„Þetta voru ein af stóru jólunum í mínu lífi“

Ellefu ár drengur sem varð fyrir skoti leyniskyttu Ísraelshers. Alþjóða ...
Ellefu ár drengur sem varð fyrir skoti leyniskyttu Ísraelshers. Alþjóða Rauða krossinn (ICRC) rekur sérdeild fyrir særða innan Shifa, aðalsjúkrahússins í Gazaborg.

„Þetta er búið að ganga alveg ótrúlega vel. Ég hafði vorkennt sjálfum mér og gerði mikið mál úr því hvernig ég ætti að komast í gegnum Erez landamærastöðina. Ég hafði reyndar, í fyrsta skipti í mörg ár, fengið leyfi Ísraelshers til að fara inn á svæðið, en það fékk ég með hjálp bandarískra hjálparsamtaka,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson læknir sem staddur er á Gaza, en þangað kom hann í lok síðustu viku með 50 sett af gervifótum í 10 töskum, sem hver um sig vó um 20 kíló.

Sveinn Rún­ar hef­ur haft um­sjón með verk­efn­inu Íslensk­ir gervi­fæt­ur til Gaza í sam­vinnu við gervilima­stöðina á Gaza, ALPC (Artificial legs and polio center), frá því að það hófst árið 2009. Verk­efnið er hug­ar­smíði Öss­ur­ar Krist­ins­son­ar og fram­kvæmt í sam­vinnu við Fé­lagið Ísland-Palestína og geng­ur út á að út­vega særðum borg­ur­um gervi­fæt­ur og aðra út­limi svo þeir geti lifað eðli­legu lífi.

Töskurnar tíu voru samtals um 200 kíló.
Töskurnar tíu voru samtals um 200 kíló.

Það voru bandarísku hjálparsamtökin, Palestínski barnahjálparsjóðurinn (PCRF), sem aðstoðu Svein Rúnar við að fá leyfi til að komast inn á svæðið, en slíkt leyfi hefur hann ekki fengið í fimm ár „Ég er þeim ótrúlega þakklátur fyrir hjálpina. Þeir settu mig á sína skrá og þegar það var komið þá gekk allt vel. Hernámsyfirvöld meina nánast öllum aðgangi að svæðinu,“ segir hann.

Óskar Þór Lárusson stoðtækjasmiður átti að vera með í för, en hann fékk ekki leyfi þrátt fyrir að hafa tvisvar áður farið með Sveini Rúnari í gegnum landamærastöðina. Hann þurfti því einn að bera ábyrgð farangrinum þetta skipti.

Eins og vagninn hefði verið skilinn eftir handa honum

Sveinn Rúnar segir töluvert ferðalag að komast í gegnum Erez þar sem fólki er gert að fara í gegnum þröng grindarhlið sem snúast. „Það er svo þröngt að þú getur ekki tekið töskuna þína með en það er í lagi að hafa töskuna í næsta bili og komast þannig í gegn. En það gekk ekki alveg fyrir mig.“

„Andinn er ekki bugaður hjá þessum ungu mönnum sem misst ...
„Andinn er ekki bugaður hjá þessum ungu mönnum sem misst hafa ganglimi og leita til ALPC, Gervilimastöðvarinnar í Gazaborg. Það er eini valkosturinn á svæðinu,“ segir Sveinn Rúnar.

Hann spurðist fyrir um stærri vagna undir töskurnar en fékk þau svör að slíkt væri ekki í boði. Hann var hins vegar svo heppinn að þegar hann skrapp á klósettið þá beið hans þar stærðarinnar vagn sem hefði geta tekið miklu fleiri töskur en hann var með. „Það var eins og hann hefði verið skilinn þar eftir handa mér. Ég átti nú ekki von á því,“ segir Sveinn Rúnar sem fékk svo góða aðstoð við að koma töskunum í gegnum hliðin, en þar fyrir innan tók á móti honum starfsmaður bandarísku samtakanna sem fór með hann á gervilimastöðina. „Það er eini staðurinn á öllu Gaza-svæðinu sem framleiðir gervilimi. Bæði fætur og handleggi. Við erum búin að vera í samstarfi við þessa stöð síðan árið 2009.“

Össur gaf félaginu 100 sett af gervifótum og er Sveinn Rúnar að klára að koma þeim síðustu til skila. „Þetta eru 50 sett en beiðnirnar sem liggja fyrir eru nánast jafn margar, vegna mjög aukins fjölda aflmiðaðra í tengslum við þessi mótmæli sem kallast „Gangan mikla fyrir heimkomu“. Andsvar Ísraelshers hefur verið að setja hundruð leyniskytta á landamærin, með frjálst skotleyfi. Þær hafa verið að drepa fólk og særa,“ útskýrir hann.

Allt niður í 11 ára börn hafa misst fætur í árásunum

Sveinn Rúnar segir hátt í 200 manns hafa verið drepna af leyniskyttum og um 20 þúsund manns hafa særst. Áverkar vegna táragass falla einnig undir talninguna. „Þetta táragas er hreinlega svo eitrað að það drepur fólk ef það lendir í þeirri aðstöðu að það sé þrengt að því,“ bendir hann á.

„Ég hef heyrt töluna 8 þúsund skotsár. Ég hef verið að fara í heimahús þar sem verið er að skipta á sárum og þetta eru mjög óhugnaleg sár. Stundum opin beinbrot. Þessi skot eru mjög stór og svo eiga þeir við kúluna sjálfa þannig hún springur og opnast og rífur og tætir í kringum sig þegar hún snertir holdið.“ Hann hitti fyrir fórnarlömb á öllum aldri, allt niður í ellefu ára börn í þessum heimsóknum sínum.

Hosni Botch fyrstur til að fá íslenska gervifætur þegar verkefnið ...
Hosni Botch fyrstur til að fá íslenska gervifætur þegar verkefnið hófst í maí 2009.

Þá hitti Sveinn Rúnar líka fyrir nokkra menn á gervilimastöðinni sem eru með vel gróin sár og eru tilbúnir að fá gervilimi. „Ég er því að koma alveg á réttum tíma með þessa sendingu. Svona stuðningur skiptir ekki bara máli að því leyti að við erum að gera eitthvað nauðsynlegt, heldur snýst þetta líka um siðferðislegan stuðning. Ég fæ að finna fyrir óskaplega miklu þakklæti hvar sem ég kem.“

Var farinn að ganga eftir tvo klukkutíma

Sveinn segir það skipta öllu máli fyrir einstaklinga sem misst hafa útlim að fá gervilim í staðinni. Það umturni lífsgæðunum til hins betra og geri fólki kleift að lifa tiltölulega eðlilegu lífi. Í ferð sinni núna hefur Sveinn Rúnar til að mynda hitt Hosni Botch, sem var fyrsti maðurinn til að fá íslenska gervifætur á Gaza árið 2009. Gervifæturnir gjörbreyttu lífi Hosni og hann gat aftur farið að sjá fyrir fjölskyldu sinni.

 „Þegar við Össur og liðið hans komum þarna fyrst í maí árið 2009, þá var ákafinn í Össuri svo mikill. Ég vildi fara upp á hótel og koma dótinu fyrir, en hann vildi fara beint á gervilimastöðina. Þar beið einn eftir okkur í hjólastól, hann hafði misst báða fætur og vantaði því tvo gervifætur. Það var Hosni.“

17 ára unglingur sem var skotinn af leyniskyttu, í mótmælum ...
17 ára unglingur sem var skotinn af leyniskyttu, í mótmælum austan við borgina

Það var því ekki eftir neinu að bíða og stoðtækjasmiðirnir hófust handa við að smíða fætur. „Ég spurði Hosni hvort hann tryði því að hann yrði farinn að ganga aftur eftir tvo klukkutíma. Hann leit á mig og hristi höfuðið, en það er nákvæmlega það sem gerðist. Fyrir mig sjálfan var þetta stórkostleg upplifun. Að sjá fótalausan mann í hjólastól, heimilisföður þrítugan að aldri, ganga aftur. Það tók um klukkutíma að smíða hvorn fótinn og um leið og það var búið var hann farinn að reyna að ganga. Eftir klukkutíma í viðbót labbaði hann út úr byggingunni, að vísu með tvær hækjur til öryggis.“

Bróðir Hosni beið eftir honum og keyrði hann heim, en Sveinn og aðrir í fylgdarliðinu fóru með. „Þegar við komum í hverfið sem hann átti heima í þá safnaðist mikill fjöldi af fólki saman til að fagna þessum tíðindum. Það hafði spurst út að Hosni væri kominn með fætur og væri farinn að ganga. Þetta var ótrúleg upplifun. Heima hjá honum beið svo fjölskyldan; konan hans, börnin, systkini og foreldrar og það upphófst stórkostleg veisla. Þetta voru ein af stóru jólunum í mínu lífi.“

„Ég hitt hann síðast þegar ég var hérna og aftur núna, en hann var í afgreiðslunni í gervilimastöðinni að kaupa göngugrind handa pabba sínum. En Hosni gengur alveg sjálfur á sínum tveimur.“

17 ára gamall drengur sem varð fyrir skotárás hersins og ...
17 ára gamall drengur sem varð fyrir skotárás hersins og er með vel gróinn stubb. Hann er enn með mikla verki og þarf að fara í enn eina skurðaðgerðina. Ætti þó að geta fengið íslenskan gervifót þangað til.
mbl.is

Innlent »

Varað við erfiðum skilyrðum“

06:43 Gul viðvörun er í gildi víða á norðan- og austanverðu landinu og eru ferðalangar varaðir við erfiðum akstursvilyrðum og beðnir um að sýna aðgát. Slydda eða snjókoma er á heiðum og fjallvegum norðan- og austanlands. Meira »

Nýkomin frá Nepal

06:00 „Þetta er miklu meira mál heldur en fólk gerir sér grein fyrir, þá aðallega út af hæðinni,“ segir Halldóra Gyða Matthíasdóttir sem lýsir lungnaerfiðleikum, asmaeinkennum, miklu ryki í dalnum og fleiri þáttum sem spila inn í. Meira »

Líkamsárás, rán og fíkniefni

05:46 Lögreglan handtók seint í gærkvöldi tvo menn í Breiðholtinu sem grunaðir eru um líkamsárás, rán og vörslu fíkniefna.  Mennirnir eru vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.  Meira »

Sterkari tilfinning fyrir Kötlugosi

05:30 Mýrdælingar hafa varann á sér gagnvart Kötlu, enda er Kötlugos ekkert gamanmál.   Meira »

Verði miðstöð fyrir N-Atlantshaf

05:30 Gangi áætlanir Isavia eftir munu 14,5 milljónir farþega fara um Keflavíkurflugvöll um miðjan næsta áratug. Það samsvarar 40 þúsund farþegum á dag og er 45% aukning frá áætlaðri flugumferð í ár. Meira »

Pólitískir aðstoðarmenn þingmanna

05:30 Reikna má með að 6-8 aðstoðarmenn alþingismanna taki til starfa frá næstu áramótum, að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis. Aðstoðarmönnunum verður svo fjölgað út kjörtímabilið þar til fjöldi þeirra nær 15-17. Meira »

Mál bankaráðs felld niður

05:30 LBI ehf. hefur fellt niður skaðabótamál sem höfðuð voru á hendur bankaráðsmönnum gamla Landsbankans en heldur áfram málum gegn báðum fyrrverandi bankastjórum gamla Landsbankans og einum fyrrverandi forstöðumanni hjá bankanum. Meira »

Niðurstaðan mikil vonbrigði

05:30 „Tillagan veldur íbúum miklum vonbrigðum. Þar er gert ráð fyrir að byggðar verði 32 íbúðir. Af þeim hafi 24 stæði í bílakjallara. Aðrar íbúðir hafa ekki bílastæði,“ segir Lára Áslaug Sverrisdóttir, lögfræðingur og fulltrúi íbúa í Furugerði í Reykjavík. Meira »

Vanskil fyrirtækja minnka enn

05:30 Vanskil fyrirtækja hafa dregist saman samkvæmt gögnum Creditinfo. Það birti í gær lista yfir framúrskarandi fyrirtæki sem gerð eru ítarleg skil í sérútgáfu Morgunblaðsins í dag. Meira »

Taldir eigendur Dekhill Advisors

05:30 Starfsmenn skattrannsóknastjóra telja að Ágúst og Lýður Guðmundssynir, kenndir við Bakkavör, séu eigendur aflandsfélagsins Dekhill Advisors Ltd. Meira »

Skorar á banka að lækka gjaldskrár

Í gær, 23:39 Stjórn Neytendasamtakanna furðar sig á hækkunum langt umfram verðlag sem koma fram í úttekt ASÍ á þjónustugjöldum bankanna og skorar á Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka að lækka tafarlaust gjaldskrár sínar. Meira »

Dagleg viðvera herliðs síðustu 3 ár

Í gær, 23:35 Á síðustu ellefu árum hefur viðvera erlends herliðs á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli verið mjög breytileg frá ári til árs, allt frá sautján dögum árið 2007 til þess að vera dagleg viðvera síðustu þrjú árin. Meira »

Heildarlaun hækkað um 62%

Í gær, 23:06 Fram kemur í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis vegna fjárlaga fyrir næsta ár að frá árinu 2011 hafa launagjöld og almannatryggingar hækkað hlutfallslega meira en önnur gjöld. Á hinn bóginn hafa fjárfesting og kaup á vörum og þjónustu dregist hlutfallslega saman. Meira »

Fundu kistuleifar í Víkurgarði

Í gær, 22:49 Minjastofnun Íslands hefur ákveðið að stöðva framkvæmdir á byggingarsvæði Lindarvatns ehf. á Landssímareitnum eftir að kistuleifar fundust í Víkurgarði í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem stofnunin stöðvar framkvæmdir á svæðinu síðan þær hófust fyrr á árinu. Meira »

Breyta lögum um vörugjald á ökutæki

Í gær, 21:17 Lagðar eru til breytingar á viðmiðum koltvísýringslosunar við álagningu vörugjalds á ökutæki og bifreiðagjalds auk þess sem gert er ráð fyrir að skilgreining sendibifreiðar verði lagfærð, vörugjaldi af tilteknum ökutækjum til vöruflutninga verði breytt, vörugjald af golfbifreiðum verði samræmt markmiðum um orkuskipti og að gerðar verði breytingar í því skyni að treysta hagsmuni ríkissjóðs við veitingu ívilnana. Meira »

Blómakastarinn pússaður upp til agna

Í gær, 21:07 Jón Gnarr hefur leyft aðdáendum sínum á Twitter að fylgjast með örlögum Banksy-listaverksins fræga í dag. Hefur hann meðal annars birt ljósmynd af tómum veggnum í stofunni sinni og af málverkinu úti á stétt og um borð í flutningabíl. Meira »

420 milljónir gengu ekki út

Í gær, 21:01 Enginn var með allar tölurnar réttar í Víkingalottóinu í kvöld en í pottinum voru um 420 milljónir króna.  Meira »

Aukin samkeppni á hægri vængnum

Í gær, 20:47 „Það blasir við að ríkisstjórnaflokkarnir eru allir að tapa fylgi samkvæmt þessum könnunum og á móti græða stjórnarandstöðuflokkarnir,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands í samtali við mbl.is. um nýja könnun sem MMR sendi frá sér í gær. Meira »

Nýir útreikningar breyta ekki kröfu VR

Í gær, 20:35 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ný aðferðafræði Hagstofu Íslands við útreikninga á vinnustundum hafi ekki áhrif á kröfu félagsins um styttingu vinnuvikunnar í komandi kjaraviðræðum. Meira »
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Til leigu
Íbúð til leigu Ca. 100 m2 íbúð á jarðhæð í fjórbýlishúsi í suðurhlíðum Kópavogs,...
veggklukka antik veggklukka
er með flotta veggklukku með mjúkum og þægilegum slætti á12,000 kr sími 869-279...
BÓKHALD
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...