Í samfélaginu er sköpunarkraftur

„Listin er haldreipi,“ segir Ingunn Ósk Sturludóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á ...
„Listin er haldreipi,“ segir Ingunn Ósk Sturludóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á Ísafirði. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

„Tónlistarhefðin hér á Ísafirði er sterk og listin er okkur lífsnauðsynleg; athvarf frá hinu daglega amstri og gefur lífinu gildi,“ segir Ingunn Ósk Sturludóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á Ísafirði. Næstkomandi laugardag verður efnt til afmælishátíðar, en skólinn er sjötugur um þessar mundir. Það var á haustdögum 1948 sem skólastarfið hófst, en þá hafði Jónas Tómasson, formaður Tónlistarfélags Ísafjarðar, ráðið Ragnar H. Ragnar sem fyrsta skólastjóra skólans. Ragnar stjórnaði skólanum í áratugi og var driffjöður í menningarlífinu á Ísafirði.

„Ragnar lagði alltaf mikið upp úr því að nemendur í tónlistarnámi kæmu fram opinberlega. Í því skyni stóð hann meðal annars fyrir samæfingum sem haldnar voru á heimili fjölskyldu hans á sunnudögum. Sigríður, dóttir Ragnars, sem síðar tók við skólastjórninni af föður sínum, lagði sömuleiðis mikið upp úr því að skólinn skipaði sterkan sess í menningarlífi bæjarins og svo er enn. Á Vestfjörðum hefur alltaf verið mikill sköpunarkraftur sem endurspeglast í blómlegu menningarlífi. Hér hefur tónlistarlífið verið ríkt í áratugi og tenging við aðrar listgreinar mikil og sterk. Listin hefur verið haldreipi í mannlífinu hér og listviðburðir alla tíð vel sóttir,“ segir Ingunn Ósk Sturludóttir, sem er menntuð söngkona.

Tónleikar á tólf heimilum

Afmælishátíðin á Ísafirði hefst á því að skólalúðrasveit fer um götur bæjarins og spilar fyrir fólk. Sveitin blæs svo hátíðina inn af svölum skólahússins þegar hátíðin verður sett kl. 12. Þar verður meðal annars frumflutt lag eftir Halldór Smárason við texta Steinþórs B. Kristjánssonar, sem er tileinkað skólanum. Við sama tilefni munu kórar og söngnemendur skólans koma fram og opnuð verður sögusýning um tónlistarstarf í bænum síðustu áratugi.

Síðdegis á laugardaginn, eða klukkan 15, hefst svo dagskrá sem ber yfirskriftina Heimilistónar, en þá verða tónleikar á tólf heimilum á Eyrinni á Ísafirði. Þar mun fólkið sem í húsunum býr telja í og flytja tónlist á stofutónleikum; píanóspil, harmonikkuleik, lúðrablástur, raftónlist og söng svo eitthvað sé nefnt.

300 nemendur

Á næstunni verður bryddað upp á ýmsu fleiru í tengslum við afmælið, til dæmis verður barnaóperan Kalli og sælgætisgerðin eftir Hjálmar H. Ragnarsson sett á svið af nemendum og kennurum skólans, en tónskáldið er sonur Ragnars H. Ragnar, sem fyrr er nefndur. Í framhaldinu og til vors verður svo efnt til ýmissa tónleika við skólann og verður fjölbreytni þar ráðandi.

„Skólastarfið er öflugt. Nemendur eru um 300 talsins, sem lætur nærri að sé 10% af íbúafjölda Ísafjarðarbæjar, en við erum með útibú í öllum þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins. Meðal krakkanna er píanónám alltaf vinsælast en gítar, rytmískt samspil og raftónlist hefur komið sterkt inn síðustu árin,“ útskýrir Ingunn um starf skólans þar sem vinna fjórtán kennarar í rúmlega tólf stöðugildum. Kennararnir hafa fjölbreyttan bakgrunn og eru víða að, svo sem frá Ungverjalandi, Póllandi og Eistlandi, en þess ber að geta að fólk frá löndum Austur-Evrópu er mjög áberandi í tónlistarstarfi á landsbyggðinni.

„Mér finnst vert að halda góðu framlagi þessa fólks til haga. Það á uppruna sinn í annarri menningarhefð en hér á landi og einmitt þess vegna auðgar það íslenskt samfélag og tónlistarlíf svo mikið sem raun ber vitni,“ segir Ingunn.

