Í samfélaginu er sköpunarkraftur

„Listin er haldreipi,“ segir Ingunn Ósk Sturludóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á ...
„Listin er haldreipi,“ segir Ingunn Ósk Sturludóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á Ísafirði. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

„Tónlistarhefðin hér á Ísafirði er sterk og listin er okkur lífsnauðsynleg; athvarf frá hinu daglega amstri og gefur lífinu gildi,“ segir Ingunn Ósk Sturludóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á Ísafirði. Næstkomandi laugardag verður efnt til afmælishátíðar, en skólinn er sjötugur um þessar mundir. Það var á haustdögum 1948 sem skólastarfið hófst, en þá hafði Jónas Tómasson, formaður Tónlistarfélags Ísafjarðar, ráðið Ragnar H. Ragnar sem fyrsta skólastjóra skólans. Ragnar stjórnaði skólanum í áratugi og var driffjöður í menningarlífinu á Ísafirði.

„Ragnar lagði alltaf mikið upp úr því að nemendur í tónlistarnámi kæmu fram opinberlega. Í því skyni stóð hann meðal annars fyrir samæfingum sem haldnar voru á heimili fjölskyldu hans á sunnudögum. Sigríður, dóttir Ragnars, sem síðar tók við skólastjórninni af föður sínum, lagði sömuleiðis mikið upp úr því að skólinn skipaði sterkan sess í menningarlífi bæjarins og svo er enn. Á Vestfjörðum hefur alltaf verið mikill sköpunarkraftur sem endurspeglast í blómlegu menningarlífi. Hér hefur tónlistarlífið verið ríkt í áratugi og tenging við aðrar listgreinar mikil og sterk. Listin hefur verið haldreipi í mannlífinu hér og listviðburðir alla tíð vel sóttir,“ segir Ingunn Ósk Sturludóttir, sem er menntuð söngkona.

Tónleikar á tólf heimilum

Afmælishátíðin á Ísafirði hefst á því að skólalúðrasveit fer um götur bæjarins og spilar fyrir fólk. Sveitin blæs svo hátíðina inn af svölum skólahússins þegar hátíðin verður sett kl. 12. Þar verður meðal annars frumflutt lag eftir Halldór Smárason við texta Steinþórs B. Kristjánssonar, sem er tileinkað skólanum. Við sama tilefni munu kórar og söngnemendur skólans koma fram og opnuð verður sögusýning um tónlistarstarf í bænum síðustu áratugi.

Síðdegis á laugardaginn, eða klukkan 15, hefst svo dagskrá sem ber yfirskriftina Heimilistónar, en þá verða tónleikar á tólf heimilum á Eyrinni á Ísafirði. Þar mun fólkið sem í húsunum býr telja í og flytja tónlist á stofutónleikum; píanóspil, harmonikkuleik, lúðrablástur, raftónlist og söng svo eitthvað sé nefnt.

300 nemendur

Á næstunni verður bryddað upp á ýmsu fleiru í tengslum við afmælið, til dæmis verður barnaóperan Kalli og sælgætisgerðin eftir Hjálmar H. Ragnarsson sett á svið af nemendum og kennurum skólans, en tónskáldið er sonur Ragnars H. Ragnar, sem fyrr er nefndur. Í framhaldinu og til vors verður svo efnt til ýmissa tónleika við skólann og verður fjölbreytni þar ráðandi.

„Skólastarfið er öflugt. Nemendur eru um 300 talsins, sem lætur nærri að sé 10% af íbúafjölda Ísafjarðarbæjar, en við erum með útibú í öllum þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins. Meðal krakkanna er píanónám alltaf vinsælast en gítar, rytmískt samspil og raftónlist hefur komið sterkt inn síðustu árin,“ útskýrir Ingunn um starf skólans þar sem vinna fjórtán kennarar í rúmlega tólf stöðugildum. Kennararnir hafa fjölbreyttan bakgrunn og eru víða að, svo sem frá Ungverjalandi, Póllandi og Eistlandi, en þess ber að geta að fólk frá löndum Austur-Evrópu er mjög áberandi í tónlistarstarfi á landsbyggðinni.

„Mér finnst vert að halda góðu framlagi þessa fólks til haga. Það á uppruna sinn í annarri menningarhefð en hér á landi og einmitt þess vegna auðgar það íslenskt samfélag og tónlistarlíf svo mikið sem raun ber vitni,“ segir Ingunn.

Söngstund og samfélag

Mikilvægt er að öll börn kynnist tónlist og hafi tækifæri til hljóðfæranáms, segir Ingunn.

„Framtíðardraumur okkar í tónlistarskólanum er að tónlistarnám standi öllum til boða og verði jafn sjálfsagt og allt annað skyldubundið nám. Hér á Ísafirði er elsta deild leikskólans í sama húsi og tónlistarskólinn og við bjóðum börnunum að koma reglulega til okkar í söngstund. Grunnskólinn er nánast í næsta húsi við okkur og talsverð samskipti þar á milli,“ segir Ingunn og bætir við að lokum:

„Við ýmis tækifæri hér í bæjarlífinu koma nemendur tónlistarskólans fram; spila í kirkjunni, á hjúkrunarheimilinu, sjúkrahúsinu og víðar. Með þessu alast börn og ungmenni í tónlistarnámi upp við að taka virkan þátt í samfélaginu, leggja sitt af mörkum og hafa áhrif á bæjarbraginn og menningarlífið á svæðinu. Tónlistarnám er gjöf sem endist allt lífið.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Áhrif gjaldþrotsins ekki komin fram

20:18 Mjög erfitt er að spá fyrir um það hvernig sumarvertíðin verður hjá ferðaþjónustufyrirtækjum landsins. Afleiðingarnar af gjaldþroti WOW air komi ef til vill ekki að fullu fram fyrr en í haust. Þá er ekki hægt að segja að greinin hafi náð jafnvægi eftir þá dýfu sem fylgdi brotthvarfi flugfélagsins. Meira »

Alvarlegt vinnuslys í álveri Fjarðaáls

19:47 Alvarlegt vinnuslys varð í álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði um klukkan tvö í dag þegar karlmaður féll fjóra metra á merktri gönguleið í skautsmiðju álversins. Meira »

Sjávarútvegur gæti gert enn betur

19:12 Orkuskipti og notkun umhverfisvænni kælimiðla gætu hjálpað til að draga enn frekar úr losun íslensks sjávarútvegs á gróðurhúsalofttegundum. Meira »

Hækkanir ógn við hagsmuni neytenda

18:46 Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. Neytendur muni ekki sætta sig við óábyrgar verðhækkanir. Meira »

Norðmaður og Dani duttu í lukkupottinn

18:14 Eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Vík­ingalottó­inu í kvöld en í pott­in­um voru rúm­ir 406 milljónir króna. Tveir hlutu ann­an vinn­ing og fengu í sinn hlut 30,9 milljónir króna. Vinningsmiðarnir voru keyptir í Danmörku og Noregi. Meira »

„Þetta er risastór dagur“

18:09 Í dag hefst Lenovo-deildin í rafíþróttum, fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi. Mikil spenna er á meðal áhugafólks um tölvuleiki en hægt verður að fylgjast með keppni í beinni útsendingu. „Þetta er risastór dagur,“ segir formaður Rafíþróttasambandsins um tilefnið en mbl.is kom við í stúdíóinu. Meira »

Andlát: Jensína Andrésdóttir

17:53 Jensína Andrésdóttir, sem var elst allra Íslendinga, lést á skírdag, 18. apríl síðastliðinn, 109 ára og 159 daga gömul. Í janúar á þessu ári náði hún þeim áfanga að verða elst allra Íslend­inga sem hafa búið hér á landi. Meira »

Dæmdur fyrir alvarlega líkamsárás

17:38 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í síðustu viku karlmann á fertugsaldri í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið annan mann með glasi í höfuðið á skemmtistað. Meira »

Bergrún hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur

17:35 Bergrún Íris Sævarsdóttir hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, sem afhent voru í fyrsta sinn í dag í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO. Verðlaunin eru veitt fyrir frumsamið handrit að barna- eða ungmennabók og voru veitt samhliða Barnabókaverðlauna Reykjavíkur í Höfða í dag. Meira »

Hildur, Guðni og Rán verðlaunuð

17:25 Hildur Knútsdóttir, Guðni Kolbeinsson og Rán Flygering hlutu Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar sem afhent voru af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Meira »

„Fólk kemur til að hlusta“

16:17 „Það er mjög skemmtilegt að spila í svona nánu umhverfi, fólk er nálægt og það myndast persónuleg stemning. Fólk kemur líka til að hlusta en ekki til að drekka bjór eða tala í símann,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt undir listmannsnafninu Cell7, sem kemur fram á tónlistarhátíðinni Heima í Hafnarfirði í kvöld. Meira »

Reiknar ekki með frekari breytingum

16:16 Ekki er von á frekari breytingum hjá Airport Associates, sem veit­ir flugaf­greiðsluþjón­ustu á Kefla­vík­ur­flug­velli og m.a. þjón­ustaði WOW air. Meira »

Unnið að nýrri Plánetu-þáttaröð

16:10 Dvöl Sir David Attenborough hér á landi tengist upptökum á nýrri þáttaröð sem mun bera heitið One Planet, Seven Worlds, samkvæmt svari almannatengsladeildar breska ríkisútvarpsins við fyrirspurn mbl.is. Þættirnir verða teknir til sýninga á BBC One og verða sjö talsins. Meira »

Tók myndir af konu í sturtu

15:58 29 ára gamall karlmaður var í gær dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða, fyrir að taka tvær ljósmyndir af konu sem var í sturtu og særa með því blygðunarsemi hennar. Meira »

Fleirum sagt upp í Fríhöfninni

15:54 Gripið verður til frekari uppsagna hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, en það má rekja til þeirra sviptinga sem átt hafa sér stað í flugrekstri hér á landi síðustu vikur. Meira »

Svana nýr formaður Verkfræðingafélagsins

15:31 Svana Helen Björnsdóttir rafmagnsverkfræðingur og framkvæmdastjóri Stika hefur verið kjörin nýr formaður Verkfræðingafélags Íslands. Niðurstöður kosninga til stjórna félagsins voru kynntar á aðalfundi 11. apríl síðastliðinn. Svana Helen tekur við formannsembættinu af Páli Gíslasyni sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Meira »

Kjósendur ánægðastir með Lilju

15:25 Flestir Íslendingar eru ánægðir með frammistöðu Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, eða 67,7% en fæstir eru ánægðir með Sigríði Á. Andersen, 13,8%. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun Maskínu um ánægju Íslendinga með ráðherra. Meira »

Tvö hitamet í hættu fyrir tilviljun

14:35 Ef veðurspár ganga eftir er möguleiki á því að tvö hitamet verði slegin á höfuðborgarsvæðinu á morgun, sumardaginn fyrsta.  Meira »

Dæmd fyrir brot gegn dætrum sínum

14:00 Hjón á Suðurnesjum voru í dag sakfelld fyrir gróf kynferðisbrot gegn dóttur konunnar og dóttur sinni í Héraðsdómi Reykjaness. Maðurinn var dæmdur í 6 ára fangelsi og konan var dæmd í 5 ára fangelsi, samkvæmt Kolbrúnu Benediktsdóttur saksóknara. Meira »