Orri Páll vildi stöðva umfjöllun Stundarinnar

Orri Páll Dýrason hætti í hljómsveitinni Sigur Rós fyrir skömmu.
Orri Páll Dýrason hætti í hljómsveitinni Sigur Rós fyrir skömmu. Ljósmynd/mbl.is

Lögmaður fráfarandi trommara Sigur Rósar, Orra Páls Dýrasonar krafðist þess að Stundin stöðvi umfjöllun sína og viðtal við Meagan Boyd, bandaríska listakonu sem hefur sakað hann um að hafa nauðgað sér árið 2013. Ritstjórar Stundarinnar höfnuðu kröfunni og viðtalið við Boyd birtist í Stundinni í dag. Einnig segjast þau ítrekað hafa reynt að ná tali af Orra Páli til að fá hans hlið á málinu. 

Komin með „nóg af nauðgunarmenningu“

Í viðtal við Stundina í dag lýsir Boyd kynnum sínum af Orra Páli og atburðarrás hinnar meintu nauðgunar. Hún segir jafnframt að henni hafist borist hótanir og haturspóstur í kjölfar þessara ásakana. 

„Mig langar ekkert að vera manneskjan sem er á Wikipedia-síðunni hans, eingöngu þekkt fyrir að segja frá því sem ég upplifði, setja fram ásakanir sem er aldrei hægt að sanna. Ég fékk bara nóg af því að halda þessu inni. Ég er bara komin með nóg af nauðgunarmenningu og ég veit að þetta er úti um allt í tónlistarsenunni. Og enginn þorir að stíga fram út af mótlætinu sem fylgir," segir Boyd í viðtalinu. 

Orri Páll hætti í hljómsveitinni Sigur Rós þegar Boyd birti umræddar ásakanir á Instagram síðu sinni en hafnar ásökununum. „Fram skal tekið að ég mun gera allt sem í mínu valdi stend­ur til að losa mig úr þess­ari mar­tröð en af virðingu við raun­veru­lega þolend­ur of­beld­is mun ég þó ekki taka þann slag op­in­ber­lega," skrifaði hann í opinberri Facebook færslu. 

Stundin greindi frá því í frétt að þeim hafi borist bréf frá lögmanni Orra Páls í gær. 

„Í bréfi lögmannsins er farið fram á að Stundin birti ekki frekari umfjallanir um frásögn Meagan Boyd, þar sem hún greinir frá því að  Orri Páll hefði beitt hana kynferðisofbeldi. Stundin hafði ítrekað leitað til Orra Páls og umboðsskrifstofu hans vegna fréttar sem birtist í prentútgáfu Stundarinnar á morgun, en ekki fengið svör fyrr en bréf lögmannsins barst," segir í frétt Stundarinnar. 

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson ritstjórar Stundarinnar.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson ritstjórar Stundarinnar. Ljósmyndari/Heiða Helgadóttir

Óréttlætanlegt að stöðva umfjöllun

Ritstjórar Stundarinnar, þau Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson svöruðu bréfinu skriflega á vefsíðu Stundarinnar í gær og sögðu meðal annars: 

„Krafa Orra Páls um að umfjöllunin verði stöðvuð stangast á við tjáningarfrelsi konunnar, rétt almennings til upplýsinga um það sem er í samfélagsumræðunni og svo tjáningarfrelsi fjölmiðla. Að stöðva umfjöllun núna, í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að vitni greini frá og að konan færi fram frásögn af umræddum atvikum, er óréttlætanlegt. Stundin mun verjast fyrir dómstólum ef þess krefst.“

Í samtali við mbl.is í dag segir Ingibjörg Dögg að Orra Páli hafi verið gefið færi á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri en að hann hafi í staðinn kosið að senda lögfræðibréf þar sem krafist  var að umfjöllun Stundarinnar var stöðvuð. „Okkur þykir miður að Orri hafi valið að fara þessa leið, því þarna er verið að reyna að þagga niður umfjöllun um mál sem er nú þegar í opinberri umræðu,“ segir Ingibjörg. 

„Þegar farið er að skoða hvaða heimildir liggja þar að baki, gefa málsaðilum rými til að ræða sína reynslu og ræða við vitni, þá er reynt að þagga niður í umfjöllun sem hefur nú þegar verið til umfjöllunar í helstu miðlum landsins og víða erlendis. Það horfir undarlega við okkur hvað sumum virðist þykja sjálfsagt að þagga niður umfjöllun fjölmiðla. Þannig höfum við oftar en einu sinni verið dregin fyrir dóm til þess að svara fyrir mál sem hafa verið til umfjöllunar flestum miðlum landsins. Við höfum unnið þau mál en það kostar tíma og orku að verjast tilhæfulausum meiðyrðamálum í dómsmál, sem við hefðum ella geta nýtt í að byggja upp ritstjórnina. Við höfum fullan skilning á því að þetta mál sé sárt fyrir alla hlutaðeigandi, en í umfjöllun um málið felst ekki dómur. Hún er bara liður í stærri umræðu sem er í hámæli um þessar mundir og á sér stað um allan heim, ekki síst í ljósi nýliðinna atburða í Bandaríkjunum þar sem #metoo-byltingin hefur verið leidd áfram.“  

mbl.is

Innlent »

Mistur og slæm loftgæði í höfuðborginni

17:38 Loftgæði sums staðar á höfuðborgarsvæðinu eru mjög slæm sam­kvæmt vef Um­hverf­is­stofn­un­ar Loft­gæði.is. Mikið rykmistur liggur yfir höfuðborgarsvæðinu en það er ættað frá Sahara-eyðimörkinni. Meira »

Vildarbörn styrktu eitt hundrað manns

16:55 28 börnum og fjölskyldum þeirra, samtals rúmlega eitt hundrað manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóði Vildarbarna Icelandair í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá Icelandair. Alls hafa 677 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans fyrir 16 árum og úthlutunin í dag var sú 32. í röðinni. Meira »

Arnar og María sigruðu í víðavangshlaupi

16:11 Þau Arnar Pétursson úr ÍR og María Birkisdóttir úr FH komu fyrst í mark í árlegu Víðavangshlaupi ÍR sem ræst var í 104. sinn í hádeginu í dag. 663 hlauparar voru skráðir til leiks, þar af 589 í fimm kílómetra hlaup og 74 í 2,7 kílómetra skemmtiskokk, að því er fram kemur á vef ÍR. Fimm kílómetra hlaupið er jafnframt meistaramót Íslands í fimm kílómetra götuhlaupi. Meira »

Senda F-35 til Íslands

16:00 Vorið 2020 munu norskar orrustuþotur af gerðinni F-35 sinna loftrýmisgæslu við Ísland, en þetta verður í fyrsta sinn sem norskar þotur af þeirri gerð sinna verkefni utan landamæra Noregs. Þetta kemur fram á fréttavef norska dagblaðsins Verdens Gang. Meira »

Hitamet í Reykjavík slegið í hádeginu

15:47 Hitamet sumardagsins fyrsta í Reykjavík féll í hádeginu, þegar hitamælir Veðurstofu Íslands sýndi 14,1 stig. Fyrra met var frá árinu 1998, en þá mældist hiti hæstur 13,5 stig á sumardaginn fyrsta. Meira »

Tíu bækur stóðu upp úr hjá börnunum

15:26 Opinberað var í dag hvaða bækur hlutu Bókaverðlaun barnanna 2019, en tíu bækur sem valdar voru keppa í Sagna, verðlaunahátíð barnanna sem sjónvarpað verður á RÚV 1. júní. Meira »

„Viljum við taka þessa áhættu?“

15:21 Verði því hafnað af hálfu Alþingis að samþykkja þriðja orkupakka Evrópusambandsins mun það ekki setja samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) í uppnám. Samþykkt orkupakkans gæti hins vegar leitt til þess. Þetta segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra. Meira »

Reyna að eyða erfiðustu störfunum

14:55 Ný hátækniverksmiðja Samherja getur afkastað um 5.000 tonnum af bleikju á á ári. Er húsnæðið búið nýjustu tækni sem eykur sjálfvirkni og léttir störfin. Meira »

Ian McEwan hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness

14:30 Breski rithöfundurinn Ian McEwan er fyrsti handhafi Alþjóðlegra bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness. Verðlaunin voru afhent í dag, sumardaginn fyrsta, af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á alþjóðlegu málþingi um Halldór Laxness sem haldið var í Veröld. Meira »

Ræða við Boeing um bætur

13:52 Icelandair mun ræða við flugvélaframleiðandann Boeing um skaðabætur vegna stýrikerfisgalla í 737 MAX 8-flugvélum framleiðandans, en Icelandair hefur fest kaup á níu slíkum vélum sem eru kyrrsettar sem stendur. Þetta kom fram í samtali RÚV við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair. Meira »

Sumardeginum fyrsta fagnað

12:45 Hátíðarhöld fara víða fram í dag, sumardaginn fyrsta, og skrúðgöngur eru iðulega hluti af slíkri dagskrá. Ljósmyndari mbl.is var í Árbænum í Reykjavík í morgun þar sem fríður flokkur skáta leiddi gönguna að vanda undir blaktandi íslenskum fánum. Meira »

Vél Icelandair snúið við vegna bilunar

12:10 Flugvél Icelandair sem fljúga átti frá Keflavík til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi var snúið við í morgun eftir um klukkustundarflug vegna bilunar, en vélin fór í loftið skömmu fyrir klukkan átta. Afleiðingar af þessu eru að einnig hefur verið aflýst flugferð frá Arlanda til Keflavíkur síðar í dag. Þá hefur tengiflugi til Portland síðdegis í dag verið aflýst, en nota átti umrædda flugvél í þá ferð. Meira »

100 ára yfirferð kröfuréttar lokið

11:55 Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Benedikt Bogason hæstaréttardómari og Þorgeir Örlygsson hæstaréttardómari luku nýverið við þriðja ritið í þriggja binda ritröð sinni um almennan hluta kröfuréttar á Íslandi. Meira »

Kíkt á nýja sjúkrahótelið

11:20 Nýtt sjúkrahótel Landspítalans er nú að verða tilbúið en búist er við að fyrstu gestirnir komi þangað í byrjun maí. Aðstaðan er glæsileg og á eftir að skipta sköpum fyrir marga, til að mynda verður það góður kostur fyrir konur af landsbyggðinni í áhættumeðgöngu. mbl.is kíkti á nýja sjúkrahótelið. Meira »

Verður áfram í gæsluvarðhaldi

11:11 Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem ákærður er fyrir brennu og manndráp á Selfossi 31. október sl. í tengslum við mikinn eldsvoða í íbúðarhúsi. Meira »

Varaði við „erlendri einangrunarhyggju“

11:05 „Ég er þess fullviss að unga fólkið er jafnsannfært og ég um mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu. Nú þegar angar erlendrar einangrunarstefnu teygja anga sína inn í íslensk stjórnmál er nauðsynlegt að slá skjaldborg um þá samvinnu.“ Meira »

Víðavangshlaup ÍR á sínum stað

09:48 Víðavangshlaup Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) verður haldið í 104. sinn í dag, sumardaginn fyrsta, en samhliða því verður hlaupið 2,7 km skemmtihlaup. Meira »

Elsta flughæfa vélin á Íslandi

08:18 Í Múlakoti í Fljótshlíð, skammt frá Hvolsvelli, geymir Erling Jóhannesson gamla flugvél sem á sér merka sögu. Hún er af gerðinni Boeing/Stearman PT-17 Kaydet og ber einkennisstafina TF-KAU. Þetta er elsta flughæfa vél á Íslandi, nærri áttatíu ára gömul. Meira »

Telja Snæfellsjökul horfinn um miðja öldina

07:57 Hlýnun andrúmsloftsins ræður því að Snæfellsjökull verður að öllum líkindum að mestu horfinn um miðja þessa öld. Þetta segir Þorsteinn Þorsteinsson jöklafræðingur á Veðurstofu Íslands. Meira »
Bókhald
Bókari með reynslu úr bankageiranum og vinnu á bókhaldsstofu, getur tekið að sér...
110 fm sumarhús á Suðurlandi..
Sumarhús í Biskupstungum til sölu. Eru 2 hús, annað fullbúið og hitt með þrjú sé...
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...
Bensínhjólbörur
Eigum til bensínhjólbörur með 7.5hp Briggs & Stratton, Drif á öllum, 4 gírar á...