Söngstund og samfélag

Mikilvægt er að öll börn kynnist tónlist og hafi tækifæri til hljóðfæranáms, segir Ingunn.

„Framtíðardraumur okkar í tónlistarskólanum er að tónlistarnám standi öllum til boða og verði jafn sjálfsagt og allt annað skyldubundið nám. Hér á Ísafirði er elsta deild leikskólans í sama húsi og tónlistarskólinn og við bjóðum börnunum að koma reglulega til okkar í söngstund. Grunnskólinn er nánast í næsta húsi við okkur og talsverð samskipti þar á milli,“ segir Ingunn og bætir við að lokum:

„Við ýmis tækifæri hér í bæjarlífinu koma nemendur tónlistarskólans fram; spila í kirkjunni, á hjúkrunarheimilinu, sjúkrahúsinu og víðar. Með þessu alast börn og ungmenni í tónlistarnámi upp við að taka virkan þátt í samfélaginu, leggja sitt af mörkum og hafa áhrif á bæjarbraginn og menningarlífið á svæðinu. Tónlistarnám er gjöf sem endist allt lífið.“

Innlent »

Köttur heimsfrægur starfsmaður

18:41 Kötturinn Pál er í fullu starfi sem músavörður á Fosshóteli á Hellnum á Snæfellsnesi. Köttur þessi er afar félagslyndur og talar mörg tungumál og dregur að gesti frá öllum heimshornum. Meira »

Markmiðið er 40/60 kynjaskipting

18:40 Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar verður haldin þann 31. október næstkomandi en markmiðið er að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Meira »

Miða út frá hópnum sem vill vita

18:32 „Þetta snýst um svarið við spurningunni: hvað gerirðu ef þú veist að manneskja er í lífshættu? Svarið ætti alltaf að vera: ég geri allt sem ég get til að bjarga henni. Út frá þeim punkti vinnum við þetta frumvarp“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Meira »

Lögbannskröfu á Tekjur.is hafnað

18:30 Lögbannskröfu Ingvars Smára Birgissonar á vefinn Tekjur.is var hafnað af sýslumanni. Í synjunarbréfi sýslumanns, sem mbl.is hefur undir höndum, er fallist á að brotið sé gegn lögvörðum rétti gerðarbeiðanda. Ingvar Smári hyggst leita réttar síns fyrir dómstólum. Meira »

Lögregla hafi beitt ólögmætum aðferðum

18:28 Verjendur tveggja manna sem eru ákærðir í gagnaversmálinu krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi vegna þess að réttindi ákærða hafi ekki verið virt og að rannsakendur hafi beitt ólögmætum aðferðum til að afla sér upplýsinga við rannsóknina. Meira »

Hagsmunir tryggðir óháð þjóðerni

17:40 Ráðherra ferðamála telur ekki þörf á að setja upp sérstakar hindranir varðandi eignarhald í ferðaþjónustu, en segir að tryggja verði almenningi ákveðið endurgjald vegna starfsemi fyrirtækja á landi í almannaeigu og nýtingar á auðlindum. Meira »

Björgunaræfing við krefjandi aðstæður

17:19 Samhliða æfingu Atlantshafsbandalagsins, Trident Juncture 2018, ákvað Landhelgisgæslan og danski heraflinn að efna til sameiginlegrar leitar- og björgunaræfingar á Faxaflóa í dag. Meira »

Fjölmennt herlið æfði í Keflavík

17:14 „Fyrsta verk landgönguliðanna er að setja upp öryggissvæði. Þegar því er lokið er hægt að flytja inn meira herlið, ef nauðsyn krefur, en á þessari æfingu er markmiðið að æfa flutning á hermönnum frá hafi og tryggja í kjölfarið lendingarsvæðið,“ segir Misca T. Geter, undirofursti hjá landgönguliði Bandaríkjahers, í samtali við mbl.is. Meira »

Neitaði að draga ummæli sín til baka

16:56 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór fram á það í ræðu sinni um störf þingsins á Alþingi í dag að Ásmundur Friðriksson gæfi skýringar á og drægi til baka ummæli sín þess efnis að Píratar hefðu bendlað hann við SS-sveitir þýskra nasista og kallað hann SS-mann. Meira »

