Orri Páll vildi stöðva umfjöllun Stundarinnar

Orri Páll Dýrason hætti í hljómsveitinni Sigur Rós fyrir skömmu.
Orri Páll Dýrason hætti í hljómsveitinni Sigur Rós fyrir skömmu. Ljósmynd/mbl.is

Lögmaður fráfarandi trommara Sigur Rósar, Orra Páls Dýrasonar krafðist þess að Stundin stöðvi umfjöllun sína og viðtal við Meagan Boyd, bandaríska listakonu sem hefur sakað hann um að hafa nauðgað sér árið 2013. Ritstjórar Stundarinnar höfnuðu kröfunni og viðtalið við Boyd birtist í Stundinni í dag. Einnig segjast þau ítrekað hafa reynt að ná tali af Orra Páli til að fá hans hlið á málinu. 

Komin með „nóg af nauðgunarmenningu“

Í viðtal við Stundina í dag lýsir Boyd kynnum sínum af Orra Páli og atburðarrás hinnar meintu nauðgunar. Hún segir jafnframt að henni hafist borist hótanir og haturspóstur í kjölfar þessara ásakana. 

„Mig langar ekkert að vera manneskjan sem er á Wikipedia-síðunni hans, eingöngu þekkt fyrir að segja frá því sem ég upplifði, setja fram ásakanir sem er aldrei hægt að sanna. Ég fékk bara nóg af því að halda þessu inni. Ég er bara komin með nóg af nauðgunarmenningu og ég veit að þetta er úti um allt í tónlistarsenunni. Og enginn þorir að stíga fram út af mótlætinu sem fylgir," segir Boyd í viðtalinu. 

Orri Páll hætti í hljómsveitinni Sigur Rós þegar Boyd birti umræddar ásakanir á Instagram síðu sinni en hafnar ásökununum. „Fram skal tekið að ég mun gera allt sem í mínu valdi stend­ur til að losa mig úr þess­ari mar­tröð en af virðingu við raun­veru­lega þolend­ur of­beld­is mun ég þó ekki taka þann slag op­in­ber­lega," skrifaði hann í opinberri Facebook færslu. 

Stundin greindi frá því í frétt að þeim hafi borist bréf frá lögmanni Orra Páls í gær. 

„Í bréfi lögmannsins er farið fram á að Stundin birti ekki frekari umfjallanir um frásögn Meagan Boyd, þar sem hún greinir frá því að  Orri Páll hefði beitt hana kynferðisofbeldi. Stundin hafði ítrekað leitað til Orra Páls og umboðsskrifstofu hans vegna fréttar sem birtist í prentútgáfu Stundarinnar á morgun, en ekki fengið svör fyrr en bréf lögmannsins barst," segir í frétt Stundarinnar. 

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson ritstjórar Stundarinnar.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson ritstjórar Stundarinnar. Ljósmyndari/Heiða Helgadóttir

Óréttlætanlegt að stöðva umfjöllun

Ritstjórar Stundarinnar, þau Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson svöruðu bréfinu skriflega á vefsíðu Stundarinnar í gær og sögðu meðal annars: 

„Krafa Orra Páls um að umfjöllunin verði stöðvuð stangast á við tjáningarfrelsi konunnar, rétt almennings til upplýsinga um það sem er í samfélagsumræðunni og svo tjáningarfrelsi fjölmiðla. Að stöðva umfjöllun núna, í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að vitni greini frá og að konan færi fram frásögn af umræddum atvikum, er óréttlætanlegt. Stundin mun verjast fyrir dómstólum ef þess krefst.“

Í samtali við mbl.is í dag segir Ingibjörg Dögg að Orra Páli hafi verið gefið færi á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri en að hann hafi í staðinn kosið að senda lögfræðibréf þar sem krafist  var að umfjöllun Stundarinnar var stöðvuð. „Okkur þykir miður að Orri hafi valið að fara þessa leið, því þarna er verið að reyna að þagga niður umfjöllun um mál sem er nú þegar í opinberri umræðu,“ segir Ingibjörg. 

„Þegar farið er að skoða hvaða heimildir liggja þar að baki, gefa málsaðilum rými til að ræða sína reynslu og ræða við vitni, þá er reynt að þagga niður í umfjöllun sem hefur nú þegar verið til umfjöllunar í helstu miðlum landsins og víða erlendis. Það horfir undarlega við okkur hvað sumum virðist þykja sjálfsagt að þagga niður umfjöllun fjölmiðla. Þannig höfum við oftar en einu sinni verið dregin fyrir dóm til þess að svara fyrir mál sem hafa verið til umfjöllunar flestum miðlum landsins. Við höfum unnið þau mál en það kostar tíma og orku að verjast tilhæfulausum meiðyrðamálum í dómsmál, sem við hefðum ella geta nýtt í að byggja upp ritstjórnina. Við höfum fullan skilning á því að þetta mál sé sárt fyrir alla hlutaðeigandi, en í umfjöllun um málið felst ekki dómur. Hún er bara liður í stærri umræðu sem er í hámæli um þessar mundir og á sér stað um allan heim, ekki síst í ljósi nýliðinna atburða í Bandaríkjunum þar sem #metoo-byltingin hefur verið leidd áfram.“  

mbl.is

Innlent »

Víða hált á vegum landsins

Í gær, 22:07 Hálkublettir eru suðvestanlands á Hellisheiði, Mosfellsheiði og á Kjósaskarði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Sömu sögu er að segja um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði vestanlands. Meira »

40 íslenskir hestar niður Strikið

Í gær, 21:45 Fjörutíu íslenskir hestar fóru um stræti Kaupmannahafnar í gær, í tilefni af 50 ára afmæli Íslandshestasamtakanna í Danmörku. Meira »

Notendum hjólaleigu fjölgar milli ára

Í gær, 21:30 Fleiri nýttu sér hjólaleiguna WOW citybike í sumar en í fyrrasumar. Vætutíð hafði áhrif fyrri hluta sumars en notkunin jókst jafnt og þétt eftir því sem leið á sumarið og varð aukning í notendum á milli ára. Þetta segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, sem starfrækir hjólaleiguna. Meira »

Vildu finna Íslandsbænum nýtt hlutverk

Í gær, 20:40 „Við vissum svo sem ekkert hvað við ætluðum að gera fyrst og svo varð þetta bara svona,“ segir Heiðdís Pétursdóttir sem opnaði nýlega, ásamt Hreiðar Hreiðarssyni manni sínum, gististað í torfbæjarstíl skammt frá Hrafnagili. Meira »

Niðurlægjandi að pissa ofan í glas

Í gær, 20:27 „Ég kom bara af fjöllum. Eftir að ég fékk þetta bréf hélt ég að það væri búið að fella allt niður,“ segir Theódór Helgi Helgason. Hann er ósáttur við gang mála eftir að hafa verið handtekinn af lögreglunni á Suðurnesjum 16. júní vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Verja 65 milljónum í fullveldisfagnað

Í gær, 19:40 Áætlaður heildarkostnaður forsætisráðuneytisins vegna hátíðaviðburða sem fram fara 1. desember í tilefni af 100 ára sjálfstæði og fullveldi Íslands eru 65 milljónir króna, samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is um kostnað ráðuneytisins vegna hátíðahaldanna. Meira »

Skoða hvort málinu verði áfrýjað

Í gær, 19:02 Ingólf­ur Hauks­son, for­stjóri Glitn­is HoldCo, segir að verið sé að skoða hvort máli þrotabúsins gegn fjölmiðlunum Stundinni og Reykjavík Media verði áfrýjað til Hæstaréttar. Meira »

Vill koma skútunni í öruggt skjól

Í gær, 18:48 Rann­sókn lög­regl­unn­ar á Vest­fjörðum á skútuþjófnaði á Ísaf­irði aðfaranótt 14. október er langt komin. Einn er í haldi lögreglu, grunaður um þjófnaðinn, og var hann úrskurðaður í farbann til 12. nóvember. Maðurinn, sem er erlendur, hefur tvívegis verið yfirheyrður vegna málsins. Meira »

Kastaði buxum út um glugga verslunar

Í gær, 18:37 Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í 45 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa í byrjun febrúar á þessu ári stolið buxum að verðmæti um 10 þúsund króna úr verslun í Hafnarfirði með því að kasta þeim út um glugga í mátunarklefa verslunarinnar. Meira »

Kröfu Isavia hafnað

Í gær, 18:19 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna gjaldtöku Isavia ohf. á ytri rútustæðunum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli, en bráðabirgðaákvörðunin var tekin 17. júlí síðastliðinn. Meira »

Dæmdur í fangelsi fyrir fjölda brota

Í gær, 17:50 Þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir margvísleg brot á borð við líkamsárásir, fjársvik og þjófnað, auk fjölda fíkniefna- og umferðarlagabrota. Umferðarlagabrotin voru alls níu talsins, en í heildina voru ákæruliðirnir hátt í tuttugu talsins. Meira »

HR hefur ekki fengið náðhúsið afhent

Í gær, 17:30 Háskólinn í Reykjavík hefur fengið tvær af þrjá byggingum braggans við Nauthólsvík afhentar frá borginni, en ekki allar þrjár líkt og Óli Jón Hertervig, starfandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) greindi frá í morgun. Meira »

Hætt verði að nafngreina sakamenn

Í gær, 17:09 Verði fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra að lögum verða dómar og úrskurðir héraðsdómstóla sem varða viðkvæm persónuleg málefni ekki lengur birtir opinberlega. Þá verður nafnleyndar gætt í öllum tilfellum við birtingu dóma í sakamálum um þá sem þar koma við sögu. Meira »

Tilraun til að vega að trúverðugleika blaðamanns

Í gær, 16:49 Það að kalla blaðamann „óvin vinnandi stétta“, að segja að honum hafi verið „sigað á [okkur] af húsbónda sínum“ og lýsa honum sem „holum manni“, vegna harðra skoðanaskrifa hans um samningskröfur stéttarfélaga, er tilraun til að vega að mennsku hans og trúverðugleika. Meira »

Miklar götulokanir vegna kvennafrís

Í gær, 16:07 Miklar götulokanir verða í miðborginni á kvennafrídegi miðvikudaginn 24. október. Lokanir verða á Kalkofnsvegi og víðar vegna baráttufundar á Arnarhóli í tilefni af samkomunni, en sviði verður komið fyrir á Kalkofnsvegi fyrir framan Arnarhól. Meira »

Bilun í hitakerfi rúðunnar olli sprungu

Í gær, 15:45 Sprunga í rúðu í flugstjórnarklefa flugvélar Icelandair sem var á leið frá Orlando í Flórída til Keflavíkur aðfaranótt laugardags myndaðist vegna bilunar í hitakerfi rúðunnar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa er með atvikið til skoðunar. Meira »

Rannsaka andlát ungrar konu

Í gær, 15:37 Ung kona fannst látin á heimili sínu á Akureyri á sunnudagsmorgun. Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar málið. Dánarorsök liggur ekki fyrir, en einn maður var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Meira »

Ríkissaksóknari skoðar Euro Market-mál

Í gær, 15:29 Ríkissaksóknari fór þess á leit við lögreglustjórann á Vesturlandi að hann aðstoðaði ríkissaksóknara við rannsókn á því hvernig minnisblað lögreglu sem hafði að geyma trúnaðarupplýsingar komst í hendur á óviðkomandi aðila. Niðurstaða rannsóknar lögreglustjórans á Vesturlandi hefur verið kynnt ríkissaksóknara sem fer með rannsókn málsins. Meira »

Ekki hlaupið að verktakaskiptum

Í gær, 15:15 Akstursþjónusta fatlaðra á vegum Strætó bs. hefur gengið vel í dag þrátt fyrir gjaldþrot verktakans Prime Tours sem hafði 25 bíla í rekstri. Framkvæmdastjóri Strætó ætlar að funda með lögfræðingum á morgun og fara yfir næstu skref. Meira »
Nudd - Rafbekkkur 193.000 Tilboð:179.000 út okt
Egat Standard. Nudd Rafbekkur Verð 193.000 Tilboð:179.000 út okt Lyftir 204 kg...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
ALVÖRU KERRUR FYRIR ATHAFNAFÓLK
Vorum að fá sendingu m.a. af 2 tonna og 2,6 tonna kerrum, tveggja öxla, möguleik...