Rússar fá að fylgjast með heræfingu NATO

Tacan Ildem er aðstoðarframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins á sviði opinberra samskipta.
Tacan Ildem er aðstoðarframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins á sviði opinberra samskipta. mbl.is/Eggert

Aðstoðarframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins á sviði opinberra samskipta, Tacan Ildem, segir ógnir tengdar netöryggi og rangri upplýsingagjöf fara vaxandi en að það sé fagnaðarefni að almenningur sem og stjórnvöld séu að verða upplýstari um hættuna sem fylgir. Hann var staddur hér á landi í vikunni, meðal annars til þess að ræða netöryggi og falsfréttir. Blaðakona mbl.is hitti Ildem í utanríkisráðuneytinu.

„Röng upplýsingagjöf og áróður eru meðal þess sem NATO er að auka varnir sínar gegn,“ segir Ildem, og að netárásir séu meðal aðferða sem notaðar séu í blönduðum árásum. „Netárásir, röng upplýsingagjöf, áróður og fjárhagslegur og pólitískur þrýstingur er á meðal þess sem notað er til þess að draga úr öryggi okkar sem samfélags.“

Mikilvægt að fjölmiðlar sýni seiglu

Ildem segir að hver og einn beri ábyrgð og hafi hlutverk þegar kemur að því að hindra að blandaðar árásir hafi tilætluð áhrif, og ekki síst fjölmiðlar sem þurfi að gæta þess að rekja þær upplýsingar sem þeir hafa undir höndum.

Ildem segir að netárásir, röng upplýsingagjöf og áróður sé á ...
Ildem segir að netárásir, röng upplýsingagjöf og áróður sé á meðal þess sem notað er til þess að draga úr öryggi samfélaga. AFP

„Þegar NATO hóf viðveru í Litháen í febrúar árið 2017 kviknaði orðrómur í kring um ráðstefnu varnarmálaráðherranna í Brussel um að þýskur hermaður hefði nauðgað litháískri stúlku. Orðrómnum var komið á kreik með það að markmiði að koma höggi á ímynd bandalagsins. En þökk sé ábyrgum fréttaflutningi var hægt að rekja söguna og komast í samband við alla sem áttu hlut að máli, þar á meðal viðeigandi stjórnvöld, og afsanna orðróminn. Innan þriggja klukkustunda var orðrómurinn liðin tíð. Það er mjög mikilvægt að sýna seiglu í svona málum.“

Heræfing Atlantshafsbandalagsins, Trident Juncture 2018, fer fram í október og nóvember í Noregi og að hluta til á Íslandi og leiða má líkur að því að óvinveitt öfl reyni að varpa skugga á æfinguna með falsfréttum. Ildem segir að bandalagið sé á varðbergi gagnvart slíku, en að allra leiða sé leitað til þess að gera öllum ljóst að æfingin er ekki haldin til að ögra einum eða neinum.

Heræfing Atlantshafsbandalagsins, Trident Juncture 2018, fer fram í október og ...
Heræfing Atlantshafsbandalagsins, Trident Juncture 2018, fer fram í október og nóvember í Noregi og að hluta til á Íslandi mbl.is/ÞÖK

„Tilgangur æfingarinnar er að gefa herafla okkar tækifæri til að æfa og samhæfa sig. Auðvitað er hún líka tækifæri til þess að sýna ákveðni og reiðubúning okkar til þess að verja yfirráðasvæði okkar, ef þörf krefur.“

„Við leggjum mikla áherslu á að æfingin sé ekki ætluð til þess að ógna. Þvert á móti þá fylgjum við ströngustu gagnsæisreglum. Löndin sem standa fyrir æfingunni, Noregur og Ísland, fylgja Vínarsamkomulagi ÖSE og öll aðildarríki stofnunarinnar, þar á meðal Rússland, hafa rétt til þess að fylgjast með framkvæmd æfingarinnar. Með þessu viljum við koma í veg fyrir misskilning og óþarfa stigmögnun á ríkjandi ástandi.“

Trident Juncture kjörin til að reyna á varnir bandalagsins

Ildem segir það ekki að ástæðulausu að NATO vinni nú að því að auka varnir sínar á öllum sviðum, og nefnir þar til að mynda innlimun Krímskaga og ofsafengnar aðgerðir Rússa í austurhluta Úkraínu.

Hann segir það fyrst og fremst á ábyrgð aðildarríkjanna að styrkja varnir sínar gegn netárásum og að það skipti sköpum til þess að gögnum NATO sé ekki stefnt í hættu. „Trident Juncture heræfingin verður kjörið tækifæri til þess að láta reyna á varnir bandalagsins í þessum efnum,“ segir Ildem.

Ildem segir það ekki að ástæðulausu að NATO vinni nú ...
Ildem segir það ekki að ástæðulausu að NATO vinni nú að því að auka varnir sínar á öllum sviðum. mbl.is/Eggert

Aðspurður hvort Ísland sé í stakk búið til þess að bregðast við hvers konar netárásum segir Ildem að hann sé sannfærður um að Ísland, líkt og önnur aðildarríki Atlantshafsbandalagsins, sé að bregðast við kallinu um aukið netöryggi og að Ísland sé ekki síður mikilvægur hlekkur í því að verja bandalagið gegn árásunum. „Atlantshafsbandalagið sinnir einnig sínu hlutverki. Sérfræðingar okkar starfa allan sólarhringinn í höfuðstöðvunum við að verja netkerfin. Þá erum við einnig með með viðbragðslið sem geta gripið inn í og aðstoðað aðildarríkin, gerist þess þörf.“

Hvað falsfréttir varðar segir Ildem að ekkert ríki sé ónæmt, þrátt fyrir að falsfréttir séu ekki orðnar þrálátur vandi á Íslandi. Hann segir að öll ríki eigi að láta sig þessi mál varða vegna tengsla sín á milli. Því sé ekki hægt að segja að einhver ríki NATO séu undir áhrifum falsfrétta en önnur ekki, því þau tengist öll.

„Það er mér mikill heiður að fá að heimsækja Ísland, sem hefur verið aðildarríki NATO frá stofnun,“ segir Ildem, og að framlag Íslands til bandalagsins, sem og fleiri alþjóðlegra stofnana, sé verulegt og markvert. „Þið eruð leiðandi í málefnum kynjajafnréttis, friðar og öryggismála og framlag ykkar er mikils metið.“

mbl.is

Innlent »

Hagvaxtarstefnan að „líða undir lok“

17:28 „Sú hagfræðikenning sem hefur mótað efnahagsstefnu 20. aldarinnar, efnahagsstefna sem byggir fyrst og fremst á því að halda áfram hagvexti út í eitt, sú efnahagsstefna er að líða undir lok.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir á fundi VG og verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar um kjara­mál fyrr í dag. Meira »

Styrktartónleikar fyrir Söndru

17:25 Stuðlabandið, Stebbi Hilmars, Páll Rózinkrans, Ívar Daníelsson, Hlynur Ben, Úlfur úlfur og fjölmargir tónlistarmenn munu koma fram á styrktartónleikum miðvikudaginn þann 21. nóvember kl. 20:00. Meira »

Vill nýta undanþágur frá orkupakkanum

17:08 „Er ekki leiðin að nýta þær undanþágur sem við gerðum upphaflega?“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, um innleiðingu þriðja orkupakkans. Meira »

Koma þurfi á fót upplýsingamiðstöð

17:04 Auka þarf upplýsingaflæði og tryggja að innflytjendur fái fréttir af innlendum vettvangi, til að efla lýðræðisþátttöku fólks af erlendum uppruna. Þetta er meðal þess sem fram kom í umræðum á fjölmenningarþingi Reykjavíkurborgar, sem haldið var í fimmta sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Meira »

Öllu innanlandsflugi aflýst

16:39 Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag vegna veðurs. Samkvæmt upplýsingum frá Air Iceland Connect þá ættu aflýstar flugferðir ekki að hafa nein áhrif á flugdagskrá morgundagsins. Vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að veðrinu muni slota í nótt. Meira »

„Skaðlegar staðalímyndir“ í bók Birgittu

16:26 Sólveig Auðar Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, birti í morgun ljósmynd af síðu í nýrri barnabók eftir Birgittu Haukdal, þar sem hún gagnrýnir „skaðlegar staðalímyndir“ af starfi hjúkrunarfræðinga sem sýnd er í bókinni. Meira »

Raskanir hafa keðjuverkandi áhrif

15:31 Ellefu af tólf landgöngubrúm á Keflavíkurflugvelli voru teknar í notkun á nýjan leik klukkan eitt í dag þegar lægði nægilega mikið. Farþegar í þrem­ur flug­vél­um sem lentu á Kefla­vík­ur­flug­velli í morg­un höfðu þá beðið í nokkrar klukkustundir eftir að kom­ast úr vél­un­um vegna vonskuveðurs. Meira »

Stödd í „grafalvarlegum stéttaátökum“

15:20 „Við ætlum vissulega að semja um krónur og aura, en við ætlum líka að semja um lífsskilyrði í þeirra víðasta skilningi,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar á fundi Vinstri grænna og verkalýðshreyfingarinnar um kjaramál nú í hádeginu. Meira »

Húsið að mestu leyti ónýtt

14:04 Húsnæði við Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði er nánast alveg ónýtt eftir að eldur kom þar upp í gærkvöldi, að sögn Eyþórs Leifssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Það er spurning með þessa steyptu veggi, hvort þeir geti haldið sér, en húsið er annars að mestu ónýtt og þetta er mikið eignatjón.“ Meira »

Kannski sem betur fer ég

13:25 María Dungal framkvæmdastjóri er með nýrnabilun á lokastigi. Hér heima gekk hún á milli lækna og var sagt að taka vítamín og hætta að ímynda sér hluti en yfirþyrmandi þreyta hefur umturnað lífi hennar. 11 manns hafa boðið Maríu nýra án þess að það hafi gengið. Meira »

Kastar handsprengjum á ríkisstjórnarheimilið

13:19 Miðflokkurinn er að reyna að kasta handsprengjum inn á ríkisstjórnarheimilið að mati Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Sagði Logi í þættinum Víglínunni á Stöð 2 að afstaða Miðflokksins til þriðja orkupakkans væri poppúlísk. Málið væri stormur í vatnsglasi. Meira »

„Erfitt að kveðja skip eins og Vilhelm“

12:54 Landað var úr Vilhelm Þorsteinssyni EA 570 í Neskaupstað í vikunni og var það síðasta löndun skipsins í íslenskri höfn undir merkjum Samherja. Skipið hefur verið selt til Rússlands, en kom nýtt til landsins árið 2000. Meira »

Vita lítið um umfang tjónsins

12:50 Eigendur neðri hæðar Hvaleyrarbrautar 39, Dverghamrar ehf., hafa lítið fengið að vita um stöðu mála eftir að eldur kom upp á efri hæð hússins í gærkvöldi. Meira »

Ætlaði að redda uppeldinu

12:15 Það er ekki á hverjum degi sem systur eru á sama tíma með bók í jólabókaflóðinu. Júlía Margrét og Kamilla Einarsdætur koma úr bókelskri rithöfundafjölskyldu og eru helstu stuðningsmenn hvor annarrar. Meira »

Skorti ekki vatn heldur þrýsting

11:50 Vatnsveita Hafnarfjarðar þurfti á auka þrýsting að halda vegna slökkvistarfs á Hvaleyrarbraut en þar varð stórbruni í gærkvöldi. Jón Guðmundsson, vaktmaður hjá Vatnsveitu Hafnarfjarðar, segir að vatnsveitan hafi ekki þurft á meira vatni að halda eins og kom fram í frétt Vísis í nótt. Meira »

Slitlag flettist af á Snæfellsnesi

11:37 Slitlag er tekið að flettast af vegi á Snæfellsnesi að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar, en verulega hvasst er nú á Suðvestur- og Vesturlandi. Varar Vegagerðin sérstaklega við veðri í Búlandshöfðanum, þar sem skemmdir hafa orðið á slitlagi vegna foks. Meira »

Það var nánast ekkert eftir

11:00 „Við höfðum miklar áhyggjur af eldinum. Sem betur fer þá stóð vindurinn í rétta átt, út á sjó,“ segir Helga Guðmundsdóttir eigandi Crossfit Hafnarfjarðar sem er í næsta húsi við Hvaleyrarbraut 39 sem brann í nótt. Meira »

Farþegar bíða þess að komast úr vélum

10:37 Tafir hafa orðið á flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli nú í morgun vegna veðurs. Farþegar í þremur flugvélum frá British Airwaves, EasyJet og Delta sem lentu á Keflavíkurflugvelli á níunda tímanum bíða þess enn að komast úr vélunum. Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Meira »

Elsta íslenska álkan 31 árs

10:15 Álka sem fannst við Bjargtanga á Látrabjargi í júní 2016 reyndist vera elsta álka sem fundist hefur hér við land eða að minnsta kosti 31 árs. Hún var hin sprækasta þegar henni var sleppt og gæti því verið orðin 33 ára. Meira »
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...