Kóprabjalla og lirfur finnast  í hundafóðri

15:58 Kóprabjalla og lirfur hafa fundist í innfluttu hundafóðri og vekur Matvælastofnun athygli á þessi á vef sínum. Um er að ræða kóprabjöllur (Necrobia rufibes) og lirfur þeirra, sem fundist hafa í tveimur lotum af Hill's gæludýrafóðrinu Prescription Diet, Canine Z/D. Meira »

Taki aðstöðu nemenda til endurskoðunar

15:57 Fræðsluráð Hafnafjarðar vill að stjórnendur Áslandsskóla taki til endurskoðunar aðstöðu nemenda í matarhléum. Þetta kemur fram í svari fræðslustjóra Hafnafjarðarbæjar, sem segir erindi umboðsmanns barna um mataraðstöðu barna í skólanum verða tekið fyrir á næsta fundi skólaráðs Áslandsskóla. Meira »

Minna álag með styttri vinnuviku

14:58 Stytting vinnuvikunnar hefur almennt haft jákvæð áhrif á starfsfólk Reykjavíkurborgar og ríkisins, en viðmælendur í skýrslu sem unnin var fyrir BSRB fundu almennt fyrir jákvæðum áhrifum á líkamlega og andlega líðan. Þá gerði stytting vinnuviku starf á vinnustöðum markvissara og dró úr veikindum. Meira »

Fái upplýsingar um lífshættulegt ástand

14:41 Ef nýtt frumvarp um breytingar á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, nær fram að ganga, verður hægt að nálgast einstaklinga að fyrra bragði og veita þeim upplýsingar um lífshættulegt ástand þeirra sem kemur í ljós við vísindarannsóknir eða við framkvæmd gagnarannsókna. Meira »

Dæmdur fyrir að hóta lögreglu ítrekað

14:13 Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hóta ítrekað lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra lífláti. Þá var hann einnig fundinn sekur um að hafa ekið bifreið undir áhrifum vímuefna, en hann mældist með amfetamín, MDMA og slævandi lyf í blóði sínu. Meira »

Harmar alvarlegar ásakanir

14:03 Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar alvarlegar ásakanir sem hún segir hafa komið í garð félagsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin hefur sent fjölmiðlum en þar segir hún Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, sem boðað hefur framboð í komandi formannskosningum félagsins, hafa farið fram með órökstuddum staðhæfingum um að félagið hafi brotið gegn félagsmönnum. Meira »

Ætla að bæta stöðu barna innflytjenda

13:58 Tillaga um að bæta stöðu barna með annað móðurmál en íslensku í skólakerfinu var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. Tvær keimlíkar tillögur um þetta efni voru á dagskrá borgarstjórnar í gær, ein frá Sjálfstæðisflokki og önnur frá meirihluta borgarstjórnar. Að lokum náðist sátt um eina. Meira »

Stöldrum við á hamstrahjólinu

12:30 Félagslegur stöðugleiki er gríðarlega mikilvægur og jafnmikilvægur og efnahagslegur stöðugleiki. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á 45. þingi BSRB á Hilton hótel Nordica í morgun. Meira »

„Eðalsíld sem er þarna á ferðinni“

12:11 „Við fengum aflann í fjórum holum á einum sólarhring. Tvo hol gáfu 450 tonn, eitt 350 og eitt um 250. Aflinn fékkst norðaustast í færeysku lögsögunni og það er eðalsíld sem er þarna á ferðinni,“ segir Óli Hans Gestsson, stýrimaður á Berki NK, en von er á skipinu til Neskaupstaðar með 1.500 tonn af síld núna í hádeginu, eftir að hafa lagt af stað af síldarmiðunum í gærmorgun. Meira »

„Svei þér Eyþór Arnalds“

11:51 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það geri hana hrygga og hissa, en líka alveg „ótrúlega brjálaða“ að hlusta á Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, „hamast“ á Degi B. Eggertssyni borgarstjóra vegna braggamálsins svokallaða á meðan hann er í veikindaleyfi. Meira »
Byggingarstjóri
Byggingarstjóri 659 5648 Allar byggingarframkvæmdir sem krefjast byggingale...
Íbúð til leigu á Seltjarnarnesi
Íbúð í einbýlishúsi með sérinngangi. Óskum eftir snyrtilegum, reyklausum og tr...
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN
SPÁI Í TAROT OG BOLLA. þEIR SEM FARNIR ERU SEGJA MER UM FRAMTÍÐ ÞÍNA. ERLA S. 58...