Orri Páll vildi stöðva umfjöllun Stundarinnar

Orri Páll Dýrason hætti í hljómsveitinni Sigur Rós fyrir skömmu.
Orri Páll Dýrason hætti í hljómsveitinni Sigur Rós fyrir skömmu. Ljósmynd/mbl.is

Lögmaður fráfarandi trommara Sigur Rósar, Orra Páls Dýrasonar krafðist þess að Stundin stöðvi umfjöllun sína og viðtal við Meagan Boyd, bandaríska listakonu sem hefur sakað hann um að hafa nauðgað sér árið 2013. Ritstjórar Stundarinnar höfnuðu kröfunni og viðtalið við Boyd birtist í Stundinni í dag. Einnig segjast þau ítrekað hafa reynt að ná tali af Orra Páli til að fá hans hlið á málinu. 

Komin með „nóg af nauðgunarmenningu“

Í viðtal við Stundina í dag lýsir Boyd kynnum sínum af Orra Páli og atburðarrás hinnar meintu nauðgunar. Hún segir jafnframt að henni hafist borist hótanir og haturspóstur í kjölfar þessara ásakana. 

„Mig langar ekkert að vera manneskjan sem er á Wikipedia-síðunni hans, eingöngu þekkt fyrir að segja frá því sem ég upplifði, setja fram ásakanir sem er aldrei hægt að sanna. Ég fékk bara nóg af því að halda þessu inni. Ég er bara komin með nóg af nauðgunarmenningu og ég veit að þetta er úti um allt í tónlistarsenunni. Og enginn þorir að stíga fram út af mótlætinu sem fylgir," segir Boyd í viðtalinu. 

Orri Páll hætti í hljómsveitinni Sigur Rós þegar Boyd birti umræddar ásakanir á Instagram síðu sinni en hafnar ásökununum. „Fram skal tekið að ég mun gera allt sem í mínu valdi stend­ur til að losa mig úr þess­ari mar­tröð en af virðingu við raun­veru­lega þolend­ur of­beld­is mun ég þó ekki taka þann slag op­in­ber­lega," skrifaði hann í opinberri Facebook færslu. 

Stundin greindi frá því í frétt að þeim hafi borist bréf frá lögmanni Orra Páls í gær. 

„Í bréfi lögmannsins er farið fram á að Stundin birti ekki frekari umfjallanir um frásögn Meagan Boyd, þar sem hún greinir frá því að  Orri Páll hefði beitt hana kynferðisofbeldi. Stundin hafði ítrekað leitað til Orra Páls og umboðsskrifstofu hans vegna fréttar sem birtist í prentútgáfu Stundarinnar á morgun, en ekki fengið svör fyrr en bréf lögmannsins barst," segir í frétt Stundarinnar. 

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson ritstjórar Stundarinnar.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson ritstjórar Stundarinnar. Ljósmyndari/Heiða Helgadóttir

Óréttlætanlegt að stöðva umfjöllun

Ritstjórar Stundarinnar, þau Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson svöruðu bréfinu skriflega á vefsíðu Stundarinnar í gær og sögðu meðal annars: 

„Krafa Orra Páls um að umfjöllunin verði stöðvuð stangast á við tjáningarfrelsi konunnar, rétt almennings til upplýsinga um það sem er í samfélagsumræðunni og svo tjáningarfrelsi fjölmiðla. Að stöðva umfjöllun núna, í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að vitni greini frá og að konan færi fram frásögn af umræddum atvikum, er óréttlætanlegt. Stundin mun verjast fyrir dómstólum ef þess krefst.“

Í samtali við mbl.is í dag segir Ingibjörg Dögg að Orra Páli hafi verið gefið færi á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri en að hann hafi í staðinn kosið að senda lögfræðibréf þar sem krafist  var að umfjöllun Stundarinnar var stöðvuð. „Okkur þykir miður að Orri hafi valið að fara þessa leið, því þarna er verið að reyna að þagga niður umfjöllun um mál sem er nú þegar í opinberri umræðu,“ segir Ingibjörg. 

„Þegar farið er að skoða hvaða heimildir liggja þar að baki, gefa málsaðilum rými til að ræða sína reynslu og ræða við vitni, þá er reynt að þagga niður í umfjöllun sem hefur nú þegar verið til umfjöllunar í helstu miðlum landsins og víða erlendis. Það horfir undarlega við okkur hvað sumum virðist þykja sjálfsagt að þagga niður umfjöllun fjölmiðla. Þannig höfum við oftar en einu sinni verið dregin fyrir dóm til þess að svara fyrir mál sem hafa verið til umfjöllunar flestum miðlum landsins. Við höfum unnið þau mál en það kostar tíma og orku að verjast tilhæfulausum meiðyrðamálum í dómsmál, sem við hefðum ella geta nýtt í að byggja upp ritstjórnina. Við höfum fullan skilning á því að þetta mál sé sárt fyrir alla hlutaðeigandi, en í umfjöllun um málið felst ekki dómur. Hún er bara liður í stærri umræðu sem er í hámæli um þessar mundir og á sér stað um allan heim, ekki síst í ljósi nýliðinna atburða í Bandaríkjunum þar sem #metoo-byltingin hefur verið leidd áfram.“  

mbl.is

Innlent »

„Svei þér Eyþór Arnalds“

11:51 Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að það geri hana hrygga og hissa, en líka alveg „ótrúlega brjálaða“ að hlusta á Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins „hamast“ á Degi B. Eggertssyni borgarstjóra vegna braggamálsins svokallaða á meðan hann er í veikindaleyfi. Meira »

Baldur: „Winter is coming“

11:50 „Winter is coming,“ eða vetur kemur, sagði Baldur Borgþórsson, borgarfulltrúi Miðflokksins á borgarstjórnarfundi í gær, þegar hann lagði til óháða úttekt á framkvæmdum við Hlemm. Þar vísaði hann til þess að fara þyrfti yfir mörg mál þar sem framúrkeyrsla í framkvæmdum borgarinnar yrðu skoðuð. Meira »

Aðeins tveir fengið skattskrána

11:45 Einungis tveir aðilar hafa fengið skattskrá allra Íslendinga yfir 18 ára afhenta frá ríkisskattstjóra og koma þannig til greina sem aðilar á bakvið vefsíðuna tekjur.is „Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef frá starfsmönnum ríkisskattstjóra þá hafa bara tveir aðilar fengið þetta á pappír,“ Meira »

Staða geðsjúkra fanga grafalvarleg

11:40 „Í fyrsta lagi held ég að þetta ástand sé grafalvarlegt og búið að vera mjög lengi,“ segir Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, um stöðu geðsjúkra fanga. Hann hefur gert forsætisráðherra viðvart vegna skorts á skýrum svörum frá dóms­mála- og heil­brigðisráðuneyt­i vegna málsins. Meira »

Fulltrúi ráðuneytis á fund vegna skýrslu

11:32 Starfshópur sem vann áfangaskýrslu um störf og starfshætti Samgöngustofu kom á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í gær til að fara yfir skýrsluna og þær athugasemdir sem settar eru fram í henni. Meira »

Eiga bætt kjör bara við suma?

11:19 „Yfirskrift þingsins er bætt kjör, betra samfélag,“ sagði Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, í opnunarávarpi sínu á 45. þingi BSRB á Hilton hótel Nordica í morgun. Hún sagði að BSRB vildi gera allt til að bæta lífskjör launafólks í landinu. Meira »

32 milljónir fyrir aðkeypta vinnu

11:00 Forsætisráðuneytið hefur gert verksamninga um aðkeypta ráðgjöf, sérverkefni og verkefnisstjórn við 23 aðila frá því að sitjandi ríkisstjórn tók við. 8. október síðastliðinn hafði ráðuneytið greitt 32.646.798 kr. vegna þessara verkefna. Meira »

Allt að 19 mánaða bið eftir svari

10:46 Lengsti tími sem embætti umboðsmanns Alþingis hefur þurft að bíða eftir svörum ráðuneytis við fyrirspurnum sínum við úrvinnslu kvartana frá almenningi er eitt ár og sjö mánuðir. Þetta er meðal þess sem kom fram á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með umboðsmanni Alþingis. Meira »

Varað við óviðeigandi mannaferðum

10:33 Á Facebook-síðu Seltjarnarnesbæjar er varað við óviðeigandi mannaferðum sem sést hefur til á undanförnum dögum í bænum. Segir að þar hafi menn skimað inn í garða, götur og innkeyrslur og tekið ljósmyndir, jafnvel í rökkri. Meira »

Kvörtunum fækkar milli ára

10:09 389 kvartanir og erindi bárust umboðsmanni Alþingis í fyrra og eru það 6,9% færri mál en árið á undan. Kvörtunum hefur fækkað síðustu ár en á árunum 2011 til 2014 voru kvartanir að jafnaði í kringum 500. Langalgengasta umkvörtunarefnið, líkt og fyrri ár, er tafir á afgreiðslu mála hjá hinu opinbera eða rúmur fimmtungur. Meira »

„Shut up and swim!“

09:19 Sundkempan Sigrún Þ. Geirsdóttir sagði sögu sína í Magasíninu, en hún er fyrsta og eina íslenska konan sem hefur synt yfir Ermarsundið. Það gerði hún árið 2015 og ekki átakalaust. Sundið tók 22 klukkustundir og 34 mínútur og í sjö klukkustundir barðist hún við ógleði og uppköst í sundinu. Meira »

Mælti fyrir frumvarpi til stuðnings bókaútgáfu

08:58 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um stuðning við bókaútgáfu á Alþingi í gær. Frumvarpið er liður í heildstæðum aðgerðum stjórnvalda til stuðnings íslenskri tungu sem kynntar voru í haust. Meira »

Umskurður drengja ekki bannaður

08:35 Umskurður drengja er ekki bannaður samkvæmt íslenskum lögum og óvíst að umskurður geti fallið undir almenn hegningarlög. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Sigríðar Á. Andersen dómsmálráðherra við fyrirspurn Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Meira »

Áfram unnið að samnorrænum innkaupum

08:31 Ráðherrar heilbrigðismála í Danmörku og Noregi hafa lýst afdráttarlausum vilja til þess að vinna áfram með Íslandi að sameiginlegum innkaupum lyfja og að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra undirriti einnig yfirlýsingu landanna þar að lútandi fyrir Íslands hönd. Meira »

Frumvarpið „einn glundroði“

08:18 „Mannanöfn kunna við fyrstu sýn að þykja heldur léttvæg þegar rætt er um þjóðtungu Íslendinga og tilraunir til þess lengja í henni lífið. Svo er þó ekki. Sennilega er enginn einn þáttur mikilvægari.“ Meira »

Rannsókn á Landssímareit ekki lokið

08:15 Stjórn Félags fornleifafræðinga hefur sent Morgunblaðinu eftirfarandi athugasemd sem Sólrún Inga Traustadóttir, formaður félagsins, ritar undir: „Stjórn Félags fornleifafræðinga undrast gagnrýni í fréttaflutningi Morgunblaðsins um aðgang að gögnum í vörslu stjórnanda fornleifarannsóknar á Landssímareitnum“ Meira »

Vænta lækkunar og fresta skiptum

07:57 Farið er að bera á því að erfingjar dánarbúa séu farnir að gera sér væntingar um að skattstofn erfðafjárskatts lækki eftir næstu áramót og óski eftir frestum á skiptalokum fyrirliggjandi dánarbúa fram yfir þann tíma. Meira »

Selja pilsner á landsleikjum

07:37 „Við erum að prófa nýja hluti og bæta þjónustuna,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Athygli hefur vakið að á síðustu leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur verið seldur pilsner, 2,25% léttbjór. Meira »

Rok og rigning

06:57 Reikna má með snörpum vindhviðum við fjöll fram eftir degi, einkum undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og Öræfum, samkvæmt athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands í morgun. Meira »