Kristnar grafir og heiðnar minjar

Búið er að fjarlægja viðbyggingu Landssímahússins. Þarna á stór bygging …
Búið er að fjarlægja viðbyggingu Landssímahússins. Þarna á stór bygging að rísa. Í því sambandi hefur verið talað um „hótel á helgum reit“. mbl.is/Hari

Meðal þess sem kom í ljós við fornleifauppgröftinn á bílastæði Landssímans 2016 til 2017 voru 32 grafir frá árunum 1505 til 1750, þar af 22 sem voru lítt raskaðar. Ennfremur fundust gripir sem benda til samfélags frá heiðnum tíma, þ.e. frá um 870 til 1000.

Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum sem Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur skilaði til Minjastofnunar við lok vettvangsrannsóknar á Landssímareitnum í nóvember 2017. Morgunblaðið fékk aðgang að þessum gögnum á grundvelli upplýsingalaga. Sjálf hefur Vala ekki viljað veita blaðinu upplýsingar undanfarna mánuði og bannað myndatökur af minjunum sem nú eru varðveittar í Þjóðminjasafninu. Lokaskýrsla um rannsóknina, sem Vala boðaði að bærist í júní 2018, er enn ekki komin. Minjastofnun segir að töfin sé vegna þess að beðið hafi verið eftir niðurstöðum greiningarvinnu.

Icelandair hotels ætla að starfrækja hótel í gamla Landssímahúsinu og reisa nýja viðbyggingu við húsið á hinu gamla bílastæði Landssímans á gatnamótum Thorvaldsensstrætis og Kirkjustrætis. Undir bílastæðinu var hluti hins forna Víkurkirkjugarðs. Hafa fjölmargir mótmælt þessum framkvæmdum, þar á meðal Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, sem kvaðst í samtali við Morgunblaðið á dögunum hafna „hóteli á helgum reit“.

Nánar er fjallað um fornleifarannsóknina á Landssímareitnum í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert