Endurbygging Stórasels mun enda umfram áætlun

Áætlað var árið 2017 að endurbygging Stórasels myndi kosta 75 …
Áætlað var árið 2017 að endurbygging Stórasels myndi kosta 75 milljónir króna, verkið mun kosta meira. mbl.is/RAX

Gert er ráð fyrir því að kostnaður við endurbyggingu steinbæjarins Stórasels við Holtsgötu 41b í Reykjavík verði meiri en það verð sem fæst fyrir bæinn þegar hann verður seldur sem íbúðarhús.

Þetta segir Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, sem gert hefur húsið upp. Um er að ræða 160 fm einbýlishús á lóð sem Minjavernd fékk í tengslum við samning sem gerður var við Reykjavíkurborg árið 2014. Árið 2017 var kostnaður endurbyggingarinnar metinn verða 75 milljónir króna og er reiknað með að verkinu ljúki næsta vor.

„Minjavernd var alveg ljóst frá upphafi að þetta verkefni myndi ekki standa undir sér en við erum með áætlun sem við útbjuggum á leiðinni sem við höfum ekki gefið upp til þessa og ekki einu sinni tekið saman hvað við teljum að verði endanlegur kostnaður, en Minjavernd mun borga með þessu verkefni,“ segir Þorsteinn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert