Ríkið vinnur að útfærslu dómsins

Ljósmæður stóðu m.a. mótmælastöðu vegna deilunnar.
Ljósmæður stóðu m.a. mótmælastöðu vegna deilunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er niðurstaðan. Nú þurfum við að skoða málið heildstætt, hvað þetta þýðir,“ segir Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, við Morgunblaðið.

Hæstiréttur staðfesti á fimmtudag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli BHM gegn ríkinu vegna þess að laun ljósmæðra sem stóðu vaktir í verkfalli ljósmæðra árið 2015 voru skert. Ríkinu var gert að endurgreiða umræddar skerðingar launa auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Landspítalinn dró sama hlutfall af launum allra ljósmæðra meðan á verkfalli stóð, burtséð frá vinnufyrirkomulagi einstakra starfsmanna. Þannig fengu sumir starfsmenn greitt fyrir stundir sem þeir unnu ekki en aðrir fengu ekki að fullu greitt fyrir þá vinnu sem þeir inntu af hendi.

Gunnar segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að hann geti lítið tjáð sig um hvernig ríkið bregðist við þessum dómi. Nú sé verið að skoða hvað dómur Hæstaréttar þýðir, hverju þurfi hugsanlega að breyta og hvar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »