Stuðningur við ríkisstjórnina fer vaxandi

Stuðningur við ríkisstjórnina fer vaxandi en 47,5% sögðust styðja ríkisstjórnina …
Stuðningur við ríkisstjórnina fer vaxandi en 47,5% sögðust styðja ríkisstjórnina nú samanborið við 41,1% í síðustu mælingu. Skjáskot/MMR

Sjálfstæðisflokkurinn mældist með stuðning 20,8% landsmanna í nýrri könnun MMR. Stuðningur flokksins minnkaði um hálft prósentustig frá síðustu mælingu, en flokkurinn mælist þó enn stærsti stjórnmálaflokkurinn á Alþingi.

Samfylkingin mældist með 16,7% fylgi,  sem er rúmum þremur prósentustigum minna en í síðustu mælingu. Píratar mældust með 12,7% fylgi, sem er hálfu prósentustigi minna en í síðustu mælingu. Miðflokkurinn bætti hins vegar rúmu prósentustigi við fylgi sitt frá síðustu mælingum og mælist nú með 11,9% fylgi.

Stuðningur við ríkisstjórnina fer vaxandi en 47,5% sögðust styðja ríkisstjórnina nú samanborið við 41,1% í síðustu mælingu.

Fylgi Miðflokksins mældist nú 11,9% og mældist 10,8% í síðustu könnun.
Fylgi Vinstri grænna mældist nú 10,9% og mældist 11,1% í síðustu könnun.
Fylgi Framsóknarflokks mældist nú 8,9% og mældist 8,1% í síðustu könnun.
Fylgi Viðreisnar mældist nú 8,6% og mældist 7,9% í síðustu könnun.
Fylgi Flokks fólksins mældist nú 6,1% og mældist 5,3% í síðustu könnun.
Fylgi annarra flokka mældist 3,2% samanlagt.

Könnunin var framkvæmd var dagana 3.-9. október.

Lagðar voru allt að þrjár spurningar fyrir svarendur um stuðning þeirra við stjórnmálaflokka. Allir voru spurðir spurningar 1: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?“. Þeir sem svöruðu „Veit ekki/óákveðin(n)“ við spurningu 1 voru því næst spurðir hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu?. Svöruð þeir aftur að þeir vissu það ekki  eða væru óákveðnir voru þeir  spurðir hvort líklegra væri að þeir kysu „Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?“.

Fjölda þeirra sem svaraði „einhvern hinna“ í spurningu 3 var skipt milli annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins í sama hlutfalli og fylgi þeirra var skv. spurningum 1 og 2.

Samtals voru 83,3% sem gáfu upp afstöðu til flokka, aðrir kváðust óákveðnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert