tonna 2 pósta og 3 t í gólf og 1 metra ...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Bækurnar að vestan slá í gegn!
Hvaða nýju bækur skyldu þetta nú vera? Brautryðjendur fyrir vestan, Að fortíð s...