Veröld í deiglu mynda

Listin mun fylgja alveg fram í rauðan dauðann, segir Tryggvi …
Listin mun fylgja alveg fram í rauðan dauðann, segir Tryggvi Ólafsson listmálari við opnunina í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Forvitni barnsins hefur alltaf fylgt mér og það tel ég mikilsverðan eiginleika. Listin mun fylgja alveg fram í rauðan dauðann. Það er mér bókstaflega meðfætt að teikna og skapa myndir. Og með því móti dreg ég upp myndir úr lífinu og reyni að finna svör. Að finna er vinna og ég sest oft hér við borðið mitt og dreg upp skissur þótt mátturinn sé óneitanlega orðinn lítill.“

Þetta segir Tryggvi Ólafsson listmálari í viðtali á baksíðu Morgunblaðsins í dag. Í gær var á Droplaugarstöðum við Snorrabraut í Reykjavík, hjúkrunarheimili aldraðra, opnuð sýning á 16 litografíuverkum eftir Tryggva og eru þau flest unnin á allra síðustu árum.

„Ég hef alltaf verið starfsamur. Listaverk verða aldrei til með því að bíða eftir andanum, ég dreg upp skissur, þá eftir fyrirmyndum til dæmis úr dagblöðunum. Mér finnst gaman að sjá veröldina í deiglu myndanna og vinna út frá þeim. Þegar útlínur myndanna eru svo komnar eru þær skannaðar inn í tölvur og litnum þrykkt á pappírinn af vinum mínum í prentsmiðju Guðjóns Ó.; þeim Jóhanni Kristinssyni og Ólafi Stolzenwald. Það eru miklir snillingar,“ segir listamaðurinn.

Sjá viðtal við Tryggva í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert