„Ég verð að halda á myndavélinni“

„Ég nota ekki dróna, ég vil gera þetta sjálfur,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari, sem opnar sýningu á myndum af íslenskum jöklum í dag. „Mér myndi ekki líða vel með það að hafa ekki smellt af sjálfur. Ég verð að halda á myndavélinni,“ heldur hann áfram en margar myndirnar eru teknar á flugi. 

Ég hitti þá Ragnar og Einar Geir Ingvarsson, hönnuð sem kom að hugmyndavinnu og sá um uppsetningu á bókinni, í Ásmundarsal við Freyjugötu í vikunni. Þar mun sýningin opna kl. 14 og standa fram til 30. nóvember. 

Myndirnar eru teknar á tíu ára tímabili en vinnan við bókina hefur að mestu farið fram á undanförnum tveimur árum. Ragnar segir það meðal annars hafa verið hugmynd Einars að láta ekki sjást í sjóndeildarhringinn á myndunum. Þannig verða myndirnar abstrakt og athyglin og ímyndunaraflið beinist að því sem hægt er að lesa úr formum í og við jöklana.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert