Í samfélaginu er sköpunarkraftur

„Listin er haldreipi,“ segir Ingunn Ósk Sturludóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á ...
„Listin er haldreipi,“ segir Ingunn Ósk Sturludóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á Ísafirði. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

„Tónlistarhefðin hér á Ísafirði er sterk og listin er okkur lífsnauðsynleg; athvarf frá hinu daglega amstri og gefur lífinu gildi,“ segir Ingunn Ósk Sturludóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á Ísafirði. Næstkomandi laugardag verður efnt til afmælishátíðar, en skólinn er sjötugur um þessar mundir. Það var á haustdögum 1948 sem skólastarfið hófst, en þá hafði Jónas Tómasson, formaður Tónlistarfélags Ísafjarðar, ráðið Ragnar H. Ragnar sem fyrsta skólastjóra skólans. Ragnar stjórnaði skólanum í áratugi og var driffjöður í menningarlífinu á Ísafirði.

„Ragnar lagði alltaf mikið upp úr því að nemendur í tónlistarnámi kæmu fram opinberlega. Í því skyni stóð hann meðal annars fyrir samæfingum sem haldnar voru á heimili fjölskyldu hans á sunnudögum. Sigríður, dóttir Ragnars, sem síðar tók við skólastjórninni af föður sínum, lagði sömuleiðis mikið upp úr því að skólinn skipaði sterkan sess í menningarlífi bæjarins og svo er enn. Á Vestfjörðum hefur alltaf verið mikill sköpunarkraftur sem endurspeglast í blómlegu menningarlífi. Hér hefur tónlistarlífið verið ríkt í áratugi og tenging við aðrar listgreinar mikil og sterk. Listin hefur verið haldreipi í mannlífinu hér og listviðburðir alla tíð vel sóttir,“ segir Ingunn Ósk Sturludóttir, sem er menntuð söngkona.

Tónleikar á tólf heimilum

Afmælishátíðin á Ísafirði hefst á því að skólalúðrasveit fer um götur bæjarins og spilar fyrir fólk. Sveitin blæs svo hátíðina inn af svölum skólahússins þegar hátíðin verður sett kl. 12. Þar verður meðal annars frumflutt lag eftir Halldór Smárason við texta Steinþórs B. Kristjánssonar, sem er tileinkað skólanum. Við sama tilefni munu kórar og söngnemendur skólans koma fram og opnuð verður sögusýning um tónlistarstarf í bænum síðustu áratugi.

Síðdegis á laugardaginn, eða klukkan 15, hefst svo dagskrá sem ber yfirskriftina Heimilistónar, en þá verða tónleikar á tólf heimilum á Eyrinni á Ísafirði. Þar mun fólkið sem í húsunum býr telja í og flytja tónlist á stofutónleikum; píanóspil, harmonikkuleik, lúðrablástur, raftónlist og söng svo eitthvað sé nefnt.

300 nemendur

Á næstunni verður bryddað upp á ýmsu fleiru í tengslum við afmælið, til dæmis verður barnaóperan Kalli og sælgætisgerðin eftir Hjálmar H. Ragnarsson sett á svið af nemendum og kennurum skólans, en tónskáldið er sonur Ragnars H. Ragnar, sem fyrr er nefndur. Í framhaldinu og til vors verður svo efnt til ýmissa tónleika við skólann og verður fjölbreytni þar ráðandi.

„Skólastarfið er öflugt. Nemendur eru um 300 talsins, sem lætur nærri að sé 10% af íbúafjölda Ísafjarðarbæjar, en við erum með útibú í öllum þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins. Meðal krakkanna er píanónám alltaf vinsælast en gítar, rytmískt samspil og raftónlist hefur komið sterkt inn síðustu árin,“ útskýrir Ingunn um starf skólans þar sem vinna fjórtán kennarar í rúmlega tólf stöðugildum. Kennararnir hafa fjölbreyttan bakgrunn og eru víða að, svo sem frá Ungverjalandi, Póllandi og Eistlandi, en þess ber að geta að fólk frá löndum Austur-Evrópu er mjög áberandi í tónlistarstarfi á landsbyggðinni.

„Mér finnst vert að halda góðu framlagi þessa fólks til haga. Það á uppruna sinn í annarri menningarhefð en hér á landi og einmitt þess vegna auðgar það íslenskt samfélag og tónlistarlíf svo mikið sem raun ber vitni,“ segir Ingunn.

Söngstund og samfélag

Mikilvægt er að öll börn kynnist tónlist og hafi tækifæri til hljóðfæranáms, segir Ingunn.

„Framtíðardraumur okkar í tónlistarskólanum er að tónlistarnám standi öllum til boða og verði jafn sjálfsagt og allt annað skyldubundið nám. Hér á Ísafirði er elsta deild leikskólans í sama húsi og tónlistarskólinn og við bjóðum börnunum að koma reglulega til okkar í söngstund. Grunnskólinn er nánast í næsta húsi við okkur og talsverð samskipti þar á milli,“ segir Ingunn og bætir við að lokum:

„Við ýmis tækifæri hér í bæjarlífinu koma nemendur tónlistarskólans fram; spila í kirkjunni, á hjúkrunarheimilinu, sjúkrahúsinu og víðar. Með þessu alast börn og ungmenni í tónlistarnámi upp við að taka virkan þátt í samfélaginu, leggja sitt af mörkum og hafa áhrif á bæjarbraginn og menningarlífið á svæðinu. Tónlistarnám er gjöf sem endist allt lífið.“

Innlent »

Úttektin tók 210 klukkustundir

Í gær, 23:37 Það tók innri endurskoðun Reykjavíkurborgar 210 klukkustundir að gera úttekt á verkefni Félagsbústaða við Írabakka, eða tæplega einn og hálfan mánuð. Þetta sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, á borgarstjórnarfundi í kvöld. Meira »

Hyggst láta af störfum formanns

Í gær, 22:22 Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, hyggst láta af störfum að loknu yfirstandandi kjörtímabili. Þetta upplýsir hann í ljósi þess að honum og félögum hans í verkalýðsfélaginu hafi verið lýst sem „samansúrruðum valdagráðugum smákóngum“, sem geri allt til að halda völdum, og að ólíklegt hafi verið talið að hann myndi láta af formennsku „þegjandi og hljóðalaust“. Meira »

Alltof hægt gengið að friðlýsa

Í gær, 22:17 Umhverfis- og auðlindaráðherra er ánægður með umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um friðlýsingar í kvöld og segir að alltof hægt hafi gengið að friðlýsa á undanförnum árum. Þrjú svæði hafi verið send út til kynningar vegna friðlýsingar og fleiri munu fara út á næstu dögum. Meira »

Að lifa og byggja í sátt við náttúru

Í gær, 21:49 Að skera torf í þrjár vikur segir hún hafa verið eins og hugleiðslu fyrir sig. Hún hefur í tvígang komið til Íslands í pílagrímsferð til að læra íslenska torfhúsagerð. Maria Jesus May vill að við lítum til baka og lærum af fortíðinni. Meira »

Hækkunartaktur ekki lægri í 7 ár

Í gær, 21:39 Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,6% á milli mánaða og hægir því enn á 12 mánaða hækkunartakti vísitölunnar, sem er nú 3,9% og hefur ekki verið lægri síðan í maí 2011. Meira »

Tækninotendur aldrei alveg öruggir

Í gær, 21:09 „Það er ástæða fyrir því að fólki er ráðlagt að vera með mismunandi lykilorð og mismunandi aðganga. Það er ekkert öruggt þegar kemur að þessari tækni þó eitthvað sé betur tryggt en annað,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Meira »

Tillaga um lækkun fasteignaskatta felld

Í gær, 21:09 Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði úr 1,65% í 1,60% var felld á borgarstjórnarfundi í kvöld. Meira »

Löng bið í París vegna vélarbilunar

Í gær, 19:59 Farþegar WOW air hafa þurft að bíða í um þrjár og hálfa klukkustund á Charles de Gaulle-flugvellinum í París eftir að vélarbilun kom upp í vél flugfélagsins. Meira »

„Nú fer ég að kippa hlutunum í lag“

Í gær, 19:27 Eigandi City Park Hótel segir að ekki hafi verið búið að skila inn öllum gögnum til byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar til þess að fá byggingarleyfi og viðurkennir að ekki hafi verið rétt staðið að framkvæmdum við stækkun hótelsins við Ármúla 5. Meira »

Leitin að höfundum Íslendingasagnanna

Í gær, 19:22 Dr. Haukur Þorgeirsson málfræðingur mun í kvöld kl. 20:30 halda fyrirlestur í Snorrastofu í Reykholti og ræða meðal annars um leitina að höfundum Íslendingasagnanna. Meira »

Fagnar því að bæjarstjórn vandi sig

Í gær, 19:14 Félagið Stakkberg ehf. fagnar því að bæjarstjórn Reykjanesbæjar vandi skoðun sína á erindi Verkís fyrir hönd félagsins um að skipulags- og matlýsing vegna umbóta á verksmiðju félagsins í Helguvík, verði tekin til meðferðar samkvæmt 43. grein skipulagslaga. Meira »

Innleiðing þjónustustefnu samþykkt

Í gær, 18:57 Rafvædd, bætt og einfölduð þjónusta er markmið nýrrar þjónustustefnu sem borgarstjórn samþykkti að innleiða á fundi sínum í dag. Meira »

Velferðarráðuneytinu verði skipt upp

Í gær, 18:47 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að velferðarráðuneytinu verði skipt upp í heilbrigðisráðuneyti annars vegar og félagsmálaráðuneyti hins vegar. Meira »

Sigli aftur út á sundin árið 2020

Í gær, 18:18 „Það gekk brösuglega í fyrstu,“ segir Guðmundur Hallvarðsson, formaður Hollvinasamtaka Óðins, sem tekinn var í slipp í Reykjavíkurhöfn í gær. Það gekk ekki vandræðalaust, eins og Guðmundur segir frá. Meira »

Dóra Björt: „Tölvan segir nei“

Í gær, 17:22 Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórar og oddviti Pírata, brá á leik á borgarstjórnarfundi í dag og lék þýtt og staðfært atriði úr bresku gamanþáttunum vinsælu Little Britain. Meira »

Birkir Blær hlaut barnabókaverðlaunin

Í gær, 17:01 Birkir Blær Ingólfsson hlaut í dag Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bók sína Stormsker. Í umsögn dómnefndar um verðlaunahandritið segir: „Stormsker – Fólkið sem fangaði vindinn er spennandi frásögn af hugrökkum krökkum í heimi sem er bæði óþægilega kunnuglegur og furðulega framandi.“ Meira »

Tillagan okkar eða tillagan ykkar?

Í gær, 16:46 Tvær keimlíkar tillögur voru á dagskrá borgarstjórnar í dag, um að bæta stöðu barna með annað móðurmál en íslensku í skólakerfi borgarinnar. Olli það nokkru argaþrasi á meðal borgarfulltrúa. Sjálfstæðismenn sögðu að meirihlutinn vildi eigna sér málið. Meira »

Fjórum milljörðum dýrari leið

Í gær, 16:29 Hin svokallaða R-leið um Reykjanes og utanverðan Þorskafjörð er töluvert dýrari en Þ-H-leiðin sem Vegagerðin mælir með. Þetta er niðurstaða skýrslu Vegagerðarinnar. Meira »

Tilkynnt um mun færri kynferðisbrot

Í gær, 16:15 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust sjö tilkynningar um kynferðisbrot í september og hafa þær ekki verið færri á einum mánuði síðan í febrúar 2014. Tilkynningarnar voru einnig 70% færri en meðaltalið síðustu 12 mánuði. Meira »
Til leigu í Vesturbænum
Lítil falleg íbúð, hentar einstaklingi eða pari.Leigist aðeins reglusömum engin ...
Til leigu
Falleg tveggja til þriggja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýlishúsi í Hlíðun...
Rafstöðvar-Varaafl
Útvegum allar stærðir af rafstöðum, frá Isuzu/stamford Cummins Volvo Yanmar ...
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...