Kynna umbætur á lögum um tjáninga- og fjölmiðlafrelsi á morgun

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði nefndina.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði nefndina. mbl.is/Valli

Nefnd forsætisráðherra um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis kynnir afrakstur vinnu sinnar í fyrri áfanga nefndarstarfsins á morgun.

Eiríkur Jónsson, prófessor og formaður nefndarinnar, mun kynna fyrri áfanga nefndarstarfsins og svarar spurningum fjölmiðla að kynningu lokinni. 

Forsætisráðuneytið segir að fimm frumvörp til laga verði skilað til ráðherra:

  1. Frumvarp til laga um bætur vegna ærumeiðinga (afnám refsinga vegna ærumeiðinga).
  2. Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, með síðari breytingum (þrenging ákvæðis um hatursorðræðu).
  3. Frumvarp til laga um breytingu á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, með síðari breytingum (tjáningarfrelsi og þagnarskylda).
  4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu, nr. 30/2002, ásamt síðari breytingum (takmarkaðri ábyrgð hýsingaraðila).
  5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjarskipti, nr. 81/2003, með síðari breytingum, og lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008, með síðari breytingum (afnám gagnageymdar o.fl.).

Í nefndinni sátu: Ei­rík­ur Jóns­son, pró­fess­or, formaður, Páll Þór­halls­son, skrif­stofu­stjóri í for­sæt­is­ráðuneyt­inu, vara­formaður, Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formaður In­ternati­onal Modern Media Initiati­ve (IMMI), Hjálm­ar Jóns­son, formaður Blaðamanna­fé­lags Íslands, Sig­ríður Rut Júlí­us­dótt­ir hæsta­rétt­ar­lögmaður, Elísa­bet Gísla­dótt­ir, lög­fræðing­ur í dóms­málaráðuneyt­inu, Þröst­ur Freyr Gylfa­son, sér­fræðing­ur í fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­inu og Elísa­bet Pét­urs­dótt­ir, lög­fræðing­ur í mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­inu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert