Rússar fá að fylgjast með heræfingu NATO

Tacan Ildem er aðstoðarframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins á sviði opinberra samskipta.
Tacan Ildem er aðstoðarframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins á sviði opinberra samskipta. mbl.is/Eggert

Aðstoðarframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins á sviði opinberra samskipta, Tacan Ildem, segir ógnir tengdar netöryggi og rangri upplýsingagjöf fara vaxandi en að það sé fagnaðarefni að almenningur sem og stjórnvöld séu að verða upplýstari um hættuna sem fylgir. Hann var staddur hér á landi í vikunni, meðal annars til þess að ræða netöryggi og falsfréttir. Blaðakona mbl.is hitti Ildem í utanríkisráðuneytinu.

„Röng upplýsingagjöf og áróður eru meðal þess sem NATO er að auka varnir sínar gegn,“ segir Ildem, og að netárásir séu meðal aðferða sem notaðar séu í blönduðum árásum. „Netárásir, röng upplýsingagjöf, áróður og fjárhagslegur og pólitískur þrýstingur er á meðal þess sem notað er til þess að draga úr öryggi okkar sem samfélags.“

Mikilvægt að fjölmiðlar sýni seiglu

Ildem segir að hver og einn beri ábyrgð og hafi hlutverk þegar kemur að því að hindra að blandaðar árásir hafi tilætluð áhrif, og ekki síst fjölmiðlar sem þurfi að gæta þess að rekja þær upplýsingar sem þeir hafa undir höndum.

Ildem segir að netárásir, röng upplýsingagjöf og áróður sé á ...
Ildem segir að netárásir, röng upplýsingagjöf og áróður sé á meðal þess sem notað er til þess að draga úr öryggi samfélaga. AFP

„Þegar NATO hóf viðveru í Litháen í febrúar árið 2017 kviknaði orðrómur í kring um ráðstefnu varnarmálaráðherranna í Brussel um að þýskur hermaður hefði nauðgað litháískri stúlku. Orðrómnum var komið á kreik með það að markmiði að koma höggi á ímynd bandalagsins. En þökk sé ábyrgum fréttaflutningi var hægt að rekja söguna og komast í samband við alla sem áttu hlut að máli, þar á meðal viðeigandi stjórnvöld, og afsanna orðróminn. Innan þriggja klukkustunda var orðrómurinn liðin tíð. Það er mjög mikilvægt að sýna seiglu í svona málum.“

Heræfing Atlantshafsbandalagsins, Trident Juncture 2018, fer fram í október og nóvember í Noregi og að hluta til á Íslandi og leiða má líkur að því að óvinveitt öfl reyni að varpa skugga á æfinguna með falsfréttum. Ildem segir að bandalagið sé á varðbergi gagnvart slíku, en að allra leiða sé leitað til þess að gera öllum ljóst að æfingin er ekki haldin til að ögra einum eða neinum.

Heræfing Atlantshafsbandalagsins, Trident Juncture 2018, fer fram í október og ...
Heræfing Atlantshafsbandalagsins, Trident Juncture 2018, fer fram í október og nóvember í Noregi og að hluta til á Íslandi mbl.is/ÞÖK

„Tilgangur æfingarinnar er að gefa herafla okkar tækifæri til að æfa og samhæfa sig. Auðvitað er hún líka tækifæri til þess að sýna ákveðni og reiðubúning okkar til þess að verja yfirráðasvæði okkar, ef þörf krefur.“

„Við leggjum mikla áherslu á að æfingin sé ekki ætluð til þess að ógna. Þvert á móti þá fylgjum við ströngustu gagnsæisreglum. Löndin sem standa fyrir æfingunni, Noregur og Ísland, fylgja Vínarsamkomulagi ÖSE og öll aðildarríki stofnunarinnar, þar á meðal Rússland, hafa rétt til þess að fylgjast með framkvæmd æfingarinnar. Með þessu viljum við koma í veg fyrir misskilning og óþarfa stigmögnun á ríkjandi ástandi.“

Trident Juncture kjörin til að reyna á varnir bandalagsins

Ildem segir það ekki að ástæðulausu að NATO vinni nú að því að auka varnir sínar á öllum sviðum, og nefnir þar til að mynda innlimun Krímskaga og ofsafengnar aðgerðir Rússa í austurhluta Úkraínu.

Hann segir það fyrst og fremst á ábyrgð aðildarríkjanna að styrkja varnir sínar gegn netárásum og að það skipti sköpum til þess að gögnum NATO sé ekki stefnt í hættu. „Trident Juncture heræfingin verður kjörið tækifæri til þess að láta reyna á varnir bandalagsins í þessum efnum,“ segir Ildem.

Ildem segir það ekki að ástæðulausu að NATO vinni nú ...
Ildem segir það ekki að ástæðulausu að NATO vinni nú að því að auka varnir sínar á öllum sviðum. mbl.is/Eggert

Aðspurður hvort Ísland sé í stakk búið til þess að bregðast við hvers konar netárásum segir Ildem að hann sé sannfærður um að Ísland, líkt og önnur aðildarríki Atlantshafsbandalagsins, sé að bregðast við kallinu um aukið netöryggi og að Ísland sé ekki síður mikilvægur hlekkur í því að verja bandalagið gegn árásunum. „Atlantshafsbandalagið sinnir einnig sínu hlutverki. Sérfræðingar okkar starfa allan sólarhringinn í höfuðstöðvunum við að verja netkerfin. Þá erum við einnig með með viðbragðslið sem geta gripið inn í og aðstoðað aðildarríkin, gerist þess þörf.“

Hvað falsfréttir varðar segir Ildem að ekkert ríki sé ónæmt, þrátt fyrir að falsfréttir séu ekki orðnar þrálátur vandi á Íslandi. Hann segir að öll ríki eigi að láta sig þessi mál varða vegna tengsla sín á milli. Því sé ekki hægt að segja að einhver ríki NATO séu undir áhrifum falsfrétta en önnur ekki, því þau tengist öll.

„Það er mér mikill heiður að fá að heimsækja Ísland, sem hefur verið aðildarríki NATO frá stofnun,“ segir Ildem, og að framlag Íslands til bandalagsins, sem og fleiri alþjóðlegra stofnana, sé verulegt og markvert. „Þið eruð leiðandi í málefnum kynjajafnréttis, friðar og öryggismála og framlag ykkar er mikils metið.“

mbl.is

Innlent »

Segist ekki vilja ræða ólöglegar upptökur

12:08 „Ég tel óforsvaranlegt að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar ætli að halda fund til að ræða ályktanir sem hún vill sýnilega draga af illa sundurklipptum hljóðupptökum af veitingastofuspjalli sem aflað var með refsiverðum aðferðum.“ Meira »

Var ekki beittur þrýstingi

11:58 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að hann hefði aldrei lofað því að Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, yrði skipaður sendiherra, og að það stæði ekki til að skipa hann í stöðuna. Meira »

Holtavörðuheiði lokað í tvo tíma

11:50 Holtavörðuheiði verður lokuð í um tvær klukkustundir milli 13.30 og 15.30 þegar vöruflutningabíl verður komið aftur á veginn, en hann fór út af veginum og valt í morgun. Engin slys urðu á fólki. Meira »

Ber ekki ábyrgð á álagi fyrrverandi

11:34 Fjárnám sem gert hafði verið í fasteign konu vegna álags á vantalda skatta fyrrverandi sambúðarmanns hennar var í dag fellt úr gildi af Hæstarétti. Taldi rétturinn að þó fólkið hafi verið samskattað þegar skattarnir voru vangreiddir, þá nái álagið í formi refsikenndra viðurlaga ekki til konunnar. Meira »

Rafleiðni svipuð og þegar brúin fór

11:32 Reynir Ragnarsson hefur sinnt rafleiðnimælingum í Múlakvísl í 20 ár. Við mælingar í morgun mældist hún 300 míkrósímens á sentimetra, en venjuleg rafleiðni í ánni er í kringum 100. Rafleiðnin nú er svipuð og gerðist árið 2011 þegar brúin yfir Múlakvísl hrundi í hlaupinu 2011. Meira »

Borgarstjóri sendir samúðarkveðju

11:28 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sent samúðarkveðju til Gdansk vegna morðsins á borgarstjóranum Pawel Adamowicz.   Meira »

Hefur ekkert með skipanina að gera

11:11 „Ég verð að halda því til haga mér að sýnist að aðdragandi þess að halda þennan opna fund sé ekki eins og reglurnar kveða á um en það truflar mig ekkert,“ sagði Bjarni Benediktsson við upphaf opins fundar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. Meira »

Játar vanda en tjáir sig annars ekki

11:03 „Við höfum átt í einhverjum vandamálum með að afla fé, en við höfum stjórn á stöðunni og höldum áfram með öll okkar verkefni. Þannig að það er engin dramatík í þessu,“ segir Hans Christian Munck, framkvæmdastjóri Munck Íslandi ehf., við mbl.is þegar hann er spurður um lausafjárstöðu félagsins. Meira »

„Mun ekki taka þátt í þessari sýningu“

10:45 Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, las upp yfirlýsingar þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanna Miðflokksins, við upphaf fundar sem fer fram vegna ummæla Gunnars Braga á barnum Klaustri um högun skipunar í embætti sendiherra. Meira »

Engin rútustæði í Hafnarfirði

10:45 Skipulags- og byggingaráð hefur vísað erindi Ferðamálasamtaka Hafnarfjarðar um rútustæði í miðbæ Hafnarfjarðar til vinnslu miðbæjarskipulags. Meira »

Allt að 53% munur á leikskólagjöldum

10:42 Leik­skóla­gjöld eru hæst í Garðabæ en lægst í Reykja­vík. Gjöld­in hækkuðu milli ára í þrettán af sex­tán sveit­ar­fé­lög­um lands­ins en lækkuðu í þrem­ur sveit­ar­fé­lög­um. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í nýrri út­tekt verðlags­eft­ir­lits ASÍ á leik­skóla­gjöld­um sveit­ar­fé­lag­anna. Meira »

Bilun í búnaði RB

10:36 Bilun kom upp í búnaði hjá RB í nótt sem gera það að verkum að hreyfingar sjást ekki í netbanka Landsbankans og Íslandsbanka. Staða reikninga í grunnkerfum RB er engu að síður rétt og öll greiðsluvirkni er í lagi. Meira »

Fáir nota endurskinsmerki

10:33 Einungis tveir af tíu voru með endurskinsmerki samkvæmt könnun VÍS á endurskinsmerkjanotkun unglinga í grunnskóla og fólks á vinnustað. Unglingarnir stóðu sig aðeins betur en þeir fullorðnu en þar munaði mest um endurskin á töskum. Meira »

Opinn fundur vegna skipunar sendiherra

10:20 Fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis fer fram klukkan 10:30 í dag, en á fundinum verður til umræðu skip­un Geirs H. Haar­de og Árna Þórs Sig­urðsson­ar í embætti sendi­herra í ljósi um­mæla sem Gunn­ar Bragi lét falla um hög­un skip­un­ar­inn­ar á barn­um Klaustri í nóv­em­ber. Meira »

Setjast að samningaborðinu með SA

10:08 Fundur hófst hjá Ríkissáttasemjara í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélaga Akraness og Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins (SA) nú klukkan tíu. Er þetta þriðji fundur deiluaðila frá því að félögin fjögur vísuðu málinu til sáttasemjara. Meira »

Kæra tegundasvindl til lögreglu

09:17 Matvælastofnun hefur óskað eftir rannsókn lögreglu á meintu tegundasvindli með fisk til útflutnings. Íslenskt fiskvinnslufyrirtæki er grunað um að hafa selt íslenskri umboðsverslun með fisk og fiskafurðir verðlitlar fiskafurðir (keilu) sem verðmeiri vöru (steinbít) á árunum 2010 og 2011. Meira »

Rafleiðni í Múlakvísl enn há

08:24 Rafleiðni í Múlakvísl mælist enn há og mæld vatnshæð hefur hækkað lítillega í nótt. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands munu fara yfir stöðuna og átta sig betur á umfangi hlaupsins þegar birtir. Meira »

Stúdentspróf í tölvuleikjagerð

08:18 Menntamálaráðuneytið hefur heimilað Keili – miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs að fara af stað með nýja námsleið til stúdentsprófs. Er það í fyrsta sinn frá stofnun Keilis árið 2007 sem það er gert. Meira »

Gátu ekki sótt sjúkling yfir á

07:57 Sjúkrabíll gat ekki sótt Svein Sigurjónsson, tæplega áttræðan íbúa á bænum Þverárkoti við rætur Esju í Reykjavík, á föstudaginn þar sem engin brú er yfir Þverá. Meira »
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...
Múrverk
Múrverk...
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
Eyjasól sumarhús, lausar helgar..
Dagar í hlýjum og góðum sumarh. Rúm fyrir 5-6. Leiksvæði. Stutt að Geysi, Gullfo...